Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021
Elsku Hjördís
amma.
Skemmtileg,
klár, falleg, góð og
tók sig ekki of alvarlega.
Ég er heppin að hafa fengið að
njóta samveru hennar mikið í
gegnum árin. Við bjuggum
heima hjá þeim þegar ég fædd-
ist, hún hélt mér undir skírn, hún
var sú fyrsta sem ég fór í næt-
urpössun hjá, hún leit eftir mér í
kennaraverkföllum, amma og afi
voru þau sem ég vildi helst vera í
pössun hjá, hún var sú sem ég
fór til ef ég vildi ekki vera ein
þótt ég væri orðin fullorðin, ég
gat leitað til hennar ef eitthvað
amaði að og ég vissi að hún
myndi aldrei dæma og alltaf
elska mig.
Hún lét manni líða eins og
henni þætti vænst um mann í
heiminum, en það var ekki til-
fellið, hún elskaði alla fjölskyld-
una sína bara svona ótrúlega
mikið. Hún tók öllum tengda-
börnum og tengdabarnabörnum
opnum örmum eins og hún hefði
þekkt þau allt sitt líf og þau urðu
hennar fjölskylda á svipstundu,
hún hafði svo mikla ást að gefa.
Amma var nátthrafn og dag-
urinn var rétt að byrja þegar
fólk kom heim úr vinnu/skóla.
Næturnar voru fyrir gotterí,
púsl og kapalleggingar (og svo
facebook þegar það kom til). Ef
bíómynd var sett í tækið þá var
það oftar en ekki spennumynd
sem varð fyrir valinu og þá helst
með Bruce Willis. Hún fékk sér
líka reglulega 10 dropa, uppá-
hellta á gamla mátann. Hún valdi
Hjördís
Arnardóttir
✝
Hjördís Arn-
ardóttir fædd-
ist 5. september
1950. Hún lést 22.
nóvember 2021
Hjördís var jarð-
sungin 2. desember
2021.
frekar að vanda
verk sitt, gera það
vel og rétt frekar en
að drífa sig eða láta
tæknina gera það.
Klassískt nætur-
snarl hjá ömmu
þegar ég var yngri
var grilluð samloka
með osti – eða það
mætti kannski kalla
það brauðhúðað ost-
stykki, því ost-
sneiðafjöldinn fór langt yfir það
sem eðlilegt getur talist. Algjört
lostæti. Þar að auki var alltaf til
eitthvað fleira gott í skúffunum
hjá henni, og ef ekki þá var því
reddað.
Ég á líka margar minningar
úr Opelnum með ömmu. Ég
minnist þess þegar hún fór með
okkur systurnar í helgarferð á
Akureyri fyrir mörgum árum. Þá
sungum við hástöfum saman:
„Hver ekur eins og ljón með aðra
hönd á stýri? Amma á Opel-bíln-
um, amma á Opel-bílnum. Hver
stígur bensínið í botn í fimmta
gírnum? Amma á Opel-bílnum,
hún amma furðufugl!“
Hún var hörkubílstjóri og
hefði getað keyrt milli Reykja-
víkur og Akureyrar einhent og
blindandi á Opelnum sínum, og
samt náð þangað ósködduð á
undir þremur tímum.
Amma náði að verða
langamma. Langömmubarnið
Emma býr í Svíþjóð, en þökk sé
netinu gat hún fylgst með Emmu
daglega og var alltaf spennt að
kíkja í tölvuna að sjá nýjar
myndir. Henni fannst hún
þekkja Emmu svo vel þrátt fyrir
að hafa ekki hitt hana oft. Emma
mun líklega ekki muna eftir
henni en ég mun sýna henni
myndir og segja henni sögur af
yndislegu Hjördísi langömmu,
og vonandi mun Emmu finnast
hún hafa þekkt hana.
Amma sparaði aldrei fallegu
orðin. Ég vildi að ég hefði sparað
þau minna við hana á meðan ég
gat og gefið mér meiri tíma með
henni, en myndi eflaust óska
þess sama hvað. Því það er svo
erfitt að hugsa til þess að sam-
verustundirnar verði ekki fleiri.
