Morgunblaðið - 30.11.2021, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.11.2021, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali E kki er beint uppörvandi að að lesa glæpasöguna Hægt og hljótt til helvítis eftir Magnús Guðmunds- son. Fólk er þjakað í kórónuveiru- faraldri og margir hafa ekki enn náð sér eftir bankahrun. Vonleysi svífur yfir vötnum, heift og hatur, og í slík- um aðstæðum er ekki von á góðu. Sjálfsagt kemst enginn í gegnum lífið án einhverra áfalla, en fyrr má nú rota en dauðrota. Uppgjöfin er nánast algjör í bókinni, en sumir reyna að bæta ástandið með lyfjum án sýnilegs árangurs. Óvirkir alkar treysta á AA-fundi og þegar jafnvel sú von bregst er í fá hús að venda. Fötin skapa manninn, stendur einhvers staðar, en hér er orð- bragðið lýsandi dæmi um hjarð- hegðunina. Allir tala sama tungu- málið, sem er ein- hæft og takmark- ast við helvíti og djöfulinn. Landið er grátt banana- lýðveldi, helvítis sker, þar sem allt er að fara fjandans til enda stjórnað af fávitum og ekki bæta helvítis dópistarnir, komm- arnir og aumingjarnir úr skák, fávit- ar og fáráðlingar að ekki sé minnst á frjálshyggjumenn. Þessar og viðlíka lýsingar, sem teknar eru af handa- hófi, eru sem rauður þráður í óhugnanlegri morðsögu og bera hvorki vott um bjartsýni né um- burðarlyndi. Glæpasögur eru í grunninn ekki uppörvandi og erfitt er að finna já- kvæðan tón í bókinni. Sjálfsagt ekki til þess ætlast. Titillinn Hægt og hljótt til helvítis er í raun ágætislýs- ing á sögunni en endurspeglar sem betur fer ekki raunveruleikann þótt sumir virðist aldrei sjá neitt nema andskotann í hverju horni. Áfallasaga „Vonleysi svífur yfir vötnum, heift og hatur, og í slíkum að- stæðum er ekki von á góðu,“ segir rýnir um fyrstu glæpasögu Magnúsar Guðmundssonar, sem er sögð óhugnanleg morðsaga. Reiði út í allt og alla Glæpasaga Hægt og hljótt til helvítis bbbnn Eftir Magnús Guðmundsson. Benedikt 2021. Innb., Kilja. 284 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR B ókin Furðufjall: Norna- seiður er æsispennandi frásögn af unglingum, af mannkyni annars vegar og álfakyni hins vegar, sem eiga það sameiginlegt að þrá eitthvað annað og meira út úr lífinu en þeim hefur verið lofað. Máltækið „gættu hvers þú óskar þér“ á mjög vel við í til- vikum barnanna, Ímu og Andr- easar, þar sem metnaður þeirra fer með þau, hvort í sínu lagi, á slóðir sem þau hefði ekki órað fyrir. Gunnar Theodór Eggertsson, höfundur bókarinnar, hefur áður sent frá sér fjölda barna- og ung- mennabóka sem hafa hlotið lof gagnrýnenda. Hann hlaut t.a.m. Ís- lensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu barnabók sína Steindýrin árið 2008 og var tilnefndur til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna ár- ið 2015 fyrir Drauga-Dísu. Furðufjall: Nornaseiður er fyrsta bókin í nýrri ævintýraseríu Gunn- ars og er óhætt að mæla með því fyrir ævintýradýrkendur á öllum aldri að skella sér strax á lestina. Söguþráður bókarinnar er, eins og áður segir, mjög spennandi og flétt- an er þétt. Atburðarásin er hröð og eftirvæntingin byggist upp strax frá fyrstu síðu. Framvindan er þó stundum of hröð, veitir lesandanum ekki mikið rými til þess að velta at- burðum bókarinnar fyrir sér. Íma og Andreas eru sterkar og skemmtilegar persónur sem eru al- veg lausar við nokkurs konar stað- alímyndir. Um margt eru þau lík, þau þrá að fá að gera eitthvað magnað, gæða svart-hvítt líf sitt lit, litið er niður á þau vegna aldurs og hæfileikar þeirra koma þeim í klandur. Á þeim er þó verulegur stéttamunur, þar sem Andreas er óbreyttur almúgadrengur en Íma, álfurinn, dóttir höfðingja. Stétta- munurinn er þó vart sjáanlegur þar sem heimur álfanna virðist hafa þann kost að stétt skiptir litlu sem engu máli, í það minnsta þarf Íma að vinna ýmis leiðindaverk þrátt fyrir stöðu sína í samfélaginu. Sprelllifandi teikningar Fífu Á köflum gerir háfleygt tungumál bókarinnar, einhvers konar blanda af gamaldags íslensku og nútíma- máli, hana ósannfærandi. Þá segja persónulýsingar lesandanum stund- um lítið sem ekkert um þann karakter sem verið er að reyna að leiða lesandanum fyrir sjónir. Þar koma nákvæmar og lýsandi myndir Fífu Finnsdóttur aftur á móti sterkar inn. Persónur bókarinnar öðlast auðvitað líf með orðum Gunnars en þær mæta inn í her- bergi lesandans með teikningum Fífu, sem eru svo lifandi að það hálfa væri nóg. Heilt yfir er hér um að ræða stórskemmtilegt og spennandi stykki og munu lesendur bók- arinnar eflaust bíða í ofvæni eftir næstu bók seríunnar. Þess er ósk- andi að hún komi út sem allra fyrst. Morgunblaðið/Unnur Karen Gunnar Theodór Söguþráðurinn er „mjög spennandi og fléttan er þétt. At- burðarásin er hröð og eftirvæntingin byggist upp strax frá fyrstu síðu.“ Nýrri ævintýraseríu ýtt úr vör Barna- og unglingabók Furðufjall: Nornaseiður bbbmn Eftir Gunnar Theodór Eggertsson. Myndir eftir Fífu Finnsdóttur. Vaka-Helgafell, 2021. Innb., 172 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.