Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Page 18
Anna Marín stökk út í
djúpu laugina þegar hún
opnaði tapasbar án þess
að hafa nokkra reynslu
af veitingarekstri.
Þ
að er alltaf gaman að
frétta af Íslendingum
sem eru að gera það gott
í útlöndum. Blaðamanni
barst til eyrna að íslensk
kona hefði opnað veitingastað á lítilli
eyju fyrir utan Fjón og datt í hug að
slá á þráðinn og heyra af þessu ævin-
týri. Anna Marín Schram gaf sér
tíma frá mjög svo annasömu veitinga-
rekstrarlífi til að spjalla yfir hafið.
„Ég er fædd og uppalin á Álftanes-
inu en flutti út til Danmerkur sextán
ára þegar mamma hóf samband með
dönskum manni. Eftir það var ég á
smá flakki á milli landanna. Ég tók
svo iðnnám í ljósmyndun í Dan-
mörku,“ segir Anna Marín sem búið
hefur því alla sína fullorðinsævi í
Danaveldi.
„Ég bjó lengi í Kaupmannahöfn en
er nú í Árósum og með annan fótinn á
eyjunni Langeland. Ég starfaði við
ljósmyndun alveg þangað til nýlega
og vann mest fyrir leikhús og hljóm-
sveitir,“ segir Anna Marín en maður
hennar, Carsten Holm, er tónlistar-
blaðamaður. Saman eiga þau þrjú
börn, Illuga Knút níu, Edith
þrettán og Marín fjórtán
ára gömul.
Koddahjal í
kóróna
Anna Marín og
Carsten opnuðu í
sumar tapasbar á
Langeland og
hafa vinsældir
hans farið langt
fram úr öllum vænt-
ingum. Á eyjunni búa
um tólf þúsund manns.
„Okkur hafði lengi dreymt
um að opna gistiheimili eða
lítinn kaffibar á Ítalíu eða
einhvers staðar. Svo
þegar kórónuveiran
skall á vorum við mik-
ið á Langeland þar
sem við eigum
sumarhús. Krakk-
arnir voru í fjarnámi
þar. Það var svo mikið
koddahjal í kórónunni,
og þá kviknaði sú hug-
mynd að leita ekki langt
yfir skammt heldur opna
stað þar. Draumurinn gæti alveg eins
gengið á Langeland. Við fórum þá að
grennslast fyrir hvort einhvers stað-
ar væri laust húsnæði og fljótlega
fréttum við að einn kráareigandi væri
látinn og að kráin færi væntanlega á
sölu. Við gengum svo þar fram hjá og
þá var akkúrat húseigandinn að
skipta um lás. Við fengum að kíkja
inn og þetta var hryllingur! Ein
versta knæpa sem ég hef séð. Það var
búið að reykja þarna inni í um hundr-
að ár. Ógeðslegt!“ segir Anna Marín
og leggur áherslu á orðið.
„Svo fórum við í bakgarðinn, og
hann var fullkominn! Þá hugsuðum
við að þetta gæti gengið. Úr varð að
gera eitthvað klikkað og opna þarna
stað.“
Nikótínið lak niður veggina
Það fór svo að parið keypti allt hús-
næðið en auk knæpunnar var íbúð á
efri hæð.
„Það tók hálft ár að gera allt upp,
bæði veitingastaðinn og íbúðina. Við
þurftum að skrúbba alla veggi; það er
erfitt fyrir fólk að skilja
hversu mikið nikó-
tín safnast í
veggi, en við
skrúbb-
uðum og
skrúbb-
uðum
og
nikó-
tínið
lak nið-
ur vegg-
Draumurinn rættist á Langeland
Anna Marín Schram opnaði í sumar tapasbar á
dönsku eyjunni Langeland. Ákvörðunin var
tekin í koddahjali en draumurinn varð að
veruleika í júní þegar Gaardhaven opnaði.
Staðurinn hefur heldur betur slegið í gegn.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Anna Marín féll fyr-
ir bakgarðinum
sem er afar kósí.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021
LÍFSSTÍLL
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 16. nóvember 2021
SÉRBLAÐ
BLAÐ