Ég græt því ég sakna hennar
svo mikið og ég græt því ég veit
að fjölskyldan mín gerir það líka.
Hún elskaði okkur öll og vissi að
við elskuðum hana.
Júlía Arnardóttir.
Nú er ég að kveðja mínu kæru
mágkonu Hjördísi.
Þetta er kveðjan mín til þín
kæra mása eins og ég kallaði þig.
Í grenndinni veit ég um vin sem ég á,
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þá veit hann ég vinur hans
er,
því viðtal við áttum í símann.
„Ég hringi á morgun,“ ég hugsaði þá
svo hugur minn fái það skilið
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk,
að dáinn sé vinurinn kæri.
Ef sjálfur átt góðan vin í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send
er sannur og góður vinur.
(Höf. ók. Þýð. Sig. Jónsson)
Takk fyrir allt mín kæra mág-
kona.
Samúðarkveðja til Jóns Grét-
ars og fjölskyldu.
Herdís Ingvadóttir.
Nú hefur Hjördís, mágkona
mín, kvatt þetta jarðlíf. Þrátt
fyrir veikindi í mörg undanfarin
ár, sem ágerðust hægt og bít-
andi, kom andlát hennar á óvart.
Það var alltaf gott að heyra í
Hjöddu, eða hér áður fyrr að
koma við í kaffibolla á Víkur-
ströndinni. Þeim heimsóknum
fækkaði með árunum af tillits-
semi við hana. Ég hef stundum
velt því fyrir mér, hvort þessi til-
litssemi sé stundum ofmetin,
enda þegar maður telur í sig
kjark og víkur henni til hliðar, þá
gerist eitthvað gott og þakkar-
vert. Nú eru það góðar minn-
ingar sem eftir sitja, þegar við
vorum ungar með okkar ungu
fjölskyldur og alltaf sól og sumar
fyrir norðan. Sunnudagsbíltúrar
með foreldrum mínum austur í
heiði með teppi og nesti, góðar
kvöldstundir í Skarðshlíðinni,
þar sem Hjödda settist við píanó-
ið og lék við hvern sinn fingur,
heimsókn til Köben, í Solbakken.
Það er margs að minnast og fyrir
það þakka ég. Ég þakka Hjöddu
góða vináttu öll þessi ár. Bróður
mínum, börnunum og fjölskyld-
um þeirra, votta ég samúð mína
og bið þeim blessunar.
María E. Ingvadóttir (Maja).
Elskulega frænka mín er fall-
in frá. Já hún Didda frænka,
þessi litla granna, kröftuga og
glaðlega kona.
Við hittumst ekki oft, en þegar
við hittumst var sko glatt á
hjalla.
Grín, glens og meðlæti með
kaffinu. Spjallað var um heima
og geima.
Yndislegt að heimsækja hana
á Víkurströndina. Vildi óska að
þær heimsóknir hefðu verið
fleiri.
Þakkir fyrir frábærar mót-
tökur og samband ykkar pabba
var svo fallegt.
Nú hittist þið, ásamt fleirum
sem við elskum í sumarlandinu.
Knús á alla.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afargóð
ég alltaf mun þín sakna.
(Guðrún V. Gísladóttir)
Elsku Jónsi, Örn, Guðrún,
Sandra, Harpa og fjölskyldur,
missir ykkar er mikill. Minning-
arnar um yndislega konu lifa í
hjörtum okkar.
Guðrún María
Haraldsdóttir.
Fallega amma mín,
Þorbjörg Rósa, var
sannkölluð hefð-
arfrú, hefðarfrú
sem þú lest um í bestu sögum.
Hún þótti einstaklega smekk-
leg rólyndiskona og var allt upp
á 10 hjá henni. Hún var
hjartahlý og hennar besti eig-
inleiki var góða nærveran sem
hún veitti. Það þurfti oft ekki
að segja mikið þegar ég kíkti í
heimsókn til hennar heldur var
rólegheit og nálægð við hana
nóg. Það þótti öllum gott að
vera í nálægð við hana.
