Morgunblaðið - 30.11.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Bandaríkin keyptu
Alaska af Rússum 1867
fyrir 7,2 milljónir doll-
ara. William Seward,
utanríkisráðherra í
stjórn Abrahams Lin-
colns, sem stóð fyrir
kaupunum, lagði til að
landið festi einnig kaup
á Grænlandi og Íslandi
af danska ríkinu. Ekk-
ert varð þó af því vegna
almennrar óánægju borgaranna yfir
Alaskakaupunum. Fólki fannst að of
mikið hefði verið borgað fyrir óbyggi-
legt og kalt land og kallaði kaupin
delluna í honum Seward.
En segjum svo að hann hefði samt
sem áður reynt að fá Danmörku til að
selja bæði Grænland og Ísland. Það
er alls ekki útilokað að Danir hefðu
viljað losa sig við þessar tvær köldu
nýlendur. Rétt um 20 árum seinna
seldu þeir einmitt Jómfrúaeyjarnar
sínar í Karíbahafi til Bandaríkja-
manna. Sú nýlenda hafði verið þeim
miklu verðmætari en hrjóstrugu eyj-
arnar tvær í norðurhöfum.
Og hvernig væri þá Ísland í dag, ef
við mörlandar værum búnir að vera
Ameríkanar í rúm 150 ár? Væri land-
ið enn þá hálfnýlenda eins og Púertó
Ríkó, sem Ameríka tók af Spáni 1898,
eða orðið ríki í samsteypunni eins og
Alaska og Havaí? Bæði í Alaska og
Havaí voru fyrir frumbyggjar, sem
ýtt var til hliðar og aðflutt fólk tók
völdin. Enska yfirgnæfði fljótlega
frumtungumálin í þeim báðum, en
spænskan lifir enn góðu lífi í Púertó
Ríkó. Væri enskan búin að útrýma ís-
lenskunni hjá okkur og væri e.t.v.
stór hluti landsmanna fluttur til
Bandaríkjanna og allra þjóða lýður
kominn í staðinn? Það má lengi geta
sér til um hvað orðið hefði, en Ísland
var ekki selt og er fullvalda og sjálf-
stætt ríki eins og við vitum. Þrátt fyr-
ir það halda margir því fram að landið
okkar sé amerískasta land Evrópu.
Eyjan hvíta er reyndar nálægasta
Evrópuland Ameríku. Svo má ekki
gleyma að það voru tugir þúsunda
amerískra hermanna á
Íslandi í stríðinu. Á
sama tíma var mest af
meginlandi Evrópu í
höndum þýska hersins.
Og í hálfa öld eftir stríð-
ið var bandarískt herlið
í herstöð NATO í Kefla-
vík.
Áhrifin af setuliðinu
voru mikil. Það var am-
erísk útvarpsstöð í
Keflavík, sem keppti við
RÚV, sem þá var eina
íslenska útvarpsstöðin,
og Kaninn var með sjónvarpsstöð í
mörg ár áður en fátæka landanum
tókst loks að koma sjónvarpsefni í
loftið. Íslendingar voru fyrsta Evr-
ópuþjóðin til slökkva þorsta sinn í
amerísku kóki. Og þá er komið að
mannlegu eða heldur kvenmannlegu
hliðinni. Það voru fleiri konur á Ís-
landi en karlmenn í byrjun stríðsins.
Fjölda þeirra hafði ekki tekist að
finna sér lífsförunaut. Kaninn leysti
það vandamál.
Íslenskir karlar urðu afbrýðisamir
þegar amerískir hermenn fóru að
gefa auga þessum umfram íslensku
stúlkum. Eðlilega voru þær þakklátar
fyrir að þurfa ekki að pipra eins og
kallað var. Margt var þá kjaftað og
m.a. var saga sögð um að ein þessara
kvenna hefði rekið einhverjum her-
manninum kinnhest þegar hann bauð
greiðslu eftir samlífisstund. „Held-
urðu að ég sé einhver mella?“ á stúlk-
an að hafa sagt.
