Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
✝
Vigdís Björns-
dóttir fæddist í
Göngustaðakoti í
Svarfaðardal 11.
mars 1932. Hún lést
á Heilbrigðisstofn-
un Vesturlands á
Akranesi 19. nóv-
ember 2021.
Foreldrar Vig-
dísar voru Sigrún
E. Björnsdóttir, f.
1899, d. 1983, og
Björn Guðmundsson, f. 1903, d.
1980. Fjölskyldan flutti að Bæ í
Steingrímsfirði þegar Vigdís
var barn að aldri en hún var sú
fimmta í röð sjö systkina. Eft-
Pálmi, f. 1979, d. 2002. Dagur er
kvæntur Hjördísi Dögg Grím-
arsdóttur og eiga þau tvo syni.
Vigdís er gift Gunnari Ásgeiri
Sigurjónssyni og eiga þau fimm
börn. 2) Jón, f. 1957, er kvæntur
Kristbjörgu Antoníusardóttur.
Þeirra börn eru Anna Dís, f.
1975, Sveinn Ragnar, f. 1977,
Áskell, f. 1986, og Andri, f. 1988.
Anna Dís er gift Halldóri Örvari
Einarssyni og eiga þau þrjú
börn. Sveinn Ragnar er kvæntur
Valdísi Sigurðardóttur og eiga
þau fjögur börn. Áskell er í sam-
búð með Jónu Kolbrúnu Niku-
lásdóttur og eiga þau tvo syni. 3)
Nanna Þóra, f. 1960, sonur
hennar er Helgi Ólafsson, f.
1994. Helgi er í sambúð með
Herdísi Línu Halldórsdóttur og
eiga þau einn son.
Útför Vigdísar fór fram í
kyrrþey frá Akraneskirkju 30.
nóvember 2021.
irlifandi eru syst-
urnar Fanney og
Sigurbjörg.
Vigdís giftist
hinn 24. apríl 1953
Áskeli Jónssyni, f.
1924, d. 2014. Árið
1954 fluttu Vigdís
og Áskell á Akra-
nes og bjuggu þar
til æviloka. Vigdís
starfaði lengst af
sem matráðskona á
dagheimili.
Börn Vigdísar og Áskels eru:
1) Sigrún, f. 1953, gift Þóri
Ólafssyni. Þeirra börn eru Dag-
ur, f. 1974, Vigdís, f. 1975, og
Það vantar lítið upp á að liðin
sé hálf öld frá því að ég hitti
Vigdísi Björnsdóttur, eða Dísu
eins og hún var jafnan kölluð, í
fyrsta sinn. Ég var þá mættur
með Sigrúnu á heimili verðandi
tengdaforeldra minna, Dísu og
Kela, á Stekkjarholtinu á Akra-
nesi. Þrátt fyrir tilburði mína til
að leika hippa þess tíma var
mér vel tekið. Jafnvel þeirri
sérvisku minni að skera fituna,
besta bitann, af lambakjötinu
og smyrja ekki brauðið var tek-
ið með jafnaðargeði. Síðar átti
ég reyndar eftir að fá matarást
á tengdamóður minni sem var
afbragðskokkur. Lengi verða í
minnum kleinur og fleira úr
hinu hversdagslega eldhúsi sem
hún náði að gæða einhverjum
sérstökum töfrum sem kættu
bragðlaukana.
Það er stutt síðan við sátum
að skrafi við Dísu um daginn og
veginn og ræddum um níræð-
isafmæli hennar á komandi vori.
Hún sagðist vera farin að halda
að hún ætti eftir að verða 100
ára þótt ekki væri hún sann-
færð um að það væri sérstak-
lega eftirsóknarvert. En „líf
mannlegt endar skjótt“ orti
Hallgrímur Pétursson forðum.
Brotthvarf Dísu eftir skamm-
vinn veikindi kom okkur öllum í
opna skjöldu og er hennar nú
sárt saknað. Dísa var væn
manneskja, hún lét sér annt um
sína nánustu og alltaf boðin og
búin að leggja þeim lið. Við Sig-
rún og börnin okkar nutum
þess ríkulega á árunum sem við
bjuggum á Skaganum. Heimil
Dísu og Kela stóð börnunum
opið og þar nutu þau umhyggju
og hóflegs dekurs eins og vera
vill hjá afa og ömmu. Á fyrstu
búskaparárunum okkar var
ómetanlegt að eiga Dísu að.
