Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Ljósmynd/Guðmundur Falk
Fallegur flækingur Húmskríkjan sem
sást á Stafnesi í haust.
Nýtt félag um fugla-
skoðun á Suðurnesjum
Allstór hópur á Suðurnesjum stund-
ar fuglaskoðun reglulega, skráir og
myndar fuglana sem ber fyrir
augu. Aðrir eru ekki svo skipulagð-
ir, en hafa yndi af því að skoða
fugla, íslenska sem og erlenda
flækinga, þegar tækifæri gefast.
Guðmundur Falk fuglaljósmynd-
ari fylgist með fuglunum flesta
daga ársins og segir talsverða sam-
vinnu á milli manna. Einnig sam-
keppni um að sjá forvitnilegustu
fuglana. Hann segir að í ár hafi
margir spennandi fiðraðir gestir
heimsótt Reykjanesið og nefnir sér-
staklega að hann hafi rekist á
húmskríkju á Stafnesi í haust. Það
hafi aðeins verið í annað skipti sem
hún sást hér á landi.
Fram undan er að stofna félag
áhugafólks um fuglaskoðun á
Suðurnesjum og verður stofn-
fundur haldinn 8. desember í sam-
komusal Kiwanisklúbbsins Keilis á
Iðavöllum 4a, Keflavík. Guðmundur
gerir sér vonir um að sem flestir
mæti og skrái sig sem stofnfélaga.
Á fundinum verður farið yfir til-
gang félagsins og kosið í stjórn.
Kaffi og kleinur verða á boðstólum
að góðum íslenskum sið.
Faxaflóahafnir ætla að auðga
mannlífið á Grandagarði allar helg-
ar í desember fram að jólum. Svæð-
ið hefur verið lýst upp með fal-
legum jólaljósum ásamt því að
boðið verður upp á ýmsar uppá-
komur. Framkvæmd viðburða verð-
ur í höndum Concept Events.
Um þessa helgi, laugardag og
sunnudag, verður dagskrá milli
klukkan 14 og 17. Jólasveinar
verða á ferðinni og jólaálfar verða
með sprell. Lúðrasveit leikur jóla-
lög fyrir gesti og gangandi og söng-
hópurinn Tónafljóð kemur fram.
Hestvagn verður á ferðinni og
boðið verður upp á jólasiglingu
milli Granda og Hörpu. Þá hefur
verið sett upp jólaþorp við veitinga-
staðinn Barion bryggju.
Jóladagskrá á
Grandagarði
Grandinn Búið er að setja jólaljósin upp.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Færri komust að en vildu á fund
Miðaldastofu Háskóla Íslands sem
haldinn var í Lögbergi á fimmtu-
daginn, en þar ræddu þeir Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í
stjórnmálafræði, og Sverrir Jak-
obsson, prófessor í sagnfræði, um
túlkun Hannesar á Snorra Sturlu-
syni sem frjálslyndum íhaldsmanni.
Var hámarksfjöldi gesta skorðaður
við fimmtíu manns, en auk þess
voru á þriðja tug sem fylgdust með
fundinum yfir netið.
Erindi Hannesar byggðist á bók
hans, Twenty-Four Conservative-
Liberal Thinkers, er kom út í lok
síðasta árs, en þar skipaði Hannes
Snorra á bekk með öðrum sem hann
skilgreindi sem frjálslynda íhalds-
menn. Þar á meðal voru John Locke
og heilagur Tómas af Akvínas.
Hannes rökstuddi í erindi sínu
hvers vegna hann teldi að Snorri
ætti heima í þeim hópi, en hann
benti á að allir þrír hefðu í raun
fært fram hugmyndir um að valds-
menn væru bundnir af lögum og
hefðum.
Vísaði Hannes þar meðal annars í
Heimskringlu, sögu Noregskonunga
sem Snorri ritaði á árunum í kring-
um fyrri Noregsferð sína 1218-1220.
Sagði Hannes að rauði þráðurinn í
Heimskringlu væri sá að konungar
þyrftu að virða lögin, ella mætti
setja þá af.
Þá mætti lesa úr Heimskringlu
það viðhorf að góðir konungar héldu
skattheimtu í hófi og færu ekki í
herleiðangra að óþörfu, en vondir
konungar hækkuðu skatta og hæfu
að þarflausu hernað.
Hannes fjallaði í erindi sínu einn-
ig um tvær ræður, sem má finna í
Heimskringlu, annars vegar ræðu
Þorgnýs lögmanns, þar sem finna
má vísan í það að konungar yrðu að
ríkja með samþykki þegna sinna, og
hins vegar í ræðu Einars Þveræ-
ings, er hann mælti á móti því á
Þingvöllum að Noregskonungur
fengi Grímsey til afnota, þar sem
slíkt myndi á endanum leiða til þess
að Íslendingar misstu það frelsi er
þeir höfðu haft frá landnámi.