En svo blómstraði ástin líka og
hundruð eða jafnvel þúsundir ís-
lenskra kvenna giftust hermönnum
og fluttu með þeim til Ameríku eftir
stríðið, eignuðust þar börn og buru og
kynbættu bandaríska þjóð. En marg-
ir hermenn sviku líka íslensku stelp-
urnar í tryggðum og skildu þær eftir
eins og skít í polli, stundum óléttar.
Nú á dögum gætir enn mikilla amer-
ískra áhrifa í íslensku þjóðfélagi. Við
höfum tekið upp ýmsa ameríska siði
og ekki alltaf þá bestu, t.d. hrekkja-
vökuna og svarta föstudaginn. Unga
Ísland er límt við tölvuna og bölvar og
klæmist á amerísku.
Fyrst við erum í þessum hugleið-
ingum er vert að minnast þess að það
voru íslenskir menn sem uppgötvuðu
N-Ameríku fyrir 1.100 árum. Búið er
að sanna að þeir námu land í Kanada,
en ýmsir telja að þeir hafi siglt miklu
lengra í suður, jafnvel til Georgíu og
Flórída. Einhver gárunginn á að hafa
sagt að ef íslensku víkingarnir hefðu
ekki látið indíánana hrekja sig í burtu
væri kannski töluð íslenska í Am-
eríku í dag!
Ekki megum við gleyma Græn-
landi. Íslendingar námu þar land og
settust að. Blómleg byggð var þar í
nokkur hundruð ár en hvarf svo.
Danir sölsuðu undir sig landið með
frekju. Um miðja síðustu öld var
fræðimaðurinn Jón Dúason fremstur
í flokki fólks sem vildi að Ísland gerði
kröfu til Grænlands. Hann var
óþreytandi í skrifum sínum í blöð og
gaf þar að auki út bækur til að sanna
rétt Íslands til landsins.
Hver veit nema mörlandar fari að
bíta í skjaldarrendurnar og huga að
landvinningum! Ameríka er líklega of
stór biti fyrir okkur en ekki Græn-
land. Við erum nýbúnir að tvöfalda
landhelgisflotann. Fyrst þurfum við
samt að ganga frá nokkrum innan-
landsmálum. Við getum líklega ekki
beðið eftir því að vandamál Landspít-
alans og bráðamóttökunnar verði
leyst, en alla vega ætti Reykjavík-
urborg að vera búin að leggja borg-
arlínuna, fækka eitthvað bílastæðum
og setja Miklubrautina í stokk. Þá er-
um við tilbúnir og Danir mega passa
sig. Og við ætlum ekki að kaupa
Grænland; þeir ætla að skila því til
okkar. Ha, ha!
Eftir Þóri S.
Gröndal » Það voru fleiri konur
á Íslandi en karl-
menn í stríðsbyrjun.
Mörgum hafði ekki tek-
ist að finna sér lífs-
förunaut. Kaninn leysti
það vandamál.
Þórir S. Gröndal
Höfundur er fyrrverandi fisksali og
ræðismaður í Ameríku.
floice9@aol.com
Litla Ameríka
Eftir áralangar um-
ræður um börn sem
voru vistuð á vegum
ríkis og sveitafélaga við
skelfilegar aðstæður og
tilraunir yfirvalda til að
takmarka hvað skal
rannsaka og hvað ekki,
er umræðunni hreint
ekki lokið. Hrikalegar
lýsingar á stöðugu of-
beldi, niðurlægingu og
afskiptaleysi einkenna frásagnir
þeirra sem hafa haft kjark og þor til
að stíga fram. Það eitt að koma fram
fyrir alþjóð og lýsa stöðu sinni og
upplifun af dvöl sinni sem börn krefst
mikils styrks. Því miður treysta
margir sem hafa sögur að segja sér
ekki í umræðuna. Einnig er stór hóp-
ur þeirra látinn, langt fyrir aldur
fram. Þeir hafa enga rödd.