Hún saumaði föt á börnin,
breytti og endurnýtti fatnað og
gerði við óteljandi göt og flíkur
sem laskast höfðu í dagsins önn.
Slíkt var heldur betur búbót á
þeim baslárum svo ekki sé
minnst á sláturgerð og fleira
matarkyns. Fram til hins síð-
asta var Dísa að gefa afkom-
endum teppi, púða og fleira sem
hún hafði búið til. Ég undraðist
oft hve mikla fimi hún hafði til
að bera við fínlegar og flóknar
útfærslur í hinum ýmsu hann-
yrðum. Þá hef ég viljað líkja
stóru teppunum hennar mörg-
um hverjum við listaverk.
Vigdís fæddist í Svarfaðardal
en flutti sem barn með foreldr-
um sínum norður á Strandir.
Það varð hlutskipti margra af
kynslóð tengdaforeldra minna
að flytja úr sveitum landsins í
leit að betri lífskjörum í bæj-
unum. Keli og Dísa voru meðal
margra Strandamanna sem
fluttust á Akranes. Þar var
næga vinnu að hafa og von var
um betri lífskjör. Á Akranesi
komu þau sér upp góðu heimili.
Flutningur á mölina opnaði ekki
sjálfkrafa aðgang að gulli og
grænum skógum. Tekjurnar
varð að drýgja með útsjónar-
semi og mikilli vinnu. Það má á
vissan hátt segja að angi sjálfs-
þurftarbúskaparins hafi lifað
áfram með þeirra kynslóð. Þau
ræktuðu kartöflur, tóku slátur,
keyptu kjöt í heilum skrokkum,
tíndu ber og sultuðu, saumuðu
föt og gerðu við, sáu um viðhald
húss, gerðu við eigin bíla og svo
mætti áfram telja.
Ég minnist margra ánægju-
stunda með Dísu, nærvera
hennar og reynsla auðgaði líf
okkar sem hana þekktu og fyrir
það ber að þakka.
Þórir Ólafsson.
Minningarnar hrannast upp
um góða ömmu sem naut þess
að hafa fólk í kringum sig. And-
lát hennar átti sér stuttan að-
draganda og kom okkur á óvart
þegar við fengum fregnir af
veikindum hennar. Hún var
nokkuð hress síðast þegar hún
kíkti í heimsókn til okkar og í
huga okkar ekki að fara að
kveðja þennan heim, þrátt fyrir
að vera komin á góðan aldur.
Amma Dísa var okkur fjöl-
skyldunni afar kær. Hún var
yndisleg amma og langamma.
Falleg manneskja með einstak-
lega góða nærveru. Hún var ein
þeirra sem gáfu okkur tíma og
minningar sem ylja um ókomna
tíð. Ferðalög á Strandirnar,
sumarbústaðarferðir, laufa-
brauðsgerð og berjamór standa
upp úr. Í hraða nútímans má
segja að þessar stundir séu dýr-
mætar því oft gleymir fólk að
staldra við og njóta samveru-
stunda með sínum nánustu.
Heimsókn til ömmu bauð upp
á ljúfar stundir en það var alltaf
gott að heimsækja hana og afa
Kela. Amma naut þess að bjóða
upp á hinar ýmsu kræsingar og
oftar en ekki settumst við hjá
henni í eldhúskróknum á
Stekkjarholtinu, síðar á Þjóð-
brautinni. Eldhúsið var hennar
svið þar sem hún lék af fingrum
fram, naut sín við að galdra
fram gómsætar kökur, kleinur
og vinsælu partana. Síðar þegar
árin færðust yfir snerist þetta
við, hún kíkti í heimsókn til
okkar og naut þess að spjalla og
gæða sér á gómsætum, gam-
aldags kökum sem kitluðu
bragðlaukana.
Strákarnir okkar, Aron Elvar
og Marinó Ísak, minnast hennar
með hlýju og væntumþykju.
Þeir rifja upp góðar minningar
um gæfu hennar og góð-
mennsku. Henni þótti alltaf
vænt um þegar þeir settust hjá
henni til að spjalla. Þegar þeir
voru yngri var dótakassinn vin-
sæll í heimsóknunum en hún
dró hann fram þegar þeir komu
í heimsókn og þeir gleymdu sér
við leik með það dót sem þar
var. Í kassanum var dót frá
fyrri árum sem heillaði ung-
viðið.
Dísu fannst gaman að spjalla
og gátum við talað um allt milli
himins og jarðar. Hún sagði
skemmtilega frá og oftar en
ekki voru rifjaðar upp góðar
stundir frá heimahögunum.
Hún var líka hnyttin í frásögn-
um sínum og gæddi sögurnar
lífi með húmor og skemmtileg-
heitum. Okkur þykir vænt um
þessar sögustundir og eigum
eftir að sakna þess að spjalla
við hana.
Við minnumst góðrar konu,
ömmu og langömmu sem gaf
okkur ást, hlýju og umhyggju.
Við eigum eftir að sakna hennar
mikið en geymum í hjarta okk-
ar allar þær góðu stundir sem
hún gaf okkur.
Með ljóði Svanfríðar Sigur-
jónsdóttur kveðjum við yndis-
lega ömmu og langömmu með
þökk fyrir samfylgdina.
Með ástúð og kærleik þú allt að þér
vafðir
og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir
þótt móðuna miklu þú farin sért yfir
þá alltaf í huga okkar myndin þín
lifir.
Við kveðjum þig, amma, með
söknuð í hjarta,
en minning um faðmlag og brosið
þitt bjarta.
Allar liðnar stundir um þig okkur
dreymi
og algóður Guð á himnum þig
geymi.
Dagur, Hjördís Dögg, Aron
Elvar og Marinó Ísak.
Fimm ættliðir: Sigrún, Vig-
dís, Sigrún, Vigdís og Sigrún.
Eitt af því fyrsta sem við vit-
um um fólk er hvað það heitir.
Ég heiti Sigrún Amina og hef
alltaf verið ánægð með að heita
í höfuðið á ömmu minni sem var
skírð í höfuðið á ömmu sinni.
Ég á það til að forðast gam-
aldags hefðir og úrelta siði en
það á þó ekki við um þann sið
að fimm ættliðir kvenna í minni
fjölskyldu skírðu dætur sínar í
höfuðið á móður sinni. Þetta er
eitt af því sem er mér efst í
huga þegar ég hugsa um lang-
ömmu mína hana Vigdísi. Hér
áður fyrr, þegar ég var yngri og
spurningarnar um lífið voru
endalausar, minnist ég þess að
hafa spurt langömmu mína hvað
mamma hennar hét og var
steinhissa þegar ég heyrði að
hún hét líka Sigrún.
Þessi hefð, bestu kleinur í
heimi, bútasaumur, laufa-
brauðsgerð fyrir jól og áhyggj-
ur af mínum köldu höndum er
langamma mín.
Sigrún Amina Wone.
Ótal minningar streyma upp í
hugann þegar ég hugsa um
ömmu mína og nöfnu. Ég er
fyrst og fremst þakklát fyrir að
hafa verið þeirrar gæfu aðnjót-
andi að eiga hana sem ömmu í
46 ár.
Ég ólst upp á Akranesi og
þar bjuggu amma og afi líka.
Við barnabörnin vorum alltaf
velkomin á Stekkjarholtið og
þar var sko gott að vera. Þar
var alltaf svo hlýtt, góð ömmu-
lykt og eitthvað gómsætt að
borða. Amma bakaði bestu
kleinurnar og sauð besta graut-
inn. Það var gaman að sitja í
eldhúsinu hjá henni og hlusta á
sögur af æsku hennar á Strönd-
um og spila með henni ólsen-
ólsen.
Jólin nálgast og hugur minn
fer með mig til jóla æsku minn-
ar. Þá vorum við hjá ömmu og
afa á aðfangadag, þar var ávallt
glatt á hjalla, nammimolar í
poka og fullt af pökkum. Í
seinni tíð hefur amma verið
með mér og minni fjölskyldu á
aðfangadegi. Börnin mín hafa
notið þess að hafa langömmu
sína hjá sér á jólunum og hund-
urinn kúrt henni við hlið. Ég
gleymi því aldrei þegar hún
smakkaði rjúpu í fyrsta skipti
hjá okkur, besta kjöt sem ég
hef smakkað sagði hún og er
það mikið hrós frá ömmu.
