Morgunblaðið - 30.11.2021, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021
Dómur Landsréttar 12. nóvember 2021 í máli nr. 266/2020
Dómsorð: Aðaláfrýjendur Familían ehf., Hrefna Bachmann, Margrét Þorsteinsdóttir og Þorsteinn
Bachmann eru sýkn af kröfum gagnáfrýjenda, Guðbjargar Jónsdóttur, Gunnars Rafns Jónssonar,
Katrínar Jónsdóttur, Kristins Jónssonar, Kristjönu Jónsdóttur, Sigrúnar Jónsdóttur, Sveinbjörns
Jónssonar, Þórhildar Jónsdóttur og Þorsteins Jónssonar, um afhendingu á frumgerðum eða eftir-
gerðum þeirra myndverka sem dómkröfur gagnáfrýjenda taka til. Aðaláfrýjendum Familíunni ehf.,
Hrefnu Bachmann, Margréti Þorsteinsdóttur og Þorsteini Bachmann er sameiginlega gert að greiða
gagnáfrýjendum óskipt 2.685.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti
og verðtryggingu frá 1. desember 2013 til 20. október 2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1.
mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjandi Fabrik ehf. greiði gagnáfrýjendum
óskipt 655.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá
1. desember 2013 til 20. október 2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga
frá þeim degi til greiðsludags. Öllum aðaláfrýjendum er sameiginlega gert að greiða gagnáfrýjend-
um óskipt 370.000 krónur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtrygg-
ingu frá 1. desember 2013 til 20. október 2015 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr.
sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Aðaláfrýjendur Familían ehf., Hrefna Bachmann, Margrét
Þorsteinsdóttir og Þorsteinn Bachmann skulu sameiginlega fá dómsorð dóms þessa birt í prentaðri
útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Ákvæði héraðsdóms um málskostnað skal vera óraskað.
Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Jónas Björgvinsson gaf út aðra sóló-
plötu sína, Á norðurhveli, 12. nóvem-
ber síðastliðinn, 23 árum eftir að
fyrsta sólóplatan kom út. Jónas seg-
ir plötuna hafa verið lengi á teikni-
borðinu og að allt þetta ár hafi hann
verið við upptökur og unnið í þeim
með upptökustjóranum og tónlistar-
manninum Ómari Guðjónssyni.
Platan er nú aðgengileg á geisla-
diski og í streymi á Spotify og lögin á
henni níu talsins og er víða komið við
í umfjöllunarefnum, eins og sjá má
af lagatitlum. Má af einstökum
nefna „Búsáhaldaböl“, „Vistarband“
og „Loforðasöng iðnaðarmannsins“.
Jónas syngur sjálfur og leikur á
kassagítar og munnhörpu á plöt-
unni, Tómas Jónsson leikur á píanó
og orgel, Birgir Baldursson á
trommur og Ómar leikur á gítara,
bassa, túbu, slagverk og fleira ásamt
því að syngja í bakröddum en aðrir
sem ljá söngraddir sínar eru Hans
Júlíus Þórðarson og Tindra Gná
Birgisdóttir. Ómar sá um útsetningu
laganna og upptökustjórn, Jóhann
Rúnar Þorgeirsson um hljóðblöndun
og Guðmundur Kristinn Jónsson í
Hljóðrita sá um masteringu.
Langt hlé
„Ég er svona að ranka við mér eft-
ir 23 ára hlé. Ég gaf út plötu fyrst
1998 og þá undir hljómsveitarnafn-
inu Ummhmm,“ segir Jónas. Platan
sú heitir Haust og var tekin upp í
Danmörku. Þó að hljómsveit hafi
leikið lögin voru öll lög og textar eft-
ir Jónas og því um sólóplötu að
ræða. Jónas starfrækir hljóðverið
Hljóðver.is á Langholtsvegi, hann-
aði það sjálfur og smíðaði með hjálp
vina, eins og lesa má um á vefsíðu
Hljóðvers.is. „Við erum mikið í upp-
tökum þar og ég hef gefið eitt og eitt
lag út og komið að mörgum verk-
efnum. Ég söng líka með Fjalla-
bræðrum í mörg ár,“ segir Jónas um
bakgrunn sinn í tónlist.
Hann segir hina nýútkomnu plötu
í raun hafa átt að koma út 2007 eða
2008 en eftir að efnahagshrunið skall
á hafi henni verið frestað. Sum lag-
anna á plötunni eru því komin nokk-
uð til ára sinna. Jónas nefnir sem
dæmi „Búsáhaldaböl“ sem fjalli ein-
mitt um bankahrunið. „Ég samdi
það í hruninu árið 2009 og svo varð
ekkert meira úr því, ég gaf það aldr-
ei út. Elsta lagið á plötunni, „Vitið er
vinur þinn“, er líklega frá 1995 eða
’6, ég samdi það um snjóflóðið á
Vestfjörðum,“ segir Jónas. Á plöt-
unni megi líka finna lög samin á
þessu ári og í fyrra.
