Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 1

Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. N Ó V E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 281. tölublað . 109. árgangur . NÝTT SKIP BOÐIÐ VELKOMIÐ HEIM TIL ÍSLANDS 23 ÁR LIÐU MILLI SÓLÓ- PLATNA SJÖUNDI GULLBOLTINN OG SÁ FYRSTI Á NORÐURHVELI 28 MESSI OG PUTELLAS 27BALDVIN NJÁLSSON 8 SÍÐUR mikið endurgreiðsluprósentan verð- ur hækkuð en skilaboðin eru þó skýr. „Við erum að fara að keppa við Írland og Spán. Við gerum þetta til að keppa við þessi stóru lönd.“ Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda, fagnar áformum nýrrar ríkisstjórnar. „Það hafa ver- ið viðræður við stærri fyrirtæki úti í heimi og skilaboðin eru á þá leið að ef endurgreiðslan fer upp í 35% þá eru þessi fyrirtæki tilbúin að koma hingað í tökur.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Endurgreiðsluhlutfallið verður hækkað og með því ætlum við að styðja enn frekar við greinina. Markmiðið er að Ísland verði sam- keppnishæft við önnur ríki og að stór verkefni verði unnin alfarið á Íslandi,“ segir Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Fram kom í stjórnarsáttmálanum sem kynntur var á sunnudag að „alþjóðlega samkeppnishæft stuðn- ingskerfi við framleiðslu kvik- mynda- og sjónvarpsefnis verður eflt. Við ætlum að styðja enn frekar við greinina með hærri endur- greiðslum á skýrt afmörkuðum þáttum“, segir þar. Framsóknarflokkurinn boðaði hækkun endurgreiðslu vegna kostnaðar sem fellur til við kvik- myndagerð í aðdraganda kosninga. Kvikmyndagerðarmenn hafa lengi kallað eftir slíku framtaki. Endur- greiðsluprósentan er nú 25% en þeir hafa vilja sjá hækkun upp í 35% til að geta keppt við lönd á borð við Írland en stór verkefni á borð við Game of Thrones hafa fall- ið Írum í skaut vegna þessa. Lilja vill ekki staðfesta hversu - Hækka endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar - Áformum nýrrar ríkisstjórn- ar fagnað - Fengið skilaboð um að 35% endurgreiðsla muni laða að fyrirtæki Endurgreiðslur » Endurgreiðsla vegna kvik- myndagerðar nemur 25% á Ís- landi. Hún er 35% á Spáni og Írlandi. » Kvikmyndagerðarmenn telja mikil sóknarfæri fram undan ef endurgreiðsluprósentan verð- ur hækkuð. » Ekki hefur fengist staðfest hversu mikið endurgreiðslan mun hækka. Munu keppa við Írland og Spán MStóru fyrirtækin vilja koma … »6 Knattspyrnulið Þróttar hóf æfingu í Laugardal í gær með því að ryðja völlinn svo að hægt væri að leika þar bolta með léttu móti. Snjó kyngdi niður í höfuðborginni í gær og urðu miklar séu fjölmargir bílar á sumardekkjum og það hafi átt stóran þátt í umferðartöfunum. Minnkandi ofankomu er spáð á höf- uðborgarsvæðinu í dag, með hita um eða undir frostmarki. umferðartafir vegna þeirra veðurskilyrða sem sköpuðust. Fjöldi minniháttar árekstra varð í kjölfarið, samkvæmt upp- lýsingum frá umferðardeild lögreglunnar. Hún segir að enn Snjó kyngdi niður án afláts í höfuðborginni í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Hituðu upp í Laugardal með því að ryðja snæviþakinn knattspyrnuvöllinn Enn ríkir óvissa um það hve mikla vörn bóluefni veita gegn nýju af- brigði kórónuveirunnar, Ómíkron, en allt að tvær vikur geta liðið þar til það verður ljóst. Tveir stærstu bólu- efnaframleiðendur heims, Pfizer- BioNTech og Moderna, segjast vera að undirbúa breytingar á bóluefnum sínum svo að þau ráði við afbrigðið ef þörf krefur. Afbrigðið hefur farið hratt um heiminn undanfarna daga og Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að heiminum stafi hætta af nýja afbrigðinu. Óttast sérfræð- ingar stofnunarinnar að það geti leitt til nýrrar smitbylgju. Enn sem kom- ið er hafa engin dauðsföll verið til- kynnt af völdum Ómíkron og hafa þær raddir jafnvel heyrst að hættan af þessu afbrigði veirunnar sé stór- lega ýkt. Ljóst virðist þó að það sé meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar og ýmislegt bendir til þess að bólusetningar dragi ekki úr veik- indum af völdum þess. Heilbrigðisráðherrar G7-ríkjanna funduðu í gær um Ómíkron, en fleiri tilfelli þess greindust í Evrópulönd- um í gær og um liðna helgi. »13 Óvissa um vörn bólu- efna gegn Ómíkron _ Stefnt er að því að reisa nýja Mið- garðakirkju í Grímsey á næsta ári og helst vígja hana fyrir árs- afmæli kirkju- brunans sem varð að kvöldi 21. september. Kirkjan gjöreyðilagðist og allir kirkjugripir. Nýja kirkjan verður úr timbri, 80-90 fermetrar að stærð og er áætlað að hún geti kostað 80-100 milljónir króna en söfnun vegna kirkjubyggingarinnar hefur staðið yfir. Búið er að ráða Hjörleif Stef- ánsson arkitekt til að teikna nýju kirkjuna, en hann þekkir vel til gamalla kirkna. »4 Ný kirkja Tölvumynd af hugsanlegu útliti. Ný kirkja í Grímsey reist á næsta ári Sýni úr laxi úr eldiskvíum í Reyð- arfirði, sem talinn er sýktur af blóð- þorra, hafa verið send til raðgrein- ingar á rannsóknarstofu í Þýska- landi. Niðurstöður hennar eiga meðal annars að leiða í ljós hvort til- gáta dýralæknis fisksjúkdóma um að ný stökkbreyting ISA-veirunnar valdi sýkingunni – eða hvort hún hef- ur borist annars staðar frá. Ekki er vitað um ástæður sýking- arinnar. Gísli Jónsson telur líklegt að umhverfisaðstæður valdi því að veiran hafi stökkbreyst, úr mein- lausri laxaflensu yfir í meinvirkt af- brigði. Hann bendir á að álag hafi verið á kvíunum á Gripalda. Árið byrjaði með óveðri sem leiddi til þess að fóðurprammi sökk við eldiskví- arnar. Síðar bættist við þörunga- blómi í vor og marglytta lagðist að í haust. Segir Gísli hugsanlegt að ónæmi fisksins hafi dalað í þessu volki og það orðið til að skapa tæki- færi fyrir veiruna. Ekki hefur orðið vart við afföll í öðrum kvíum á sömu staðsetningu, þótt stutt sé á milli, en í næstu viku verður byrjað að skima fyrir sýking- unni þar. »11 Umhverfisálag á kvíarnar - Óveður, þörungablómi og marglytta geta veiklað laxinn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lax Öllum laxi hefur verið slátrað upp úr kvínni sem sýking kom upp í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.