Amma Lillý sýndi okkur
barnabörnunum og barna-
barnabörnum mikinn áhuga og
þótti einstaklega skemmtilegt
að heyra hvað hafði drifið á
okkar daga. Hún var virkilega
stolt af okkur og lét okkur vita
af því. Hún var líka dugleg að
hrósa okkur hvort sem það
voru afrek, tímamót í okkar lífi
eða peysan sem við klæddumst
í matarboði.
Ég hlakka til að fara á Harð-
bak og hugsa til þín amma mín,
finna fyrir hlýleikanum sem þú
gafst mér, hugsa til þín og
hestakonunnar sem ég leit allt-
af mikið upp til og geri enn.
Þorbjörg Rósa
Guðmundsdóttir
✝
Þorbjörg Rósa
Guðmunds-
dóttir fæddist 16.
ágúst 1929. Hún
lést 25. október
2021.
Útförin fór fram
18. nóvember 2021.
Takk fyrir allar
samverustundirnar
í gegnum lífið,
minningar lifa og
það gerir þú líka
amma Lillý.
Þín,
Fanney
Þorbjörg
Guðmunds-
dóttir.
Veturinn 1975 kom saman
hópur hestafólks í Reykjavík til
að skipuleggja hestaferð á
komandi sumri. Í þeim hópi
voru hjónin Þorbjörg Guð-
mundsdóttir, eða Lillý eins og
hún var ávallt kölluð, og eig-
inmaður hennar Björn Guð-
mundsson. Þau og við þrenn
önnur hjón tengdumst í gegn-
um vini okkar eða fjölskyldur
austur í Gnúpverjahreppi, en
einnig komu í hópinn nokkrir
fyrrverandi ferðafélagar þeirra
hjóna. Þarna var stofnað til
vinahóps sem ferðaðist um
langt árabil á hestum um
óbyggðir og öræfi Íslands, og
oft um ótroðnar slóðir. Það sem
sameinaði hópinn var í mínum
huga ást okkar á hestunum,
landinu, sögunni og kvæðum
þjóðskáldanna, og síðast en
ekki síst söngurinn. Hvert
kvöld var tekið lagið og mest
sungið af „Fjárlögunum“ ásamt
ýmsum slögurum nýjum og
gömlum. Mörg okkar höfðu
starfað í kórum og kunnum
þess vegna raddir í lögunum,
svo aldrei var sungið minna en
tví- eða þríraddað. Á þessum
kvöldvökum okkar höfðum við
öll eitthvað fram að færa í ljóði,
sögu eða lagi.
Lillý og Björn voru skemmti-
legir ferðafélagar, bæði söngvin
og hann frábær sögumaður og
kunni feiknin öll af kvæðum og
lausavísum. Margar voru eftir
Þingeyingana Þuru í Garði og
Egil Jónasson á Húsavík. Þá
sjaldan að hann rak í vörðurnar
kallaði hann: „Tobba! (það
gælunafn notaði enginn annar í
hópnum), hvernig var þetta nú
aftur?“ Mig rekur ekki minni
til að staðið hafi á svari hjá
Lillý. Hún minnti mig á þegar
mamma var að hlýða mér yfir
Skólaljóðin í gamla daga, nema
Lillý þurfti enga bók til að
minna bónda sinn á. Hún hafði
auk þess frábæra kímnigáfu og
skaut oft inn hnyttnum athuga-
semdum í samræðum okkar.
Auk sumarferðanna urðum
við oft samferða með hrossin í
sumarhagana fyrir austan fjall
og oft slógust fleiri í hópinn.
