Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Síða 20
Mér finnst að ávaxta-
mylsnubökur af ýmsu
tagi eigi ekki síst við á
veturna, þegar mann
langar í eitthvað góm-
sætt sem yljar ofan í
tær. Ávextirnir geta ver-
ið síbreytilegir – epli,
perur, plómur, ferskjur,
nektarínur, nokkrir
ananasbitar, ýmiss kon-
ar ber og fleira.
½ epli
1 plóma eða ½ ferskja
(eða aðrir ávextir)
3-4 msk. bláber eða önn-
ur ber
2½ msk. hveiti
2½ tsk. sykur
20 g smjör (og meira til
að smyrja formið)
1 msk. hafragrjón, eða
eftir þörfum
fáeinir vanilludropar (má
sleppa)
Hitaðu ofninn í 210°C
og flysjaðu, steinhreins-
aðu og skerðu niður
ávextina eftir þörfum.
Blandaðu þeim saman í
skál ásamt ½ msk. af
hveiti og ½ tsk. af sykri
og helltu blöndunni svo
í lítið, eldfast form,
smurt með dálitlu
smjöri.
Hrærðu smjör, sykur
og vanillu saman og
blandaðu svo hveiti og
hafragrjónum saman
við. Ég þeytti reyndar
allt nema hafragrjónin
saman í hakkara og
blandaði þeim saman
við seinast til að halda
áferðinni. Myldu deigið
jafnt yfir ávextina og
bakaðu í miðjum ofni í
20-25 mínútur, eða þar
til mylsnuþekjan er farin
að taka lit og verða
stökk. Berðu bökuna
fram heita eða volga,
t.d. með sýrðum rjóma
(36%), þeyttum rjóma,
ís eða grískri jógúrt.
Mylsnubaka
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021
MATUR
Þessi buff eru afskaplega fljótleg, ein-
föld og góð með eilítið austurlenskum
keim. Með því að mauka helminginn af
fiskinum en skera afganginn í litla bita
og blanda saman við farsið fæst
skemmtilegri áferð á buffin.
200 g bleikja (eða lax)
½-1 tsk. rautt taílenskt karrímauk
½ tsk. sojasósa
1 msk. saxað kóríanderlauf
1 lítill vorlaukur
pipar og salt
2-3 msk. brauðmylsna eða panko-rasp
1 msk. olía til steikingar
Settu helminginn af fiskinum í hakkara
eða matvinnsluvél með karrímauki,
sojasósu, vorlauk, kóríander, pipar og
salti og maukaðu það vel. Skerðu af-
ganginn af fiskinum í litla bita og
blandaðu þeim saman við, ásamt
raspi. Mótaðu 4 lítil buff úr blöndunni.
Hitaðu olíu á pönnu og steiktu buff-
in við ríflega meðalhita í um 2 mínútur
á hvorri hlið. Berðu t.d. fram með
sætkartöflufrönskum og kóríander-
pestói.
Silungsbuff
Mörgum þykir þetta
ekta „notalegheita-
matur“ og þótt til
séu einfaldar útgáfur
þar sem pakka-
blöndur eru notaðar
er ekki mikil fyrir-
höfn að gera réttinn
frá grunni – heldur
ekki fyrir einn. Þrátt
fyrir nafnið þarf ekk-
ert endilega að nota
makkarónur, það er
hægt að nota ýmsar
tegundir af pasta.
80 g makkarónur
salt
1 msk. smjör
1 msk. hveiti
¼ tsk. dijon-sinnep
200 ml mjólk
50 ml rjómi (eða meiri
mjólk)
pipar og salt
60 g rifinn ostur
(cheddar)
1 msk. parmesanostur
Hitaðu ofninn í
200°C. Sjóddu
makkarónurnar í
saltvatni, 2-3 mín-
útum skemur en leið-
beiningar á umbúð-
um segja til um, og
helltu þeim svo í sigti.
Bræddu smjörið í
potti, hrærðu hveit-
inu saman við og
hrærðu svo vökv-
anum smátt og smátt
saman við og bakaðu
upp sósu. Kryddaðu
vel með pipar og salti
og hrærðu svo ost-
inum saman við.
Blandaðu makkarón-
um saman við sós-
una. Settu allt í eld-
fast mót, stráðu
parmesanosti yfir og
bakaðu í 20-25 mín-
útur, eða þar til yfir-
borðið er fallega gull-
inbrúnt.
Svo má auðvitað
blanda margvíslegu
hráefni saman við
makkarónurnar áður
en þær eru settar í
mótið, t.d. stökk-
steiktu beikoni í
litlum bitum, skinku-
bitum, túnfiski úr
dós, steiktum svepp-
um eða ýmiss konar
grænmeti, gjarna for-
soðnu eða -steiktu,
svo sem spergilkáli,
blaðlauk, grænum
baunum eða maís.
Einnig er hægt að
strá ýmsu yfir áður
en mótið er sett í ofn-
inn, t.d. brauðmylsnu,
muldu saltkexi eða
jafnvel muldu korn-
flexi.
Makkarónur og ostur
Ungversk gúllassúpa hentar
einkar vel á köldum vetrardegi,
er yljandi, nærandi, bragðsterk
og matarmikil. Það má líka hafa
hana sterkari og krydda hana
t.d. með dálitlum cayenne-
pipar eða skvettu af tabasco-
sósu.
150-200 g lamba- eða nautagúllas
eða súpukjöt
pipar og salt
½ laukur
1 hvítlauksgeiri
1-2 gulrætur, eftir stærð
½ lítil paprika (eða tveir fjórð-
ungar í mismunandi lit)
1 tómatur
1 msk. olía
1½ tsk. paprikuduft
½ tsk. kummin
500 ml vatn
Skerðu kjötið í fremur litla bita
og kryddaðu það með pipar og
salti. Saxaðu laukinn og hvít-
laukinn og skerðu gulrætur,
papriku og tómat í bita. Hitaðu
½ msk. af olíu í potti og brún-
aðu kjötið vel á öllum hliðum.
Taktu það upp með gataspaða
og settu á disk.
Settu afganginn af olíunni í
pottinn og láttu lauk og hvítlauk
krauma í 3-4 mínútur. Settu þá
allt grænmetið út í, ásamt papr-
iku og kummini, og steiktu í 2-3
mínútur í viðbót. Settu kjötið
aftur í pottinn, helltu vatninu yf-
ir, hitaðu að suðu og láttu malla
í hálflokuðum potti þar til kjöt-
ið er meyrt – í um 1 klst. fyrir
lambakjöt.
Gúllassúpa
Borð fyrir einn
Ný bók eftir Nönnu Rögnvaldardóttur er
komin út og ber nafnið Að elda fyrir einn. Þar
má finna girnilegan, hollan, einfaldan og
bragðgóðan mat af öllu tagi. Nanna gefur hér
lesendum nokkrar góðar uppskriftir að
matnum sem hún ber á borð fyrir sig eina.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Matarmyndir: Nanna Rögnvaldardóttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg