Morgunblaðið - 04.12.2021, Page 4

Morgunblaðið - 04.12.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 sp ör eh f. BÆNDAFERÐIR ÁRSINS 2022 ERU KOMNAR Í SÖLU Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Vinna stendur nú yfir við að meta hversu mörg stöðugildi færast á milli ráðuneyta vegna uppstokkunar á ráðuneytum sem kynnt var með nýrri ríkisstjórn. Bryndís Hlöðvers- dóttir, ráðuneyt- isstjóri í forsætis- ráðuneytinu, segir að ráðu- neytisstjórar hafi fundað á fimmtu- dag og þar hafi komið fram að þessi vinna gangi vel. „Í framhaldi af henni verður rætt við hlutað- eigandi starfsfólk um það hverjir flytjast milli ráðu- neyta með verkefnunum. Í sumum tilvikum er það skýrt hverjir ættu að flytjast með, í öðrum ekki og þarf að skoðast í hverju og einu tilviki,“ seg- ir Bryndís. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í vikunni ríkir óvissa meðal starfsmanna Stjórnarráðsins vegna uppstokkunarinnar og óvissan hefur valdið mörgum óþægindum. Bryndís segir aðspurð að við flutn- ing starfsfólks sé stuðst við lög um réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins. „Öllum þeim starfsmönnum, sem í hlut eiga, verður í samræmi við áðurnefnd lagaákvæði boðið að flytj- ast með málaflokknum, en eins og áður segir er það samtal hafið við hlutaðeigandi starfsmenn í ráðu- neytunum eða er um það bil að hefj- ast.“ Þá segir Bryndís að ekki sé ljóst hvenær endanleg niðurstaða muni liggja fyrir um flutning starfsfólks milli ráðuneyta en vísar til þess að takist ekki samkomulag um þetta milli ráðuneyta innan tveggja vikna frá því að stjórnarmálefnið var flutt, komi forsætisráðuneytið að málinu lögum samkvæmt og skeri úr um ef á þarf að halda. „Fjöldi starfsmanna sem flytjast á milli í þessum breytingum liggur ekki fyrir á þessu stigi þar sem greiningu á fjölda stöðugilda sem flytjast er ekki lokið enn. Í ljósi þess að stefnt er að því að við endanlega nýskipan (að lokinni afgreiðslu þingsályktunartillögu þar um) verði til tvö ný ráðuneyti, eru allar líkur á að einhver fjölgun stöðugilda verði í Stjórnarráðinu frá því sem er í dag.“ Býst við að starfsmönn- um Stjórnarráðsins fjölgi - Unnið að uppstokkun ráðuneyta - Starfsfólk flutt á milli Morgunblaðið/Eggert Stjórnarráðið Fjöldi starfsmanna flyst á milli ráðuneyta á næstunni. Bryndís Hlöðversdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta snertir ekki aðeins fyrir- tækin heldur er það högg fyrir þjóðina að við skulum vera í þess- ari stöðu í landi sem er fullt af vatnsorku og orku úr öðrum end- urnýjanlegum orkulindum sem við höfum ekki beislað. Það segir okk- ur að menn hljóta að þurfa að meta orkuþörfina til að ná settum loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2030,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar, um takmörkun á raf- orkuafhendingu til fiskimjölsverk- smiðja landsins. Landsvirkjun hefur ákveðið að takmarka afhendingu á raforku til verksmiðjanna sem samið hafa um kaup á skerðanlegri raforku. Verð- ur afhendingin takmörkuð við 25 megavött í janúar en á fullum af- köstum geta verksmiðjurnar nýtt um 100 MW. Skerðingin getur því orðið 75%. Takmörkunin heldur áfram í vetur, ef aðstæður krefj- ast. Mikil orkunotkun framundan Friðrik Mar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, segir að Lands- virkjun hafi verið búin að láta vita að það gæti komið til einhverra skerðinga en eftir sé að taka um- ræðu um þessar miklu skerðingar sem tilkynntar hafa verið. Gunnþór bendir á að fiskimjöls- iðnaðurinn sé langstærsti raforku- notandi landsins, fyrir utan stóriðj- una. Mikil orkunotkun er fram