Voru riðnar allar hugsanlegar
leiðir úr Reykjavík, oft austur á
Þingvöll, og þaðan var Eyfirð-
ingavegur fyrir sunnan Skjald-
breið um Hlöðuvelli og austur
að Geysi í miklu uppáhaldi hjá
okkur. Hin seinni ár bættust
synir okkar og börn og barna-
börn Lillýjar og Björns í hóp-
inn og nú er svo komið að Guð-
mundur Björnsson og
strákarnir okkar og fjölskyldur
ferðast saman á hestum hvert
sumar í góðum vinahópi. Það
vissi ég að gladdi Lillý.
Lillý var glæsileg kona og
ávallt smekklega klædd og vel
tilhöfð. Hún bjó manni sínum
og börnum fallegt heimili og
nutum við vinir þeirra oft gest-
risni þeirra hjóna. Hún var í
mínum huga íslensk alþýðu-
stúlka með framkomu hefðar-
konu.
Þegar ég las erfiljóð Bjarna
Thorarensen um Rannveigu
Filippusdóttur í fyrsta sinn
kom mér Lillý vinkona okkar í
hug og þá ekki síst þetta erindi.
Ei þó upp hún fæddist
í öðlinga höllum,
láta-snilld lipur var henni
sem lofðunga frúvum.
Kurteisin kom að innan
sú kurteisin sanna
sið-dekri öllu æðri
af öðrum sem lærist.
Að leiðarlokum þakkar vina-
hópurinn úr hestaferðunum
áralanga vináttu og tryggð og
vottar börnum hennar og fjöl-
skyldum innilega samúð.
Andreas Bergmann.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Bróðir okkar,
SVEINN EINALD ÁRNASON,
Víðigrund, Sauðárkróki,
lést á sjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn
26. nóvember. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn
7. desember klukkan 14.
Haukur Jónsson
Ríkharður Jónsson
Jóna Ólafía Jónsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, bróðir og tengdasonur,
GUÐMUNDUR GUÐBJÖRNSSON,
lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar
sunnudaginn 28. nóvember. Útförin fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
8. desember klukkan 13. Vegna sóttvarna eru kirkjugestir beðnir
að sýna neikvætt hraðpróf við inngöngu, ekki eldra en 48 klst.
Heimapróf eru ekki tekin gild. Athöfninni verður streymt á
slóðinni https://youtu.be/nD5xFBuB2UY.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hans er bent á Ljósið.
Margrét Benediktsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir Haukur Már Karlsson
Marta Rut Guðmundsdóttir Gísli Geir Guðmundsson
Benedikt Fannar Guðmundsson
Elísabet Ýr, Alexandra Margrét, Natalía Kristín, Frosti Leó,
Tinna Gabríela
Hallur Örn Kristínarson
Sigurlína Herdís Guðbjörnsdóttir
Marta Magnúsdóttir Benedikt Benediktsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður og afa,
GUNNARS MORITZ STEINSEN
verkfræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sóltúni.
Snorri Gunnarsson Hróðný Njarðardóttir
Lilja Anna Gunnarsdóttir Birgir Rafn Birgisson
Kristrún Sjöfn Snorradóttir
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærs föður
míns, bróður og mágs,
KJARTANS MÁS HJÁLMARSSONAR,
Hrísholti 18.
Alex Már Kjartansson
Victor Már Hjálmarsson Magnea Ingólfsdóttir
og fjölskylda
Okkar ástkæri
JÓN BJARNAR INGJALDSSON,
Grensásvegi 60,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
þriðjudaginn 30. nóvember
Útför auglýst síðar.
Ólafur Viðar Ingjaldsson Ragnhildur Ísleifsdóttir
Guðmann Ingjaldsson Eygló Þóra Guðmundsdóttir
Ágúst Ólafsson Sigríður Sveinsdóttir
börn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GESTHEIÐUR ÞURÍÐUR
ÞORGEIRSDÓTTIR,
Dedda,
Eskivöllum 1, Hafnarfirði,
lést á Sólvangi þriðjudaginn 23. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Katrín Kr. Ankjær Hans Ankjær
Esther Kristinsdóttir Sigurður Bergsteinsson
Gísli Vagn Jónsson Bryndís Garðarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn