Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Viðræður stjórnarflokkanna um áframhaldandi samstarf mölluðu áfram, þrátt fyrir að nokkur mál stæðu út af, var ritun stjórnarsáttmála svo gott sem lokið. Þá var hins vegar eftir að ræða um skipun ráðuneyta og skiptingu þeirra milli flokka. Fyrrverandi starfsmenn leikskólans Sælukots kröfðust þess að honum yrði tafarlaust lokað eða gerðar rótt- tækar breytingar á starfsháttum hans. Þeir töldu að reksturinn stæð- ist ekki lög og gagnrýndu tómlæti Reykjavíkurborgar við aðfinnslum við hann. Icelandair vonast til þess að á næsta ári verði sætaframboð hjá félaginu um 80% af því sem var fyrir heims- faraldurinn. Samkvæmt neytendakönnun, sem gerð var fyrir Strætó, hafa farþeg- arnir margvíslegar hugmyndir um hvernig bæta mætti þjónustuna og gera almenningsamgöngur betri. Þar voru aukin ferðatíðni, betra leiðakerfi og lægra verð algengust. Borgarlínan var hins vegar aðeins 1,3% efst í huga. Vegagerðin vinnur að því að koma á útvarpssambandi í öllum jarð- göngum á næstu árum. Miðað er við að þar verði endurvarpar fyrir báðar rásir Ríkisútvarpsins og Bylgj- unnar. Ungir ökumenn þurfa að sætta sig við þögnina. Varðskipið Týr lauk síðustu ferð sinni á vegum Landhelgisgæsl- unnar. Axel Kristjánsson hæstarétt- arlögmaður lést 93 ára að aldri. . . . Stjórnarliðar töldu fátt því til fyr- irstöðu að unnt yrði að kynna nýja ríkisstjórn í vikunni, sem nú er að hefjast, en sögðu að það ylti nokkuð á því hversu vel gengi hjá undirbún- ingskjörbréfanefnd að komast að niðurstöðu um framkvæmd kosn- inga í Norðvesturkjördæmi. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að ráðherralið í nýrri ríkisstjórn verði nánast óbreytt er vilji til þess meðal formanna stjórnarflokkanna að hrista ærlega upp í ríkisstjórninni, þar á meðal með stofnun nýrra ráðu- neyta. Auk innviðaráðuneytis er einnig rætt um þekkingarráðuneyti og viðskiptaráðuneyti. Verðbólga hefur meira en látið á sér kræla í kórónukreppunni og viðbúið að hún færist frekar í aukana en hitt. Af vöruflokkum, sem verðlagseftirlit ASÍ athugaði, hefur allt nema bæk- ur hækkað í verði, á bilinu 4-13%. Ísland er meðal fárra Evrópuríkja þar sem vinnustundum fækkaði á öðrum fjórðungi þessa árs. Þrátt fyrir fjárveitingar til nýrra hágæslurýma hefur ekki verið unnt að taka þau í gagnið, þar sem illa hefur gengið að finna sérhæfða hjúkrunarfræðinga. Fyrirætlanir um víðtækari heimildir skattyfirvalda til kyrrsetningar eigna á rannsóknarstigi voru harð- lega gagnrýndar, enda á jaðri þess sem stjórnarskrá leyfir og engin leið til þess að fá þeirri stjórnvalds- ákvörðun hnekkt. Tungudagurinn var haldinn hátíð- legur, en meðal annars sýndi Mjólk- ursamsalan bráðsmellna stuttmynd um skáldið Jónas í nútímasamfélagi. Honum leist miðlungi vel á bratta stiga Háskóla Íslands. Rjúpnaveiði hefur verið misjöfn það sem af er veiðitímabilinu, rjúpan ljónstygg og tíðin rysjótt. Mikið mun því velta á kalkúnaslátrun þessi jól. Hreindýrastofninn er minni nú en undanfarin ár, um 4.230 dýr. Nátt- úrustofa Austurlands leggur því til að leyft verði að veiða um fjórðung þeirra. Landselastofninn er nú í sögulegu lágmarki, aðeins rúm 10 þúsund dýr, sem 69% færri en árið 1980 þegar árlegar stofnáætlanir hófust. Um- hverfisráðherra varð ekki um sel. . . . Fyrstu vetrarveðrin dundu yfir landið með stormum og fallandi hita, en snjókoma víða tíð. Kórónuveirusmit héldu áfram að gera vart við sig, en 215 greindust einn og sama daginn í vikunni og hafa aldrei verið fleiri. Reykjavíkurborg leggur sem kunn- ugt er mikla áherslu á almennings- samgöngur og til þess að undir- strika það voru strætisvagnafargjöld eldri borgara hækkuð um 60%. Þrátt fyrir að velflestir bankar landsins dragi saman seglin í húsa- kosti og starfsmannafjölda (ef gím- ald Landsbankans við Hörpu er undanskilið), þá vex fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands ár frá ári og naga þar 120 manns blýanta, einn eftirlitsmaður með hverjum 20 starfsmönnum viðskiptabankanna. Velmegun í landinu má einnig rekja af því að það sem af er árinu hafa selst fjórar flöskur af koníakinu Lúðvík XIII, en hver kostar hálfa milljón. Það hefur orð á sér að renna jafnljúflega ofan í fólk og upp úr því. Tillaga sjálfstæðismanna um neyð- arathvarf fyrir heimilslausar konur í Reykjavíkurborg náði ekki fram að ganga, heldur var málið sett í nefnd. Arnaldur Indriðason og Vera Ill- ugadóttir fengu verðlaun fyrir ís- lenska tungulipurð. Einar Elíasson, iðnrekandi á Sel- fossi, lést 86 ára að aldri. . . . Seðlabankinn telur fráleitt að fyrir dyrum sé útgreiðsla „hagvaxt- arauka“ samkvæmt kjarasamn- ingum, nú þegar hagvöxtur eykst á ný eftir 6,5% samdrátt landsfram- leiðslu í kórónukreppunni. Forystumenn verkalýðshreyfingar tóku þær ábendingar ákaflega óstinnt upp. Peningastefnunefnd kynnti 50 punkta hækkun stýrivaxta, fjórðu hækkunina síðan í vor, en meg- invextir bankans eru þá í 2%. Merki um aukna verðbólgu eru enn fyrir hendi. Mælingar á athygli umheimsins á eldgosinu á Reykjanesskaga gefa til kynna að auglýsingagildið jafnist á við 50 milljarða króna landkynning- arherferð. Stjórnmál á Akureyri eru í uppnámi vegna banns við lausagöngu katta í bænum, sem mörgum þykir út í kött. Kattavinir hyggja nú á fram- boð í sveitarstjórnarkosningunum til þess að hrinda banninu. Settur forstjóri Landspítalans segir álag á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi birtingarmynd langvinnari og djúpstæðari vanda innan spít- alans. Fregnir bárust af því að grænlensk- ar rjúpur hafi komið til landsins í sí- auknum mæli, en áhyggjur fólks af jólamáltíðinni sefuðust lítt við það. Útvarpsstjóri vill engar skýringar gefa á því af hverju beðið verður með að auglýsa eftir nýjum frétta- stjóra Ríkisútvarpsins þar til ein- hvern tímann eftir að sá gamli lætur af störfum. Á meðan mun einn vænt- anlegra umsækjenda viða að sér starfsreynslu sem staðgengill. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir var kjörinn 3. varaformaður Alþýðu- sambandsins í stað Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fráfarins formanns Efl- ingar. Sólveig Anna beið ekki boð- anna með að fordæma eftirmanninn fyrir að vera endurskoðunarsinni. Vonir jukust við að undirbúnings- kjörbréfanefnd lyki störfum í lok vikunnar, en þá bárust af því fregnir að Svandís Svavarsdóttir teldi kosn- inguna svo spillta að uppkosning yrði að fara fram. Um það hefur hún vafalaust fengið góð ráð Ástráðs Haraldssonar, sem er sérfræðingur í spilltum kosningum. . . . Þingsetning Alþingis var boðuð næsta þriðjudag en fundi verður frestað þegar eftir kosningu kjör- bréfanefndar. Fundir hefjast aftur næstkomandi fimmtudag þegar kos- ið verður um hvort kosningin í Norð- vesturkjördæmi skuli standa eða uppkosning fara fram. Stjórnarflokkarnir héldu áfram að ræða um verkaskiptingu í stjórn- arráðinu og þreifa hver á öðrum um skiptingu ráðuneyta milli flokkanna. Skjálftavirkni við Heklurætur hefur haldið áfram. Ekki verður aðeins kosið í sveit- arstjórnir á næsta ári, því stefnt er að atkvæðagreiðslum um samein- ingar sveitarfélaga á 3-4 svæðum í febrúar. Tökur á áramótaskaupinu eru hafn- ar, sem eru jafnárviss vetrarboði og fjárlagafrumvarpið. Örvandi efni og uppörvandi Þúsundir manna voru boðaðar í Laugardalshöll í vikunni til þess að þiggja þar þriðja bóluefnisskammt sér til uppörvunar nú þegar kórónuveiran og skammdegið taka að grúfast yfir. Af þegunum var þó hvorki að merkja uppörvun né grúv. Morgunblaðið/Eggert 14.11.-19.11. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.