Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Side 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.11. 2021 R ósa segir að áhugi sinn á kalda stríðinu og þeim menningar- átökum sem stórveldin háðu hafi kviknað í BA-námi sínu í sagn- fræði, en þar ritaði hún lokarit- gerð sína um menningarstríð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á Íslandi. „Ég var í raun og veru sú fyrsta sem skrifaði um MÍR, Menn- ingartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, og um starf Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- anna á Íslandi. Þá notaði ég gögn MÍR sem voru á Landsbókasafninu, en ég vissi ekki þá, að þau voru hluti af safni Kristins E. Andrés- sonar.“ Hún segir að gögnin hafi kveikt áhuga hjá henni að kynna sér Sovétríkin nánar, þar sem ekki hafði verið mikið fjallað um þau í íslenskri sagnaritun. „Á þessum tíma var komin skýrari mynd af tengslum Íslands og Bandaríkjanna í kalda stríðinu, en það var ekki búið að skrifa mikið um tengsl Íslands og Sovétríkjanna,“ segir Rósa. Hún hélt því til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Chapel Hill í Norður-Karólínu, í doktorsnám, en í háskólanum þar er mjög góð deild í Rússlandssögu. Rósa segir að þarna hafi gefist tækifæri til að læra nýja hluti og stunda spennandi rann- sóknir, en hún skoðaði áróðursvél Sovétmanna eins og hún birtist í sovéskum skjölum í dokt- orsritgerðinni. Að doktorsnámi loknu kviknaði sú hugmynd hjá henni að skoða nánar tengsl Íslands og Sovétríkjanna. „Ég vildi ekki blanda Íslandi inn í doktorsnámið, því ég vildi geta nýtt mér sérþekkingu þeirra sem ég var í samstarfi við úti,“ segir Rósa. „Það var því ekki fyrr en ég var komin úr doktorsnáminu árið 2006 að ég ákvað að skoða menningartengsl Íslands og Sovétríkjanna, og þá lá beinast við að fara að skoða MÍR aftur.“ Rósa segir að hún hefði í raun aldrei heyrt minnst á Þóru fyrr en hún fór að sökkva sér í gögnin á Landsbókasafninu. „Þegar ég kem aftur á safnið og fer að skoða MÍR-gögnin, þá sé ég að búið er að flokka þau betur, og að þau eru hluti af mjög stóru einkaskjalasafni þeirra hjóna. Ég sá því strax tækifærið til að skoða þessi menningartengsl út frá þeirra heim- ildum,“ segir Rósa. Á meðal þeirra gagna sem þar leyndust voru dagbækur Þóru, en Rósa bendir á að hún sé ekki fyrsti fræðimaðurinn sem hafi nýtt sér þær sem heimild. „En þarna sá ég tækifæri til að sýna hvers vegna fólk varð svona hrifið af kommúnisma, og hvernig það viðhélt þeirri hrifningu.“ Bækur og tímarit beittustu vopnin Rósa segir aðspurð að heimildasafn Þóru og Kristins hafi ekki ráðið efnistökum hennar eða stýrt frásögninni. Hún hafi lagt áherslu á að rekja stóru þræðina í þessari átakasögu kapít- alismans og kommúnismans, eins og hún birt- ist í gegnum samskipti þeirra hjóna við Moskvuvaldið. „Ég lét þekkingu mína á Sov- étríkjunum stýra frásögninni. Ég vildi nota þær rannsóknir sem ég hafði unnið og þá þekkingu sem ég hafði, og lagði því mikla áherslu á að þetta væri alþjóðleg saga, um þessi hjón á Íslandi, sem eru í endalaust mikl- um samskiptum við Sovétríkin, því að ég þekkti hina hliðina, áróðursvélina eins og hún virkaði í Moskvu.“ Rósa segir einnig að hún hafi lagt áherslu á að sýna hjónin eins og þau birtust í heimild- unum, um leið og hún setti sögu þeirra í al- þjóðlegt samhengi: „Ég treysti lesandanum til að lesa bókina og mynda sér sína eigin skoðun á Kristni og Þóru.“ Rósa segir að eitt af því sem hafi komið sér á óvart þegar hún fór að kafa í heimildirnar hafi verið hversu mikið hafi verið af bréfum til Kristins, og Þóru í minna mæli, hvaðanæva af landinu, vegna þess hlutverks sem hann gegndi sem formaður Sovétvinafélagsins á fjórða áratugnum, og síðar sem forsvarsmaður Máls og menningar, MÍR og fleiri fé- lagasamtaka. „Þetta eru oft svo áhugaverðar raddir. Það sést til dæmis vel hversu mikilvæg útgáfuritin voru úti á landi, á stöðum sem voru kannski ekki í miklum tengslum við höf- uðborgina eða hvað þá Moskvu, en fengu þarna lesefni og skrifuðu Kristni til baka. Þannig birtist mynd af því hve víðtækt menn- ingarstarfið var og hvaða áhrif það hafði.