Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Ríkisstjórn í væntri uppsveiflu
- Væntingar í loftslagsmálum - Skilningur á hagsmunum atvinnuvega - Treyst á víðtækt samráð
- Fjármunir fylgi verkefnum - Kjör öryrkja verði bætt - Varðstaða verði um kaupmátt
Morgunblaðið/Eggert
Forystufólk Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson kynna nýja ríkisstjórn sl.
sunnudag. Mikilvæg og brýn úrlausnarefni bíða stjórnarinnar og hveitibrauðsdagar verða fáir, að ætla verður.
„Áhersla nýrrar
ríkisstjórnar á
hugverk, háskóla
og heilbrigði er
mjög í anda sam-
takanna sem ég
fer fyrir,“ segir
Friðrik Jónsson,
formaður BHM.
„Að vaxa til vel-
sældar er markmið sem hljómar
vel. Er gott og gilt hvernig sem á
mál er litið. Mér líst vel á vinnu-
markaðskaflann í nýjum stjórn-
arsáttmála, en auðvitað skiptir út-
færslan og framkvæmdin mestu
máli. Ég vænti góðs samtals og
samráðs við stjórnvöld um þessi
mál. Varðstaða um kaupmátt og
sanngjörn hlutdeild vinnuafls og
launafólks í væntri uppsveiflu eru
þar lykilatriði. Ég vil hefja þetta
samtal og samráð sem allra fyrst,“
segir formaður BHM.
Vænti góðs samtals
„Náttúruvernd
virðist ekki á
dagskrá nýrrar
ríkisstjórnar,“
segir Auður Önnu
Magnúsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Land-
verndar.
„Hálendis-
þjóðgarður verður ekki að veru-
leika, en í bakgrunni þeirrar ráð-
stöfunar eru viðhorf um að byggja
þurfi fleiri virkjanir. Á slíkt þarf þó
að leggja óháð mat og skoðast í
tengslum við atvinnustefnu. Að Ís-
lendingar hætti allri notkun jarð-
efnaeldsneytis fyrir 2040 og hafi
dregið úr útblæstri gróðurhúsaloft-
stegunda um 55% á næstu níu árum
eru háleit markmið en afar spenn-
andi. Halda þarf vel á spöðunum
svo þetta gangi upp.“
Náttúruvernd fórnað
„Á fyrsta degi
sínum í embætti
segist nýr félags-
málaráðherra
ætla að bæta kjör
og stöðu fatlaðs
fólks. Þetta gef-
ur tilefni til
bjartsýni,“ segir
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ.
„Hækka verður örorkulífeyri,
draga úr skerðingum og hækka frí-
tekjumörk á atvinnutekjur. Í dag
eru greiðslur til okkar fólks undir
lágmarkslaunum og atvinnuleysis-
bótum. Við höfum lengi hamrað á
mikilvægi þess að sáttmáli Samein-
uðu þjóðanna um réttindi fatlaðs
fólks verði lögfestur, enda felst í
honum að við getum átt líf til jafns
við aðra. Ég trúi að þessu muni nýr
félagsmálaráðherra breyta, þótt
allt ráðist af því hvaða pólitíska
stuðning hann fær.“
Sáttmála í gildi
„Í stjórnarsátt-
mála kemur
fram góður
skilningur á ýms-
um hagsmuna-
málum landbún-
aðar. Slíkt
skapar vænt-
ingar,“ segir
Gunnar Þorgeirs-
son, formaður Bændasamtaka Ís-
lands. „Tryggja á fæðuöryggi
landsins með aukinni framleiðslu
með loftslagsvænum leiðum. Aukin
grænmetisframleiðsla og kornrækt
eru í þágu umhverfis, eins og land-
græðsla og skógrækt sem nú færast
í matvælaráðuneytið. Að setja eigi
nýja landbúnaðarstefnu er fagn-
aðarefni og endurskoðun á við-
skiptasamningi við ESB er mik-
ilvæg.“
Skilja hagsmunina
„Uppskipting á menntamálaráðu-
neyti felur í sér ýmis tækifæri,“ seg-
ir Magnús Þór Jónsson, verðandi
formaður Kennarasambands Ís-
lands.
