Morgunblaðið - 30.11.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w wsýnumhvert öðru tillitssemi
50 ÁRA GUÐNÝ LÁRA fæddist
á Húsavík. „Mamma er að norðan
en ég ólst upp í Kópavoginum að
mestu og bý þar enn.“ Guðný sótti
alla sína menntun í bæjarfélaginu
og gekk í Kársnesskóla, Þinghóls-
skóla og svo í Menntaskólann í
Kópavogi. Eftir stúdentsprófið fór
hún í Ferðaskóla Flugleiða og hóf
síðan störf hjá hjá Icelandair árið
1995 og vann þar næstu 24 árin.
Samhliða vinnunni tók hún ferða-
málafræði í Háskólanum á Hólum,
sem hún segir hafa verið mjög
skemmtilegt nám. Hún er enn með
ferðabakteríuna og er núna að
vinna hjá Úrvali-Útsýn og aðstoðar
fólk við að finna sínar draumaferð-
ir. „Ég hef mjög gaman af fólki og
að gera eitthvað skemmtilegt með vinum og vinkonum. Ég er í þremur
saumaklúbbum og er mjög drífandi þegar kemur að því að koma fólki
saman. Ég hef gaman af allri útivist og af því að fara á skíði. Nýjasta
áhugamálið er að fara út að labba með hundinn, sem ég geri núna dag-
lega.“
Því miður þurfti að blása af stórveislu þar sem átti að halda upp á 150
ára samanlagt afmæli Guðnýjar, móður hennar og yngstu systur.
„Mamma átti afmæli 20. nóvember sl. og yngsta systir mín verður þrítug
16. desember nk. og við ætluðum að halda risastóra veislu með 200
manns. Það verður bara að bíða betri tíma.“
FJÖLSKYLDA
Guðný Lára er fráskilin og á þrjár stelpur: Agnesi Þóru Sigþórsdóttur,
nema í flugrekstrarfræði í Coventry í Bretlandi, f. 1995; Freyju Ragn-
heiði Sigþórsdóttur, sem vinnur hjá Optical Studio, f. 1999, og Hönnu
Láru Sigþórsdóttur menntaskólanema, f. 2005.
Foreldrar Guðnýjar Láru eru Ragnheiður Björnsdóttir, leiðsögumaður
með meiru, f. 1951, og Jóhann Karlsson kennari, f. 1948. Þau bjuggu
lengst af í Kópavogi en búa núna í Árbænum.
Guðný Lára Jóhannsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Manneskjan sem vill endilega
nálgast þig sýnir það á skrítinn hátt.
Segðu stopp við meðlimi fjölskyldunnar
sem halda að þeir megi allt.
20. apríl - 20. maí +
Naut Maður er aldrei nógu var um sig
þegar sleipir sölumenn eru annars vegar.
Einhver öfundar þig af góðum árangri en
það er ekki þinn höfuðverkur.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Of miklar upplýsingar gætu
flækt málin og komið í veg fyrir að þú
finnir réttu lausnina. Dekraðu við sjálfa/n
þig, það eru að koma jól.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Gættu þess að einhver augna-
blikshrifning leiði þig ekki afvega. Kapp er
best með forsjá. Gamall vinur lætur í sér
heyra.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Ef þú átt þér draum og trúir nógu
mikið á hann er líklegt að hann rætist einn
góðan veðurdag. Taktu um stjórnartaum-
ana heima fyrir.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Eitthvað verður til þess að gamlar
minningar koma upp, bæði góðar og sárar.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi svo það er
best að hafa allt sitt á hreinu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Þú átt að venja þig á að tala vafn-
ingalaust. Fylgdu ákvörðun þinni eftir af
festu og komdu henni í höfn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þér hættir til að leita langt
yfir skammt og það á við núna í því máli
sem þú þarft að fást við. Leyfðu þér að
slaka á og sletta úr klaufunum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Ráðfærðu þig við einhvern
sérfræðing séu vandamál til staðar. Ekki
gefast upp þótt hlutirnir líti ekki vel út.
Seiglan borgar sig.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Reyndu að ganga frá lausum
endum áður en þú ræðst í eitthvað nýtt.
Settu þér markmið og skrifaðu þau niður.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú færð hugsanlega hugmyndir
um nýja leið til að að vinna verkin á léttari
máta. Ekki festast í smáatriðunum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú ert í miklu vinnustuði núna.
