Morgunblaðið - 30.11.2021, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.11.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 Svíþjóð Elfsborg – AIK......................................... 2:4 - Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá Elfsborg á 83. mínútu en Hákon Rafn Valdimarsson var varamarkvörður liðsins. Sirius – Häcken........................................ 3:0 - Aron Bjarnason kom inn á hjá Sirius á 85. mínútu. - Oskar Tor Sverrisson kom inn á hjá Häc- ken á 85. mínútu en Valgeir Lunddal Frið- riksson var á bekknum allan tímann. Staðan fyrir lokaumferðina: Malmö 29 17 7 5 58:30 58 AIK 29 17 5 7 41:23 56 Djurgården 29 16 6 7 45:30 54 Elfsborg 29 16 4 9 48:33 52 Hammarby 29 14 8 7 49:38 50 Kalmar 29 13 8 8 38:34 47 Norrköping 29 13 5 11 44:39 44 Gautaborg 29 10 8 11 40:38 38 Varberg 29 9 10 10 35:35 37 Sirius 29 10 7 12 37:49 37 Häcken 29 9 9 11 46:45 36 Mjällby 29 8 11 10 31:27 35 Halmstad 29 6 13 10 21:26 31 Degerfors 29 9 4 16 33:51 31 Örebro 29 4 6 19 21:55 18 Östersund 29 3 5 21 24:58 14 Danmörk Vejle – Midtjylland .................................. 1:1 - Elías Rafn Ólafsson var varamarkvörður Midtjylland í leiknum. Staðan: Midtjylland 17 11 2 4 31:16 35 København 17 9 6 2 34:13 33 Brøndby 17 8 6 3 25:20 30 AaB 17 8 4 5 27:20 28 Randers 17 8 4 5 23:19 28 Silkeborg 17 5 10 2 26:16 25 AGF 17 5 6 6 15:19 21 Viborg 17 4 8 5 26:27 20 OB 17 4 7 6 25:24 19 Nordsjælland 17 4 4 9 20:31 16 SønderjyskE 17 2 4 11 11:33 10 Vejle 17 2 3 12 16:41 9 Rúmenía CFR Cluj – Academica Clinceni............. 2:0 - Rúnar Már Sigurjónsson skoraði fyrir CFR og var skipt af velli á 69. mínútu. England B-deild: Derby – QPR ............................................ 1:2 Staða efstu liða: Fulham 20 13 4 3 49:16 43 Bournemouth 20 12 6 2 36:16 42 QPR 20 10 5 5 33:25 35 WBA 20 9 7 4 27:16 34 Blackburn 20 9 6 5 34:27 33 Coventry 20 9 6 5 27:23 33 Undankeppni HM kvenna Norður-Írland – N-Makedónía ............... 9:0 England – Austurríki............................... 1:0 _ England 15, Norður-Írland 13, Austur- ríki 10, Lúxemborg 3, Norður-Makedónía 3, Lettland 0. Vináttulandsleikur kvenna Holland – Japan........................................ 0:0 Spánn Osasuna – Elche ....................................... 1:1 Staða efstu liða: Real Madrid 14 10 3 1 34:15 33 Atlético Madrid 14 8 5 1 26:14 29 Real Sociedad 15 8 5 2 19:11 29 Sevilla 14 8 4 2 24:11 28 Real Betis 15 8 3 4 25:18 27 >;(//24)3;( Olísdeild karla Víkingur – HK ...................................... 26:22 Staðan: Haukar 10 7 2 1 301:264 16 FH 10 7 1 2 284:253 15 Valur 9 6 2 1 261:228 14 ÍBV 10 7 0 3 301:293 14 Stjarnan 10 6 1 3 299:293 13 Afturelding 10 4 2 4 289:282 10 Selfoss 10 5 0 5 258:254 10 Fram 9 4 1 4 253:255 9 Grótta 9 3 1 5 240:245 7 KA 10 3 0 7 272:294 6 Víkingur 10 1 0 9 218:280 2 HK 9 0 0 9 220:255 0 Svíþjóð Kristianstad – Guif.............................. 34:26 - Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark fyrir Guif og Daníel Freyr Ágústsson varði 2 skot í marki liðsins. Vináttulandsleikur kvenna Serbía – Norður-Makdeónía ............... 20:19 E(;R&:=/D HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Austurberg: ÍR – Selfoss U................. 20.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla, Hertz-deildin: Laugardalur: SR – Fjölnir .................. 