Lög um skipan nefndar til að
kanna starfsemi vist- og meðferðar-
heimila fyrir börn, nr. 26/2007, tóku
gildi 28. mars 2007. Vistheimilanefnd
sem sett var á fót og rannsakaði mál
heimila sem rekin voru af ríkinu lauk
störfum í lok árs 2011. Það var þó
strax ljóst að lögunum var ekki ætlað
að skoða heimili sem sveitarfélög
höfðu nýtt til vistunar barna við sam-
bærilegar aðstæður og lýst hafði ver-
ið í svo kölluðu Breiðavíkurmáli.
Þegar vinna vistheimilanefndar fór
af stað komu fram fjölmargar til-
kynningar um áþekka háttsemi á öðr-
um stofnunum og heimilum öðrum en
þeim sem koma fram í lögum vist-
heimilanefndar og afmörkun þeirra.
Vistheimilanefnd skráði niður allar
tilkynningar þess efnis, en þeim var
öllum vísað frá enda ekki heimild til
greiðslu bóta nema
könnun vistheim-
ilanefndar hefði farið
fram. Það var strax ljóst
að stór hópur ein-
staklinga var í raun und-
anskilinn í þeim lögum
sem vistheimilanefnd
var ætlað að vinna eftir.
Vistheimilanefnd hef-
ur nú lokið störfum og
þeim sem enn hafa ekki
fengið áheyrn er vísað
út á gaddinn. Án þess að
í þessari grein sé ætlað
að fara yfir alla vinnu vistheimila-
nefndar var það þó ljóst að þegar
nefndaráliti allsherjar- og mennta-
málanefndar var skilað inn vegna
málsins vekur hún athygli á því að
miklum fjölda barna var ráðstafað af
stjórnvöldum á einkaheimilum og að
mikilvægt væri að þeir einstaklingar
fengju jafnframt að gera upp vistun
sína á slíkum heimilum með þeim
hætti að hið opinbera skapaði vett-
vang þar sem þeir gætu greint frá að-
stæðum sínum.
Í umræðu síðustu daga virðist enn
vera á huldu hvaða ráðuneyti fari
með málaflokkinn og hver á að bera
ábyrgð en vilji virðist vera til að málið
verði skoðað. Ég tel mikilvægt að öll-
um sem telja að á sér hafi verið brotið
verði sinnt. Hvar og hvernig vistunin
hafi farið fram sé í raun aukaatriði.
Börnum var komið fyrir hingað og
þangað með aðkomu ríkis og sveita-
félaga og þar liggur hundurinn graf-
inn (ábyrgðin).
Á sínum tíma ræddi ég þessi mál
við einn nefndarmanna þar sem mig
langaði að vekja athygli á stöðu okk-
ar sem vistaðir vorum á heimilum
sem sveitarfélög nýttu til vistunar. Í
því samtali var alveg ljóst að önnur
heimili en þau sem ríkið stóð að
væru ekki til skoðunar. Sú afstaða
kom fram að ekki væri ástæða til að
sinna öðrum málum. Þau heimili sem
ekki voru á ábyrgð ríkisins en sveit-
arfélögin nýttu sér til vistunar fyrir
börn voru fjöldamörg og þar voru
börn oftast eftirlitslaus. Vistin
reyndist mörgum börnunum erfið og
stundum alger vítiskvöl, þar sem
mikið ofbeldi átti sér stað, bæði and-
legt, kynferðislegt og líkamlegt.
Afskiptaleysið var algert. Fjöldi
barnanna beið þess aldrei bætur og
lést fyrir aldur fram. Aðrir báru og
bera kvöl sína í hljóði og hafa í raun
ekki leitt hugann að því að á ein-
hverjum tímapunkti yrði einhver
sem rétti fram hönd þar sem órétt-
lætið fengi andlit. Það er réttlætis-
mál fyrir okkur sem fyrir ranglætinu
urðum að stjórnvöld stígi fram fyrir
skjöldu með einhverjum hætti og
bendi á hvað betur hefði mátt fara og
hvernig er hægt að mæta þessum
stóra hóp. Við verðum að draga lær-
dóm af mistökum fortíðar til þess að
ekkert sambærilegt gerist aftur. En
svo að það megi verða þarf að horf-
ast án undanbragða framan í þessa
ljótu sögu.