Hver er sinnar gæfu smiður. Talaðu við
aðra um hugmyndir þínar og hafðu uppi á
fólki sem stefnir að sömu markmiðum og
þú.
lestrarkeppninni ræddum við saman
og hann hvatti mig til að ljúka nám-
inu, sem ég gerði í fjarnámi og út-
skrifaðist 2003. Hann sagði að það
væri ekkert vit að ná sér ekki í
ákváðum að flytjast vestur. Við kom-
um í febrúar 1999 og ég byrjaði þá
um haustið að kenna við Grunnskól-
ann á Ísafirði. Þegar Baldur Sig-
urðsson kom vestur út af stóru upp-
G
uðbjörg Halla Magna-
dóttir fæddist 30. nóv-
ember 1971 á Ísafirði
þar sem hún ólst upp.
Guðbjörg Halla, sem
alltaf er kölluð Halla, segir það for-
réttindi að alast upp við frjálsræði
þar sem allt er innan seilingar. „Ég
var alin upp á Hlíðaveginum og ég
bý ennþá í þeirri götu. Ég sótti alltaf
meira upp í fjall en niður í fjöru, þótt
ég kunni mjög vel við að hlusta á
brimið. Við erum þrjár systurnar og
höfum alltaf verið mjög góðar vin-
konur og við lékum okkur mikið uppi
í fjalli. Svo vorum við úti í leikjum og
úti að hjóla og svo byrjaði maður
snemma að passa börn.“ Fyrsta
starf Höllu var að passa hund fyrir
vinafólk foreldra hennar. „Ég fór
með hann út að ganga á hverjum
degi. Síðan var ég tíu ára þegar ég
fór að passa börn og svo var ég kom-
in í frystihúsið 13 ára. Þegar maður
býr í smærri plássum verða tengslin
sterkari og maður býr alveg að því
að það eru meiri samskipti við ár-
ganginn. Við hittumst t.d. í haust í
tilefni af því að við urðum öll 50 ára á
árinu og rétt náðum því áður en
samkomutakmarkanir voru hertar.“
Eftir grunnskólann vildi Halla
breyta til og hún fór í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og fékk að búa hjá
móðursystur sinni í Keflavík. „Þar
ílentist ég í 11 ár og kynntist mann-
inum mínum þegar ég var 17 ára, ár-
ið 1988, og við fórum fljótt að búa.
Ég kunni mjög vel við mig í Keflavík
og það var gaman í skólanum og
mikið og gott félagslíf og ég kynntist
mörgum. Maðurinn minn á stóra
fjölskyldu, en hann er yngstur 7
systkina og við reynum öll að hittast
reglulega stórfjölskyldan.“ Halla
varð stúdent 1993, en þá var elsti
sonur hennar fæddur. Hún fór í
Kennaraháskólann 1994 og var þar
tvo vetur í dagnámi, en þegar annar
sonur fæddist 1997 tók hún sér hlé
frá náminu og fór að vinna og leysti
af í Myllubakkaskóla í Keflavík og
kenndi einn vetur í Njarðvíkurskóla
ásamt því að sinna börnum og búi.
„Þegar ég var búin að eignast þrjá
stráka mundi ég hvað það var gott
að alast upp á Ísafirði og við
starfsréttindi, sem var alveg rétt hjá
honum.“
Halla er deildarstjóri unglinga-
stigs Grunnskólans á Ísafirði og hef-
ur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2007.
„Ég hef aðallega verið að kenna
stærðfræði og náttúrufræði og síðan
smá ensku. Ég segi alltaf að ungling-
ar séu besta fólk í heimi og ég hef
alltaf náð mjög góðu sambandi við
krakkana og hef mikla ánægju af
starfinu.“ Í vetur er Halla í náms-
leyfi, því hún er að halda áfram með
meistaranám sitt á menntavísinda-
sviði HÍ. „Það er sumt sem ég er að
læra núna sem ég hefði varla treyst
mér í án þess að vera búin að sinna
kennslu, því það er svo dýrmæt
reynsla sem maður fær í kennslunni.
Það má eiginlega að segja að fyrstu
tveir veturnir í kennslu séu eins og
fimm ár í háskóla,“ segir hún.
Þótt greinilegt sé að Halla lifi og
hrærist í menntamálunum er hún
líka mikil handavinnukona. „Ég hef
prjónað mjög mikið í gegnum tíðina,
eiginlega bara frá því ég var krakki.
Ég held ég hafi verið 10 ára þegar ég
prjónaði mína fyrstu peysu. Svo hef
ég líka gaman af bútasaum. Svo les-
Guðbjörg Halla Magnadóttir deildarstjóri í Grunnskólanum á Ísafirði – 50 ára
Fjölskyldan Hér er mynd af fjölskyldunni sem tekin var árið 2018. Frá vinstri: Andri Pétur, Marta Sif með Ask Óma
í fanginu, Fróði Benjamín, Halla, Magni Jóhannes, Þröstur og Steinn Daníel.
Unglingar eru besta fólk í heimi
Hjónin Hér eru hjónin Þröstur og Halla með barnabörnin Ask Óma og Hrafn.
Til hamingju með daginn