Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Bogi Molby
Pétursson
Löggiltur
fasteignasali
S. 699 3444
Framkvæmdir standa yfir við end-
urbyggingu vegarins í gegnum
þorpið á Tálknafirði. Unnið er að
því að aka grjóti í rofvörn við veg-
inn á milli þorpsins og grunnskól-
ans á Sveinseyri.
Vegurinn í gegnum þorpið og að
grunnskóla og sundlaug á Sveins-
eyri er um 1,6 km að lengd og
flokkast sem þjóðvegur í þéttbýli.
Verkið er samstarfsverkefni Vega-
gerðarinnar og Tálknafjarðar-
hrepps. Ólafur Þór Ólafsson sveit-
arstjóri segir að vegurinn sé orðinn
lélegur. Vegagerðin sé nú að ganga
frá honum í betri mynd áður en
honum verður skilað til Tálkna-
fjarðarhrepps.
Fyrirtækið Allt í járnum átti
lægsta tilboð í verkið, rúmar 250
milljónir kr., sem var um sjö millj-
ónum yfir áætlun Vegagerðar-
innar. Ljúka á grjótvörn í þessum
mánuði en á næsta ári verður veg-
urinn byggður upp og malbikaður.
Verklok eru áætluð fyrir 1. sept-
ember á næsta ári.
helgi@mbl.is
Vegagerðin kemur veginum í Tálknafirði í lag áður en honum verður skilað til sveitarfélagsins
Vegurinn
varinn og
lagfærður
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
Grjótvörn Grjóti er ekið í rofvörn við veginn þar sem hann liggur næst sjónum, frá þorpinu og að skóla- og íþróttasvæðinu á Sveinseyri.
Útlit er fyrir að halli á rekstri
Reykjavíkurborgar, A-hluta, verði
548 milljónum kr. minni á næsta ári
en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætl-
un næsta árs, sem lögð var fram í
haust, vegna áhrifa nýrrar þjóðhags-
spár Hagstofunnar. Fram kemur á
minnisblaði fjármála- og áhættu-
stýringarsviðs borgarinnar, sem
lagt var fram í borgarráði í fyrradag,
að halli á A-hlutanum verði rúmir 2,8
milljarðar í stað 3,4 milljarða kr.
Breyttar verðlagsforsendur leiða
m.a. að mati fjármála- og áhættu-
stýringarsviðs til þess að gjald-
færsla lífeyrisskuldbindingar lækk-
ar um 700 milljónir kr.,
fjármagnsgjöld hækka um 389 millj-
ónir kr. og útsvarstekjur hækka um
88 milljónir á næsta ári og er talið að
útgjöld borgarinnar verði hærri sem
nemur 95 milljónum kr. vegna hærri
verðbóta á samningsskuldbindingar.
Íslenskuverum fjölgað
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram
ýmsar tillögur í drögum til breyt-
inga á fjárhagsáætlun næsta árs á
fundi borgarráðs en þar er meðal
annars lagt til að fjárheimildir
íþrótta- og tómstundasviðs verði
hækkaðar um 8.5 milljónir kr. vegna
nýrra laga sem skylda sveitarfélög
til að bjóða fötluðum börnum og
ungmennum upp á frístundaþjón-
ustu. Fjárheimildir skóla- og frí-
stundasviðs hækka um 29,4 milljónir
vegna kennslu barna með annað
móðurmál en íslensku verði tillagan
samþykkt en koma á upp tveimur ís-
lenskuverum til viðbótar við tvö ís-
lenskuver sem starfrækt eru í borg-
inni.
Einnig er lagt til að menningar-
og ferðamálasviði verði heimilt að
ráðstafa allt að 116 milljóna kr. við-
bótarframlagi til Hörpu tónlistar- og
ráðstefnuhúss á næsta ári. Nýta á
framlagið til að mæta erfiðri fjár-
hagsstöðu sökum lokunar og ann-
arra aðgerða í rekstri vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Er gerður fyrirvari um að sam-
bærilegt framlag komi frá ríkinu
sem fer með 54% eignarhlut í Hörpu
á móti 46% eignarhlut Reykjavíkur-
borgar. Í fjárhagsáætlun Hörpu er
gert ráð fyrir að EBITDA verði nei-
kvæð um 252 milljónir á næsta ári.
Í tillögu borgarstjóra um breyt-
ingu á fjárhagsáætlun yfirstandandi
árs sem einnig var lögð fyrir fund
borgarráðs er lagt til að fjárheim-
ildir skóla- og frístundasviðs hækki
um 171 milljón kr. vegna fjölgunar
barna í einkareknum grunnskólum.
Við gerð fjárhagsáætlunarinnar var
á sínum tíma gert ráð fyrir að 674
börn myndu stunda nám við sjálf-
stætt starfandi grunnskóla í borg-
inni en raunin er sú að þeim hefur
fjölgað mun meira og eru orðin 737
um þessar mundir.
Hallinn 548 milljónum króna minni
Morgunblaðið/Hari
Borgarstjórn Fjárhagsáætlun borgarinnar verður að öllum líkindum til umræðu á næsta fundi borgarstjórnar.
- Fjárhagsáætlun borgarinnar endurmetin út frá nýrri þjóðhagsspá - Lagt til 116 milljóna kr. viðbót-
arframlag til Hörpu - 171 milljónar kr. hækkun vegna fjölgunar barna í einkareknum grunnskólum
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ís-
lenska ríkið af öllum kröfum manns
sem stefndi því til greiðslu skaðabóta
vegna liðskiptaaðgerðar. Málskostnað-
ur var felldur niður.
Stefnandinn gekkst undir liðskipta-
aðgerð á mjöðm hjá bæklunarlækni í
maí 2020. Aðgerðin var gerð hjá einka-
fyrirtæki og borgaði hann 1.200.000
krónur fyrir. Hann krafðist skaðabóta
að sömu upphæð auk dráttarvaxta og
málskostnaðar.
Bæklunarlæknir hafði látið mynda
hægri mjaðmarlið mannsins í mars
2020 og reyndist hann vera í slæmu
ásigkomulagi. Læknirinn taldi þörf á
forgangsaðgerð og sendi beiðni um
hana til Landspítalans. Stefnandinn
fékk þær upplýsingar að það væri bið-
listi en hugsanlega gæti aðgerðin farið
fram í ágúst.
Læknirinn sem gerði aðgerðina á
einkareknu skurðstofunni sótti um
greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga
Íslands (SÍ) þar eð ekki var mögulegt
að leita lækninga erlendis vegna far-
aldursins. SÍ höfnuðu beiðninni vegna
þess að ekki hefði verið gerður samn-
ingur við sérgreinalækna um greiðslu-
þátttöku í slíkri aðgerð. Úrskurðar-
nefnd velferðarmála staðfesti synjun
SÍ.
Stefnandinn taldi mismunun felast í
afstöðu SÍ og sagði að sjúklingum væri
mismunað eftir því hvaða sjúkdóm þeir
hefðu og eins eftir efnahag þeirra. Rík-
ið mótmælti öllum málsástæðum
stefnda og taldi þær að hluta til svo illa
reifaðar að erfitt væri að halda uppi
vörnum í málinu. gudni@mbl.is
Vildi að ríkið borgaði fyrir
mjaðmaskipti á einkastofu
- Héraðsdómur sýknaði ríkið af öllum kröfum sækjandans
Morgunblaðið/Ásdís
Skurðaðgerð Sækjandinn fór í að-
gerð á einkastofu. Mynd úr safni.