Hvattur til að syngja eigin lög
Jónas segir Ómar hafa hvatt hann
til að syngja sjálfur lögin en það ætl-
aði hann ekki upphaflega að gera.
„Ég sagði honum að ég væri enginn
söngvari en hann sagði að það skipti
engu máli,“ segir Jónas og hlær.
Ómar hafi sagt að hann væri laga-
og textasmiður og ætti að syngja
lögin sín sjálfur.
Á plötuumslaginu má sjá gamla
mynd af afa Jónasar, Júlíusi Þórð-
arsyni, á fallegu Harley Davidsson-
vélhjóli á Langasandi með Akrafjall
í baksýn. Jónas er fæddur og uppal-
inn á Akranesi og segir hann þessa
mynd fanga vel stemninguna á plöt-
unni. „Þetta er svona gamaldags
blúsrokk og úr öllum áttum,“ segir
Jónas. Hann fari líka í allar áttir
með umfjöllunarefnin og yrki meðal
annars um vistarbandið sem fáir hafi
samið um. Vistarbandið hafi í raun
verið þrælahald hér á Íslandi þar
sem almúgafólki hafi verið pískað út
af landeigendum og bændum.
Lofað upp í ermina á sér
Blaðamaður hefur áhuga á að vita
meira um „Loforðasöng iðnaðar-
mannsins“ og segir Jónas skemmti-
lega sögu á bak við þann texta,
slæmt karma í raun. „Hann fjallar á
kómískan og góðlegan hátt um
þennan íslenska iðnaðarmann sem
allir þekkja, sem keyrir um á stórum
amerískum trukki og er með fullt af
erlendum vinnumönnum í vinnu og
lofar upp í ermina á sér,“ segir Jón-
as. Þessi iðnaðarmaður eigi stærðar-
innar hjólhýsi sem hann fari með í
útilegur og sé alltaf í símanum.
–Og segist koma á morgun og
kemur svo aldrei?
„Já, já, og svo vorum við konan
mín að fara í framkvæmdir með hús-
ið okkar í sumar og ég fékk þetta lag
í rauninni bara í andlitið. Það var
karma því ég fékk iðnaðarmenn og
upplifði nákvæmlega þetta, það
dróst allt, ekkert stóðst og lofað að
koma í næstu viku og næstu viku,“
segir Jónas kíminn.
Hann hlær þegar blaðamaður
nefnir að núna muni hann líklega
aldrei aftur fá iðnaðarmann heim til
sín. „Ég er sem betur fer búinn í
framkvæmdum í bili,“ segir hann og
hlær. Það sé dásamlegt að syngja
um þennan íslenska tíðaranda.
Sjóbað Jónas skellti sér í sjóinn við Skarfaklett fyrir myndatöku. Myndin prýðir bakhlið nýútkominnar sólóplötu hans.
Íslenskur tíðarandi
- Önnur sólóplata Jónasar Björgvinssonar kom út 23 árum
eftir þá fyrstu - Loforð iðnaðarmanna meðal yrkisefna
Hinn dáði bandaríski söngleikja-
höfundur Stephen Sondheim lést
fyrir helgi, 91 árs að aldri, og hefur
hans verið minnst af jafnt fjöl-
miðlum sem söngleikjaunnendum
sem risa í bandarísku menningarlífi
í meira en hálfa öld.
Sondheim samdi bæði tónlist og
texta sögleikja og hafði meiri áhrif
á fagið en nokkur annar á sínum
starfstíma en hann starfaði af
ástríðu að sköpun nýrra verka og
uppsetningu þeirra allt til dauða-
dags. Þá var hann heilinn á bak við
margar vinsælustu sýningar sem
settar hafa verið upp á Broadway.
Ferill Sondheims hófst á sjötta
áratugnum þegar hann samdi texta
söngleikjanna West Side Story og
Gypsy en fyrsta verkið þar sem
hann samdi bæði tónlist og texta, A
Funny Thing Happened on the Way
to the Forum (1962), hreppti Tony-
verðlaun sem besti söngleikurinn.
Í The New York Times segir að
áttundi og níundi áratugurinn hafi
verið hans gjöfulustu en þá samdi
hann meðal annars Company
(1970), Follies (1971), A Little Night
Music (1973), Pacific Overtures
(1976), Sweeney Todd (1979), Mer-
rily We Roll Along (1981), Sunday
in the Park With George (1984) og
Into the Woods (1987).
