Morgunblaðið - 30.11.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
HUNDAFÓÐUR
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Það þótti merki um stöðugleika að
kjósendur gáfu áfram færi á
sömu þriggja flokka stjórn að kvöldi
kjördags. Formenn flokkanna voru
opnir fyrir því. Eðlilegt var að í
krafti þess yrðu lágmarksmanna-
breytingar í stjórninni, og viðbót
boðuð síðar.
- - -
Á óvart kom nokkurt hringl með
ráðuneyti og algjörlega óþarfar
nafnabreytingar. Hefðbundin ráðu-
neyti voru svo brotin upp og tilflutn-
ingur gerður á verkefnum og skrif-
stofum og virtist leitast við að laga
ráðuneyti að þeim einstakingum sem
koma átti þar fyrir.
- - -
Innanríkisráðuneyti úr tíð Jóhönnu
hafði verið lagfært í dóms-
málaráðuneyti á ný en er nú sett í jó-
hönnufarið. Eins glittir í froðuheiti á
borð við mannréttindaráðuneyti, en
þau heyra undir Stjórnarráðið sem
heild og sjálf stjórnarskráin hefur
það víðfeðma mál á sinni könnu.
- - -
Í kynningu á ríkisstjórn a sunnu-
dag virtist búið að hengja „mat-
vælaráðuneyti“ aftan í sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðuneyti en það var
þó óljóst.
- - -
Í einhverjum óskýrðum vandræða-
gangi birtist svo loftslagsráðu-
neyti. Verkefni þess verða þó varla
upp á borðinu fyrr enn 2050-60 þeg-
ar að Kína, Rússland, Indland, og í
raun Afríka og Suður-Ameríka taka
að „nálgast þetta borð.“ Eðlilegast
væri að setja fólk í þetta óljósa tísku-
tildur þegar að hinn hluti heimsins
væri farinn að nálgast þá stöðu sem
við erum í.
Hrært að þarflausu
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Mér heyrist að það hafi verið
ágætis kropp víðast hvar,“ segir
Áki Ármann Jónsson, formaður
Skotveiðifélags Íslands. Rjúpna-
veiðitímabilinu lýkur í dag.
„Menn hafa þurft að hafa fyrir
þessu. Það hefur verið lítið af
rjúpu. Það var helst á Vestfjörðum
og Vesturlandi sem maður heyrði
af ágætis veiði miðað við að-
stæður,“ segir Áki. „Tíðin hefur
verið mjög rysjótt og mikið um leið-
inda rigningar og rok. Það er leið-
inlegt að veiða í svoleiðis veðri.“
Að þessu sinni var leyft að veiða
fimm daga í viku og frá hádegi
hvern veiðidag. Áki segir menn
hafa haft áhyggjur af því að það
fyrirkomulag gæti orðið til þess að
rjúpnaskyttur myndu veiða fram í
myrkur og týnast. Þær áhyggjur
reyndust ástæðulausar og í gær
hafði ekki þurft að leita að rjúpna-
skyttu á þessu veiðitímabili.
Áki segir ánægjulegt að holdafar
rjúpunnar sé gott. Samkvæmt
rannsóknum geti það vísað á upp-
sveiflu stofnsins. gudni@mbl.is
Ágætiskropp víðast
hvar í rjúpnaveiðinni
Morgunblaðið/Ingó
Rjúpnaveiði Hafþór Hallsson skytta og sækirinn Amon á veiðislóð.
Hafnarfjarðarbær hefur lagt fram matsáætlun til
Skipulagsstofnunar vegna framkvæmda á íþrótta-
svæði Hauka á Ásvöllum. Skipulagsstofnun ákvað í
sumar að framkvæmdirnar þyrftu að fara í gegnum
mat á umhverfisáhrifum, en uppbyggingin felur
m.a. í sér fjölnota knatthús og fjóra æfingavelli.
Fyrirhugað framkvæmdasvæði liggur á eld-
hrauni sem nýtur sérstakrar verndar auk þess sem
svæðið liggur við Ástjörn sem er friðlýst svæði
vegna náttúrufars, segir í matsáætlun. Mikið lífríki
er við tjörnina, einkum fuglalíf, og er tjörnin frið-
lýst vegna þess. Í kjölfar ákvörðunar Skipulags-
stofnunar um matsskyldu var ákveðið að fara í
áframhaldandi vöktun á grunnvatnsstöðu Ástjarn-
ar.
Í kafla um mengun frá framkvæmdasvæði á
framkvæmdatíma segir að vegna nálægðar við
Ástjörn sé slík áhætta fyrir hendi. Rík áhersla verði
lögð á regnvatnslausnir sem skili yfirborðsvatni í
jörðu innan skipulagssvæðisins til þess að viðhalda
vatnsbúskap svæðisins og gert er ráð fyrir fleiri
mótvægisaðgerðum. Þá er gert ráð fyrir að á fram-
kvæmdatíma verði allar vinnuvélar og ökutæki
ástandsskoðuð og lekaprófuð áður en verk hefst.
Vöktun og aðgerðir við Ástjörn
Tölvumynd/ASK Arkitektar 2019
Haukar Svæðið að loknum framkvæmdum.
- Matsáætlun vegna upp-
byggingar hjá Haukum