“ Rósa segir að hún leggi áherslu á það í bók- inni hvernig menningarstarf kommúnista hafi verið notað til þess að koma boðskap um hug- myndafræðina á framfæri. „Beittustu vopn sósíalista voru bækur og útgáfurit. Það hefur mikið verið rætt um vopnaæfingar og hug- myndir um vopnaða byltingu, en ég sá þess engin merki, heldur einblíni frekar á það hvað þessi útgáfurit voru mikilvæg vopn.“ Þekking Rósu á hinu „kalda menningar- stríði“, sem svo hefur verið nefnt, nýttist henni þar mjög vel. „Þess vegna tala ég um „vopn- aðan frið“ í bókinni, og vopnin þar eru útgáfu- rit, bækur, dagblöð og tímarit, en einnig sendi- nefndaskipti og listviðburðir. Allt eru þetta þessi „mjúku vopn“, sem skipta gríðarlega miklu máli í þessu samhengi.“ -Kristinn og Þóra hafa þá mögulega verið helstu „vopnasalarnir“ í því menningarstríði? „Já, og það vakti sérstakan áhuga minn á þeim þegar ég áttaði mig á því hvar þau stóðu í menningarstríðinu á Íslandi, þau voru þar framlínuverðir. Ísland er sérstaklega áhuga- vert í þessu kalda menningarstríði, því að hér kepptu stórveldin um almenningsálitið fyrir allra augum. Kristinn var þar þaulreyndur allt frá á fjórða áratugnum sem formaður Sovétv- inafélagsins og einn helsti forsvarsmaður Fé- lags byltingasinnaðra rithöfunda, og allt frá því að þau gengu í hjónaband árið 1934 var Þóra þar algjörlega við hlið hans,“ segir Rósa. Stalín sá þriðji í hjónabandinu Eitt af því sem skín í gegn við lestur bókar- innar er hin einlæga aðdáun Kristins og Þóru á Jósef Stalín. Rósa segir að hægt sé að segja að Stalín hafi verið þriðji maðurinn í hjóna- bandinu, og ekkert hafi haggað þeim hjónum í staðfastri trú sinni á Sovétleiðtogann. „Krist- inn fer í fyrsta sinn til Sovétríkjanna árið 1934, og myndar sér þar skoðun á Stalín og upp- byggingu sósíalismans í Ráðstjórnarríkjunum, sem hann víkur svo aldrei frá,“ segir Rósa. „Hann segir það hreint út aftur og aftur að þær fórnir og þeir glæpir sem framdir voru í Sovétríkjunum hafi verið nauðsynlegur hluti af uppbyggingu kommúnismans í Sovétríkj- unum, og þar af leiðandi framgangi hans í heiminum.“ Rósa nefnir sem dæmi að leyniræða Krústsjoffs árið 1956 þar sem hann fordæmdi glæpi og ógnarstjórn Stalíns, hefði ekki hagg- að trú þeirra Kristins og Þóru á Stalín, og ekki heldur innrásin í Ungverjaland síðar sama ár. „Og þegar þau fóru saman til Kína árið 1959 fékk Kristinn sömu uppljómun og hann hafði fengið í Sovétríkjunum árið 1934, jafnvel þó að Skúli Magnússon, sem þar var í námi hefði sagt þeim báðum frá hungursneyðinni sem þar ríkti í kjölfar efnahagsáætlunarinnar sem kennd var við „stóra stökkið“ og leitt til þess að milljónir manna létu lífið.“ Rósa nefnir einnig að þau hjón hafi haldið sínu striki eftir vorið í Prag árið 1968 og innrás Sovétmanna til að kveða það niður, en sá at- burður hafði mikil áhrif á þróun vinstrihreyf- ingarinnar hér á landi og vakti upp mikla and- stöðu meðal róttæklinga gagnvart Sovét- ríkjunum. En Kristinn sat þá eftir, gallharður Stalínisti sem fyrr. Rósa nefnir að á þessum árum hafi Sovét- menn sett á blað áhyggjur sínar af Kristni. „Ég er með nokkur skjöl frá Moskvu sem sýna að Sovétmenn áttu í vandræðum með hvað Kristinn var mikill Stalínisti, því að hann var orðinn kaþólskari en páfinn og fylgdi ekki þeirri línu sem þeir höfðu á þeim tíma gagn- vart Stalín.“ Á sama tíma og Sovétríkin færð- ust frá því að vera alræðisríki og í átt að nokk- urs konar valdboðsstefnu sat Kristinn fastur við sinn keip. „Og Sovétmenn segja það í skjöl- unum að hann segi fullum fetum að það muni sannast þegar fram líði stundir að Stalín hefði haft rétt fyrir sér. Hann tók ekkert mark á gagnrýni á Stalín, ekki einu sinni þegar hún kom frá Sovétmönnum sjálfum!