Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.11.2021, Síða 29
með regluna besta hugmyndin vinn-
ur. Ef einhver hefði komið með ein-
hverja hugmynd sem toppaði Hell-
raiser IV þá mátti það alveg gerast,
en það er bara hægara sagt en gert
að toppa nafnið Hellraiser IV á
plötu.“
Dauðarokk og ABBA
Sölvi segir það vera erfitt að lýsa tón-
list þeirra félaga í Skröttum. „Við för-
um í alls konar áttir. Ég bjó til eitt-
hvert svar fyrir löngu, sem var að við
værum „sígaretturokkhljómsveit
með elektrónísku ívafi“ en ég er eig-
inlega kominn á þá skoðun núna að
kalla þetta frekar sígarettupopp. Það
er miklu skemmtilegra að vera
hættulegasta popphljómsveit lands-
ins en rokkhljómsveit, rokk er svo
mikið væl og við vælum svo lítið.“
Innblásturinn kemur héðan og
þaðan. „Ég held að það komi rosalega
vel fram í tónlistinni okkar og það er
ástæðan fyrir því að það er svo erfitt
að setja okkur í einhvern ákveðinn
ramma tónlistarlega séð því við sækj-
um innblástur frá svo mörgum stöð-
um. Við dýrkum bara gott „shit“. Ég
hlusta á klassíska tónlist, dauðarokk,
hipphopp og ABBA. Ég elska ABBA,
það er eiginlega merkilegt hvað ég
hlusta mikið á ABBA. Við getum sótt
innblástur á öllum þessum stöðum og
erum ekki að reyna að passa inn í ein-
hvern ramma. Við vitum ekki sjálfir í
hvaða átt þetta fer. Besta hugmyndin
vinnur og „good shit“ er „good shit“.“
Platan er gefin út hjá útgáfunni
bbbbbb recors sem er í eigu techno-
listamannsins Bjarka og var það í
fyrsta skipti sem hann gefur út eitt-
hvað annað en teknótónlist. „Plötu-
umslagið hanna vinur okkar Gúndi og
grafíski hönnuðurinn Viktor Weiss-
happel, æskuvinur Gulla og Kára,
sem hefur fylgt okkur frá upphafi og
hannað allt fyrir okkur.“
Ljósmynd/Brynjar Snær
21.11. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
HITTAST Á NÝ Leikarar úr mynd-
unum um galdradrenginn Harry
Potter munu koma saman í sérstök-
um þætti á streymisveitunni HBO
Max í tilefni af því að 20 ár eru frá
því fyrsta myndin, Harry Potter og
viskusteinninn, var frumsýnd. Meðal
gesta verða Daniel Radcliffe (Harry
Potter), Emma Watson (Hermione
Granger), Rupert Grint (Ron Weas-
ley), Helena Bonham Carter (Bellat-
rix Lestrange) og Tom Felton
(Draco Malfoy). Höfundur bókanna,
J.K. Rowling mun þó ekki mæta.
Stjörnur úr Harry Potter hittast
Harry Potter
Murray Close
BÓKSALA 10.-16. NÓV.
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1 Lok, lok og læs
Yrsa Sigurðardóttir
2 Sigurverkið
Arnaldur Indriðason
3 Jól á eyjahótelinu
Jenny Colgan
4 Úti
Ragnar Jónasson
5 Lára bakar
Birgitta Haukdal
6 Lára lærir á hljóðfæri
Birgitta Haukdal
7 Sextíu kíló af kjaftshöggum
Hallgrímur Helgason
8 Konan hans Sverris
Valgerður Ólafsdóttir
9
Heima hjá lækninum
í eldhúsinu
Ragnar Freyr Ingvarsson
10
Rauð viðvörun –
jólin eru á leiðinni
Sigrún Eldjárn
1 Lára bakar
Birgitta Haukdal
2 Lára lærir á hljóðfæri
Birgitta Haukdal
3
Rauð viðvörun –
jólin eru á leiðinni
Sigrún Eldjárn
4
Fagurt galaði fuglinn sá
Helgi Jónsson/Anna Margrét
Marinósdóttir
5 Þín eigin ráðgáta
Ævar Þór Benediktsson
6
Saman í liði –
Lóa og Börkur
Kjartan Atli Kjartansson
7 Ísadóra Nótt fer í útilegu
Harriet Muncaster
8
Reykjavík barnanna
Margrét Tryggvadóttir/
Linda Ólafsdóttir
9 Kynjadýr í Buckinghamhöll
David Walliams
10 Svarta kisa fer til dýralæknis
Nick Bruel
Allar bækur
Barnabækur
„Ég hélt ræðu við útför móður
minnar. Mér fórst það ágætlega úr
hendi – miðað við hvað ég var full-
ur.“
Sá sem hér segir frá er rithöf-
undurinn Stephen King, í bókinni
On Writing. Eins og
nafnið gefur til
kynna fjallar hún
um skriftir. Seinna í
bókinni nefnir hann
að sú regla sé stund-
um kennd, að aðal-
atriði setningar eigi
ávallt að koma í lokin. Sjálfum
finnist honum það þó ekki algilt.
