Morgunblaðið - 30.11.2021, Síða 27

Morgunblaðið - 30.11.2021, Síða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 „Unnið verður áfram að uppbyggingu þjóðarhallar inni- íþrótta og þjóðarleikvanga.“ Þannig er orðalagið í stjórnar- sáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem opinberaður var á sunnu- daginn. Gefur þetta góð fyrirheit um að nothæf íþróttamannvirki fyrir alþjóðlega keppni rísi hér á landi á næstu fjórum árum? Ég veit það ekki. Í það minnsta eru engin mannvirki enn þá komin á fram- kvæmdastig. Alla vega rísa þau ekki nægi- lega snemma til að hjálpa körfu- boltalandsliði karla sem er kom- ið á þriðja stig undankeppni heimsmeistaramótsins og vann þar frækinn útisigur gegn Hol- landi á föstudaginn. Körfuboltasambandið bjargaði málum tímabundið með því að víxla við Rússa á heima- leikjum en það var væntanlega bara gálgafrestur. Íslenska liðið á að mæta Ítölum tvisvar í febr- úar og ekkert bendir til annars en að báðir leikirnir þurfi að fara fram erlendis. Laugardalshöllin, sem sjálf er á undanþágu sem heimavöllur, er ennþá úr leik vegna skemmda og þar hefur bara verið keppt í bólusetningum að undanförnu. En kannski á körfubolta- hreyfingin hauk í horni í ríkis- stjórninni. Nú hefur Ásmundur Einar Daðason tekið við íþrótta- málum í nýrri ríkisstjórn. Ásmundur hefur setið í stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms í Borgarnesi og vakti athygli fyrir dyggan stuðning úr stúkunni við kvennalið Skalla- gríms þegar það varð bikar- meistari í febrúar 2020 – einmitt í Laugardalshöllinni. Með kú- rekahatt á höfði. Boltinn er hjá Ásmundi! BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HM 2023 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir til leiks á Kýpur í dag sem það lið sem er með fæst töpuð stig í C-riðli undankeppni heimsmeistara- mótsins. Það er nokkuð óvænt staða en lið Tékklands, sem Ísland vann sann- færandi 4:0 í haust, gerði sér lítið fyrir um helgina og gerði aftur jafn- tefli gegn Hollendingum, nú 2:2 á heimavelli. Þar voru það reyndar hollensku Evrópumeistararnir sem kræktu naumlega í stig með því að jafna metin í uppbótartíma. Þar sem fyrri leikur liðanna í Hol- landi í haust endaði 1:1 hefur hol- lenska liðið nú tapað fjórum stigum í riðlinum þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi, 2:0, á Laugardalsvellinum í september, og er með 11 stig eftir fimm leiki. Ísland er hinsvegar með sex stig eftir aðeins þrjá leiki eftir heima- sigrana gegn Tékklandi og Kýpur í október. Þorsteinn Halldórsson landsliðs- þjálfari orðaði þetta skemmtilega á fréttamannafundi á Kýpur í gær. „Þarna var klárlega eitt stig sem dó í leik Tékklands og Hollands,“ sagði Þorsteinn. Eftir sem áður eru það Tékkar sem enn geta sett stærsta strikið í reikning íslenska liðsins, sem má alls ekki tapa þegar liðin mætast í Tékk- landi í aprílmánuði 2022. Tékkar eru með fimm stig eftir fjóra leiki og eiga nokkuð vís níu stig til viðbótar fyrir utan heimaleikinn gegn Ís- landi. Áfall ef sigur vinnst ekki En fyrst leikur Ísland útileikina við Kýpur og Hvíta-Rússland, tvö neðstu liðin í riðlinum. Ísland mætir Kýpur í Lárnaka í dag klukkan 17 að íslenskum tíma og þarf þar að fylgja eftir 5:0-sigrinum á Kýpurbúum á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. Kýpur fékk á föstudaginn sitt fyrsta stig í undankeppni í sjö ár með jafntefli, 1:1, við Hvíta- Rússland á heimavelli og mætir því væntanlega til leiks með meira sjálfstraust en áður. En hvað sem því líður þá yrði allt annað en ís- lenskur sigur í dag gríðarlegt áfall og töpuð stig í Lárnaka gætu hæg- lega gert HM-draum íslensku lands- liðskvennanna að engu. Þorsteinn sagði á fundinum í gær að allar í íslenska liðinu væru heilar og klárar í slaginn en þær komu til Kýpur frá Hollandi þar sem þær unnu óvæntan en allöruggan sigur á sterku liði Japan, 2:0, í vináttuleik á fimmtudag. Þorsteinn sagði eftir hann að það væri besti leikur liðsins undir sinni stjórn. Staðan styrktist fyrir leikinn - Ísland með fæst töpuð stig í C-riðli eftir annað jafntefli keppinautanna Morgunblaðið/Unnur Karen Undankeppnin Alexandra Jóhannsdóttir í baráttu við Victoriu Zampa, mið- vörð Kýpurbúa, í leik liðanna á Laugardalsvelllinum í síðasta mánuði. Hannes Sigurbjörn Jónsson, for- maður Körfuknattleikssambands Íslands, segir nýjan ráðherra íþróttamála, Ásmund Einar Daða- son, nú þegar hafa leitað sér upp- lýsinga varðandi húsnæðisvandans sem landsliðin í körfuknattleik og handknattleik eru í. Ásmundur hafi haft samband við Hannes og rætt málin óformlega. Ákveðið hafi verið að funda með