Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
J
ahérna!
sagði
mamma og
sló sér á
lær þegar
eitthvað varð til þess
að vekja með henni
undrun. Með sama
hætti brást ég við þegar ég heyrði
í fréttum að enn og aftur yrði þjóð-
in að draga sig í hlé, slá af til að
vernda þau sem viðkvæmust eru
fyrir veirunni. Ætlar þetta engan
enda að taka? Allt skipulag sem
sneri að aðventu og jólum í kirkj-
unni var í einni svipan komið á
klaka. Hvað yrði nú um jólaskap-
ið? Hvað yrði nú um allar hefð-
irnar?
Við sem störfum í kirkjunni bú-
um nú orðið að reynslu. Allt
kirkjustarf síðastliðna mánuði hef-
ur tekið mið af ástandinu í sam-
félaginu og við leitum nýrra leiða.
Tæknin kemur til bjargar og það
er gaman að segja frá því að á að-
fangadag fyrir ári horfðu rúmlega
500 manns á aftansöng í streymi í
Breiðabólstaðarprestakalli, fjöldi
sem hefði aldrei komist fyrir í
kirkjunni þó svo bekkurinn sé allt-
af þétt setinn um stórhátíðarnar.
Við búum að reynslunni og munum
bregðast við ef svo fer
að við verðum að halda
okkur til hlés. Auðvitað
kemur streymi aldrei í
staðinn fyrir það að
búa sig upp og koma
gangandi til kirkjunnar
sinnar í skammdeginu,
njóta ljósanna, hitta
góða granna, takast í
hendur og segja: Gleði-
leg jól!
Þar sem ég sat á
kirkjubekk í Hlíðar-
endakirkju og hug-
leiddi ástandið þá varð
mér litið á altaristöfluna. Altaris-
taflan er eftirmynd eftir töflu
Carls Blochs í kirkjunni í Holbæk
á Sjálandi og sýnir Krist upprisinn
blessa lítið barn. Það virðist vera
drengur. Þeir horfa báðir í augu
þess sem virðir töfluna fyrir sér og
sterkur svipur er með barninu og
Jesú. Er þetta barn og Jesús sem
fulltíða maður eina og sama mann-
eskjan?
Kristur er klæddur í hvítan
kyrtil, lit upprisunnar og gleðinn-
ar. Barnið er klætt í bláan serk, lit
himinsins. Það rétt grillir í nær-
klæðin við öxl barnsins, þau eru
rauð, það er litur fórnarinnar.
Barnið heldur á pálmagrein sem
minnir á innreiðina í Jerúsalem og
það sem koma skal, þ.e. þjáning og
pína, niðurlæging og krossdauði.
Kristur heldur um höfuð barns-
ins. Hann er dýrðlegur orðinn,
hann er upprisinn og það er eins
og hann segi: Hafðu engar áhyggj-
ur litla barn. Heimurinn er eins og
hann er og þú munt þurfa að
ganga í gegnum þjáninguna. En
það er ekkert að óttast því ég er
hjá þér. Lífið lifir.
Á hugann leita ljóðlínur eftir
Halldór Laxness:
Hjá undri því að líta lítinn fót
í litlum skóm og vita að heimsins
grjót,
svo hart og sárt er honum fjarri enn
og heimsins ráð sem brugga vondir
menn.
Þegar við tökum á móti litlu
barni inn í þennan heim þá vitum
við fyrir víst að þessi litli ein-
staklingur mun þurfa að ganga í
gegnum sína ósigra og þjáningu.
Það eru fylgifiskar lífsins, rétt eins
og sigrarnir og gleðin. Á þeirri við-
kvæmu stundu er barnið fæðist þá
viljum við fá að njóta kyrrðar og
næðis. Þegar móðirin hefur gengið
í gegnum hríðarnar og foreldrarnir
hafa fengið barnið í hendurnar þá
verður skarkali heimsins svo víðs
fjarri. Ástin ein þegar horft er á
lítið barn. Ástin ein yfir undrinu
litla. Þá opnast skilningarvitin
gjarnan fyrir því hver Guð er. Guð
er lítið barn. Svo agnarsmátt og
varnarlaust en engu að síður al-
máttugt vegna
þess að þetta barn
kallar fram sterk-
ar tilfinningar.
Verndar-
tilfinningu, sterka
þörf til að standa
sig, gera enn bet-
ur, allar heimsins
óskir til handa
þessu litla barni,
að það fái að búa
við frið og kærleika og öryggi.
Þessi sterka hvöt og þörf til að
umvefja og vernda barnið fyrir
öllu illu, það er guð. Guð býr ekki í
jólakúlunni.