Sagði Hannes að stefnu Snorra
mætti lýsa sem svo að Íslendingar
ættu að vera vinir Noregskonungs
en ekki þegnar hans. Er þessi
stefna það sem lesa megi helst út úr
bæði Heimskringlu og Egils sögu,
sem Hannes segir að Snorri hafi
skrifað eftir síðari Noregsferð sína
1239, þegar slest hafði upp á vin-
skap hans við Hákon gamla Nor-
egskonung.
Í lokaorðum sínum velti Hannes
upp þeirri spurningu hvort hug-
myndir Snorra væru orðnar úreltar.
Neitaði hann því, og benti á ýmsa
þróun í stjórnskipun vestrænna
ríkja, sem félli vel að þeim hug-
myndum að takmarka þyrfti æðsta
vald með lögum eða hefðum.
Þrír mismunandi Snorrar?
Sverrir tók til máls og veitti and-
svör. Sagðist hann raunar vera sam-
mála Hannesi um margt, en þó ekki
allt, en Sverrir velti til dæmis fyrir
sér að hversu miklu leyti væri hægt
að heimfæra skilgreiningar úr nú-
tímastjórnmálum á menn og málefni
fyrri alda.
Sverrir sagðist taka undir með
Hannesi um að það væri töluvert
um ræður í Heimskringlu, sem
bentu til þess að höfundur hennar
vildi setja valdi Noregskonunga
skorður. Sverrir sagðist hins vegar
ekki sjá tengslin á milli þess Snorra
sem hefði samið Heimskringlu og
þess sem sagður væri hafa samið
Egils sögu.
Sverrir sagði að „Snorri 2“, það
er höfundur Egils sögu, hefði í raun
allt aðra afstöðu til frjálslyndis en
„Snorri 1“, höfundur Heimskringlu,
og sagði hann jafnframt að ein-
staklingshyggja Egils væri af allt
öðrum toga en sú sem lofuð væri í
Heimskringlu. Þá þótti Sverri at-
hyglisvert að í frásögnum bæði Eg-
ils sögu og Heimskringlu af sömu
atburðum væru ekki sömu „nýmæl-
in“, sem þætti óvenjulegt í textum
höfunda á miðöldum.
Var Sverrir því ekki á því að
Snorri væri höfundur Egils sögu, og
sterkari rök væru fyrir því að
Snorri hefði ritað Heimskringlu.
Benti Sverrir hins vegar á að um
gamalt deiluefni væri að ræða, sem
ekki hefði verið útkljáð.
Þriðji „Snorrinn“ væri svo sá,
sem Sturla Þórðarson, frændi
Snorra og höfundur Íslendingasögu,
fjallaði um í frásögn sinni af Sturl-
ungaöld. Sverrir benti á, að sá
Snorri hefði verið lendur maður
Noregskonungs, það er gefið kon-
ungi lendur og fengið afhent til
baka. Sagði Sverrir að Snorri hefði í
raun gengið lengst af þeim höfð-
ingjum Sturlungaaldar til þess að
þjóna konungi.
Vísaði Sverrir þá einnig til þess
loforðs sem Snorri fékk frá Skúla
jarli 1239, um að hann yrði sjálfur
jarl á Íslandi, þegar Skúli tæki við
krúnunni, en Skúli varð hins vegar
undir í því valdatafli. Var það nið-
urstaða Sverris að „Snorri 3“ hefði
ekki verið á móti Noregskonungum,
heldur frekar á móti Hákoni gamla.
Snorri þjóðlegur heimsborgari
Gerður var góður rómur að máli
beggja, og voru líflegar umræður að
loknum erindum þeirra Hannesar
og Sverris. Sagðist Hannes einungis
vilja svara tvennu í hinni snjöllu tölu
sem Sverrir hefði flutt, annars veg-
ar að Snorri hefði verið margræður
einstaklingur, sem gat teflt fram
andstæðum sjónarmiðum í ritum
sínum, og því liti hann svo á að allir
Snorrarnir „þrír“ sem Sverrir gat
um hefðu verið sá eini og hinn sami.
Þá var Hannes á því að Snorri
hefði verið rægður af Sturlu Þórðar-
syni í Íslendingasögu, og því væri
betra fyrir nútímamenn að skoða
orð og gjörðir Snorra sjálfs heldur
en hvað Sturla hefði skrifað um
hann.
Hannes sagði í svari sínu við loka-
spurningunni að hann dáðist að
Snorra, þar sem hann sameinaði
það besta úr þjóðernisstefnu og al-
þjóðahyggju. Snorri hefði því verið
þjóðlegur heimsborgari og við ætt-
um öll að reyna að líkja eftir því.
Var Snorri Sturluson
frjálslyndur íhaldsmaður?
- Fróðleg erindi Hannesar H. Gissurarsonar og Sverris Jakobssonar í Lögbergi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Snorri Hannes Hólmsteinn Gissurarson flytur hér erindi sitt um Snorra Sturluson í Lögbergi á fimmtudag.