Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 L engsta skák í sögu heims- meistaraeinvíganna leit dagsins ljós í gær er Magnús Carlsen vann sjöttu einvígisskákina í Dúbaí eftir 136 leiki og komst yfir, 3½:2½. Við- ureignin stóð í sjö klukkutíma og 45 mínútur og var gott dæmi um leik- tækni heimsmeistarans. Skákin í gær var afar spennandi og frábær skemmtun en hlýtur að hafa reynt á þolrif skákmeistaranna. Nepo átti ekki í miklum erfiðleikum með að jafna taflið en sýndi lélega dómgreind er hann skipti á hrókum fyrir drottningu. Hann gat samt haldið jafnvægi en var reikull í ráði og Magnús gat þvingað fram vinn- ingsstöðu. En klukkan rak á eftir og hann lét fyrra tækifærið sér úr greipum ganga og Nepo missti góð færi. Frábær barátta: HM-einvígi í Dúbaí; 6. skák: Magnús Carlsen – Jan Nepomni- acthchi Katalónsk byrjun 1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. g3 e6 4. Bg2 Be7 5. 0-0 0-0 6. b3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. c4 dxc4 9. Dc2 De7 10. Rbd2 Rc6 Nepo sýnir peðsfórnum Magnúsar yfirleitt lítinn áhuga og sennilega er þetta traustara en 10. … cxb3 11. Rxb3 Bd6 sem þó kom til greina. 11. Rxc4 b5 12. Rce5 Rb4 13. Db2 Bb7 14. a3 Rc6 15. Rd3 Bb6 16. Bg5 Hfd8 17. Bxf6 gxf6 18. Hac1 Rd4 19. Rxd4 Bxd4 20. Da2 Bxg2 21. Kxg2 Db7+ 22. Kg1 De4 23. Dc2 a5 24. Hfd1 Kg7 25. Hd2 Hugmyndin virtist vera að leika – Dd1. En nú kom óvæntur leikur. 25. … Hac8? Það var engin þörf á því að bjóða upp á þessi býtti. 26. Dxc8 Hxc8 27. Hxc8 Dd5 28. b4 a4 29. e3 Be5 30. h4 h5 31. Kh2 Bb2 32. Hc5 Dd6 33. Hd1? 33. Hcc2 vinnur, t.d. 33. … Bxa3 34. Rf4 Dxb4 35. Hd7! o.s.frv. 33. … Bxa3 34. Hxb5 Dd7 35. Hc5 e5? 36. Hc2 Dd5 37. Hdd2 Db3 38. Ha2 e4 39. Rc5 Dxb4 40. Rxe4 Hann gat unnið með 40. Hdc2! Hótunin er 41. Rxa4! Dxa4 42. Hc3 og þegar biskupinn fellur vinna hrókarnir auðveldlega á veikri peð- stöðu svarts. 40. … Db3 41. Hac2 Bf8 42. Rc5 Db5 43. Rd3 a3 44. Rf4 Da5 45. Ha2 Bb4 46. Hd3 Kh6 47. Hd1 Da4 48. Hda1 Bd6 49. Kg1 Db3 50. Re2 Dd3 51. Rd4 Kh7 52. Kh2 De4 53. Hxa3 Dxh4+ 54. Kg1 De4 55. Ha4 Be5 56. Re2 Dc2 57. H1a2 Db3 58. Kg2 Dd5+ 59. f3 Dd1 60. f4 Bc7 61. Kf2 Bb6 62. Ha1 Db3 63. He4 Kg7 64. He8 f5 65. Haa8 Db4 66. Hac8 Ba5 67. Hc1 Bb6 68. He5 Db3 69. He8 Dd5 70. Hcc8 Dh1 71. Hc1 Dd5 72. Hb1 Ba7 73. He7 Bc5 74. He5 Dd3 75. Hb7 Dc2 76. Hb5 Ba7 77. Ha5 Bb6 78. Hab5 Ba7 79. Hxf5 Dd3 80. Hxf7+! Knýr fram stöðu sem svartur nær ekki að verja – með drottningu gegn hrók, riddara og tveim peð- um. 80. … Kxf7 81. Hb7+ Kg6 82. Hxa7 Dd5 83. Ha6+ Kh7 84. Ha1 Kg6 85. Rd4 Db7 86. Ha2 Dh1 87. Ha6+ Kf7 88. Rf3 Db1 89. Hd6 Kg7 90. Hd5 Da2+ 91. Hd2 Db1 92. He2 Db6 93. Hc2 Db1 94. Rd4 Dh1 95. Hc7+ Kf6 96. Hc6+ Kf7 97. Rf3 Db1 98. Rg5+ Kg7 99. Re6+ Kf7 100. Rd4 Dh1 101. Hc7+ Kf6 102. Rf3 Db1 103. Hd7 Db2+ 104. Hd2 Db1 105. Rg1 Db4 106. Hd1 Db3 107. Hd6+ Kg7 108. Hd4 Db2+ 109. Re2 Db1 110. e4 Dh1 111. Hd7+ Kg8 112. Hd4 Dh2+ 113. Ke3 h4 114. gxh4 Dh3+ 115. Kd2 Dxh4 116. Hd3 Kf8 117. Hf3 Dd8+ 118. Ke3 Da5 119. Kf2 Da7+ 120. He3 Dd7 121. Rg3 Dd2+ 122. Kf3 Dd1+ 123. He2 Db3+ 124. Kg2 Db7 125. Hd2 Db3 126. Hd5 Ke7 127. He5+ Kf7 128. Hf5+ Ke8 129. e5 Da2+ 130. Kh3 De6 131. Kh4 Dh6+ 132. Rh5 Dh7 133. e6! Með hugmyndinni 133. … Dxf5 34. Rg7+ o.s.frv. 133. … Dg6 134. Hf7 Kd8 135. f5 Dg1 136. Rg7 – og svartur gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is AFP Skák Magnus Carlsen er þekktur fyrir það að geta kreist fram sigur úr jöfnum endatöflum og tókst honum það í gær eftir mikla þrautseigju. Magnús Carlsen vann maraþonskák í gær Sameinuðu þjóðirn- ar útnefndu 5. desem- ber sem dag sjálf- boðaliðans til að vekja athygli á öllum þeim einstaklingum sem sinna sjálfboðaliða- störfum. Almenn skilgrein- ing á sjálfboðaliða- starfi er: Sjálfboðið vinnuframlag ein- staklinga sem taka að sér að sinna val- frjálsum viðfangs- efnum sem unnin eru innan ákveðins ramma