Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Sigurður Már Jónsson blaðamað-
ur skrifar umhugsunarverðan
pistil á mbl.is þar sem hann fjallar
um Cuomo-bræður, þá Andrew,
fyrrverandi ríkisstjóra New York,
og Chris, sjónvarps-
stjörnu á CNN þar til
nýlega, sem og
Trump og fjölmiðla-
menn. Sigurður Már
rifjar upp fall ríkis-
stjórans af háum
stalli innan Demó-
krataflokksins og
fall bróðurins, sjón-
varpsmannsins, á
dögunum.
- - -
Þegar veirufárið
stóð sem hæst í
fyrra og Cuomo-
bræður voru enn á sínum stöllum
fékk Chris „leyfi hjá stjórnendum
CNN til að kalla Andrew bróður
sinn til liðs við sig og svo sátu þeir og
spjölluðu um heima og geima, oft um
pólitík og hvað Trump væri vonlaus
og vitlaus“, segir Sigurður Már.
- - -
Hann bendir á að trúverðugleiki
CNN hafi beðið hnekki og bæt-
ir við að átökin í bandarísku þjóðlífi
og baráttan gegn Donald Trump
hafi gert „það að verkum að margir
fjölmiðlamenn hættu að segja fréttir
og urðu uppteknir af þeirri stemn-
ingu sem helltist yfir fjölmiðla þegar
Trump settist í stól Bandaríkja-
forseta. Donald Trump ber ábyrgð á
mörgum umdeilanlegum hlutum en
fjölmiðlamenn verða að gera upp við
sig hvert hlutverk þeirra sé; að flytja
áróður eða bara að segja fréttir.“
- - -
Getur nokkuð verið að sumir fjöl-
miðlamenn, jafnvel þeir sem
eru gagnrýnastir á aðra, séu alveg
lausir við sjálfsgagnrýni?
- - -
Ætli slíkir finnist víðar en í
Bandaríkjunum, jafnvel hér á
landi?
Andrew Cuomo
Stjörnubræður
falla af stöllum
STAKSTEINAR
Chris Cuomo
Haldari 8.990 kr.
Buxur 4.850 kr.
Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
Jassmin
frá Krisline
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls seldist 464.791 lítri af jólabjór í
Vínbúðunum fyrstu fjórar söluvik-
urnar þetta árið, frá 5. nóvember til
og með 2. desember. Þetta er um-
talsvert minna en á sama tíma í
fyrra. Fyrstu fjórar vikurnar árið
2020, dagana 4. nóvember og til og
með 1. desember það ár, seldust
618.369 lítrar af jólabjór. Nemur
þessi samdráttur í sölu 24,8% eða
tæpum fjórðungi.
Þennan samdrátt í sölu má eflaust
að mestu rekja til þess að í fyrra
voru flestir veitingastaðir lokaðir
vegna samkomutakmarkana. Þá var
landið svo til lokað og sala í Leifs-
stöð lítil sem engin. Eins og kom
fram í Morgunblaðinu á dögunum
nam söluaukning jólabjórs milli ár-
anna 2019 og 2020 alls 58% svo fjórð-
ungssamdráttur í ár þykir kannski
ekki svo slæmur.
Af seldum jólabjór er hlutdeild
Tuborg julebryg 48% sem er svipað
hlutfall og undanfarin ár. Næst-
vinsælasti jólabjórinn er Víking jóla-
bjór með rúmlega 8% hlutdeild, tæp
6% selds jólabjórs eru Thule og 5%
Jólagull. Fimmti vinsælasti jólabjór-
inn er Jóla Kaldi með rúma 4%
markaðshlutdeild.
Fjórðungssamdráttur í jólabjór
- Talsvert minni sala en metárið í fyrra
- Tuborg nýtur langmestra vinsælda
Morgunblaðið/Eggert
Jólabjór Mikil gleði var þegar sala á
Tuborg julebryg hófst í lok október.
Dregið hefur úr örri fjölgun topp-
skarfa á landinu sem vart varð 2019
og 2020 eftir langvarandi fækkun.
Mat á varpstofnum skarfa byggist á
talningu hreiðra. Í maí 2021 fundust
5.271 dílaskarfshreiður og 6.111 topp-
skarfshreiður og breytingar á milli
ára eru taldar ómarktækar.
Guðmundur A. Guðmundsson,
dýravistfræðingur á Náttúrufræði-
stofnun, vann skýrsluna um vöktun
skarfa og er það hans mat að skarfa-
veiði samkvæmt skráningu í veiði-
kortakerfi í 25 ár hafi lengst af verið
sjálfbær. Enda hafi dílaskarfi fjölgað
um 20 ára skeið þrátt fyrir mikla
sókn.
Varpið á vestanverðu landinu
Veiðitölur ársins 2021 liggja ekki
fyrir en meðalveiði áranna 2016 til
2020 voru 1.556 dílaskarfar og 1.361
toppskarfur. Verði veiðar þessa árs í
takti við síðustu fimm ár þá er veiði-
álag á dílaskarfa um 6% og topp-
skarfa um 5%, að því er fram kemur í
skýrslunni. Skotveiðar eru leyfðar frá
1. september til 15. mars.
Varpútbreiðsla skarfa er nær ein-
skorðuð við vestanvert landið, frá
Krýsuvíkurbergi í suðri til Stranda og
Hrútafjarðar í norðri, þótt víða verði
geldfugla vart utan Vesturlands á
varptíma. Að vetrarlagi dreifast allir
aldurshópar beggja tegunda í ein-
hverjum mæli umhverfis landið og oft
eiga þeir sína hefðbundnu set- og
náttstaði á skerjum og í björgum.
Í áætluðum heildarstofni dílaskarfa
voru í september í haust 25.089 ein-
staklingar, þ.e. 10.542 varpfuglar,
4.742 geldfuglar eldri en ársgamlir,
547 ungar frá fyrra ári og 5.918 ungar
frá sumrinu í ár. Hjá toppskörfum er
hlutdeild geldfugla ekki þekkt í stofn-
inum og þess vegna er ekki hægt að
áætla heildarstofn með sama hætti.
Með hjálp lýðfræðilegra vísitalna má
fá mat á stærðargráðu veiðistofns.
Það gaf 25.361 einstakling árið 2021.
aij@mbl.is
Hægt hefur á fjölg-
un toppskarfa í ár
- Veiðar á skörfum
sjálfbærar - Hátt í
þrjú þúsund skotnir
Morgunblaðið/Ómar
Sólbað Skarfar viðra sig á klettum.