Kokkurinn, maðurinn minn,
varð auðvitað himinlifandi með
hólið.
Á sumrin fórum við á æsku-
slóðir ömmu og afa norður á
Ströndum. Þar heimsóttum við
skyldfólk okkar og fórum í
berjamó. Leiðin norður var allt-
af löng fyrir litla kroppa en
amma og afi styttu okkur
stundir með söng og fræðslu
um Ísland. Við fengum líka að
maula bláan Ópal og peru-
brjóstsykur. Á Ströndum lágum
við í grasinu og hlustuðum á
kyrrðina. Í minningunni var
alltaf gott veður, gleði í hjarta
og nóg af nesti.
Amma var mikil listakona.
Handverkið hennar er svo dýr-
mætt, bútasaumsteppin og dúk-
arnir, ullarsokkarnir og skraut-
púðarnir. Við njótum góðs af
þessu og hugsum hlýtt til ömmu
þegar við notum þessa hluti.
Þú varst okkur amma svo undur góð
og eftirlést okkur dýran sjóð,
með bænum og blessun þinni.
Í barnsins hjarta var sæði sáð,
er síðan blómgast af Drottins náð,
sá ávöxtur geymist inni.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Söknuðurinn er sár en minn-
ingarnar margar og hlýja mér
um hjartarætur.
Blessuð sé minning þín.
Þín dótturdóttir og nafna,
Vigdís Þórisdóttir.
Vigdís
Björnsdóttir
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Faðir minn, tengdafaðir, bróðir, frændi, afi
og langafi,
PÁLL ARNAR PÉTURSSON
vélvirki,
Hraunbraut 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
fimmtudaginn 25. nóvember. Útför hans fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 8. desember klukkan 13.
Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir að sýna neikvætt
hraðpróf, ekki eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild.
Ólafur Þ. Pálsson Lára Björnsdóttir
Steinunn Pétursdóttir
Sæmundur Pétursson
Pétur Skúlason
Steinunn Skúladóttir
Kristín Þóra Ólafsdóttir
Ásthildur Ólafsdóttir
Erna Sif Ólafsdóttir
Katla Boghildur Kröyer
og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRN STEINDÓR HARALDSSON,
löggiltur endurskoðandi,
Lundi 86, Kópavogi,
lést laugardaginn 27. nóvember á
líknardeild LSH í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Lindakirkju þriðjudaginn
7. desember klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða
einungis hans nánustu ástvinir viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni á https://www.lindakirkja.is/utfarir/
Margrét Auður Pálsdóttir
Haraldur Orri Björnsson Sigríður Ósk Benediktsdóttir
Helga Bryndís Björnsdóttir Henrý Örn Magnússon
og barnabörn
Ástkær faðir minn, stjúpfaðir, tengdafaðir
og afi,
GUNNAR S. GUÐMUNDSSON
offsetljósmyndari,
lést fimmtudaginn 25. nóvember á
Landspítalanum. Útförin fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 8. desember klukkan 13.
Allir eru velkomnir en í ljósi aðstæðna þurfa kirkjugestir að
framvísa við inngang neikvæðu PCR- eða hraðprófi sem má
ekki vera eldra en 48 klst.
Streymt verður frá jarðarförinni á:
https://www.facebook.com/groups/2462528437216652
Hera Brá Gunnarsdóttir Njáll Reynisson
Benjamín Gunnar Njálsson
Brynjar Reynir Njálsson
Ólafur Geir Guttormsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
MATTHILDUR GESTSDÓTTIR,
Lautasmára 3, Kópavogi,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
30. nóvember. Útför hennar verður gerð frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. desember klukkan 13.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag m.t.t. sóttvarna og
vefstreymis verða birtar síðar.
Þ. Björgvin Kristjánsson
Kristján Björgvinsson Hrefna Gunnarsdóttir
Matthildur Gunnarsdóttir Jóhann Vignir Gunnarsson
Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir
Þorgeir Örn Tryggvason Hulda Ósk Bergsteinsdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Hekla Sóley, Snædís Lilja,
Friðrik Hrafn og Harpa Sif