með hagsmuni al- mennings að leið- arljósi, án þess að sjálfboðaliðinn fái greiðslu fyrir. Sjálfboðaliðar eru allskonar fólk á öllum aldri sem finnur hjá sér þörf til að bæta og breyta samfélaginu til betri vegar og þjónusta þau sem þurfa aðstoð. Lagaumhverfi almannaheillasamtaka Í upphafi aldarinnar tóku fræða- fólk og fulltrúar nokkurra al- mannaheillasamtaka sig saman og undirbjuggu og stofnuðu Almanna- heill, samtök þriðja geirans með það að markmiði að efla og styrkja starfs- og lagaumhverfi frjálsra fé- lagasamtaka og sjálfseignarstofn- ana sem starfa í almannaþágu, að bæta skattalega stöðu þeirra og vera samstarfsvettvangur þeirra og málsvari gagnvart opinberum aðilum ásamt því að auka sýnileika samtakanna og efla ímynd þeirra. Fyrirmyndin var til staðar í ná- grannalöndum okkar og löndum sem við berum okkur gjarna sam- an við. Segja má að umhverfi almanna- heillasamtaka á Íslandi hafi tekið stakkaskiptum 1. nóvember sl. Þá gengu í gildi ný lög um félög til al- mannaheilla sem og nýjar og breyttar reglur um skatt- greiðslur þessara sam- taka ásamt skattaleg- um hvötum svo að bæði einstaklingar og fyrirtæki sjái hag sinn enn frekar í að styrkja almannaheillafélög fjárhagslega. Með lagasetning- unni hefur áralöng barátta Almannaheilla fyrir bættu lagaum- hverfi almannaheilla- samtaka náð fram að ganga og því ber sannarlega að fagna en félögin þurfa að gæta þess að skrá sig bæði á almanna- heillaskrá og á al- mannaheillafélagaskrá til að löggjöfin gagnist þeim. Við getum öll lagt okkar af mörkum í sjálfboðaliðastarfi Eitt af því besta sem hvert og eitt okkar getur gert fyrir framtíð- ina, bæði fyrir okkur sjálf og börn- in okkar, er að styðja við og taka þátt í sjálfboðaliðastarfi. Þannig byggjum við líka upp félagsauð og sköpum betra og öruggara nær- samfélag. Hér á landi sinnir fjöldi fólks umfangsmikilli starfsemi í sjálfboðinni vinnu alla daga og hafa almannaheillafélög og samtök kom- ið á og haldið uppi fjölmörgum verkefnum í þágu samfélagsins svo lengi sem elsta fólk man og sögur fara af. Mörg þeirra verkefna eru nú orðin að sjálfsagðri þjónustu hins opinbera, s.s. félagsleg þjón- usta sveitarfélaga og leikskóli. Þökkum og hrósum sjálfboðalið- um fyrir þeirra störf, göngum til liðs við almannaheillafélög og leggjum þeim lið. Í sjálfboðaliða- starfi er alltaf pláss og þörf fyrir fleira fólk. Til hamingju með dag sjálfboðaliðans Eftir Hildi Helgu Gísladóttur »Eitt af því besta sem hvert og eitt okkar getur gert fyrir fram- tíðina er að styðja við og taka þátt í sjálf- boðaliðastarfi. Hildur Helga Gísladóttir Höfundur er varaformaður Almanna- heilla, samtaka þriðja geirans. Ásgerður Ester Búadóttir fæddist 4. desember 1920 í Borgarnesi. Foreldrar hennar voru hjónin Búi Ásgeirsson, f. 1872, d. 1949, og Ingibjörg Teitsdóttir, f. 1886, d. 1974. Frá þriggja ára aldri ólst Ás- gerður upp í Reykjavík, árið 1942 innritaðist hún í Hand- íðaskólann og stundaði síðan framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn, 1946-49. Skömmu eftir heimkomuna til Íslands hóf Ásgerður feril sinn sem listvefari og árið 1956 vann hún gullverðlaun á al- þjóðlegu lista- og handverks- sýningunni í München. Alls hélt Ásgerður 15 einkasýn- ingar og tók þátt í um 70 sam- sýningum hér á landi og víða um heim. Seinasta stóra yfir- litssýningin á verkum hennar var haldin í Listasafni Íslands 1994, og síðasta einkasýningin var í anddyri Hallgrímskirkju 2007. Sama ár kom út bókin Veftir, um ævi hennar og lista- mannsferil. Ásgerður hlaut íslensku fálkaorðuna 1993 og frá 1995 voru henni veitt heiðurslaun ís- lenskra listamanna af Alþingi. Maður Ásgerðar var Björn Th. Björnsson, f. 1922, d. 2007, listfræðingur. Börn þeirra eru þrjú. Ásgerður lést 19. maí 2014. Merkir Íslendingar Morgunblaðið/Einar Falur Ásgerður Búadóttir Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.