formlegum hætti á allra næstu dög- um. Viðtal við Hannes vegna þessa er að finna á mbl.is/sport/ korfubolti. kris@mbl.is Fundar með nýjum ráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherra Íþróttir heyra nú undir Ásmund Einar Daðason. Manchester United tilkynnti loksins í gær að Þjóðverjinn Ralf Rangnick yrði knattspyrnustjóri félagsins út þetta keppnistímabil. Það er að vísu með þeim fyrirvara að hann fái at- vinnuleyfi á Bretlandseyjum. Rangnick, sem er 63 ára og með langan þjálfaraferil að baki í Þýskalandi, hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Lokomotiv Moskva og áður hjá RB Leipzig og Salzburg á undanförnum árum. Hann stýrir liðinu gegn Arsenal á fimmtudag ef atvinnuleyfið verður tilbúið í tæka tíð. Fyrsti leikurinn á fimmtudaginn? AFP England Ralf Rangnick stýrir liði Manchester United til vorsins. Víkingar eru komnir á blað í úrvals- deild karla í handknattleik, Ol- ísdeildinni, eftir sigur á HK, 26:22, í uppgjöri botnliðanna í Víkinni í gær- kvöld. Bæði lið voru stigalaus fyrir leik- inn þannig að Víkingar eru komnir með tvö stig en HK situr áfram stigalaust á botninum. Víkingar voru yfir í hálfleik, 14:13. Allt var í járnum fram á loka- kaflann en þá breyttu Víkingar stöð- unni úr 21:20 í 24:20 og þar með var sigurinn í höfn. Hamza Kablouti skoraði 9 mörk fyrir Víking og Hjalti Már Hjaltason 4. Jovan Kukobat varði 13/1 skot. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði 6 mörk fyrir HK og Elías Björgvin Sigurðsson 5. Morgunblaðið/Árni Sæberg Níu Túnisbúinn Hamza Kablouti var í aðalhlutverki hjá Víkingi í gærkvöld og reynir hér skot að marki HK í uppgjöri botnliðanna. Fyrstu stig Víkings Argentínumaðurinn Lionel Messi fékk í gærkvöld Gullboltann, Ballon D’Or, í sjöunda skipti og Spánverj- inn Alexia Putellas hlaut hann í fyrsta skipti þegar franska knatt- spyrnutímaritið France Football af- henti sín árlegu verðlaun til besta knattspyrnufólks heims. Messi varð markakóngur spænsku 1. deildarinnar 2020-21 með 30 mörk og leiddi Argentínu til langþráðs sigurs í Copa America í sumar. Næstir á eftir honum í kosn- ingunni urðu Robert Lewandowski, pólski framherjinn hjá Bayern München, og Jorginho, ítalski miðjumaðurinn hjá Chelsea. Putellas var í lykilhlutverki á miðjunni í liði Barcelona sem varð Evrópumeistari kvenna í fyrsta skipti í vor. Sóknarmiðjumaðurinn Jenni Hermoso, samherji hennar í liðum Barcelona og Spánar, varð önnur og ástralski framherjinn Sam Kerr hjá Chelsea varð í þriðja sæti. Spánverjinn Pedri var kjörinn besti ungi leikmaðurinn og Ítalinn Gianluigi Donnarumma besti mark- vörðurinn. Nánar á mbl.is/sport. Messi og Putellas AFP Best Alexia Putellas tók við Gull- boltanum í fyrsta sinn. AFP Bestur Lionel Messi hefur fengið Gullboltann oftast, 7 sinnum. Undankeppni HM karla H-RIÐILL: Rússland – Ísland................................. 89:65 Ítalía – Holland..................................... 75:73 Staðan: Rússland 2 2 0 181:143 4 Ítalía 2 1 1 153:165 2 Ísland 2 1 1 144:166 2 Holland 2 0 2 150:154 0 A-RIÐILL: Lettland – Slóvakía .............................. 82:74 Belgía – Serbía...................................... 73:69 _ Belgía 4, Serbía 2, Lettland 2, Slóvakía 0. B-RIÐILL: Tyrkland – Bretland ............................ 84:67 Grikkland – Hvíta-Rússland ............... 77:67 _ Hvíta-Rússland 2, Tyrkland 2, Grikkland 2, Bretland 2. C-RIÐILL: Slóvenía – Svíþjóð................................. 94:89 Finnland – Króatía ............................... 77:71 _ Slóvenía 4, Svíþjóð 2, Finnl. 2, Króatía 0. D-RIÐILL: Eistland – Ísrael ................................... 69:79 Pólland – Þýskaland............................. 69:72 Ísrael 4, Eistland 2, Þýskaland 2, Pólland 0. E-RIÐILL: Ungverjaland – Frakkland.................. 54:78 Svartfjallaland – Portúgal ................... 83:69 _ Frakkland 4, Svartfjallaland 2, Ung- verjaland 2, Portúgal 0. F-RIÐILL: Tékkland – Litháen.............................. 66:74 Búlgaría – Bosnía ................................. 75:85 _ Litháen 4, Bosnía 4, Tékkland 0, Búlg- aría 0. G-RIÐILL: Úkraína – Norður-Makedónía ............ 78:61 Spánn – Georgía ................................... 89:61 _ Spánn 4, Georgía 2, Úkraína 2, Norður- Makedónía 0. NBA-deildin LA Clippers – Golden State .............. 90:105 Indiana – Milwaukee........................ 100:118 Toronto – Boston................................ 97:109 Memphis – Sacramento ................... 128:101 LA Lakers – Detroit ........................ 110:106 4"5'*2)0-#

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.