19.45 Í KVÖLD! Að loknum fyrri hálfleik var staðan 42:18 og í þriðja leikhluta var mun- urinn um tíma liðlega 40 stig. Ís- lensku landsliðsmennirnir gerðu sig þó ekki seka um uppgjöf og héldu áfram að berjast. Fyrir vikið fór síð- asti leikhlutinn 29:12 fyrir Ísland og liðið lagaði stöðuna töluvert. Tilkynnt var í gær að Martin Her- mannsson yrði ekki með. Hann hefur átt í álagsmeiðslum í kálfa í þrjár vik- ur eða svo og ekki þótti ástæða til að taka áhættu hvað það varðar. Martin skilur eftir sig skarð sem er vandfyllt enda er hann einn þriggja íslenskra karla sem lengst hafa náð í atvinnu- mennsku í íþróttinni. Ofan á það bæt- ist að Haukur Helgi Pálsson og Hörð- ur Axel Vilhjálmsson voru ekki með. Allir þrír hafa reynslu af því að spila með landsliðinu í lokakeppni EM. Það gæti orðið mjög áhugavert að sjá íslenska liðið í febrúar ef þessir leik- menn geta allir verið með því það er margt jákvætt í gangi í uppbyggingu liðsins. Tryggva vel gætt Ég vona að leikmenn Íslands reyni ekki að gleyma leiknum gegn Rúss- landi sem fyrst. Menn geta lært mik- ið af því að leika á móti andstæðingi sem þessum þar sem styrkleikamun- urinn var mikill. Til dæmis er um- hugsunarefni hvernig hægt sé að hjálpa Tryggva Snæ Hlinasyni að komast í betri færi nálægt körfunni. Gólfsendingarnar til hans eru ekki í nógu góðri hæð og þegar hann fær- nógu góðar sendingar þá eru and- stæðingarnir gjarnan tveir á móti honum. Allir fengu að spreyta sig í gær sem er jákvætt. Yngri leikmenn sjá að frá fyrstu hendi að til að vera sam- keppnisfærir gegn topplandsliði eins og því rússneska þá þurfa þeir að leggja á sig mikla vinnu. Íslendingum kippt niður á jörðina - Eftir sætan sigur í Hollandi tók við ójafn leikur gegn firnasterku liði Rússa Ljósmynd/FIBA Snöggur Ægir Þór Steinarsson í kröppum dansi í Rússlandi í gær. HM 2023 Kristján Jónsson kris@mbl.is Ísland er með einn sigur og eitt tap eftir tvo útileiki í H-riðli undankeppni HM karla í körfuknattleik. Eftir sæt- an sigur á Hollendingum í Almere var Íslendingum kippt niður á jörðina í St. Petersburg í Rússlandi í gær. Rússar unnu sannfærandi sigur 89:65 og byrja keppnina með látum því Rússar unnu Ítali með fjórtán stiga mun á föstudag. Þrjú lið af fjórum komast áfram í milliriðil og munu taka með sér stig úr H-riðlinum. Komist Ísland þangað þá fer Ísland í undankeppni fyrir næsta EM og sleppur með öðrum orðum við forkeppni eins og liðið hefur þurft að taka þátt í síðustu árin. Sigurinn gegn Hollandi gæti því reynst mikilvægur ef Íslandi tekst að fylgja því eftir þeg- ar liðin mætast aftur. Í febrúar heldur keppnin áfram og þá mætir Ísland sterku liði Ítalíu tví- vegis. Verður fróðlegt að sjá útkom- una úr því en eins og sakir standa er ekkert sem bendir til þess að Ísland geti spilað á Íslandi. Við Íslendingar eigum ekkert mannvirki sem stenst þær kröfur sem gerðar eru í alþjóð- legum keppnum. Rússar með völdin Rússar léku frábærlega fyrstu þrjá leikhlutana í leiknum í gær og tóku strax öll völd í leiknum. Rússar gerðu sig ekki seka um neitt vanmt. Sóttu leikmenn sem spila með liðum í Euro- league og gáfu Íslendingum aldrei færi á að finna taktinn. Rússar kom- ust í 16:0 og Íslendingar skoruðu að- eins fjögur stig í fyrsta leikhlutanum. Þá tapaði liðið boltanum tíu sinnum og fann ekki lausnir gegn öflugri vörn Rússanna. Rúnar Már Sigurjónsson skoraði í sínum öðrum leik í röð í rúmensku A-deildinni í knattspyrnu í gær- kvöld þegar CFR Cluj sigraði Aca- demica Clinceni 2:0 á heimavelli. Rúnar skoraði fyrra mark CFR á 29. mínútu en hann spilaði í tæpar 70 mínútur. Þetta er fimmta mark hans á tímabilinu en þrjú hafa kom- ið í deildinni og tvö í Evrópu- leikjum. CFR er með átta stiga for- ystu, er með 45 stig úr 17 leikjum og hefur unnið fimmtán af leikj- unum sautján. FCSB, sem áður hét Steaua, er með 38 stig í öðru sæti. Skoraði í öðrum leiknum í röð Ljósmynd/CFR Cluj Rúmenía Rúnar Már Sigurjónsson er á toppnum með liði CFR. Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason lék í gærkvöld lang- þráðan leik þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Sirius undir lokin í 3:0 sigri liðsins á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Það var hans fyrsti deildarleikur fyrir sænska félagið en hann kom þang- að frá Újpest í Ungverjalandi í febr- úar. Aron hefur glímt við þrálát meiðsli allt þetta ár en náði að spila í næstsíðustu umferðinni í Svíþjóð í gærkvöld og taka þátt í að gull- tryggja Sirius áframhaldandi sæti í deildinni. Spilaði sinn fyrsta leik á árinu Morgunblaðið/Eggert Loksins Aron Bjarnason lék síðast deildaleik með Val 4. október 2020. Undankeppni HM karla, Pétursborg, 29. nóvember. Gangur leiksins: 16:0, 17:4, 25:4, 29:14, 39:16, 42:18, 55:26, 68:31, 77:36, 80:48, 87:61, 89:65. Rússland: Andrej Zubkov 14 stig, Sergej Toropov 12, Ivan Strebkov 11, Anton Astapkovich 10, Stanislav Il- nitskij 9, Viacheslav Zaitsev 7, Di- mitri Kulagin 5, Alexander Ganke- vich 5, Artem Komolov 5, Vladimir Ivlev 4, Alexander Khomenko 4, Se- men Antonov 3. Ísland: Elvar Már Friðriksson 13 RÚSSLAND – ÍSLAND 89:65 stig, Kristófer Acox 11, Jón Axel Guðmundsson 8, Kristinn Pálsson 8, Tryggvi Snær Hlinason 7, Ólafur Ólafsson 6, Kári Jónsson 5, Ægir Þór Steinarsson 5, Þórir Guð- mundur Þorbjarnarson 2 stig, Hilm- ar Smári Henningsson 2 stoðsend- ingar, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 2 fráköst. Dómarar: Aleksandar Glisic, Serbíu, Sinisa Prpa, Serbíu, Petr Hrusa, Tékklandi. Áhorfendur: Um 2 þúsund. Tak- markaður fjöldi leyfður. Samkvæmt fyrstu drögum mótanefndar KSÍ sem lögð voru fyrir árlegan fund formanna og framkvæmdastjóra íslenskra knattspyrnufélaga um síðustu helgi verður keppni í úrvalsdeild karla á árinu 2022 sú lengsta frá upphafi. Miðað við að tillaga um fjölgun leikja úr 22 í 27 á hvert lið í deildinni verði samþykkt á ársþingi KSÍ í febrúar mun keppni í deildinni hefjast á öðrum degi páska, 18. apríl, og lokaumferðin verður leikin 29. október. Tímabilið verður því tæplega sex og hálfur mánuður, eða 194 dagar, en var 149 dagar á þessu ári og 156 dagar árið 2019, síðast þegar leikið var án þess að útbreiðsla kórónuveirunnar hefði áhrif á mótshaldið. Þá lögðu starfshópar fram tillögur sínar um breytingar á mótahaldi í öðrum deildum. Miðað er við að þær taki gildi á Íslandsmótinu 2023, verði þær samþykktar á ársþinginu í febrúar, og eru eftirfarandi: _ Í 1. deild karla verði tekið upp umspil á þann hátt að liðin sem enda í öðru til fimmta sæti leiki til úrslita um hvert þeirra fylgi sigurvegara deild- arinnar upp í úrvalsdeildina. _ Keppni í 4. deild karla verði skipt í þrennt en þar léku 34 lið í ár. Leikið verði í tíu liða 4. deild, í sextán liða fimmtu deild, í tveimur riðlum, og önn- ur lið verði í utandeild KSÍ. Í deildakeppninni sjálfri, með sex deildum, verði því alltaf 74 lið. _ Í úrvalsdeild kvenna verði tekið upp sams- konar fyrirkomulag 2023 eins og verður að óbreyttu í úrvalsdeild karla frá 2022. Lagt er til að eftir tvöfalda umferð, 18 leiki, verði liðunum tíu skipt í tvennt þar sem sex efstu liðin leiki áfram um Íslandsmeistaratitilinn en fjögur þau neðstu um áframhaldandi sæti í deildinni. _ Í framhaldi af því verði skoðað hvort rétt sé að gera breytingar á keppni í 1. og 2. deild kvenna en meðal hugmynda þar er að færa 2. flokk kvenna inn í deildakeppnina. Lenging tímabils og breytingar á deildum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.