Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 37

Morgunblaðið - 25.11.2021, Síða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2021 D ómstóll götunnar er gjarnan hávær og því áberandi en lesandi glæpasögunnar Skaða eftir Sólveigu Pálsdóttur hlýtur að horfa í eigin barm eftir lesturinn, því eins og réttilega kemur fram í bókinni burðast allir með einhvern skít, bara misjafnlega mikinn. Aldrei er skynsamlegt að kasta grjóti í annan og óvarlegt að dæma aðra að óathuguðu máli. Ekki fer allt sem ætlað er og þegar eitthvað ber út af er lögregl- an gjarnan kölluð til. Í Skaða er það Guðgeir Fransson rannsóknar- lögreglumaður og þeir sem honum fylgja. Allt gott og blessað, rann- sóknin hefur sinn gang, helstu per- sónur fá á sig mynd, kapallinn er lagður, upp- byggingin lofar góðu, en lausnin lætur á sér standa, eins og vera ber í góðum glæpasögum. Endalokin passa samt ekki við gang góðrar sögu og er það miður. Það er margt gott í frásögninni og hún vekur lesandann til um- hugsunar um lífið og tilveruna. Fordómar eiga sér ýmsar myndir og þeir eru margir sem sjá flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin auga. Þá er líka gjarnan stutt í dómhörkuna, hatrið og jafnvel hefndina. Sólveig Pálsdóttir tekur vandamálið föstum tökum í Skaða og aðeins vantar að segja hreint út að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. Fólki vegnar misjafnlega í lífinu og sjálfsmynd einstaklinga er með ólíkum hætti. Sumir eiga vel sam- an, aðrir ekki. Aldursmunur getur verið til trafala, menntun og staða í þjóðfélaginu getur verið til góðs eða valdið skaða. Það er svo margt sem er uppbyggjandi fyrir einn en niðurbrjótandi fyrir annan að al- hæfing í aðra áttina er út í hött. Guðgeir rannsóknarlögreglumað- ur, sem þekktur er úr fyrri verkum Sólveigar eins og aðrir laganna verðir í bókinni, gerir sér grein fyrir þessu og þótt traðkað sé á honum á stundum heldur hann ótrauður áfram í leit að sannleik- anum. Allir lenda í einhverjum áföllum á lífsleiðinni og misjafnlega tekst að greiða úr þeim. Nauðgun er ekki gamanmál og fórnarlambið burðast örugglega alla tíð í flestum ef ekki öllum tilfellum með árásina, sem viðkomandi hefur orðið fyrir, en eflaust reyna flestir að deyfa þjáningarnar með einhverjum hætti. Sólveig varpar ljósi á þessar erfiðu aðstæður og lýsir meðal annars hvernig gert er út á ógæfu fólks, til dæmis með stjórnsemi og andlegu ofbeldi. Lífið er ekki endilega einfalt og flestir þurfa að eiga við hindranir á stuttri sem langri leið. Djúpt getur verið á lausninni og erfitt að kyngja sannleikanum, en kærleik- urinn er til staðar, þegar öllu er á botninn hvolft. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Höfundur Lesandi glæpasögunnar Skaða eftir Sólveigu Pálsdóttur hlýtur að horfa í eigin barm eftir lesturinn, skrifar gagnrýnandi. Flótti frá raunveruleikanum Glæpasaga Skaði bbbnn Eftir Sólveigu Pálsdóttur. Salka 2021. Innbundin, 271 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Katrín Ólafs- dóttir er fjórði fyrirlesari í röð Rannsóknastofn- unar í jafnréttis- fræðum, nú á haustmisseri, og flytur í dag kl. 12 fyrirlesturinn „Um menn og skrímsli. Sköpun sjálfsmyndar, karlmennska og of- beldi í garð kvenna í íslenskum sam- tíma“ í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Mun Katrín fjalla um dokt- orsverkefni sitt sem fjallar um ger- endur ofbeldis í nánum samböndum. Í verkefninu beitir Katrín femínísk- um kenningum til þess að skýra hvernig ofbeldi þrífst og er viðhald- ið í nútímasamfélagi. Katrín er að- junkt og doktorsnemi við mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar eru á rikk.hi.is. Fjallar um dokt- orsverkefni sitt Katrín Ólafsdóttir Fjórir rithöfundar mæta í jólakaffi í Borgarbókasafninu í Kringlunni og lesa upp úr bókum sínum í dag, fimmtudag, kl. 17.30. Höfundarnir eru Auður Jónsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Friðgeir Einarsson og Hildur Knútsdóttir og verða sæti fyrir 30 manns og skráning á staðn- um. Nýjasta bók Auðar nefnist Allir fuglar stefna á ljósið og Einar Már Guðmundsson gaf nýverið út Skáld- lega afbrotafræði. Friðgeir Einars- son gefur út nú fyrir jól skáldsög- una Stórfiskur og Hildur Knúts- dóttir hefur nú snúið sér að fullorðnum með hrollvekjunni Myrkrið milli stjarnanna. Fjögur Einar, Auður, Hildur og Friðgeir lesa upp úr nýjstu bókum sínum í dag. Upplestur fjögurra höfunda í bókasafni Ný suðurkóresk sjónvarpsþáttaröð hefur náð miklum vinsældum á streymisveitunni Netflix og nefnist sú Hellbound, sem þýða mætti sem Heljarför. Skemmst er að minnast annarrar suðurkóreskrar þáttarað- ar, Squid Game eða Smokkfisks- leiksins, sem sló í gegn á Netflix og varð sú vinsælasta í sögu veitunnar. Hellbound hefur nú velt Squid Game úr sessi, ef marka má frétt á vef Independent. Þættirnir eru hryllingsfantasía og segja frá þremur verum sem birtast fólki sem dæmt hefur verið til dauða og vítisvistar af engli guðs. Birtast verurnar á tilsettum tíma og drepa viðkomandi. Hellbound mun nú orðin vinsælasta sjónvarpsþáttaröð heims. Þættirnir eru þeir vinsæl- ustu í yfir 80 löndum. Heljarför Skrímsli á hælum óttaslegins fórnarlambs á kynningarrmynd Hellbound. Heljarför heillar áhorfendur Netflix Í grein um útgáfu á tvöföldum hljómdiski með verkum Jóns Nor- dal, sem birt var í blaðinu þriðjudag- inn 23. nóvember, stóð að sumar hljóðritananna hefðu ekki verið gefnar út áður en hið rétta er að engin þeirra hefur verið gefin út áð- ur en sum verkanna komið út áður í öðrum hljóðritunum. Beðist er af- sökunar á þessu. LEIÐRÉTT Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% SÍÐASTI SÉNS AÐ SJÁ ÞESSA STÓRMYND Í BÍÓ SÝND Á STÆRSTA TJALDI LANDSINS Í EGILSHÖLLINNI Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG KL. 20:00 Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.