Morgunblaðið - 30.11.2021, Side 32

Morgunblaðið - 30.11.2021, Side 32
Efni í þætti kvöldsins: Þorgrímur Óli Sigurðsson var nýlega nýkjörinn formaður Félags eldri borgara á Selfossi. Hann segir frá félagsstarfinu og því sem er framundan hjá Selfyssingum. Helgi Vilhjálmsson í Góu vakti máls á því í febrúar sl. að tilvalið væri að gera Hótel Sögu að bústað eldri borgara þar sem þeir gætu dvalið og komið saman kvölds og morgna. Hótel Saga er enn óseld og Helgi minnir enn á hugmyndir sínar. Guðjón Arngrímsson er þjóðkunnur fyrir sín fyrri störf sem fréttamaður og fjölmiðlafulltrúi Icelandair. Hann er annar stofnanda Sigtúns þróunarfélags sem nýlega tók í notkun fyrsta áfanga að hinum nýja glæsi- lega miðbæ á Selfossi. Hvernig hefur gengið og hver eru næstu skrefin í uppbyggingu á svæðinu? Kristín Þorkelsdóttir er með reyndustu og virtustu grafísku hönnuðum landsins og þekkt fyrir störf sín á árum áður við hönnun vörumerkja, peningaseðla og fjölda annarra verka. Hún er jafnframt myndlistar- kona og enn í góðu formi 85 ára að aldri. Umsjónarmaður er Sigurður K. Kolbeinsson Lífið er lag kl. 21.30 á Hringbraut í kvöld Fylgstu með! Í kvöld á Hringbraut Kristín Þorkelsdóttir Guðjón Arngrímsson Leikhópurinn Elefant, í samvinnu við Þjóðleikhúsið, skrifar nýja leikgerð af Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness og kallar eftir samtali við þjóðina um það hvað sé að vera Íslendingur í dag. Þorsteinn Bachman leik- stýrir uppfærslunni sem frumsýnd verður á næsta leik- ári. Vinna við leikgerðina hófst 2020. Sem liður í vinnu- ferlinu verður boðið upp á leiklestra og umræður, m.a. í Hofi á Akureyri í dag og hefst kl. 13. Leiklesturinn tekur um 90 mínútur og síðan taka við umræður, sem verða nýttar til að fullvinna verkið. Aðgangur er ókeypis. Leikhópurinn Elefant skrifar nýja leikgerð af Íslandsklukku Laxness ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Eftir sætan sigur á Hollendingum í Almere á föstudags- kvöldið var íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik kippt niður á jörðina í Pétursborg í Rússlandi í gær. Firnasterkir Rússar náðu um tíma 40 stiga forystu og unnu afar öruggan sigur, 89:65. Ísland má samt vel við una að vera með einn sigur eftir tvær umferðir. »26 Kippt niður á jörðina í Pétursborg ÍÞRÓTTIR MENNING hefðina upp á aðventunni í auknum mæli. Kæsta skatan er því ekki að deyja út eins og öskupokinn.“ Veitingastaðir hafa þurft að tak- marka fjölda gesta vegna kórónu- veirufaraldursins og fyrirtæki og fjölmennir skötuhópar eins og til dæmis Hið íslenska skötufélag af- lýstu skötuveislum í fyrra og aftur núna í desember. Áslaug hefur brugðist við þessu með því að bjóða fjölskyldum og fámennari hópum, sem vilja halda skötuveislu í heimahúsum, að kaupa skötuna í Djúpinu. „Það er slæmt til þess að hugsa að fólk missi af skötuveisl- unni,“ segir hún. „Kæst skata var til dæmis hefð hjá ömmu heitinni og vinkonum hennar í byrjun að- ventunnar og þá fékk hún sér hvít- vín með en annars drakk hún lítið áfengi. Þetta var fastur liður sem hún vildi aldrei missa af.“ Skötulyktin fellur ekki öllum í geð og Áslaug segist hafa fundið fyrir því. „Ég þarf stundum að skreppa úr vinnunni og fara í búðir og á þessum tíma tek ég eftir því að fólk snýr sér við til að sjá hvað- an lyktin kemur. Sjálfsagt kemur mörgum á óvart að hún komi frá ungri og myndarlegri konu en lykt- in fylgir starfinu og ég er stolt af því að vera kölluð Áslaug gella.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Lykt af kæstri skötu hefur verið eitt af helstu einkennum aðvent- unnar lengur en elstu menn muna og hjá Djúpinu fiskvinnslu á Grandagarði bíða um sjö tonn af góðgætinu eftir að fara á diska landsmanna. „Við bjóðum ferska skötu allt árið og erum sennilega með þeim öflugri í kæsingunni,“ segir Áslaug Ragnarsdóttir, eig- andi og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins. Kæst skata verður ekki til á einni nóttu. Fiskverkendur safna allt árið birgðum fyrir verkunina, sem felst í því að láta fiskinn gerj- ast áður en hann er skorinn í bita. Við gerjunina brotna þvagefni nið- ur og þaðan kemur sterka lyktin og bragðið. Hitastigið fer hækk- andi eftir því sem á líður verkunina og endar í stofuhita. „Síðustu sex vikurnar fyrir jól er erfitt að vera inni í vinnslunni, maður fær tár í augun vegna ammoníakslykt- arinnar, en það góða við hana er að hún berst ekki í annan fisk,“ segir Áslaug. Fær svigrúm hjá körlunum Röð tilviljana varð til þess að Ás- laug varð fiskverkandi. „Maðurinn minn var viðloðandi fiskvinnslu, eitt leiddi af öðru og í febrúar 2019 stofnaði ég fyrirtækið, sem hefur vaxið jafnt og þétt.“ Hún segir það hafa vakið athygli enda fáar konur í þessum rekstri. „Það var svolítið sérstakt að stíga inn í þetta um- hverfi sem ung kona og ég þurfti að læra á það en þessir skemmti- legu karlar og karakterar í brans- anum hafa verið góðir við mig og gefið mér svigrúm.“ Áslaug kaupir fisk á markaði og selur afurðirnar einkum til veit- ingastaða, mötuneyta og stofnana á höfuðborgarsvæðinu. „Þekktir staðir sem bjóða upp á skötu eins og til dæmis Múlakaffi kaupa hana af okkur og það er vísbending um að við séum að gera hlutina rétt.“ Áslaug bætir við að hún merki aukna ásókn ungs fólks í bæði kæsta og ferska skötu. „Fersk skata er orðin fastur liður á mat- seðli nokkurra veitingahúsa allt ár- ið og fólk af minni kynslóð tekur Tími kæstu skötunnar - Áslaug segir að hefðin á aðventunni lifi góðu lífi Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í réttu umhverfi Áslaug Ragnarsdóttir vill halda í skötuhefðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.