Flest börn eru þeirrar náttúru
að vilja upplifa heiminn í ró og
næði. Þeim er gefin eðlislæg for-
vitni og fordómaleysi svo þau í lífs-
gleðinni læri á lífið. Skynfærin
nota þau til að vega og meta. Þau
hafa þörf fyrir að fá að stíga með
berum fæti í grasið og moldina,
leggja lófann á nýfallinn snjóinn,
klípa í hann og bragða á honum,
koma við feldinn á kisu og horfa á
hrútana takast á úti á túni. Þetta
brjálæði sem á manneskjuna renn-
ur í nóvember og desember, allt
það sem á að koma okkur í réttan
gír, jólaskapið, á ekkert skylt við
grunnþarfir barnsins. Það þarfnast
þess einfaldlega að einhver sjái
það, að einhver láti sér annt um
það, að einhver verndi það. Þessi
sömu stef má finna í allri umræðu
um þolendur í ofbeldismálum. Að
einhver heyri í mér þegar ég er
tilbúin/n til þess að tala um það
sem ég hef reynt. Að einhver láti
sér annt um mig og hlúi að mér
eftir erfiða reynslu. Að einhver sé
tilbúinn að taka upp hanskann fyr-
ir mig og sjá til þess að andstyggð
fái ekki þrifist og ljótir hlutir end-
urtaki sig ekki en verði færðir til
betri vegar. Er það svo flókið?
Þegar ég var stelpa þá söng ég
einsöng á jóla-
skemmtun í skól-
anum mínum. Ég
söng Nóttin var sú
ágæt ein. Þegar ég
varð fullorðin þá
eignaðist ég uppá-
haldsvers í þessum
sama sálmi – vers
sem sjaldan, ef þá
nokkurn tímann, er
sungið. Sálmurinn
er gamalt kvæði eftir Einar Sig-
urðsson í Eydölum og með viðlagi
eru versin 29. 7 þeirra hafa ratað í
sálmabókina. Það fallegasta að
mínu mati ætla ég að færa hér
fram sem hugleiðingu þennan 2.
sunnudag í aðventu. Hvernig vilt
þú taka á móti barninu? Á það stað
hjá þér? Er svarið e.t.v. að finna í
þessu versi?
Þér gjöri eg ei rúm með grjót né tré,
gjarnan læt eg hitt í té,
vil eg mitt hjartað vaggan sé,
vertu nú hér minn kæri.
Með vísnasöng eg vögguna þína
hræri.
Hvað hrærist um í þínu hjarta?
Áttu þar stað fyrir lítið barn?
Barnið sem býr með sjálfri/sjálfum
þér? Hvað viltu segja við þetta
barn?
Guð blessi þig og gefi þér gleði
og frið í hjarta á þessari aðventu.
Kirkjan til fólksins
Altaristaflan í Hlíðarendakirkju sýn-
ir Krist upprisinn blessa lítið barn.
Hvað hrærist
um í þínu hjarta?
Hugvekja
Sigríður
Kristín
Helgadóttir
Höfundur er prestur á Breiða-
bólstað í Fljótshlíð.
Sigríður Kristín
Helgadóttir
Guð er lítið barn.
Svo agnarsmátt og
varnarlaust en engu
að síður almáttugt
vegna þess að þetta
barn kallar fram
sterkar tilfinningar.
Það er alltaf betra
þegar lagt er af stað
með góðum hug. Þann
góða hug má víða sjá
í stjórnarsáttmála
nýrrar ríkisstjórnar.
Stefnt er að því að
gera samfélagið okkar
enn betra, þó óljósara
sé hvernig ríkis-
stjórnin ætli að fram-
kvæma það sem
stefnt er að. Á
stjórnarsáttmálanum má sjá að
stjórnin gerir sér grein fyrir að
mörg þeirra verkefna eru í raun á
könnu sveitarfélaga og verða ekki
að veruleika nema í nánu sam-
starfi við þau.
Fjölbreytni samfélags
eflir það og styrkir
Við í Viðreisn erum sammála
ríkisstjórninni þegar hún segir að
þátttaka fólks af erlendum upp-
runa auki fjölbreytileika, efli ís-
lenskt samfélag og menningu og
sé ein forsenda fyrir vexti efna-
hagslífsins. Það þarf að tryggja
réttindi þeirra sem hingað vilja
flytja, til þjónustu, náms og vinnu
og leyfa þeim að búa sér til betra
líf og taka virkan þátt í samfélag-
inu. Þannig verður allt samfélagið
betra.