Mér varð þá hugsað til þessarar
setningar hans framar í bókinni og
fannst hún einmitt frábært dæmi
um beitingu stílbragðsins. Mun
snjallara en að segja: „Ég var fullur
þegar ég hélt ræðu í útför móður
minnar.“
Ég er að lesa þessa bók vegna
þess að mig langar að bæta skrif
mín. En besta leiðin til þess – eins
og King bendir sjálfur á – er að
lesa mikið. Og nýverið fékk ég upp
í hendurnar hin
áhugaverðu skrif
Mikaels Torfasonar
um uppvaxtarár sín:
Týnd í Paradís,
Syndafallið og Bréf
til mömmu. Móðir
Mikaels, Hulda
Fríða Berndsen, hafði nýverið
samband við mig eftir að hún las
mína eigin frásögn, „Meyjar-
missi“, sem fjallar um andlát eig-
inkonu minnar og upplifun mína af
sorg og missi. Hulda Fríða var svo
vinsamleg að gefa mér bækur
Mikaels og við áttum gott spjall
yfir kaffibolla. Það jók á upplifun
mína af lestrinum að hafa þannig
hitt og spjallað við eina af aðal-
persónum frásagnarinnar.
Af einhverjum ástæðum laðast
ég meira að sönnum frásögnum
en skálduðum. En
svo vill til að bæk-
ur Mikaels eru á
köflum lygilegri en
margur skáldskap-
urinn. Heljar-
greipar safnaðar
Votta Jehóva
koma við sögu ásamt bæði lík-
amlegum og andlegum veik-
indum, áfengissýki, kvennafari,
fjármálaóreiðu og ósætti innan
fjölskyldna; allt skapar þetta ótrú-
lega ringulreið sem erfitt er að
ímynda sér hvernig hefur verið að
ganga í gegnum. Upp úr ringul-
reiðinni birtist samt
líka fallegur kær-
leikur og styrkur.
Eins og til að
tengja þessar ger-
ólíku bækur sem ég
hef verið að lesa
segir Mikael á ein-
um stað frá því hvernig hann varð
sér til skammar með óviðeigandi
ræðu í brúðkaupi föður síns. Því
má segja að þeir Stephen King
(sem segist þó hafa sloppið fyrir
horn með sína ræðu) eigi fleira
sameiginlegt en að geta skrifað.
Til allrar hamingju tengi ég ekki
persónulega við margt í frásögn
Mikaels en það er mikilvægt að
slíkar sögur séu sagðar, því þær
tengja okkur betur saman sem
einstaklinga og samfélag. Og það
geta skáldaðar sögur vissulega líka
gert, einkum ef þær fylgja megin-
reglu Stephens Kings, sem er að
allar sögur – líka þær skálduðu –
verði að vera sannar.
ÓLAFUR TEITUR ER AÐ LESA
Sannar sögur
Ólafur Teitur er
aðstoðarmaður
ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköp-
unarráðherra.
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
19.-28. nóvember
Allt að50% afsláttur af*
(*á meðan birgðir end )
GULUR FÖSTUDAGUR
SC 2
Gufuhreinsitæki
Fyrir Heimili
25.492
Gufuhreinsitæki
Áður 29.990
FC 7 Þráðlaus
skúringarvél
fyrir heimili
80.023
Skúringarvél
Áður 94.145
K7 Premium
Smart Control
– Háþrýstidæla
89.091
Háþrýstidæla
Áður 98.990
VC 4s
Handryksuga
rafhlöðu
36.743
Ryksuga
Áður 48.990
JuiceBox
Snjall-
hleðslu-
stöð
188.293
Hleðslustöð
Áður 268.990