Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 35

Morgunblaðið - 25.11.2021, Page 35
HM 2023 Kristján Jónsson kris@mbl.is Karlalandsliðið í körfuknattleik mun hefja leik í undankeppni HM annað kvöld. Ísland mætir þá Hol- landi í Amsterdam en í riðlinum eru einnig Rússland og Ítalía. Ís- land var áður búið að vinna sig inn í undankeppnina úr forkeppni þar sem liðið var í riðli með Svart- fjallalandi og Danmörku. For- keppnin síar út veikari lið og í undankeppninni eru meira eða minna lið sem hafa komist inn á stórmót á síðasta áratuginn. Þrjú lið af fjórum komast áfram á næsta stig undankeppninnar en lokakeppni HM fer fram 2023. „Við förum bara brattir inn í þessa keppni. Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Í sambandi við andstæðingana í riðlinum þá á ég eftir að sjá leikmannahópana hjá Rússum og Ítölum til að geta met- ið hvernig möguleika við eigum. Við erum nánast með okkar sterk- asta lið,“ sagði Martin Her- mannsson þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóðið í gær. Hol- land verður fyrsti andstæðingur Íslands annað kvöld. „Ég kannast við þrjá leikmenn hjá Hollendingum sem ég hef spil- að á móti úti um allt. Þeir eru með hörkulið og sýndu það líka þegar þeir komust á Eurobasket í fyrra. Hollendingar hafa unnið sterkar þjóðir á síðustu árum og eru þar af leiðandi með hörkuleikmenn. Ég held að þessi lið, Ísland og Hol- land, gætu verið mjög svipuð. Við þurfum að hafa fyrir öllu á móti Hollendingum en vitum einnig að við getum unnið þá. Í lokaund- irbúningi fyrir leikinn eigum við náttúrlega eftir að fara nánar í að skoða andstæðingana.“ Breytt hlutverk hjá Martin Smám saman hafa nýir leikmenn tekið við keflinu í landsliðinu. Kyn- slóð leikmanna sem komu Íslandi á EM árið 2015 er farin út úr lands- liðinu. Haukur Helgi Pálsson og Hörður Axel Vilhjálmsson eru ekki með í þetta skiptið vegna meiðsla en að öðru leyti er Ísland nánast með sitt sterkasta lið. Martin er nú leikjahæsti lands- liðsmaðurinn í hópnum með 69 landsleiki. Á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum var hann ennþá með yngri mönnum í liðinu. Martin hef- ur samt sem áður misst af mörg- um landsleikjum síðustu tvö árin og hefur því ekki verið með nefið ofan í því hvernig kynslóðaskiptin hafa gengið. „Mér líst hrikalega vel á leikmannahópinn. Það er gaman að sjá framfarirnar hjá mönnum eftir tveggja ára fjarveru. Maður sér alveg að menn eru bún- ir að bæta sig mikið og þekkja einnig vel hver inn á annan. Það er svolítið skrítið fyrir mig að vera kominn í það hlutverk að vera með þeim elstu og reyna að leiðbeina á einhvern hátt. Ég hef yfirleitt ver- ið hinum megin við borðið og reynt að læra sem mest af eldri leikmönnum. Það er skrítið að vera leikjahæstur og með eldri mönnum í hópnum. Ég reyni þá að tækla þetta hlutverk og hjálpa lið- inu með því að gefa sem mest af mér. Síðasta sumar fannst mér þeir spila mjög vel og ég ætla að koma inn og hjálpa liðinu að verða betra. Ég ætla ekki að taka of mikið til mín heldur halda áfram að byggja ofan á það sem reynt hefur verið að búa til síðustu árin.“ Vörnin hefur breyst Þegar íslenska landsliðið lék tví- vegis á EM voru hávöxnustu mennirnir í kringum tvo metrana. Alla vega þeir sem spiluðu mest: Hlynur Bæringsson og Pavel Er- molinskij. Eftir því sem miðherj- inn hávaxni, Tryggvi Snær Hlina- son, hefur orðið reyndari og öflugri, hefur leikstíll íslenska liðs- ins jafnframt breyst. Martin segir það sérstaklega eiga við um vörn- ina. Það munar um að hafa 215 cm mann til að verja körfuna eða varamann Tryggva, Ragnar Nat- hanaelsson, sem er 216 cm. „Algerlega. Við spilum allt aðra vörn en við gerðum þegar við fór- um á Eurobasket. Meðalhæðin var lægri og við vorum mikið að skipta og trappa eins og það heitir á góðri íslensku gegn stóru mönn- unum hjá andstæðingunum. Við reyndum að vera mjög hreyf- anlegir og orkumiklir. Nú getum við aðeins treyst á að við séum með hávaxinn mann inni í teig sem getur hjálpað ef við missum leik- menn framhjá okkur. Vörnin er allt önnur en verið hefur á mínum landsliðsferli. Í sókninni spilum við ekki ósvipað og við gerðum. Við eigum eins og áður marga leikmenn sem geta skotið fyrir utan. En það hjálpar að geta hent boltanum stundum inn í teig eða kastað honum upp í loftið nærri körfunni. Við gátum ekki gert það og þetta er jákvæð þróun. Við njótum góðs af því að vera með mann eins og Tryggva og Ragga ef Tryggvi er í vandræðum. Við þurfum þá ekki að skipta algerlega um leikstíl þegar Tryggvi fer út af.