Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 11
flokkinn í nýsköpunarstjórninni til að tryggja að flokkurinn hefði áfram ítök í innanlands- málum. Rósa segir að hún hafi í verki sínu lagt áherslu á alþjóðahyggjuna, því að þrátt fyrir þjóðernishyggju íslenskra sósíalista var starf þeirra unnið sem hluti af alþjóðlegri hreyf- ingu. „Í þessari umfjöllun um menningarstarfið kemur alþjóðahyggjan kannski sterkast fram í byggingu Vegamóta, hússins við Laugaveg 18. Það hefur verið mikið rætt um Rúbluna, að þarna hafi verið Rússagull. Mér fannst svo áhugavert í heimildunum að Kristinn leit á það sem sjálfsagðan hlut að Sovétmenn væru að borga fyrir þetta. Hann var ekki bara að gera þetta fyrir íslenska sósíalista eða íslenskt bók- menntalíf, hann vildi að húsið að Laugavegi 18 yrði upplýsingastofa Sovétríkjanna og sá fyrir sér að það myndi gegna mikilvægu hlutverki í áróðursstríðinu við Bandaríkjamenn, sem voru með aðstöðu aðeins ofar á Laugaveginum.“ Rósa segir að Sovétmenn hafi verið forviða á því að Kristinn hafi byrjað á þessu verki án þess að eiga krónu fyrir því. „Þeir skildu ekki, hvernig honum skyldi hafa dottið þetta í hug? Sovétmenn báðu hann ekki um að reisa húsið. Ég sá að einn sendiherra Sovétríkjanna á sjötta áratugnum tók undir hugmyndir Krist- ins um að opna hér upplýsingastofu Sovétríkj- anna en það náði ekkert lengra. Kristinn sá þarna tækifæri og vildi byggja þetta hús til höfuðs Upplýsingaþjónustu Bandaríkja- manna.“ Kvennastarf í karllægum flokki Annað sem vekur athygli við lestur bókarinnar er jafnréttishugsjón Þóru, sem hún setur í beint samhengi við sósíalismann. Rósa segir, spurð um þennan þátt, að það sé mjög athygl- isvert hvernig Þóra og aðrar konur í Sósíal- istaflokknum hafi unnið við hliðina á karl- mönnunum. „Þetta er geysilega karllægur flokkur og konurnar þurftu til dæmis að berj- ast sérstaklega fyrir því að fá að stofna Menn- ingar- og friðarsamtök íslenskra kvenna. Þær Þórunn Magnúsdóttir og Þóra hótuðu því að stofna samtökin hvort sem þær fengju leyfi til þess eða ekki,“ segir Rósa, „þær voru í raun háðar því að fá samþykki karlanna til að stofna kvennasamtök.“ Þóra virðist þó hafa verið sátt við sína stöðu. „Þóra og Kristinn tala mikið um jafnréttis- hugsjón kommúnismans en samt var Þóra all- an daginn að hella upp á kaffi, taka til og þrífa eða pakka niður fyrir Kristin þegar hann var á ferð og flugi. Hún var í þessu hefðbundna umönnunarhlutverki á heimilinu. Og hún vann ótrúlega mikla vinnu bæði fyrir Mál og menn- ingu og önnur félög Kristins sem hún fékk ekki heiðurinn af,“ segir Rósa og bætir við að þær kynslóðir róttækra kvenna sem komu á eftir Þóru voru mjög gagnrýnar á þessa hefð- bundnu hlutverkaskipan kynjanna. Rósa tekur fram að Þóra hafi þó sjálf haft róttækar skoð- anir á jafnréttismálum og skrif hennar á Kvennasíðu Þjóðviljans eru til vitnis um þau viðhorf hennar, og að á efri árum hafi hún fylgst með Rauðsokkuhreyfingunni stíga fram og hrifist af róttækni hennar. Rósa segir einnig athyglisvert þegar horft sé til jafnréttishugsjóna sósíalismans hvað bæði Þóra og Kristinn hafi gengist upp í því að tilheyra mennta- og menningarelítu landsins. „Þau lifðu eins og kóngar þegar þau sóttu til Sovétríkjanna, þeim mætti rauður dregill hvert sem þau fóru. Þau fengu túlka og far- arstjóra, lækna og dvöldust oft á heilsuhæli. Þau lifðu því í raun forréttindalífi eystra sem var ólíkt baslinu heima við,“ segir Rósa. Hún vísar í þessu samhengi til hugtaks sem Lenín bjó til í kringum valdatöku bolsévika í Rússlandi 1917, þar sem hann bjó til „fram- varðarsveit flokksins,“ sem svo má kalla. „Þar með sagði Lenín: Við ætlum að taka völdin, en ekki deila þeim með alþýðufólki. Ég nota þetta hugtak líka um þau hjónin. Kristinn og Þóra tóku að sér hlutverk uppalenda, þau sáu um fræðslu og uppfræðslu verkalýðsins en deildu ekki kjörum með alþýðunni.“ Áhrifin sjást í andstöðunni Rósa segir að áhrif Kristins á íslenskt menn- ingarlíf megi ekki síst sjá í því að tvö íslensk menningarfyrirtæki voru stofnuð sérstaklega til höfuðs Máli og menningu. „Hann lenti í miklum átökum við Jónas frá Hriflu á fjórða áratugnum og í stríðinu, þannig að Menning- arsjóður tók upp svipað fyrirkomulag og Mál og menning, með áskriftir og bókaklúbba, og svo var Almenna bókafélagið stofnað honum til höfuðs um miðjan sjötta áratuginn.“ Rósa segir athyglisvert að hafa í huga hvaða áhrifamenn voru að baki Almenna bókafélag- inu og hvernig því var algjörlega stillt upp á móti Máli og menningu. „Áhrif Kristins á þessa strúktúra sem við þekkjum í íslensku menningarlífi og útgáfu lýsa sér í því hvernig menn sem voru ósammála honum og komm- únistum komu sínum fyrirtækjum á koppinn, og stofnuðu þau til höfuðs honum.