Eftir Þráin Bj.
Farestveit
Þráinn Bj Farestveit
» Vistin reyndist
mörgum börnunum
erfið og stundum alger
vítiskvöl, þar sem mikið
ofbeldi átti sér stað,
bæði andlegt, kynferðis-
legt og líkamlegt.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Verndar fangahjálpar.
Fordæmdu börnin
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
Á næstu 30 árum
fjölgar jarðarbúum
um tvo milljarða. Það
er tvöfaldur núver-
andi íbúafjöldi Norð-
ur-, Mið- og Suður-
Ameríku samanlagt.
Árið 2050 munu 66
prósent manna búa í
borgum. Það sam-
svarar tólf nýjum
borgum á ári á stærð
við Dubai.
Á sama tíma er talin þörf á að
kolefnislosa orku- og flutnings-
kerfi plánetunnar. Til að ná því
þarf heimurinn tugi og hundruð
milljóna vindmylla, sólarrafhlaða
og rafhlaða fyrir rafbíla.
Grein í Spiegel 30. október sl.
„Mining the Planet to Death. –
The Dirty Truth About Clean
Technologies,“ kastar ljósi á hvað
það hefur í för með sér. Þar segir
að hreina tæknin muni valda gíf-
urlegri eftirspurn eftir sjaldgæf-
um málmum sem þessi orkuskipti
byggjast á með skelfilegu umfangi
námuvinnslu.
„Orkuskiptin“ eru rétt að byrja
og til að setja þetta í samhengi er
spáð að framleiðsla rafbíla aukist
úr 5 milljónum bíla í dag í 245
milljónir árið 2030, eða 50-falt eft-
ir einungis 10 ár og síðan í meira
en 500 milljónir rafbíla 2040 auk
alls annars.
Rafbíllinn
Rafbíll með 75KWh rafhlöðu
þarf 56 kg af nikkeli, 12 kg af
mangani, 7 kg af kóbalti og 85 kg
af kopar fyrir raflagnir. Þetta þýð-
ir að þörf er fyrir tugi milljóna
tonna af sjaldgæfum málmum sem
þegar er farið að grafa eftir í fá-
tækari löndum með gífurlegum
umhverfisspjöllum
Þetta þýðir í einfölduðu máli að
kaupendur rafbíla sem telja sig
vera að bæta stöðu jarðarinnar,
sem stjórnmálamenn hafa talið al-
menningi trú um að þeir geri,
munu þurfa að horfast í augu við
að þeir gera ástand jarðarinnar
enn verra. Ef aðeins er reiknað
kolefnisspor nýs rafbíls úr kass-
anum með 75 kWst rafhlöðu jafn-
gildir kolefnislosun hans vegna
framleiðsluþátta hans kolefn-
islosun dísilbíls í akstri í sex ár
með eldsneytisnotkun 5 lítra/100
km.
Samkvæmt útreikningum
Alþjóðaorkumálastofnunarinnar
(IEA) losar rafbíll helming af CO2
losun dísil/bensín-bíls sem ekið er
200.000 þús. km vegna kolefnis-
spors í hráefnisnotkun, orkunotk-
un og fullvinnslu í framleiðslu raf-
bílsins.
Nýr rafbíll þarf því að ná 6 ára
aldri áður en hann verður CO2
frír, en kannski er þá komið að
endurnýjun hans?
Hér eru ekki tekin með í reikn-
inginn þau umhverfisspjöll sem
verða vegna námavinnslu þessara
sjaldgæfu málma sem framleiðsla
hans þarfnast og það kapphlaup er
hafið.
Hvað kosta orkuskiptin?
Evrópusambandið hefur heitið
því að byggja upp fullkomna
aðfangakeðju fyrir mikilvæg hrá-
efni til að orkuskiptin takist.