undan hjá verksmiðjunum vegna vona um bestu loðnuvertíð í tæpa tvo áratugi. Fyrirtækin hafa lagt í mikinn kostnað við að rafvæða bræðsl- urnar. Verksmiðja Loðnuvinnsl- unnar er að fullu rafvædd og kost- aði það 400 milljónir kr. fyrir um áratug. Bræðsla Síldarvinnslunnar á Norðfirði er að fullu rafvædd og verksmiðja fyrirtækisins á Seyð- isfirði að hálfu leyti. Þær eru allar útbúnar til þess að geta notað olíu sem varaafl, vegna ákvæða í raf- orkusamningum við Landsvirkjun að til skerðinga geti komið, og lítur út fyrir að þær þurfi að að grípa til olíunnar strax í janúar, fyrr en framkvæmdastjórarnir áttu von á. Miðað við olíuverð nú um stundir er sá orkugjafi óhagkvæmari en Frið- rik bendir á að olíuverð breytist ört, hafi til dæmis verið mjög lágt síð- astliðið sumar, og stjórnendur fyr- irtækjanna séu vanir að fást við sveiflur. Stórpólitískt mál Gunnþór segir að það sé slæmt fyrir þjóðina þegar fiskimjölsiðn- aðurinn þarf að skipta aftur yfir í olíu og auki þar með útblástur gróðurhúsalofttegunda á sama tíma og næg tækifæri séu til að fram- leiða orku úr endurnýjanlegum orkulindum. „Ný stjórnvöld hljóta að þurfa að taka slíka þætti inn í jöfnuna, þegar rætt er um orku- framleiðslu í landinu,“ segir Gunn- þór. Friðrik Mar bendir á að þetta sé stórpólitískt mál. „Það er fullt af fólki í landinu sem vill ekki virkja en vill fara í orkuskipti. Ég veit ekki hvernig það á að fara saman,“ segir hann. Slæmt fyrir þjóðina að skipta yfir í olíu - Bent á að næg tækifæri séu í endurnýjanlegum orkulindum - Óumhverfisvænt Morgunblaðið/Eggert Á loðnu Stærsta loðnuvertíð í háa herrans tíð er að hefjast og fiskimjöls- verksmiðjurnar þurfa að skipta yfir í olíu sem orkugjafa í janúar. Gunnþór Ingvason Friðrik Mar Guðmundsson „Okkar markmið er alltaf að hafa end- urnýjanlega orku í öllu sem við ger- um á Íslandi. Við þekkjum ástæður þessa og er sem betur fer sjaldgæft en það breytir engu að þetta er eitt af því sem þarf að líta til. Við viljum ekki hafa hlutinga með þessum hætti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis- og orkumálaráðherra um stöðuna. Sem betur fer sjaldgæft RÁÐHERRA Guðlaugur Þór Þórðarson Framkvæmdir við að færa háspennu- línuna austan við Jökulsárlón frá sjónum eru langt komnar. Sjórinn var farinn að grafa undan vissum staurastæðum. Er þetta í annað sinn sem línan á þessu svæði er færð frá sjónum. Landsnet hefur lengi fylgst með Hnappavallalínu 1 við Jökulsárlón. Á árinu 2014 voru stæður færðar en ekki upp fyrir veg vegna þess að þá- verandi landeigendur samþykktu ekki svo mikla færslu, samkvæmt upplýsingum Landsnets. Sjórinn heldur áfram að sarga af ströndinni og nú er Landsnet að flytja staurana upp fyrir veg, á þann stað sem þeir óskuðu eftir á sínum tíma. Landið er komið í eigu ríkisins, telst til Vatna- jökulsþjóðgarðs. Steinunn Þorsteins- dóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að unnið hafi verið að málinu í góðu samstarfi við landverði. Tengt næstu daga Unnið er þannig að verkinu að byggðar eru tíu nýjar straurastæður. Þannig er hægt að lágmarka straum- leysi notenda. Þær gömlu verða rifn- ar síðar nema hvað sú sem er alveg að lenda í sjónum verður rifin strax. Búið er að reisa staurastæðurnar og strengja víra. Unnið er að frá- gangi. Einhvern næstu daga verða nýju stæðurnar tengdar við þá gömlu. Kostnaður við verkið er áætlaður 68 milljónir króna. helgi@mbl.is Ljósmynd/Landsnet Hnappavallalína Vír strengdur á línuna. Gamla línan sést neðan vegar. Háspennulína færð frá sjónum - Brimið sækir að Hnappadalslínu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.