Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Blaðsíða 28
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.11. 2021
LESBÓK
TÓNLIST Breska ofurstjarnan Adele birti í vikunni lagalista fyrir
væntanlega plötu sína, sem kemur út 19. nóvember. Virðist laga-
heitið „I Drink Wine“ vekja mesta forvitni. Platan nefnist „30“ og
er beðið með eftirvæntingu, enda sex ár liðin frá því hún síðast gaf
út plötu.
Adele hefur sagt að hún hafi hafið upptökur fyrir þremur árum
þegar líf hennar var „völundarhús fullt af óreiðu og innri glund-
roða“. Þegar hjónaband hennar leystist
upp hafi hún upplifað „ár kvíða“ og lokað
sig af frá umheiminum. Adele skrifaði á Twit-
ter að hún hefði komist að mörgu óþægilegu um
sjálfa sig við þessa reynslu. „Ég hef loks fundið til-
finninguna mína aftur,“ skrifar hún. „Ég mundi ganga svo
langt að ég hafi aldrei fundið til meiri friðar í lífi mínu.“
Adele fann fjölina aftur
AFP
BÍÓ Bandaríski leikstjórinn Michael Mann tel-
ur að kórónuveirufaraldurinn hafi beint sjón-
um almennings að alþjóðlegri kvikmyndagerð.
Þetta sagði Mann, sem þekktur er fyrir mynd-
ir á borð við „Heat“ og „Síðasti Móhíkaninn“
við upphaf frönsku kvikmyndahátíðarinnar í
Hollywood, COLCOA, sem stendur fyrir City
of Lights, City of Angels og vísar til við-
urnefna Parísar og Los Angeles.
„Ég held að blandan af streymi og kór-
ónuveirunni sem hefur leitt til þess að fólk ver
miklum tíma í að horfa á myndefni og streyma
hafi opnað heilan kvikmyndaheim með stór-
kostlegum hætti,“ sagði Mann.
Alþjóðlegt bíó blómstrar í faraldrinum
Michael Mann segir að
erlendar myndir
blómstri í faraldrinum.
AFP
Tölvuleikir eru undir smásjá í Kína.
Hætta með
Fortnite í Kína
TÖLVULEIKIR Tölvuleikjarisinn
Epic Games lýsti yfir því í vikunni
að hann myndi hætta með leikinn
Fortnite í Kína og slökkt yrði á net-
þjónum þess vegna umfangsmikilla
hafta þar í landi á leikjamarkaði.
Kínversk stjórnvöld hafa hert allt
regluverk til þess að ná betri stjórn
á efnahagslífinu. Um leið vilja þau
vinna gegn leikjafíkn. Tíminn sem
börn mega verja í leikjum hefur
verið takmarkaður og þeim sem
spila leiki gert að nota sérstök skil-
ríki þegar þeir skrá sig. Þá eru
gerðar athugasemdir við „pólitískt
skaðlegt“ innihald leikja.
Við þetta hafa tekjur leikjafyrir-
tækja dregist saman og hlutabréf í
þeim teki dýfu.
Fyrir fimm árum leit Ian Shaw í
spegil og sá fyrir sér Quint,
hrjúfa sjómanninn úr kvik-
myndinni Ókindinni eða Jaws. Hon-
um hafði oft verið sagt að hann væri
líkur föður sínum, leikaranum Ro-
bert Shaw, sem var frægur fyrir
hlutverk sín í myndum á borð við
The Sting, Með ástarkveðju frá
Rússlandi og kannski einkum og sér
í lagi Ókindinni þar sem hann lék
Quint. Ian er líka leikari og hafði lát-
ið sér vaxa yfirskegg vegna hlut-
verks, sem hann var að undirbúa, og
sá að hann var sláandi líkur honum.
Hann grennslaðist fyrir og sá að
hann var líka á svipuðum aldri og
faðir hans þegar Ókindin var gerð
eða 47 ára. Og honum datt í hug að
hvort hann ætti að leika föður sinn,
en vísaði hugmyndinni jafnharðan
frá sér, enda hafði hann alltaf forð-
ast tenginguna við föður sinn.
Þannig lýsir Ian hvernig það kom
til að hann ákvað að gera leikritið
Hákarlinn er bilaður (The Shark Is
Broken), sem var fyrst sýnt á jað-
arleikhúshátíðinni Edinburgh
Fringe fyrir tveimur árum og er nú
sýnt í London og verður þar á fjöl-
unum fram í janúar hið minnsta.
Stormasöm samskipti
Í leikritinu er samskiptum aðalleik-
aranna þriggja í kvikmyndinni lýst,
þeirra Roberts Shaws, sem lék skip-
Erjur við tök-
ur Ókindar
Kvikmyndin Ókindin sló í gegn um miðjan áttunda
áratuginn og hrelldi margan áhorfandann. Nú hefur
sonur eins af aðalleikurunum gert leikrit um gerð
myndarinnar og er sjálfur í hlutverki föður síns.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Robert Shaw, Roy Scheider og Richard Dreyfuss í hlutverkum sínum í Ókindinni.
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Nánari upplýsingar veita ráðgjafar
okkar í síma 580 3900 eða á netfangið
sykursyki@fastus.is
• Engar blóðsykurmælingar í fingur
• Auðveldur og fljótlegur í uppsetningu
• Virkar með Android og Apple snjalltækjum
• Hægt að tengja í flest snjallúr, Garmin,
Apple, Samsung og fl.
• Hægt að stilla hringitóna og viðvaranir
eftir óskum notanda
HELSTU EIGINLEIKAR DEXCOM G6
RAUNTÍMA BLÓÐSYKURSMÆLING
Fyrsta lagið af
væntanlegri
plötu Adele fór
beint á toppinn
á Bretlandi.