Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Bætt
hreinlæti
í nýjum heimi
Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki
www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is
Boðaðar aðgerðir í þeim tilgangi að
efla hlutverk ríkissáttasemjara og
bæta verklag við gerð kjarasamn-
inga í stjórnarsáttmála ríkisstjórn-
arinnar gætur orðið risastórt skref í
rétta átt, að mati framkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins, sem væntir
þess að gengið verði mjög hratt til
verks í þessum málum. Forseti Al-
þýðusambands Íslands segir verka-
lýðshreyfinguna ekki taka í mál að
skerða verkfallsrétt ef fyrirhugaðar
aðgerðir ganga í þá átt.
Í kafla um vinnumarkasmál í
stjórnarsáttmálanum segir orðrétt:
„Styrkja þarf hlutverk ríkissátta-
semjara til að bæta undirbúning og
verklag við gerð kjarasamninga,
fækka málum sem lenda í ágreiningi
og tryggja að kjaraviðræður dragist
ekki úr hóf fram, til að mynda með
standandi gerðardómi í kjaradeilum
sem eykur fyrirsjáanleika og réttar-
öryggi deilu-
aðila.“
Halldór Benja-
mín Þorbergsson,
framkvæmda-
stjóri SA, segir
samtökin hafa
lengi talað fyrir
því að tímabært
sé að að styrkja
verulega ramma
og umgjörð ríkis-
sáttasemjara sem varði getu hans til
þess að stíga inn í erfið deilumál.
„Eins og þetta er í dag þá eru völd og
áhrif ríkissáttasemjara ekki sam-
bærileg við það sem við sjáum á öðr-
um Norðurlöndum og við höfum talið
að það væri eðlilegt að við litum til
Norðurlanda hvað varðaði hlutverk
ríkissáttasemjara þar sem hann hef-
ur í raun sterkari stöðu en hér. Ég
tel að það sé einsýnt að þetta muni
leiða til þess að hægt sé að stytta
kjaradeilur og ná fram bættri verk-
stjórn við úrlausn þeirra. Það ætti að
vera öllum í hag. Að því leytinu til er
ég ánægður með þessa yfirlýsingu
sem ríkisstjórnin gefur með mjög af-
dráttarlausum hætti og vænti þess
að það verði gengið mjög hratt til
verks í þessu,“ segir Halldór.
Hugmyndir voru ræddar fyrir
nokkrum árum um að heppilegt væri
að koma á fót standandi gerðardómi,
þ.e.a.s. gerðardómi sem væri viðvar-
andi og til taks hjá ríkissáttasemjara
í stað þess að skipa í einstaka gerð-
ardóma. Með því mætti byggja upp
sérþekkingu og sérhæfingu innan
gerðardómsins sem gæti verið
sneggri til úrskurða og að sama
skapi yrði til beittara verkfæri í kistu
ríkissáttasemjara að sögn Halldórs.
„Það hafa verið alls konar hug-
myndir á floti um að styrkja embætti
ríkissáttasemjara og sitt sýnist
hverjum,“ segir Drífa Snædal forseti
ASÍ. „Við höfum sagt að við erum
ekki til viðræðna um að takmarka
verkfallsréttinn eða veita ríkissátta-
semjara heimildir um að fresta verk-
föllum eða eitthvað slíkt,“ segir
Drífa.
Að sögn hennar hefur gerðardóm-
ur verið nýttur hér á landi þannig að
hægt sé að vísa kjaradeilu til gerð-
ardóms ef viðsemjendur eru ásáttir
um að gera það en hún kveðst ekki
vita hvernig standandi gerðardómur
eigi að leysa það fyrirkomulag af
hólmi. „Við óttumst svolítið að það sé
verið að fría aðila vinnumarkaðarins
eða stjórnvöld frá því að taka á
kjaradeilum með eðlilegum hætti og
þá helst gagnvart opinbera markað-
inum, þar sem hafa verið hvað harð-
vítugustu deilurnarnar að undan-
förnu og gerðardómur og laga-
setningar verið notaðar.“
,,Ég las stjórnarsáttmálann eins
og aðrir í gær og sá að þarna er rætt
um að eiga áframhaldandi árangurs-
ríkt samstarf við aðila vinnumarkað-
arins. Ég fagna því,“ segir Aðal-
steinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Hann segist ekki hafa frekar en aðr-
ir nánari upplýsingar um áform rík-
isstjórnarinnar um standandi gerð-
ardóm. omfr@mbl.is
Beittari verkfæri í kistu sáttasemjara
- Tímabært að styrkja verulega hlutverk ríkissáttasemjara að sögn framkvæmdastjóra Samtaka at-
vinnulífisins - Verkalýðshreyfingin ekki til viðræðu um að takmarka verkfallsréttinn segir forseti ASÍ
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Drífa
Snædal
Aðalsteinn
Leifsson
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Tæplega 91% heimila safna alltaf
skilagjaldsskyldum drykkjarum-
búðum, 6% oftast og rúm 3% stund-
um, sjaldan eða aldrei, samkvæmt
niðurstöðum könnunar sem Gallup
gerði nýlega fyrir Endurvinnsluna.
Í sömu könnun kom fram að konur
virðast duglegri að safna umbúðum
heldur en karlar og að yngra fólk
safni umbúðum síður. Þá segjast
rúm 12% svarenda gefa drykkjar-
umbúðir til m.a. skáta og íþrótta-
félaga, samkvæmt upplýsingum frá
Helga Lárussyni, framkvæmda-
stjóra Endurvinnslunnar.
Helgi segir þetta jákvæðar
niðurstöður. „Drykkjarumbúðir
sem skilað er til endurvinnslu
tryggja hreinna nærumhverfi,
stuðla að aukinni hringrás-
arhugsun og tryggir endurheimt
auðlinda. Slíkt varðar okkur öll,“
segir Helgi.
Plastflaska gerð úr plastflösku
Fyrstu tíu mánuði ársins voru
greiddir út rúmlega 2,7 milljarðar
við skil á drykkjarumbúðum. Það
er hærri upphæð en nokkru sinni
áður og hluti skýringarinnar er sú
að skilagjaldið hækkaði úr 16 krón-
um í 18 krónur 1. júlí í sumar. Það
sem af er ári hefur orðið aukning í
skilum frá fólki. Sérstaklega nefnir
Helgi umbúðir úr áli og skýrir það
einkum með aukinni framleiðslu
fyrirtækja á drykkjarvörum í ál-
umbúðum.
Hann segir að innlendir innflytj-
endur og framleiðendur séu með-
vitaðir um umhverfið og noti í
auknum mæli ál og endurunnið
plast, svokallað rPET, sem er unn-
ið úr endurunnu plasti. Aukin eft-
irspurn sé á heimsmörkuðum eftir
endurheimtu PET-plasti enda vit-
undarvakning í hringrásarhugsun
hjá flestum vöruframleiðendum.
Nú er orðið algengara en áður
að plastflaskan sé notuð aftur til að
búa til flösku, eins og gert er með
áldósir. Áður var algengt að plastið
væri endurunnið, m.a. til að búa til
flíspeysur. Endurvinnslan Pökkuðum umbúðum drykkjarfanga komið fyrir í gámi.
Konur duglegri við um-
búðaskil heldur en karlar
- Um 2,7 milljarðar greiddir við skil fyrstu tíu mánuðina
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Viðgerð á turni Húsavíkurkirkju
lýkur væntanlega næsta sumar. Ný-
ir krossar voru smíðaðir úr veður-
þolnum viði í vor, málaðir og settir
upp. Í sumar var allt stál yfir
gluggaáfellum á turninum endurnýj-
að. Eins var byrjað að taka fúa úr
bitum og listum, það er brúnviðnum
á kirkjunni, að sögn Kristjáns Ben
Eggertssonar smiðs sem annast við-
gerðina. Hann sagði að frekari við-
gerðir á fúa og þétting lúga á
klukkugólfinu yrðu kláraðar næsta
sumar. Einnig þarf að laga skraut-
bita sem eru á norður- og austurhlið
turnsins sem er áveðurs. Eftir er að
taka niður og endurnýja stóra
skrautbita. „Við höfum getað fjár-
magnað þetta hingað til,“ sagði
Helga Kristinsdóttir, formaður
sóknarnefndar. Hún sagði að áætl-
aður kostnaður við viðgerðina væri
23 milljónir króna. Hollvinasamtök
Húsavíkurkirkju hafa nú þegar safn-
að tæplega tíu milljónum. Einnig
hefur verið samþykkt framlag úr
jöfnunarsjóði sókna sem deilist á
fjögur ár.
„Ég er bjartsýn á að framkvæmd-
irnar við turninn klárist næsta sum-
ar. Ég er einnig vongóð um að það
takist að laga aðgengi að kirkjunni
þannig að fólk í hjólastólum komist
þar inn næsta haust. Svo þarf að
laga lóðina að því,“ sagði Helga.
Ráðgjafarfyrirtækið Landslag ehf.
er að hanna aðgengið og lóðina.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Húsavíkurkirkja Rögnvaldur Ólafsson teiknaði kirkjuna sem var vígð 1907.
Gert við turninn
á Húsavíkurkirkju