Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.11.2021, Side 32
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 2021
Þegar óperan La Traviata var frumflutt í Feneyjum í
mars árið 1853 bauluðu áhorfendur og daginn eftir skrif-
aði tónskáldið, Giuseppi Verdi, bréf til vinar síns og var í
öngum sínum: „La Traviata féll í gærkvöldi. Var það mér
að kenna eða söngvurunum? Tíminn mun leiða það í ljós.“
Þegar La Traviata, sem merkir hin fallna kona, var
næst sett upp rúmu ári síðar ætlaði allt að ganga af göfl-
unum vegna fagnaðarláta og hefur óperan reynst ein sú
vinsælasta í sögunni. Fáar óperur hafa verið færðar jafn
oft upp og hún.
Um næstu helgi verður La Traviata í uppsetningu Ís-
lensku óperunnar sett á fjalirnar í menningarhúsinu Hofi
á Akureyri. Óperan verður sýnd 13. nóvember og vegna
mikillar eftirspurnar var bætt við aukasýningu í Hofi
sunnudaginn 14. nóvember klukkan 16. Óperan er flutt í
Hörpu nú um helgina.
Í fréttatilkynningu er haft eftir Þorvaldi Bjarna Þor-
valdssyni, tónlistarstjóra Menningarfélags Akureyrar,
að uppsetningin marki tímamót í íslenskri menning-
arsögu og ávinningurinn af henni fyrir listalíf landsfjórð-
ungsins sé ómetanlegur.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sér um tónlistina í
Eldborg og Hofi undir stjórn finnska hljómsveitarstjór-
ans Önnu-Mariu Helsing. Í sýningunni eru einnig dans-
arar og 30 manna kór Íslensku óperunnar. Herdís Anna
Jónasdóttir fer með hlutverk Víólettu í óperunni.
Herdís Anna Jónasdóttir í hlutverki Víó-
lettu í óperunni La Traviata, sem sýnd
verður í Hofi á Akureyri næstu helgi.
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
La Traviata á Akureyri
Óperan La Traviata eftir Verdi verður sett upp á Akureyri 13. og 14. nóvember.
Á tónlistarsíðu Morgunblaðsins í
nóvember 1976 var umsjónar-
manni mikið niðri fyrir út af því
að skemmtistaðir tækju erlenda
plötusnúða fram yfir innlenda.
Poppopnan nefndist Slag-
brandur og skrifaði umsjónar-
maðurinn undir því nafni.
„Það sem fer í taugarnar á
Slagbrandi í þessu sambandi er
það, að staðirnir skuli endilega
þurfa að „troða upp“ með út-
lendinga í starfi plötusnúða,“
skrifaði hann. „Maður skyldi
ætla að íslendingur þekkti betur
til fótaburðar og tónlistar-
smekks samlanda sinna eins og
dæmið um blökkumanninn
Charlie sannar áþreifanlega:
Maðurinn hreinlega skildi ekki
„þjóðarkarakter“ íslendinga og
drykkjusiði, en þessi atriði eru
samofin tónlistarsmekk. Starfið
getur fjandakornið ekki verið
svo erfitt eða flókið að það krefj-
ist einhverrar sérþekkingar.
Þvert á móti virðist Slagbrandi
þetta vera „létt verk og löður-
mannlegt“ (eins og Grettir
mælti forðum). Er mörland-
anum nú ekki lengur treystandi
til að setja hljómplötur á fón eða
velja lög sem eru íslenskum
snapshúsagestum samboðin?? –
Hví þá ekki alveg eins og að ráða
þýska útkastara, franska mat-
reiðslumenn eða ítalska þjóna??
Slagbrandi er spurn.“
GAMLA FRÉTTIN
Slagbrandi
er spurn
Stuart Austin var plötusnúður á Óðali 1975. Þegar sagt var frá ráðningu
hans í Morgunblaðinu var klykkt úr með orðunum „enda þykja fáir Íslend-
ingar koma til greina í svo vandasamt starf“.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ian Rush
knattspyrnumaður
Markús Sigurbjörnsson
fyrrverandi forseti hæstaréttar
Stuart Austin
plötusnúður
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
MADE IN
DENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.