Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 30
30 MESSUR
á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta
Hinrik Norðfjörð
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
AKUREYRARKIRKJA | Sunnudagaskólinn
fellur niður. Opin kirkja – kyrrðarstund kl. 20-
21.30. Lifandi tónlist og lestrar. Umsjón sr.
Stefanía Steinsdóttir og Eyþór Ingi Jónsson
organisti. Fólki er velkomið að koma og fara
að vild.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl.
13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Viktoría Ásgeirsdóttir og Þorsteinn
Jónsson sjá um samverustund sunnudaga-
skólans. Kór Áskirkju syngur, organisti er
Bjartur Logi Guðnason.
ÁSTJARNARKIRKJA | Helgistund á aðventu.
Jólalög verða sungin. Davíð Sigurgeirsson
leiðir tónlistina ásamt söngfólki. Prestur er
Kjartan Jónsson. Grímuskylda. Stundinni verð-
ur streymt á Fésbókarsíðu Ástjarnarkirkju.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl.
11 í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni
hafa Sigrún Ósk, Pétur og Þórarinn.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Prestur er dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Félagar
úr Kór Breiðholtskirkju syngja undir stjórn Arn-
ar Magnússonar.
Sunnudagaskóli kl. 11. Hann hefst í guðsþjón-
ustu en síðan fara börnin á jarðhæð með
Steinunni Þorbergsdóttur djákna og Steinunni
Leifsdóttur æskulýðsfulltrúa.
Alþjóðlegi söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14.
Prestar sr. Toshiki Toma og sr. Ása Laufey Sæ-
mundsdóttir. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Barnagæsla meðan á guðsþjónustu stendur.
BÚSTAÐAKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11,
heyrum hugvekju um aðventuna og syngjum
aðventu- og jólalög. Jónas Þórir organisti leik-
ur á flygilinn, Sóley Adda, Kata og sr. Þorvald-
ur þjóna. Athugið aðeins ein messa þennan
dag.
DIGRANESKIRKJA | Helgistund sunnudag
kl. 11. Prestur er Bolli Pétur Bollason. Org-
anisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Sunnu-
dagaskóli í kapellu kl. 11.
Hjallakirkja kl. 17. Prestur er Sunna Dóra
Möller. Tónlist: Matthías V. Baldursson.
DÓMKIRKJAN | Guðsþjónusta kl. 11, sr. El-
ínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti
og Dómkórinn. Gætum vel að sóttvörnum.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl.
10.30. Stefnt er að aðventuhátíð Egilsstaða-
kirkju viku síðar, 12. desember, ef aðstæður
leyfa – nánar auglýst síðar.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar
syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur
organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma.
Marta Karítas og Dagný skreyta piparkökur
með börnunum. Meðhjálpari er Kristín Ingólfs-
dóttir. Kaffisopi eftir stundina
FRIÐRIKSKAPELLA | Guðsþjónusta 5. des-
ember kl. 11. Sakarías Ingólfsson prédikar og
þjónar fyrir altari. Nánar á jelk.is.
GLERÁRKIRKJA | Sunnudagur. Barna- og
æskulýðskór Glerárkirkju, kór Glerárkirkju
ásamt prestum kirkjunnar syngur inn aðvent-
una kl. 18. Á þennan viðburð þurfa allir gestir
fæddir 2015 og fyrr að framvísa neikvæðri
niðurstöðu úr hraðprófi. Hraðprófið má ekki
vera eldra en 48 klst. gamalt. Hægt er að
bóka hraðpróf á www.hraðprof.is.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
María G. Ágústsdóttir þjónar ásamt messu-
hópi. Kirkjukór Grensáskirkju og Ásta Haralds-
dóttir kantor leiða safnaðarsöng. Hátíð í tilefni
25 ára vígsluafmælis Grensáskirkju er frest-
að. Unga kirkjan kl. 17, skráning. Þriðjudagur:
Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Núvitund-
arstund kl. 18.15-18.45, einnig á netinu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Sunnu-
dagaskóli 5. desember kl. 11. Prestar eru
Leifur Ragnar Jónsson og Pétur Ragnhildarson
og co. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Prestur er Sighvatur Karlsson. Org-
anisti er Kristín Jóhannesdóttir. Félagar úr
Barbörukórnum syngja. Sunnudagaskóli á
sama tíma í safnaðarheimilinu. Nánar: hafn-
arfjardarkirkja.is.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson
prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar að-
stoða. Karlakór Reykjavíkur syngur og leiðir
messusönginn undir stjórn Friðriks S. Krist-
inssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergs-
son. Umsjón með barnastarfinu hafa Kristný
Rós Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
Barnastarfið er í kórkjallara, gengið er inn aust-
an megin kirkjunnar.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir
altari. Organisti er Arngerður María Árnadóttir.
Meðlimir í Kordíu, kór Háteigskirkju, leiða
söng.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Helgistund í
Digraneskirkju sunnudag kl. 11. Prestur er Bolli
Pétur Bollason. Organisti er Sólveig Sigríður
Einarsdóttir. Sunnudagaskóli í kapellu kl. 11.
