Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 11

Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 Miðaldastofa verður með fyr- irlestra nk. fimmtudag í Lögbergi 101 í Háskóla Íslands, eða öllu heldur samræðu um túlkun, þar sem fjallað verður um Snorra Sturluson og þeirri spurningu velt upp hvort hann hafi verið frum- kvöðull frjálslyndrar íhaldsstefnu. Fyrirlesarar verða Sverrir Jak- obsson, sagnfræðingur og sérfræð- ingur í miðaldasögu, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði. Samræðurnar fara fram á ís- lensku, hefjast kl. 16.30 og eru öll- um opnar þar til 50 manna há- marki hefur verið náð. Krafa er um grímuskyldu. Snorri heima með Locke? Hannes Hólmsteinn reifar í fyrirlestrinum túlkun sína á Snorra Sturlusyni og Sverrir bregst við. Í tilkynningu frá Miðaldastofu segir meðal annars: „Hvers vegna skipaði Hannes Snorra Sturlusyni fremst í tveggja binda rit sitt, Twenty-Four Con- servative-Liberal Thinkers? Hvers vegna á Snorri heima með heil- ögum Tómasi af Akvínas og John Locke? Vegna þess að í Heims- kringlu setti Snorri skýrt fram tvær hugmyndir, sem áttu eftir að gegna mikilvægu hlutverki í frjáls- lyndri íhaldsstefnu Lockes og eft- irmanna hans. Hin fyrri er, að vald konunga sé sótt til þjóðarinnar. Þeir ríki við samþykki þegnanna, ekki af náð Guðs. Seinni hug- myndin er, að konungar séu bundnir af óskráðu samkomulagi, hinum góðu, gömlu lögum, og ef þeir brjóta það, til dæmis með þungum sköttum og óþörfum hern- aði, þá mega þegnarnir steypa þeim af stóli. Þetta sést best af ræðu Þórgnýs lögmanns. Við þetta bætist þriðja hugmyndin úr ræðu Einars Þveræings: Úr því að kon- ungar eru misjafnir er best að hafa engan. Svipaðra hugmynda um sér- stöðu Íslendinga gætir í ræðu Þor- geirs Ljósvetningagoða, sem Ari fróði samdi.“ Skiptast á skoðunum um Snorra Sturluson - Fyrirlestrar í Lögbergi á fimmtudag Sverrir Jakobsson Hannes Hólm- steinn Gissurarson Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hverfisgatan er hluti af fyrstu lotu borgarlínu og samkvæmt fram- kvæmdaáætlun á heimasíðu verkefn- isins verða framkvæmdir við fyrstu lotu frá miðju ári 2022 og fram á mitt ár 2025. „Það stendur því ekki til að setja gangbrautarljós á Hverfisgötu, en auðvitað verður umferð gangandi og gönguleiðir skólabarna í forgrunni við hönnun á breytingum sem til koma með borgarlínunni.“ Þetta kemur fram í svari frá skrif- stofu samgöngustjóra og borgar- hönnunar í Reykjavík við fyrirspurn Morgunblaðsins. Fyrirspurnin var lögð fram vegna þess að foreldrar barna í Austurbæjarskóla vilja að umferðaröryggi við Hverfisgötu verði tryggt. Vilja þeir fá gangbraut- arljós við Vitastíg eða Frakkastíg. Erindi foreldrafélags skólans var tekið fyrir á síðasta fundi íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, þar sem óskað var eftir svörum við því hvort til stæði hjá borginni að auka öryggi skólabarna. Frá þessu máli var sagt í Morgunblaðinu sl. föstudag. Þær framkvæmdir á Hverfisgötu sem koma fram í frumdrögum borgarlínu miða að því að lágmarka bæði bíla- umferð og aksturshraða, segir í svarinu. Lokað fyrir umferð bíla Í frumdrögunum kemur fram að borgarlínan muni aka á borgar- línurein til vesturs á Hverfisgötu og með bílaumferð til austurs. Á milli Barónsstígs og Snorrabrautar verð- ur Hverfisgatan borgarlínubraut og því lokuð fyrir umferð bíla. Lagt er til að hámarkshraði verði 20 km/klst. Þó er gert ráð fyrir að aðkoma íbúa að bílastæðum á lóðum verði heimil. Lagt er til að fjarlægja samsíða bíla- stæði í götunni. Á Hverfisgötu vestan Barónsstígs verður einstefna til austurs fyrir bílaumferð og borgarlínurein til vesturs. Samsíða bílastæði verði fjarlægð úr götunni, til að ná sem mestum gæðum fyrir alla ferðamáta. „Umferð gangandi og hjólandi hefur aukist á Hverfisgötu í takt við uppbyggingu á svæðinu. Í dag eru mjóir hjólastígar á götunni og er hjólaleiðin skilgreind sem stofnleið. Lagt er til að gangstéttir verði breikkaðar og notist sem sameigin- legur stígur beggja vegna götunnar. Hægt verður að hjóla á götunni en þess vegna er lagt til að hámarks- hraði verði lækkaður og jafnframt verði sérstaklega hugað að útfærslu fyrir gangandi og hjólandi við stöðv- ar, til að stuðla að umferðaröryggi. Áfram munu hjólandi geta valið aðr- ar leiðir sem vinsælar eru í dag, þ.e. Skúlagötu, Sæbraut og Laugaveg,“ segir í frumdrögum. Ekki er tiltekið í frumdrögum borgarlínu hvert bílar geti leitað eft- ir að umferð hefur verið skert um Hverfisgötuna á stórum hluta og lokað fyrir bílaumferð efst í götunni. Gangbrautarljós ekki sett upp vegna borgarlínu - Hverfisgatan er hluti af fyrstu lotu borgarlínu - Framkvæmt 2022-2025 Mynd/Úr framkvæmdaáætlun Hverfisgatan Hinir nýju vagnar borgarlínu munu fara um götuna. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Öllum laxi hefur verið slátrað upp úr eldiskví Laxa fiskeldis í Reyð- arfirði þar sem upp kom grunur um blóðþorra (ISA). Í gær voru sýnin send til rannsóknarstofu í Þýska- landi til raðgreiningar, til að fá end- anlega staðfestingu á sjúkdómnum. Jafnframt er verið að undirbúa sér- stakt eftirlit með laxi í öðrum kví- um. Er þetta í fyrsta skipti sem sýk- ing af þessu tagi kemur upp við Ís- land. Gísli Jónsson, dýralæknir fisk- sjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin hafi fyrirskipað að öllum fiski úr viðkomandi kví yrði fargað. Tekur hann fram að það hafi verið gert í góðri samvinnu við stjórnendur og starfsmenn Laxa fiskeldis og hafi starfsmenn fyrir- tækisins unnið að slátruninni og lagt til nauðsynleg tæki. Stökkbreyting vegna álags Blóðþorri virðist landlægur í Nor- egi og kom upp í Færeyjum á ár- unum 2014 og 2016-2017. Þar eru notaðar sömu aðferðir og hér, það er að segja að slátra upp úr kvíum sem sýking kemur upp í og eftirlit aukið með fiski í öðrum kvíum. Laxinum var slátrað um helgina. Laxinn var hífður um borð í stóran vinnubát, svæfður, hakkaður og settur í tank með maurasýru sem dauðhreinsar afurðina. Meltunni var landað á Reyðarfirði og flutt í geymslutanka á Djúpavogi en þaðan verður hún flutt til Noregs þar sem gerður verður úr henni áburður. Vinnubáturinn og áhöfn hans er ekki í öðrum verkefnum þar til lokið verður við sótthreinsun á öllum bún- aði. Um 140 tonn af um tveggja kílóa laxi komu upp úr kvínni. Gísli segir að tvö afbrigði ILA- veirunnar, sem oft er kölluð laxa- flensa enda hefur hún flest sömu einkenni og inflúensa hjá spendýr- um og fuglum, séu þekkt. Annað sé góðkynja og valdi ekki sýkingu. Það finnist að öllum líkindum alls staðar í umhverfi laxa, bæði í eldisumhverfi og villtum laxi, meðal annars hér við land og hafi væntanlega gert frá örófi alda. Hitt er meinvirkt og veld- ur sýkingu og afföllum. Ekki er vitað hvers vegna sýk- ingin hefur komið upp í laxakvínni í Reyðarfirði. Gísli segir að einhverj- ar umhverfisaðstæður valdi því að veiran stökkbreyttist. Bendir hann á að á þessu ári hafi ýmislegt gengið á hjá laxinum á Gripalda. Árið hafi byrjað með óveðri sem varð til þess að fóðurprammi fyrirtækisins sökk en síðan bættust við þörungablómi í vor og marglyttuálag í haust. Segir hann hugsanlegt að ónæmi fisksins hafi dalað í þessu volki. Sýni voru í gær send til raðgrein- ingar á rannsóknarstofu í Þýska- landi. Segir Gísli að hún muni stað- festa endanlega þessa sýkingu og hversu afbrigðileg hún er frá hinni hefðbundnu laxaflensu. Þá sé hægt að sjá hvort þetta sé séríslenskt af- brigði sem orðið hafi til í þessu um- hverfi eða hvort það finnist erlendis og hafi þá borist hingað með flökku- fiski eða á annan hátt, sem Gísli tel- ur ósennilegt. Síðast en ekki síst er mikilvægt að þekkja einkenni veir- unnar til samanburðar síðar, til dæmis ef upp koma fleiri sýkingar. Aðeins um 70 metrar eru í næstu kvíar á Gripalda. Segir Gísli að í næstu viku verði byrjað að skima fisk úr öðrum kvíum á svæðinu. Hann tekur fram að engin merki séu um að sýkingin hafi náð þangað, fiskurinn sé fallegur og heilbrigður að sjá, ólíkt því sem var í sýktu kvínni. Segir hann mikilvægt að tek- ist hafi að slátra fljótt upp úr kvínni, til þess að draga úr smithættu. Slátrað verður upp úr kvíunum á Gripalda eftir því sem fiskurinn nær sláturstærð í vetur og verður því lokið næsta sumar og þá fær stað- setningin hvíld samkvæmt áætlun um árgangaskipt eldi. Matvæla- stofnun tekur fram að veiran sé skaðlaus mönnum og berist ekki með fiskafurðum. Sérstakt eftirlit með laxi í næstu kvíum - Lokið við að slátra úr sýktu kvínni - Sýni rannsökuð betur Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reyðarfjörður Þjónustubátur var notaður til að slátra upp úr kvínni á Grip- alda og hefja gerð meltu í sérstökum tanki. Myndin er úr safni. ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.