“ Rósa segir að eftir miðjan sjötta áratuginn sé varla hægt að tala lengur um Kristin sem mikinn áhrifavald. Menningarstríðið hafði þá náð hámarki sínu, en eftir það sökkti Kristinn sér í framkvæmdirnar á Laugavegi 18. „Hann missti því sjónar á heildarmyndinni, var ekki með augun á boltanum lengur hvaða bækur eru mest spennandi eða hvað væri gaman að gefa út.“ Rósa segir það ekki hjálpa til, að eftir því sem tíminn leið og Kristinn hvikaði ekki frá trú sinni á Stalín, var farið að líta á hann sem „íhaldskomma“. „Hann var mikilvægur, en það var erfitt fyrir yngri kynslóðina og aðra að eiga við hann út af þessum íhaldskommúnista- skoðunum. Hann eyddi til dæmis síðustu kröftum sínum í útgáfubransanum í að koma út þýðingu á verkum Marx og Leníns á vegum Máls og menningar. Með því lauk hann verki sem hann hafði lofað Sovétmönnum að gera.“ Styður þolendur Kristins algjörlega Ímynd þeirra hjóna beið mikinn hnekki fyrr í mánuðinum þegar Guðný Bjarnadóttir læknir steig fram með aðsendri grein í Morgun- blaðinu og sakaði Kristin um að hafa misnotað hana kynferðislega í tvígang þegar hún var níu ára gömul. Þá lýsti Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir í aðsendri grein á fimmtudaginn hvernig Kristinn hefði leitað á hana þegar hún var einungis sex ára gömul. Rósa frétti fyrst af ásökunum Guðnýjar árið 2011, en í febrúar það ár flutti hún erindið „Þóra og Kristinn: ævisaga – hjónasaga – kyn- slóðasaga – kynjasaga?“ á hádegisfundi Sagn- fræðingafélagsins. Í kjölfarið fékk Rósa þau skilaboð að Guðný vildi ná tali af henni. „Hún hringdi í mig og sagði þar í stuttu máli frá þessu fyrsta atviki sem hún nefndi í grein- inni.“ Rósa segir að hún hafi í kjölfarið lesið allar heimildir um Þóru og Kristin sem hún hafði aðgang að með þá frásögn í huga. „Þessi frásögn hafði gríðarlega mikil áhrif á mig. Guðný sagði líka við mig að móðir hennar væri enn á lífi og að hún mætti ekki frétta af þessu,“ segir Rósa. „Svo þegar Guðný var tilbúin til að stíga fram, sem er um það leyti sem bókin er að fara í prentun, þá hvatti ég hana til að segja sína sögu. Þolandinn verður að hafa forræði yfir sinni frásögn, hún verður að vera á forsendum þolandans. Mér finnst þetta svo kjarkmikil frásögn og mér þykir líka gott hjá íslenskum fjölmiðlum að þeir gefi henni og öðrum konum pláss til þess að segja frá þessum ofbeldisatvikum sem þær hafa lent í.“ Rósa segir að með frásögnum Guðnýjar og Margrétar Rósu sé myndin af þeim hjónum fyllri og hægt að lesa bókina með það í huga. „Og út af þessu máli þá hafði ég það að leið- arljósi og skrifaði sérstaklega í lokaorð bók- arinnar að skriflegar heimildir bæði fegra og fela raunveruleikann og að aldrei er hægt að komast til botns í sálarlífi annarra. Ég tók einnig fram að þó að bókin byggist á æviskeiði og lífshlaupi einstaklinga út frá skriflegum heimildum þá séu alltaf ótal uppákomur og at- vik í lífi fólks sem aldrei eru skráð á blað og ekki er talað um. Ég vildi að það kæmi skýrt fram að sú mynd sem dregin er upp af þeim hjónum í bókinni er alls ekki heildstæð eða einhver endanleg mynd.“ Rósa segist styðja fullkomlega að þolendur Kristins stígi fram og lýsi upplifun sinni. „Það þarf að stinga á svona kýlum, og ég held líka að sagnfræðingasamfélagið þurfi að ræða þetta, hvað gerum við þegar gerendurnir eru sögulegir, þegar þeir eru látnir?“ Rósa segir að eitt af því sem hafi komið vel í ljós í MeToo-byltingunni, sem mál Kristins sýni einnig, sé að gerendur eru alls konar. „Þetta eru ekki bara einhver skrímsli í húsa- sundum, heldur fólk af öllum stéttum og stig- um og stjórnmálaskoðunum.“ Talið berst að því hvaða áhrif frásagnir þol- enda muni hafa á ímynd Kristins. Rósa bendir á að Kristinn hafi fyrir löngu verið fallinn af stalli sínum hjá sinni kynslóð, og að aldrei hafi vakað fyrir sér að reyna að hefja hann upp á þann stall á ný. „Þessi bók var aldrei skrifuð til þess að hefja hann upp eða þau hjónin á nokk- urn hátt. Hún er skrifuð til þess að skilja hvernig fólk gekk kommúnisma á hönd á ár- unum milli stríða og hélt áfram að vera komm- únistar, sama á hverju gekk. Í bókinni eru líka margar nýjar upplýsingar um rekstur menn- ingarfyrirtækja íslenskra sósíalista og sam- skiptin við Sovétríkin og önnur austantjalds- ríki sem ég vona að opni fyrir lesendum nýja sýn á þróun og skipulag menningarlífsins á Ís- landi á tuttugustu öld,“ segir Rósa að lokum um bókina. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 21.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.