Hjallakirkja kl. 17.
Prestur er Sunna Dóra Möller. Tónlist: Matthías
V. Baldursson.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma
kl. 13. Boðið verður upp á tónlistaratriði,
barnastarf, lofgjörð o.fl. Guðjón Vilhjálmsson
flytur stutta hugvekju. Kaffi að samverustund
lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Aðventustund 5. des-
ember kl. 11. Arnór Vilbergsson organisti leikur
undir söng kórfélaga og sr. Erla Guðmunds-
dóttir leiðir stundina.
Sunnudagaskólinn fer fram í Kirkjulundi kl. 11
þar sem Grybos, Marín og Helga leiða söng,
biblíusögur og bænir ásamt skemmtilegum
brúðum.
KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar fyrir
altari. Félagar úr Kór Kópavogskirkju syngja
undir stjórn Lenku Mátéová. Sunnudagaskól-
inn verður á sama tíma í safnaðarheimilinu
Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli 5. desember kl. 11. Aldís Rut Gísladóttir
prestur þjónar, Góðir grannar syngja undir
stjórn Egils Gunnarssonar og organisti er
Bjartur Logi Guðnason. Sunnudagaskólinn á
sínum stað í safnaðarheimili kirkjunnar.
Fyllstu sóttvarna gætt.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar
úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti
er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Prestur er Skúli
S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleði í
sunnudagaskólanum. Umsjón Arni Agnarsson
og Kristrún Guðmundsdóttir. Guðsþjónustu-
gestir ganga inn um kirkjudyr en sunnudaga-
skólinn verður alfarið í safnaðarheimili og
ganga þátttakendur beint þar inn. Við leggjum
áherslu á smitvarnir og minnum á grímur og
metraregluna. Ekki er boðið upp kaffisopa.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Aðventukvöld/-
endurkomukvöld verður haldið í kirkju Óháða
safnaðarins 5. desember kl. 20, ath. messu-
tíma. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar. Óháði
kórinn undir stjórn Kristjáns Hrannar leikur á
als oddi og syngur jólalög eftir Queen, Bagga-
lút og David Bowie auk hefðbundnu jólasál-
manna. Einsöngvari er Bragi Árnason. Sr.
Hjalti Jón Sverrisson, sjúkrahúsprestur á
Landspítalanum, deilir jólahugvekju. Ólafur Kr.
mun taka á móti kirkjugestum. Grímur og sótt-
varnir.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Bára leiða stundina og Tómas Guðni sér
um undirleikinn.
Guðsþjónusta kl. 13. Sr. Ólafur Jóhann Borg-
þórsson prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju
leiða safnaðarsöng. Organisti er Tómas Guðni
Eggertsson.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Að láta ljós þitt skína. Arnar Þór
Jónsson lögmaður talar. Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni þjónar. Frið-
rik er organisti. Kammerkórinn syngur. Kaffi-
veitingar. Aðventukvöld í dag, laugardag, kl.
18. Barnakór og kammerkór. Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir talar. Fólk sýni neikvæða nið-
urstöðu úr hraðprófi. Ferð í Fjóshelli við Hellu
laugardag 11. des kl. 15. Karl Sigurbjörnsson
flytur hugleiðingu. Veitingar. Verð kr. 6 þús-
und. Tilkynna þarf þátttöku í síma 8996979.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Kveikt á Betlehemskertinu. Lokaþáttur kyrrð-
ardaga í Skálholti. Fermingarbörn aðstoða.
Börn fá fjársjóðskistu og fróðleik um aðvent-
una. Altarisganga. Organisti er Jón Bjarnason.
Sr. Kristján Björnsson biskup.
STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi |
Messa kl. 14. Kveikt á Betlehemskertinu.
Börn fá fjársjóðskistu og spjall um aðventuna.
Altarisganga. Organisti er Jón Bjarnason. Sr.
Kristján Björnsson biskup.
VÍDALÍNSKIRKJA | Sunnudagaskóli í Urr-
iðaholtsskóla kl. 10. Fjölskyldumessa kl. 11.
Aðventuhátíð í streymi á facebook.com/-
vidalinskirkja kl. 17. Sr. Jóna Hrönn Bolladótt-
ir. Sigríður Dísa Gunnarsdóttir flytur hugleið-
ingu. Peter Thompkins leikur á óbó, Erla Björg
Káradóttir syngur einsöng, Kór Vídalínskirkju
syngur undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar.
ÞINGMÚLAKIRKJA | Aðventuhátíð Þing-
múla- og Vallanessóknar verður haldin í fé-
lagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal laug-
ardaginn 4. desember kl. 15. Kór Vallaness
og Þingmúla og börn syngja undir stjórn Tor-
valds Gjerde. Kveikt á aðventukertunum, jóla-
minningar og jólasaga fyrir börn og fullorðna.
Sr. Þorgeir Arason leiðir stundina. Kaffiveit-
ingar að dagskrá lokinni. Öllum sóttvarna-
reglum fylgt.
Morgunblaðið/ÓmarHallgrímskirkja