Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Page 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Page 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 Þ að skal ekki bregðast að í hverri viku kemur upp eitthvert mál sem fær okkur til að rífast um eitthvað sem við verðum búin að gleyma í næstu viku. En á þessari einu viku náum við að æsa okkur niður í rass yfir því hvað við höfum rétt fyrir okkur, gjarnan með einbeittum vilja til að misskilja það sem annað fólk segir. (Hér segi ég „við“, en meina samt „aðrir“. Ég myndi aldrei lenda í þessu.) Í þessari viku kom upp stórmerkileg um- ræða um hvenær rétt væri að mæta ekki til vinnu vegna veikinda. Til dæmis hvort andleg veikindi eða vanlíðan væri réttlætanleg ástæða til að hringja sig inn veikan. Jafnvel bara þreyta eða hvort það þurfi að vera raunveruleg læknisvottuð veikindi til þess að sleppa degi úr vinnu. Það er reyndar til hæstaréttardómur í Frakklandi á þá leið að timburmenn séu raun- veruleg veikindi og gefi starfsmanni rétt til að mæta ekki í vinnu. Það er svo sem eftir rauð- vínssullandi Frökkum að líta á það sem al- vöruveikindi, þótt því megi að sjálfsögðu halda fram að maður hafi sjálfur komið sér í þessa stöðu. En það á sennilega við um fleira. Bretar tala um tölvuleikjaveikindi þar sem fólk virðist almennt verra til heilsunnar daginn eftir að spennandi tölvuleikir koma út. Og svo virðist sem flestir veikist í Bandaríkjunum daginn eftir Super Bowl. Ég er alinn upp við það að veikindadagar væru mikilvæg réttindi launþega sem ekki bæri að misnota. Einhvern tímann þegar ég var ungur fannst mér góð hugmynd að sleppa vinnu og reyna frekar að sofa aðeins lengur. Pabbi minn var ekki sammála. Hann var alinn upp í harðri baráttu verka- fólks fyrir réttindum og sagði söguna um það hvað það kostaði að fá veikindi viðurkennd og baráttuna sem fylgdi því að fá laun fyrir veik- indadaga. Í hans huga var þetta nánast heil- agur réttur sem ekki bæri að misnota. Ég drattaðist í vinnuna. Mér verður alltaf hugsað til pabba þegar þessi umræða kemur upp. Ég hef ekki oft ver- ið veikur og þar af leiðandi ekki tekið marga veikindadaga enda finnst mér gaman í vinnunni. Ég lít ekki á að ég sé algjörlega ómissandi en mér finnst óheiðarlegt að mæta ekki til vinnu, sem ég fæ greitt fyrir, hafi ég ekki raunverulega ástæðu til. Mér finnst það líka ósanngjarnt gagnvart samstarfsfólki sem þarf þá að leggja meira á sig. Ég hef unnið með fullkomlega hraustu fólki sem hefur fundist fullkomlega eðlilegt að taka sér frí tvo daga í mánuði af því að það væri réttur þess. Bara svona til að eiga notalegan dag til að dunda sér í bílskúrnum eða slaka á. Það var meira að segja til sérstakt nafn yfir þessa hegðun – að taka dagana. Ég hef unnið með fólki sem allir vissu að myndi sleppa tveimur mánudögum í mánuði en mætti svo eld- hresst daginn eftir. Ég hef líka unnið með mönnum sem hafa mætt alla daga, algjörlega óháð andlegu og líkamlegu ástandi. Stoltir tilkynnt að allir venjulegir menn væru dauðir en hingað væru þeir komnir til að halda öllu gangandi. Það segir sig sjálft að þarna er einhver milli- vegur. Ég held að við ættum að geta fallist á þau mörk að ef fólk treystir sér ekki í vinnu þá geti það skilgreint sig sem veikt. Ef það lítur svo á að það verði ekki að gagni vegna þess hvernig því líður þá gildi það sama. Við megum ekki gleyma því að það er ekki bara hitamælir og hósti sem ræður því hvort við erum í raun veik. Veikindi geta verið alls konar, jafnt líkamleg sem andleg. Fólk verður að gera það upp við sig sjálft hvenær það er í raun tilbúið til að mæta til vinnu. En ef ný sería á Netflix dugir þér til að kom- ast að þeirri niðurstöðu að vinnustaðurinn komist af án þín – þá er sennilega komið að því að leita sér að öðru starfi. ’ Ég hef líka unnið með mönn- um sem hafa mætt alla daga, algjörlega óháð andlegu og lík- amlegu ástandi. Stoltir tilkynnt að allir venjulegir menn væru dauðir en hingað væru þeir komnir til að halda öllu gangandi. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Að taka dagana E inhverjum kann að finnast spurningin byggð á rang- hugsun. Kerfi verði ekki til af sjálfsdáðum. Kerfi og stýrimódel séu mannanna verk. Þess vegna séu það alltaf á endanum menn sem stjórni. Nokkuð er til í þessu nema hvað stýrimódelin geta hæglega tekið völdin, náð yfirhöndinni. Og það sem meira er, ekki er það alltaf harmað. Það er erfitt að reka heilbrigðis- þjónustu í öllum sínum margbreyti- leika. Og fyrir fjárveitingarvald get- ur það reynst hinn mesti höfuð- verkur að veita rekstrarfjármagn inn í þjónustukerfi sem tekur stöðugum breytingum og þarf að sinna breyti- legum þörfum. Þetta er að sjálfsögðu hægt en kallar á allt önnur vinnu- brögð við fjárveit- ingar en sú þjónusta gerir sem býr við stöðugt umhverfi. En út úr þessum vanda má hæglega stíga með því að gera ráðstöfun opin- berra fjármuna sjálfvirka. Milton heitinn Friedman frjálshyggjugúrú frá Chicago vildi módel sem byggðist á því að peningar eltu nemandann eða sjúklinginn. Valfrelsi þeirra væru lífsgæði í sjálfu sér og veit- endur þjónustunnar myndu sinna sínum verkum betur ef þeir þyrftu að berjast um þessa mögulegu við- skiptavini sína. Vandinn er hins vegar sá að sam- félag sem vill skipuleggja skóla- starfið eða heilbrigðisþjónustuna á jafnræðisgrundvelli fyrir alla og þannig að hver króna nýtist á sem skilvirkastan hátt fengi fyrir bragðið rýrari tæki til slíks, einfaldlega vegna þess að stýritæki markaðarins hefðu nú tekið völdin. Þar væru það arðsemismarkmið sem réðu för. Millileiðir hafa verið farnar og hafa ný-kratar á Norðurlöndunum verið iðnir við að finna slíkar leiðir. Það sem þeir eiga sammerkt með skoðanasystkinum Friedmans úr frjálshyggjunni er að vilja skipu- leggja velferðarþjónustu á svipuðum forsendum og um markaðskerfi væri að ræða, sundurgreina alla starfsemi niður í smáar rekstrareiningar og gera þeim síðan að reka sig á „sjálf- bærum“ arðsemisforsendum. Frjálshyggjuveitan McKinsey sem Viðskiptaráð kynnti fyrir Íslend- ingum í kjölfar efnahagshrunsins hefur verið fengin til að gaumgæfa heilbrigðiskerfið sem og ýmis önnur kerfi allar götur frá hruni og jafnan komist að þeirri niðurstöðu að arð- semin verði að komast ofarlega á blað. Stjórnendur Landspítalans hafa lengi verið ginnkeyptir fyrir hug- myndum af þessu tagi og eru nú um áramótin að stíga stórt skref inn í af- kastatengt kerfi í svipuðum dúr og Svíar hafa tekið upp. Vandinn hefur hins vegar reynst vera sá í Svíþjóð að þegar reiknimódel byggð á arðsemis- og bókhaldshugsun hafa tekið yfir hefur þjónustan leitað inn í farvegi sem gefa viðkomandi stofnun mest í aðra hönd. Tilhneigingin hefur þá orðið sú að þau verk eru unnin sem borga sig, en önnur látin sitja á hak- anum þótt þau séu ekki síður aðkall- andi. Markaðslögmálin geta þannig tekið völdin innan veggja hins op- inbera eins og gerist í einkarekstri. Þetta hefur verið gagnrýnt í Svíþjóð. Augljóst er af um- ræðunni hér á landi að stefnt er að því að taka upp svipað fjár- veitingarkerfi hér og það sem meira er að í framtíðinni verði sams konar stýri- tækjum beitt á allt heilbrigðiskerfið, óháð rekstrarformi. Það er ég ekki viss um að sé gott ráð því hætt er við að eitt skref leiði þá af öðru í átt til einkavæðingar alls kerfisins. Þetta er mikilvægt að hafa á bak við eyrað þegar af góðum huga er ráðist í breytingar á fjármögnun heilbrigð- iskerfisins. Vandi heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er mikill. Langvarandi fjár- svelti er farið að segja alvarlega til sín. En á móti kemur að þjóðin stendur saman um að vilja greiða úr þessum vanda. Á því leikur enginn vafi. Þegar upp er staðið koma reiknimódel ekki til með að leysa vandann. Það gerir bara fólk. Og nú beinir þjóðin sjónum að tveimur að- ilum, verkstjórnendum í heilbrigðis- kerfinu og fjárveitingarvaldinu á Al- þingi. Þessir aðilar þurfa að vinna saman að fjárlagagerð sem hvorki hefst né lýkur við hefðbundna af- greiðslu fjárlaga heldur þarf hún að vera í endurskoðun alla daga ársins. Slíkt stýrimódel tekur aldrei völdin af þeim sem bjóðast til að taka að sér þessi verk. En slíkt kerfi firrir þá heldur aldrei ábyrgð. Þeir geta aldrei hlaupist undan vandanum í skjóli „kerfisins“. Það yrði þá vandinn. Hvort eiga kerfi eða menn að stjórna? ’ Vandi heilbrigðis- þjónustunnar á Íslandi er mikill. Langvarandi fjár- svelti er farið að segja alvarlega til sín. En á móti kemur að þjóðin stendur saman um að vilja greiða úr þessum vanda. Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is fastus.is MIYABI FRÁ ZWILLING VANDAÐIR JAPANSKIR HNÍFAR Fullkomin blanda af japönsku handverki og þýskum áreiðanleika. FERÐAÞJÓNUSTU- FYRIRTÆKI Óska eftir að kaupa hvers konar fyrirtæki í ferðaþjónustu. Einnig kemur til greina að kaupa góða heimasíðu/sölusíðu. Vinsamlegast hafið samband 861 2319 eða 821 4331.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.