Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Side 8
GERVIGREIND
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021
Fjölgum íbúðum fyrir
tekju- og eignalága
Stofnframlög
Opið fyrir umsóknir um stofnframlög
Auglýst er eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2021 um stofnframlög ríkisins
til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr.
183/2020.
Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir
tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Stofnframlög eru veitt til byggingar og
kaupa á almennum íbúðum.
Umsóknarfrestur lengdur til 22. nóvember 2021
Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu HMS.
Til þess að hægt sé að meta umsókn þurfa öll gögn skv. 14. gr.
reglugerðar nr. 183/2020 að skila sér innan umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu
Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, www.hms.is.
hms.isBorgartúni 21, 105 Rvk - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki
Lissabon. AFP. | Garrí Kasparov,
fyrrverandi heimsmeistari í skák,
hefur greinilega ekki látið það á sig
fá þegar hann tapaði einvíginu við
Djúpbláa, ofurtölvu IBM, á tíunda
áratugnum því hann er sannfærður
um að helsta ógnin þessa dagana sé
maðurinn, ekki gervigreind.
Kasparov er heillaður af tækni og
vísindum og á netráðstefnunni, sem
haldin var í Lissabon í Portúgal í
vikunni, ræddi hann við AFP um
vaxandi umfang gervigreindar í
samfélaginu þegar hann hafði lokið
sér af við að tefla fjöltefli við tíu
manns. Þarf vart að taka fram að
hann hafði betur í öllum skákunum
á 45 mínútum.
Engin vísbending um ógn
„Við lifum í heimi þar sem vélar
leika stærra og stærra hlutverk,“
sagði Kasparov. „Þetta er að gerast
hvort sem fólki líkar betur eða
verr. Það eru einfaldlega engar vís-
bendingar um að okkur stafi ógn af
vélum. Hin raunverulega hætta
stafar ekki af manndrápsþjörkum
heldur fólki – vegna þess að fólk er
enn með einokun á illsku.“
Kasparov, sem hefur gagnrýnt
stjórnvöld í Kreml harðlega, segir
að mesta ógnin sé af „einræðis- og
alræðislöndum og hryðjuverka-
mönnum sem munu nota þessa
tækni til að valda okkur tjóni“.
Tilvera vélvæddra morðingja á
borð við Tortímandann er enn al-
farið bundin við heim vísindaskáld-
skapar, en mannréttindasamtök
eru þegar farin að þrýsta á um að
sett verði ákvæði í þjóðarétt um
slíkar vígvélar á þeirri forsendu að
gervigreindin muni umbylta hern-
aði á komandi árum.
Á ráðstefnunni hafa tæknipáfar
notað vikuna til að ræða jákvæðari
hliðar þess hvernig nýta megi
gervigreind. Þar hefur verið fjallað
um snjallbotta, sem geta rætt við
fólk og aukið andlega vellíðan, og
notkun tækninnar til að flokka
plastúrgang. Lýsa má Kasparov
sem bjartsýnismanni um tæknina,
en hann vísar þó ekki alfarið á bug
ótta þeirra sem hafa áhyggjur af að
vélmenni muni yfirtaka störf sem
maðurinn vann áður, allt frá verk-
smiðjustörfum til aksturs vörubíla.
„Þetta verður
sársaukafullt“
„Það er engin spurning að þetta
verður sársaukafullt, á því er eng-
inn vafi. Ég vil ekki hljóma harð-
brjósta, fólk mun missa vinnuna.
En horfum á stóru myndina,“ sagði
hann. „Mannkynið hefur alltaf
grætt á innleiðingu tækni-
framfara.“
Máli sínu til stuðnings benti
hann á hversu hratt hefði gengið að
þróa bóluefni gegn kórónuveirunni.
Það hefði gengið með ljóshraða
miðað við baráttuna gegn fyrri
sjúkdómum. Það dæmi fyllti hann
bjartsýni um kraft sköpunargáf-
unnar.
Hins vegar sagði hann að um
heim allan yrði að bæta regluverk
til að hjálpa til við að takmarka nei-
kvæð áhrif félagsmiðla og annarrar
tækni sem nú væri í mótun.
Koma þarf böndum á
félagsmiðla
„Ég vil fá góða, opinbera umræðu
sem að lokum skilar sér í tillögum
til stjórnvalda,“ sagði hann. „Vegna
þess að það eru stjórnvöld sem
geta sett lög til að þvinga fyrir-
tækin til að gera þá hluti sem þarf
til að lágmarka skaðann.“
Þessi ummæli eru í sama anda og
alþjóðlegt ákall, sem hlýtur æ meiri
undirtektir, um að hemja gríðar-
legt vald tæknirisa á borð við Go-
ogle, Apple, Facebook og Amazon.
Gagnrýnin á Facebook hefur
verið sérstaklega hörð í kjölfarið á
því að lekið var gögnum, þar sem
kemur fram að stjórnendur fyrir-
tækis hafi vitað að félagsvefur
þeirra gæti skaðað fólk með marg-
víslegum hætti.
Kasparov gaf til kynna að yfir-
völd hefðu átt í vandræðum með að
láta regluverkið fylgja félagsmiðla-
byltingunni eftir að hluta til vegna
þess „að stjórnvöld líta á stóru
tæknifyrirtækin sem tekjulind“.
Hann kvaðst þó telja að hvernig
sem farið yrði að því að setja reglur
um félagsmiðlana gæti engin laga-
setning með öllu útrýmt skaðanum
sem þeir valda, allt frá haturs-
orðræðu til þess að fylla unglinga
af vanmetakennd.
„Hvað sem hver segir um að
hægt sé að útrýma skaðanum, þá er
það fullkomlega útilokað,“ sagði
hann. „Félagsvefir eru nefnilega
rekstur þar sem ágreiningur er
innbyggður.“
Maðurinn einokar illskuna
Garrí Kasparov, stórmeistari og fyrrverandi heimsmeistari í skák, tefldi fjöltefli á netráðstefnunni í Lissabon 1. til 4. nó-
vebmer. Ráðstefnan nefnist Web Summit og er viðamesti viðburðurinn í tæknigeiranum í Evrópu.
AFP
Garrí Kasparov er
fullur bjartsýni fyrir
hönd gervigreindar-
tækninnar. Nýjungar
í tækni hafi alltaf orðið
til framfara. Hættan
stafi af manninum,
sem hingað til hafi
einokað illskuna.
Tískuorðið á Web Summit í
Lissabon, sem haldið var í
vikunni, var sýndarheimur
eða „metaverse“, sýndar-
veruleikaútgáfa af netinu,
sem Facebook og fleiri fyrir-
tæki stefna að því að smíða.
Mark Zuckerberg, for-
stjóri Facebook, sem endur-
nefndi móðurfyrirtækið
Meta nýlega, telur að sýnd-
arveruleikinn gæti umbylt
vinnustaðnum. Í ágúst kynnti
Facebook vettvanginn
Workrooms þar sem starfs-
fólk getur notað sýndurveru-
leikahjálma til að taka þátt í
sýndarveruleikafundum.
Sýndarheimurinn myndi
ná til margra hliða daglegs
lífs, allt frá tónleikum til
verslunar, og yrði í villtustu
draumum forsvarsmanna
hans framlenging af raun-
heimum, en því er ósvarað
hver verði við völd í honum.
NÝ VERÖLD?
Boða
sýndar-
heim