“ segir Rósa. Hún bætir við að Þóru hafi dreymt Stalín, Lenín og alla þessa helstu ráðamenn með reglulegu millibili og skrifað um þá í dag- bækur sínar. „Ég þurfti aldrei að fletta langt í dagbókunum þar til ég rakst á Stalín.“ -En var Þóra þá að einhverju leyti að fegra sína sögu eða ritskoða sig í dagbókunum? „Ég hafði það ekki endilega á tilfinningunni að hún væri að ritskoða sig, en hún sagði það hreint út á ævikvöldinu að hún teldi nauðsyn- legt að varðveita þeirra sjónarmið, svo að þau væru til sem vitnisburður um sigur sósíalism- ans í framtíðinni,“ segir Rósa. Hún bendir á að síðustu æviár þeirra hafi bæði Kristinn og Þóra flokkað og grisjað safn- ið sitt. Sagnfræðingar þekkja það vel að nálg- ast verður einkaskjalasöfn með það fyrir aug- um að búið sé að fjarlægja gögn áður en þau koma til varðveislu. Þetta er ekki eins og opin- ber skjöl þar sem er varðveisluskylda. Rósa bætir við að sér hafi þótt áhugavert hversu mikil áhrif uppgjör Halldórs Laxness við Sovétríkin hafði haft á þau, án þess þó að það hafi hallað á vináttu þeirra. „Þau héldu áfram að vera vinahjón Halldórs og Auðar, þótt þau vissu að Halldór væri genginn af trúnni.“ Rósa segir þetta ekki síður áhugavert í ljósi þess að hefði Stalín verið þriðji mað- urinn í hjónabandinu, þá hefði alveg mátt nefna Halldór þann fjórða. „Þeir Kristinn eru nánast jafnaldrar, og Kristinn vex í því sem menntamaður að spegla sig við Halldór og sjá hann verða að stórstjörnu. Þóra átti líka í sínu persónulega vinasambandi við Halldór sem sveiflast fram og til baka. En þegar Skáldatími kom út árið 1963, voru þau sokkin svo djúpt [í trú sinni á sósíalismann], að það var ekkert sem fékk þau til að hvika frá sannfæringu sinni.“ Lagði áherslu á alþjóðahyggjuna Ein sérstaða íslenskra sósíalista eftir stríð var hvernig þeir tóku upp íslenska þjóðernis- hyggju eftir lýðveldisstofnunina, á sama tíma og þeir aðhylltust hugmyndafræði sem boðaði alþjóðahyggju. Rósa segir að hjá Kristni hafi þjóðernishyggja hans birst einna helst í andúð hans á Bandaríkjunum, og það hversu spillt bandarísk menning hafi verið frá hans sjónar- hóli. Í bókinni er fjallað nokkuð um baráttu Kristins gegn Keflavíkursamningnum við Bandaríkjamenn árið 1946, en hann sat þá á þingi ásamt því að vera ritstjóri Þjóðviljans. „Kristinn varð fyrir áfalli þegar Keflavíkur- samningurinn var gerður og jafnaði sig aldrei. Hann hætti í stjórnmálum og fór ekki aftur á þing sem aðalþingmaður.“ Rósa segir að samningurinn hafi gengið al- gjörlega gegn hugmyndum Kristins um það hver staða Íslands gagnvart stórveldunum ætti að vera. „Hann gat ekki sætt sig við þessa niðurstöðu, og það endaði nánast með því að hann flúði land og þau hjónin ákváðu að dvelj- ast veturlangt í Kaupmannahöfn,“ segir Rósa. Afstaða Kristins til Keflavíkursamningsins sýnir ídealisma Kristins vel, en Kristinn taldi málið varða stjórnarslitum. Hins vegar töldu leiðtogar Sósíalistaflokksins, þeir Einar Ol- geirsson og Brynjólfur Bjarnason, að frekar ætti að halda áfram samstarfi Sósíalista- flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðu- Engin helgisaga Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sendi á dögunum frá sér bókina Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir, þar sem lífshlaup Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfús- dóttur konu hans er sett í samhengi við menningarstarf sósíalista allt frá fjórða áratugnum og „menningarstríðið“ sem geisaði milli stórveldanna á tímum kalda stríðsins. Rósa ræðir við SunnudagsMoggann um bók sína og hlutverk Kristins og Þóru í framlínu menningarstríðsins, auk þess sem hún talar um nýlegar frásagnir þolenda af meintum kynferðisbrotum Kristins. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að bók sín um hjónin Kristin E. Andrésson og Þóru Vigfúsdóttur sé ekki helgisaga um þau.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.