Meira en 200 fyrirtæki, stjórnvöld
og rannsóknarstofnanir hafa verið
sameinuð í bandalag, með það að
markmiði að tryggja hráefni sem
þarf til að mæta hreinni orku-
breytingum ESB.
Þetta mun setja
mikið álag á jarð-
efnaauðlindirnar sem
grafa þarf úr jörðinni
– einkum málma eins
og nikkel, mangan,
kóbalt og kopar.
Samkvæmt spám
Alþjóðaorku-
málastofnunarinnar,
IEA, mun magn frá
virkum og fyrirhug-
uðum námum og end-
urvinnslu málma, ekki
nægja til að anna eftirspurninni.
Til dæmis mun núverandi náma-
rekstur aðeins standa undir helm-
ingi framtíðareftirspurnar eftir
litíum og kóbalti. „Framboðs- og
fjárfestingaráætlanir fyrir mörg
mikilvæg steinefni eru langt undir
því sem þarf til að styðja við
hraða uppsetningu á sólarraf-
hlöðum, vindmyllum og raf-
knúnum farartækjum,“ varar IEA
við.
Til að ná þessum málmum fyrir
orkuskiptin þarf að ryðja regn-
skóga, fletja út fjöll, hrekja sam-
félög á flótta og eftir verður gíf-
urlegt magn úrgangs – og mikið af
honum eitrað –, svo ríku þjóð-
félögin sem menga mest geti farið
í orkuskipti.
Þessi eftirspurn mun ganga á
eða eyða öllum þessum málmum
fyrir framtíðarkynslóðir, allt fyrir
skammvinn orkuskipti, því eftir-
spurnin heldur áfram að óbreyttu,
allt á kostnað fátæka suðurhelm-
ings jarðarinnar með tilheyrandi
eyðileggingu landsvæða af hendi
stórra alþjóðafyrirtækja sem eiga
námuréttindin og skilja lítil verð-
mæt eftir í hráefnislöndunum.
En til að mæta eftirspurninni
eru stórfyrirtækin farin að und-
irbúa námugröft á hafsbotni.
Einkum er horft á ríkt málmgrýti
á hafsbotni í Kyrrahafi á 4.500
metra dýpi í Clarion Clipperton
Zone (CCZ), hafsvæðinu á milli
Havaí og Mexíkó og talið er að
vinnsla hefjist innan nokkurra ára
með stórvirkum sjálfvirkum vél-
um, vísindamenn hafa varað við
mikilli óvissu um afleiðingar slíkr-
ar vinnslu fyrir lífríki hafsins
vegna úrfalls námuvinnslunnar.
Mun maðurinn fórna hafinu líka
fyrir neysluþægindi núverandi
kynslóðar?
Hætt er við að það renni tvær
grímur á stjórnmálamenn og fleiri
sem telja að orkuskipti úr jarð-
eldsneytisbíl í rafbíl sé einföld
lausn fyrir jörðina, þegar þeir átta
sig á því að tilkoma rafbílsins
veldur stórfelldu umhverfisslysi og
ofnýtingu á auðlindum heimsins í
þágu ríkari hluta heimsins. Nær
væri að spyrja, er önnur betri leið
til fyrir framtíð jarðarinnar?
Heimildir:
Der Spiegel:
https://tinyurl.com/2p935eevhttps://
mineralsindepth.org
https://news.mongabay.com/
transportenvironment.org:
https://tinyurl.com/yckm87fm
sciencedirect.com:
https://tinyurl.com/fz73jc7u
Eftir Sigurbjörn
Svavarsson
» Fyrir orkuskiptin
þarf að ryðja regn-
skóga, fletja út fjöll,
hrekja samfélög á flótta
og búa til gríðarlegt
magn úrgangs – og mik-
ið af honum er eitrað.
Sigurbjörn Svavarsson
Höfundur er í stjórn Frjáls lands.
s.svavarsson@gmail.com
Kolsvart fótspor
rafbílsins