Minnst sem risa í
heimi söngleikjanna
AFP
Dáður Fyrir sex árum veitti Barack
Obama Stephen Sondheim eina
æðstu orðu sem óbreyttur borgari í
Bandaríkjunum getur borið.
Hið sígilda verk Hnotubrjóturinn
verður sameiginleg jólasýning
Dansgarðsins, Klassíska listdans-
skólans og Óskanda og verða sýn-
ingar í dag, þriðjudag, á stóra sviði
Borgarleikhússins klukkan 16.30 og
19.30.
Klassíski listdansskólinn og Ósk-
andi taka hér höndum saman og
setja upp sína eigin útgáfu af þessu
klassíska jólaverki þar sem blandað
er saman nútímalistdansi og klass-
ískum ballett. Þetta er annað árið í
röð sem Dansgarðurinn setur
Hnotubrjótinn upp en í fyrra voru
miklar samkomutakmarkanir og út-
koman varð dansmynd.
Dansverkið er unnið eftir sögu
ETA Hoffmanns. Upprunalegir
danshöfundar voru Marius Petipa
og Lev Ivanov en sígild tónlistin er
eftir Pyotr Ilyich Tsjaíkovskíj.
Verkið er sagt tilvalið til að kynna
börnum og dansunnendum klass-
ískan ballett þar sem það er mjög
aðgengilegt. Dansarar eru á mis-
munandi aldri og með aðal-
hlutverkin fara nemendur sem
stunda nám við framhaldsbraut í
listdansi og eiga framtíðina fyrir sér.
Í tilkynningu frá aðstandendum
segir að Hnotubrjóturinn sé
skemmtilegt ævintýri fullt af töfr-
um. Sagan hefst í jólaboði þar sem
Drosselmeyer frændi, göldróttur
úra- og leikfangasmiður, kemur í
heimsókn. Hann gefur guðdóttur
sinni, Klöru, hnotubrjót sem er í
álögum en lifnar við eftir að Klara
sigrar músakónginn í bardaga.
Klara og prinsinn fara inn í töfra-
heim þar sem margt óvenjulegt og
skemmtilegt ber fyrir sjónir.
Dansgarðurinn samanstendur af
Óskanda, Klassíska listdansskól-
anum, Dansi fyrir alla og Forward
Youth Company. Markmið með
Dansgarðinum er meðal annars að
bjóða upp á faglega og fjölbreytta
danskennslu, gera danskennslu og
dansviðburði aðgengilega fyrir börn
og ungt fólk, efla umræðu um sviðs-
listir á milli ungra áhorfenda og
listamanna, og sameina og styðja
listamenn sem eru að vinna með
dans- og sviðslistir fyrir ungt fólk.
Ljósmynd/Gunnlöð Rúnarsdóttir
Svifið Með aðalhlutverk í Hnotubrjótnum fara nemendur sem stunda nám
við framhaldsbraut í listdansi og eiga framtíðina fyrir sér.
Sýna Hnotubrjótinn
- Tvær sýningar á hinu klassíska
ballettverki í Borgarleikhúsinu í dag
Hljómsveitin Mæðraveldið kemur
fram á tónleikum í kvöld, þriðju-
dagskvöld, í Húsi Máls og menning-
ar á Laugavegi 18. Meðal meðlima
sveitarinnar er rapparinn Sesar A
en um þessar mundir eru 20 ár síð-
an hann sendi frá sér fyrstu rapp-
plötuna sem eingöngu er á íslensku,
„Stormurinn á eftir logninu“, en
hún var einnig hans fyrsta einfara-
plata. Í tilkyningu um tónleikana,
þar sem afmælis plötunnar verður
minnst, segir að Sesar A hafi einnig
verið nefndur „afi íslensks hipp-
hopps“ en hann kynntist þessari
menningu og tjáningarformi
snemma á níunda tug síðustu aldar.
Minnast tvítugsafmælis plötu Sesars A
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Rappari Sesar A rappaði fyrstur inn á heila
plötu á íslensku, fyrir 20 árum.
Um þessar mundir stendur yfir í Þjóð-
minjasafni sýningin Mannamyndasafnið og
í hádeginu í dag, þriðjudag, kl. 12 mun Eva
Kristín Dal, verkefnastjóri sýninga, velta
upp fróðleiksmolum og segja sögur af
nokkrum sýningargripanna sem þar má sjá
og fólki sem þeim tengdist. Á sýningunni
eru afar fjölbreytilegar myndir, málverk,
ljósmyndir, útsaumsverk og höggmyndir,
úr safnheild innan Ljósmyndasafns Íslands
í Þjóðminjasafni sem ber heitið Manna-
myndasafn og var stofnað til árið 1908.
Sögur af verkum í Mannamyndasafninu
Stúlkur Hluti ljósmyndar eftir
Sigfús Eymundsson á sýningunni.