„Farsældarfrumvarp um málefni
barna sem Ásmundur Einar Daða-
son lagði fram hefur verið í deigl-
unni lengi og menntastefna til árs-
ins 2030 liggur fyrir, samþykkt af
Alþingi. Þetta tvennt er nauðsynlegt að samþætta í
framkvæmd og þá fer vel að mál þessi séu á hendi sama
ráðherra. Mikilvægt er að ráðherra geti einbeitt sér að
skólamálum, sem eru jafnan einn af hornsteinum sam-
félagsins. Tækniframfarir og ný þekking ráða því að
aðstæður breytast hratt og því verða skólarnir að
fylgja. Víða erlendis hefur verið farin sama leið og nú
er farin á Íslandi; að menntun sé í einu ráðuneyti og í
öðru séu menningarmálin, sem í raun gefur þeim vægi
á alla lund. Ég treysti því líka að ráðherrann verði í
víðtæku samráði við fulltrúa skólasamfélagsins varð-
andi þau verkefni sem vinna þarf á kjörtímabilinu.“
Tækifæri í menntmálum
„Af mörgu mikilvægu í stjórnarsátt-
mála fagna ég áherslu á loftslags-
og orkumál og tækifæri í nýsköpun
og hugverkadrifnu hagkerfi. Þó
eiga hug okkar í fyrirtækinu sem ég
stýri tækifærin sem felast í að efla
íslenska matvælaframleiðslu með
áherslu á hreinar afurðir, fram-
leiddar endurnýjanlegri orku og
grunnu kolefnisspori,“ segir Ásta S.
Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Svandís
Svavarsdóttir, nýr ráðherra matvæla, sjávarútvegs-
og landbúnaðar getur í samstarfi við framleiðendur
og flutningafyrirtæki stuðlað að því að Ísland verði að
eftirsóttri matarkistu á norðurslóðum. Nýrri tækni og
þekkingu í matvælaframleiðslu fleygir fram. Neyt-
endur eru að verða meðvitaðri og kröfuharðari um
uppruna vara. Með íslenskri framleiðslu veistu hvaðan
varan kemur, kolefnissporið er margfalt minna og
gæði íslenska vatnsins við framleiðsluna eru einstök.
Við eigum að grípa tækifærið núna og byggja upp öfl-
uga útflutningsgrein.“
Byggja upp öflugan útflutning
„Loftslagsmálin eru mikilvægasta
málefni samtímans sem ég hef
áhyggjur af með nýrri ríkisstjórn,
segir Dóra Björt Guðjónsdóttir borg-
arfulltrúi Pírata í Reykjavík. „VG
kaupir embætti forsætisráðherra
dýru verði. Að ráðherra umhverf-
ismála komi úr Sjálfstæðisflokki, sem
skilar auðu í málaflokknum, eru von-
brigði. Hér í borginni stóð Sjálfstæð-
isflokkurinn í sinni valdatíð fyrir
skipulagsstefnu sem gerði okkur háð
einkabílnum. Orkumálin flytjast til
umhverfisráðherra en Sjálfstæð-
isflokkurinn lætur eins og orkuskipti
leysi allt. Bjartsýnustu spár sýna að
orkuskiptin duga ekki til að standa
við Parísarsáttmálann. Feimni ríkir
um að ávarpa
borgarlínuna ber-
um orðum í sam-
starfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna
þótt halda eigi
áfram með verk-
efnið. Þá vantar
að fullfjármagna
málaflokk fatlaðs
fólks gagnvart sveitarfélögum og
standa þannig við mannréttinda-
skuldbindingar. Ekkert er vikið að
skaðaminnkun eða afglæpavæðingu.
Ánægjulegt er að setja eigi markmið
um 55% samdrátt í losun gróðurhúsa-
lofttegunda og ekki gefa út leyfi til ol-
íuleitar eins og Píratar hafa lagt til.“
Borgarlínan virðist feimnismál
„Samráð um mikilvæg mál er
áberandi stef í stefnu nýrrar ríkis-
stjórnar. Slíkt hugnast mér vel,“
segir Sigfús Ingi Sigfússon sveit-
arstjóri í Skagafirði. „Sveitar-
félögum verða í náinni framtíð fal-
in ýmis verkefni, sem ríkið hefur
með höndum í dag. Því fagna ég.
Til stendur að bæta þjónustu við
aldraða og þá er mikilvægt að
nægir fjármunir fylgi. Ég hef
reyndar ekki ástæðu til að ætla
annað en svo verði, því rík-
isstjórnin er skipuð fólki sem ég
treysti. Stjórnarflokkarnir þrír
standa ekki fyrir neinni bylting-
arstefnu, heldur hafa einfaldlega
komið með skynsamlegar lausnir á
viðfangsefnum líðandi stundar. Að
grunnatvinnu-
vegum, til dæm-
is landbúnaði og
sjávarútvegi, sé
skapað jafnvægi
í starfsskil-
yrðum til lengd-
ar er þýðing-
armikið.
Í stjórnarsátt-
mála er talað um frekari flutning
opinberra starfa út á land og efl-
ingu þjónustu þar. Slíkt er fagn-
aðarefni. Vissulega hefði verið
ánægjulegt ef fleiri ráðherrar
kæmu úr landsbyggðar-
kjördæmum, sem þó er aukaatriði
ef í störfum og áherslum er horft
til landsins alls.“
Skynsamlegar lausnir á viðfangsefnum
Ný ríkisstjórn tekur við