Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Qupperneq 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
25
ára
1996-2021
M
ikið rosalega er ég orðin leið á fréttum (skrifar blaðamaðurinn
sjálfur). Ég ætti kannski að umorða þetta. Mikið rosalega er ég
leið á neikvæðum fréttum! Þessir tímar sem við lifum á reyna
sannarlega á mannkynið, svo ekki sé meira sagt. Smittölur eru himinháar,
sóttvarnareglur æ strangari, Landspítalinn fúnkerar ekki, heilbrigðisstarfs-
fólk margt á barmi taugaáfalls og lái ég þeim það ekki. Ekki vildi ég vilja
vera læknir eða hjúkrunarfræðingur í dag. Það er líkt og að vinna á
sprengjusvæði; það þarf bara ein lítil mistök til þess að sjúklingar skaðist eða
hreinlega láti lífið. Hver vill hafa það
á samviskunni?
Annað sem brennur á þjóðinni eru
mál tengd gerendum og þolendum
ofbeldis, kynferðisofbeldis, áreitni
og eineltis. Vissulega þarf að ræða
þessi mál og breyta hugsunarhætt-
inum í þjóðfélaginu. Þetta eru þó oft
ekkert jákvæðar fréttir, enda ekkert
jákvætt við ofbeldi af neinu tagi.
Eitthvað gott mun þó koma út úr
þessu að lokum; ég vona það sann-
arlega.
En aftur að kórónuveirunni. Ég
sveiflast til og frá í mínum skoð-
unum á sóttvarnareglum. Stundum
finnst mér þær of harðar, stundum of linar, stundum veit ég ekki hvort þjóð-
in á að leyfa þegnum sínum að passa sig sjálfir eða hvort stjórnvöld eigi að
hafa vit fyrir þeim, eins og nú er gert. Þetta er snúin staða og sem betur fer
er ég ekki stjórnmálamaður á tímum kórónuveirunnar. Ég ætla samt að
draga andann djúpt, vera löghlýðin og reyna að ganga með grímu, þótt ég
þoli hana ekki og sé illa haldin af grímupirringi (nýtt orð?).
Þar sem ég er komin í pirring mætti nefna annað. Enn einu sinni birtist á
Smartlandinu listi yfir eftirsóknarverðustu einhleypu skvísur landsins. Enn
á ný kemst ég ekki þar á blað! Marta María, sérðu ekki mannkosti mína eða á
ég bara engan séns lengur? Manni getur nú sárnað.
Þessi pistill átti að snúast um jákvæðni, en það er bara ekkert jákvætt í
honum! Ég skal reyna að bæta úr því og hætta að tuða.
Skammdegið er komið og mál að kveikja á kertum, hlusta á ljúf jólalög og
liggja undir teppi og hugleiða allt hið góða í lífinu. Jólin eru á næsta leiti og
um að gera að nota vikurnar fram að jólum til að reyna að njóta, hætta að
rýna í smittölur, vera góð við náungann og íhuga hvort framkoma manns sé
til fyrirmyndar í samskiptum við hitt kynið, og alla ef því er að skipta. Það
má alltaf bæta sig og best að byrja bara strax í dag.
Grímupirringur
og aðrar fréttir
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Enn á ný kemst ég
ekki þar á blað!
Marta María, sérðu ekki
mannkosti mína eða á ég
bara engan séns lengur?
Manni getur nú sárnað.
Grétar Þór Magnússon
Bara það sem maður heyrir í
útvarpinu.
SPURNING
DAGSINS
Ertu
farin(n)
að hlusta
á jólalög?
Sandra Dís Káradóttir
Já, ég stelst til að setja á jólarásina í
bílnum.
Þorgeir Óðinsson
Nei, það er of snemmt.
Anna Margrét Hrólfsdóttir
Já, ég er löngu byrjuð. Ég vil taka
góða skorpu fram að jólum og
slökkva svo á þeim.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Unnur Karen
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL
SITUR FYRIR SVÖRUM
Að fagna
vetrinum
Forsíðumyndina tók
Ásdís Ásgeirsdóttir
Hinir árlegu Vetrarljóðatónleikar Ragnheiðar Gröndal
verða haldnir í Iðnó 25. nóvember. Tónleikarnir hefjast
kl. 20 en húsið verður opnað kl. 19. Miðar fást á tix.is.
Hvaða lög ætlarðu að syngja á tónleikunum?
Tónleikarnir byggjast á disknum Vetrarljóð frá árinu 2004
en á honum er sungið um veturinn. Ég er líka að senda frá
mér nýtt jólalag sem kemur út samhliða tónleikunum og
fær að sjálfsögðu að heyrast í fyrsta skipti opinberlega í
lifandi flutningi. Ég elska þennan árstíma og finnst tilvalið
að fagna honum.
Vetrarljóð er orðin 17 ára og sló í gegn á
sínum tíma, veistu af hverju?
Ég held hún hafi snert einhvern streng hjá fólki. Á henni
eru lög við gömul og ný ljóð sem öll tengjast vetrinum.
Ég og Magnús Þór Sigmundsson lögðum til lög sem og
Jón Ólafsson sem stýrði líka upptökum. Til að fullkomna
afurðina fengu svo vel valin tökulög að fljóta með. Ég
fann fyrir nokkrum árum að það væri kominn tími til að
heiðra Vetrarljóðin á tónleikum vegna þess að margir
aðdáendur mínir spila hana ennþá grimmt á þessum árs-
tíma. Hugmyndin kviknar því þaðan. Ég hins vegar legg alls
ekki upp með að lögin eigi að hljóma eins og á disknum –
heldur er tilgangurinn að blása nýju lífi í þau – þannig að þau
fái að lifa og gleðja sem lengst.
Ertu alltaf að semja og spila tónlist?
Já, ég er hvergi nærri hætt og er alltaf að búa til og senda
frá mér alls konar tónlist. Mér líður ennþá eins og ég sé
rétt að byrja. Ég „gigga“ líka víða og er sannkallað skóla-
bókardæmi um íslenskan, úrræðagóðan listamann.
Um hvað fjallar nýja jólalagið?
Í nýja laginu langar mig að fanga þessa sérstöku tilfinn-
ingu sem maður finnur bara á jólunum þegar maður er í
faðmi fjölskyldunnar og tíminn virðist standa í stað.