“ Tæpur vegna álagsmeiðsla Lesendur þekkja væntanlega núorðið að í körfuboltaheiminum hefur ekki tekist að koma á lands- leikjafríi þar sem aðildarlöndin eiga rétt á að fá menn í landsleiki. NBA-deildin og Euroleague standa fyrir utan alþjóða- samböndin sem sér fyrirtæki og leikmenn þar fá sjaldan eða aldrei að fara í landsleiki yfir vetrartím- ann. Martin gat ekki leikið með landsliðinu síðasta vetur þegar lið hans Valencia var í Euroleague. Valencia komst hins vegar ekki inn í Euroleague í vetur og reyn- ist það nú vatn á myllu landsliðs- ins. „Þegar við erum í Euroleague þá eru leikdagar á sömu dögum og leikdagar hjá landsliðum. Ég er í vinnu hjá þeim og get ekki bara farið þegar Valencia á leiki í stærstu Evrópukeppninni. En Valencia er nú í EuroCup en í þeirri keppni eru ekki settir á leikir þegar landsliðin spila. Hjá Valencia voru menn ekkert himin- lifandi yfir því að ég færi í þessa landsleiki. Ég hef eiginlega ekkert æft í eina og hálfa viku út af álagsmeiðslum í kálfanum. En þeir styðja mig og treysta mér til þess að gera ekki einhverja vit- leysu,“ sagði Martin, en spurður út í meiðslin sagði hann álagið á tímabilinu líklega hafa verið of mikið. „Þetta eru eins konar álags- bólgur í kálfanum. Það voru margir leikmenn meiddir hjá Val- encia í haust og ég spilaði eig- inlega yfir mig fyrstu tvo mánuði tímabilsins. Kannski var bara tímaspursmál hvenær eitthvað álagstengt myndi sýna sig. Sem betur fer náði ég að stoppa mig af áður en þetta varð alvarlega. Mér líður nokkuð vel í dag og finn ekki fyrir þeim óþægindum sem voru. Við sjáum til hvernig næstu æf- ingar verða en eins og staðan er núna er ég tilbúinn að gefa allt í landsleikina,“ sagði Martin Her- mannsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Vitum að við getum unnið Hollendinga“ - Martin Hermannsson í landsliðinu á ný - Undankeppni HM að hefjast Morgunblaðið/Hari Ógnandi Landsliðið nýtur krafta Martins Hermannssonar á ný í leikjunum gegn Hollendingum og Rússum í undankeppni heimsmeistaramótsins. ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 Þegar ég var þrettán ára gutti austur á fjörðum náði fótboltalið staðarins þeim glæsilega árangri að vinna Austfjarðariðil gömlu 3. deildarinnar með yfirburðum og fara suður til að spila til úrslita um sæti í næstefstu deild. Bæjarbúar fylktu sér á bak við liðið og studdu félagið dyggi- lega með fjárframlögum til að kosta ferðalagið. Þegar liðið sneri aftur heim eftir ágætisframmistöðu fyrir sunnan áttu sumir erfitt með að fóta sig þegar þeir stigu út úr rútunni. Það féll ekki í góðan jarðveg hjá fólkinu heima sem taldi sig ekki hafa verið að styrkja þá til að skemmta sér. Í kjölfarið voru settar strang- ar reglur um algjört áfengisbann í keppnisferðum á vegum félags- ins og þrátt fyrir alla sveitaballa- menningu þess tíma fórum við sem skipuðum liðið næstu árin á eftir að öllum fyrirmælum, og þótti sjálfsagt. Eftir að KSÍ upplýsti laust fyrir miðnættið í fyrrakvöld að Eiði Smára Guðjohnsen hefði verið sagt upp störfum sem aðstoðar- þjálfara fór af stað umræða um veitingar áfengis að loknum landsliðsverkefnum. KSÍ brenndi sig á slíku hjá kvennalandsliðinu fyrir ári, þegar þáverandi þjálfari þess fór yfir strikið og þurfti í kjölfarið að segja af sér. Hvort sem þessi uppsögn tengist beint áfengisveitingum eftir síðasta landsliðsverkefni eða ekki hlýtur að vera komið að því að sambandið striki yfir allt slíkt á sínum vegum. Landsliðsfólk getur að sjálf- sögðu fagnað lokum verkefna eins og því hentar. Alla vega þeg- ar það er yfir lögaldri. En rétt eins og félagið mitt fyrir austan ætti KSÍ að geta sett strangar reglur og sýnt fordæmi með því að taka áfengið af sínum inn- kaupalista. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Subway-deild kvenna Grindavík – Breiðablik......................... 90:75 Fjölnir – Njarðvík ................................ 64:71 Valur – Skallagrímur ........................... 92:47 Staðan: Njarðvík 9 7 2 628:530 14 Keflavík 8 6 2 665:561 12 Valur 8 6 2 647:545 12 Fjölnir 8 5 3 636:578 10 Haukar 5 4 1 368:264 8 Grindavík 9 3 6 668:739 6 Breiðablik 8 1 7 545:623 2 Skallagrímur 9 0 9 474:791 0 NBA-deildin Detroit – Miami .................................. 92:100 New York – LA Lakers ................... 106:100 Portland – Denver............................ 119:100 LA Clippers – Dallas........................ 104:112 _ Efst í Austurdeild: Brooklyn 13/5, Miami 12/6, Chicago 12/6, Washington 11/6, Char- lotte 11/8, New York 10/8, Boston 10/8, Mil- waukee 10/8, Philadelphia 10/8, Cleveland 9/9, Atlanta 9/9, Toronto 8/10. _ Efst í Vesturdeild: Golden State 15/2, Phoenix 14/3, Utah 11/6, Dallas 10/7, LA Clippers 10/8, Portland 10/8, Memphis 9/8, Denver 9/9, LA Lakers 9/10, Minnesota 8/9. >73G,&:=/D HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Sethöllin: Selfoss – Grótta ................... 19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Evrópubikar kvenna: Ásvellir: Haukar – Tarbes ................... 19.30 Í KVÖLD! bæði innan vallar sem og utan bæði fyrir mig persónu- lega sem og sambandið. Áfram Ísland,“ segir meðal annars í sameiginlegri tilkynningu Eiðs Smára KSÍ. Heimildir Morgunblaðsins herma að vandamál Eiðs Smára utan vallar hafi verið ástæðan fyrir því að stjórn KSÍ ákvað að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningi hans. Ákvörðunin um brotthvarfs Eiðs Smára var tekin á stjórnarfundi á þriðjudaginn en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stjórnin klofin í afstöðu sinni til þess hvort nýta ætti uppsagnarákvæðið. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, var ein af þeim sem vildu halda Eiði Smára en öðrum stjórn- armeðlimum fannst kominn tími á breytingar. Nánar er fjallað um málið á mbl.is/sport. Eiður Smári Guðjohnsen hefur látið af störfum sem að- stoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Í tilkynningu KSÍ sem send var á fjölmiðla aðfara- nótt miðvikudags kemur meðal annars fram að stjórn sambandsins hafi komist að samkomulagi við Eið Smára um starfslok og að KSÍ hafi virkjað uppsagn- arákvæði í ráðningasamningi hans. Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi kom inn í þjálf- arateymi íslenska liðsins í desember á síðasta ári þegar Arnar Þór Viðarsson var ráðinn þjálfari karlalandsliðs- ins. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hags- muni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi. Ég vil þakka öllum innan sambandsins fyrir frábært samstarf undanfarið ár. Síðasta ár hefur verið mjög krefjandi Eiður lætur óvænt af störfum Morgunblaðið/Eggert Hættur Eiður Smári var aðstoð- arlandsliðsþjálfari í tæpt ár. Íslenska karlalandsliðið er komið á þriðja stig af fjórum í baráttunni um að komast á heimsmeistaramótið sem haldið verður árið 2023. Í fyrstu for- keppninni vann liðið sinn riðil þar sem voru einnig Slóvakía, Lúxemborg og Kósóvó, Ísland vann fimm leiki af sex en tapaði útileiknum í Kósóvó. Í forkeppni númer tvö komst íslenska liðið áfram ásamt Svartfjallalandi og skildi Dani eftir með því að sigra þá tvisvar. Nú er Ísland komið í fyrstu umferð sjálfrar undankeppninnar og er þar í riðli með Hollandi, Rússlandi og Ítalíu. Þrjú af þessum fjórum liðum kom- ast áfram í aðra umferð en eitt situr eftir. Leikið er við Holland og Rúss- land 26. og 29. nóvember, við Ítalíu 24. og 27. febrúar og við Holland og Rússland 1. og 4. júlí. Í annarri umferð undankeppninnar verða 24 þjóðir í fjórum sex liða riðl- um þar sem þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast í lokakeppnina sem fer fram í Japan, Indónesíu og á Filippseyjum haustið 2023. Þriðja stig undankeppni HM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.