Það á að móta stefnu í mál-
efnum útlendinga sem miðar að
því að fólk sem hér sest að hafi
tækifæri til aðlögunar og virkrar
þátttöku í samfélaginu og á vinnu-
markaði. Sveitarfélögin hagnast öll
á því að huga að inngildingu allra
íbúa sinna, sama hver uppruni
þeirra er. Það að hámarka þátt-
töku allra íbúa í sam-
félaginu skiptir alls
staðar máli. En til
þess að sveitarfélögin
geti stuðlað að virkri
þátttöku og inngild-
ingu í samfélagið
verða þau að hafa
burði til þess. Það
þarf bæði fjármuni og
faglega starfskrafta
með mikinn stuðning
til að sinna nauðsyn-
legum verkefnum sem
eiga að leysa úr læð-
ingi það afl sem felst í
íbúum af erlendum uppruna í þágu
samfélagsins alls.
Það á sérstaklega að styðja
börn af erlendum uppruna
Stjórnarsáttmálinn tiltekur sér-
staklega að rík áhersla verði lögð
á stuðning til aðlögunar við börn
af erlendum uppruna og fjöl-
skyldur þeirra. Þar verði sér-
staklega horft til skóla- og frí-
stundastarfs og aðgengi aukið að
íslensku- og samfélagsfræðslu. Við
vitum hversu mikilvægt það er
fyrir börnin, ef þau eiga að fá
sömu tækifæri og aðrir til mennt-
unar, að fá stuðning í skólum.
Þetta er mikilvæg stoð inngild-
ingar í íslenskt samfélag. Þarna
erum við alveg sammála í orði. En
eftir á að koma í ljós hvort það
eigi líka við á borði.
Á bara að styðja
helming barnanna?
Reykjavíkurborg hefur þurft að
höfða dómsmál gegn íslenska rík-
inu, því ríkisvaldið ákvað án laga-
stoðar að Reykjavík, eitt sveitarfé-
laga, gæti ekki fengið greiðslur úr
Jöfnunarsjóði vegna skólastarfs og
kennslu barna af erlendum upp-
runa. Ríkið hefur ennþá tækifæri
til að semja við Reykjavíkurborg
til að jafna stöðu barna af erlend-
um uppruna um allt land. Þá sam-
þykktu þessir ríkisstjórnarflokkar
árið 2019 að breyta lögum um
Jöfnunarsjóð til þess eins að
Reykjavíkurborg geti ekki verið
metin á sömu forsendum og önnur
sveitarfélög. Á fyrra kjörtímabili
þessarar ríkisstjórnar virtist það
því vera sérstakt markmið hennar
að tryggja börnum í þessu eina
sveitarfélagi ekki sama stuðning
og hún vildi tryggja börnum í öll-
um öðrum sveitarfélögum.
Helmingur allra innflytjenda á
Íslandi býr í Reykjavík og tæplega
helmingur allra barna á grunn-
skólaaldri, frá 6-16 ára. Þegar
stjórnarsáttmálinn tiltekur sér-
staklega að styðja þurfi börn af
erlendum uppruna í skólakerfinu,
þá á þessi ríkisstjórn Vinstri
grænna, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks vonandi við að
styðja þurfi öll börn af erlendum
uppruna en ekki bara þann helm-
ing barna sem býr utan Reykja-
víkur.
Eru loforð stjórnarsátt-
málans fyrir öll börn?
Eftir Þórdísi Lóu
Þórhallsdóttur » Stjórnarsáttmáli
sem tiltekur að
styðja þurfi börn
af erlendum uppruna
vísar vonandi til barna
af erlendum uppruna
í öllum sveitarfélögum
landsins.
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
Höfundur er formaður borgarráðs
og oddviti Viðreisnar.
Það hefur lengið verið fiktað við
efnahagsþróunina á landinu og síður
verið að taka mið af staðreyndum,
eins og hvernig veiðist eða viðrar.
Fræg er enn stjórn-
viskan þegar margs
konar gengi var á krón-
unni, ferðagengi,
námsmannagengi
o.s.frv.
Svona kúnstir duga
aldrei nema stuttan
tíma og svo þarf þjóðin
að taka skellinn.
Nú þykir sniðugast til að halda
dampinum að ríkið borgi fjórðung af
verði dekkjaskipta og viðlíka hjá
fólki og er það auðvitað hugulsamt.
Eins ef skyldi leka um glugga í suð-
vestanáttinni, þá hleypur hið opin-
bera strax undir bagga. Spurningin
er þá bara hvar þessi gæska á að
enda og hvort eigi að leggja vaskinn
alveg niður. Til hvaða
tekna á ríkið þá að grípa?
Eru ekki nú þegar
þrep í gangi í vaskinum,
líkt og í genginu forðum,
og atvinnugreinar mis-
skattlagðar?
Þegar nú er komið
tómahljóð í kassann þarf
kannski að skoða málin upp á nýtt.
Það er því ekki að undra að stjórn-
armyndun hafi tekið tímann sinn, en
Birgir önnum kafinn og stjórnar-
andstaðan hljóð.
Sunnlendingur
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Niðurgreidd uppsveifla