Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 39

Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is Komdu í BÍLÓ! Nýskráður 07/2020, ekinn 11 þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur. Leðursæti, glerþak, Matrix LED ökuljós, sólargardínur afturí, skynvæddur hraðastillir, stafrænt mælaborð, blindsvæðisvörn, bakkmynda- vél, hiti í framrúðu og öllum sætum. Raðnúmer 253395 SKODA SUPERB IV STYLE+ M.BENZ A 250E AMG LINE EDITION Nýskráður 04/2021, ekinn aðeins 3 Þ.km, bensín & rafmagn (69 km drægni), sjálfskiptur (8 gíra). AMG innan og utan, Editionpakki og Næturpakki, 19“ álfelgur, leðurklætt mælaborð o.fl. Raðnúmer 2253477 000 Þessir síungu strákar eru klárir í að selja bílinn þinn Kíktu við, hringd eða sendu okkur skilaboð! Hlökkum til! Indriði Jónsson og Árni Sveinsson u VW GOLF GTE NEW Nýskráður 09/2020, ekinn aðeins 8 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid), sjálfskiptur (6 gíra). Stafrænt mælaborð, IQ LED ljós, sjónlínuskjá, 18“ álfelgur o.fl. Raðnúmer 253476 „ÞETTA, MINN KÆRI, ER TASMANÍU- FALLGOGGUR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að elda uppáhaldsréttinn hennar fyrir hana. HVAÐÆTTI ÉG AÐ GERA Í DAG …JÁ, HVAÐ… ÉGÆTLA AÐ HAGA MÉR SKIKKANLEGA ÞAÐÆTTI AÐ TAKA HEILAR TÍU MÍNÚTUR ÉG SÉ AÐ SKÁLIN ÞÍN ER TÓM! ÉG VIL ANNAN SKAMMT! JÆJA, EF ÞESSI ER EKKI NÓGU GÓÐUR FYRIR ÞIG ! „ALLT Í LAGI. ÉG SKAL GERA ÞETTA EINS OG ÞÚ VILT.“ því sem þær taka sér fyrir hendur. Ég hef aldrei verið mikið fyrir veisluhöld og á því verður engin breyting núna og mun því láta mig hverfa „hægt og hljótt“ eitthvað út í buskann í tilefni afmælisins og blóm og kransar því afþakkaðir.“ Fjölskylda Eiginkona Eiríks er Guðrún Sæ- mundsdóttir, f. 12.6. 1967, lyfjafræð- ingur og fv. landsliðskona í knatt- spyrnu. Þau búa í Bústaðahverfinu í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar voru Sæmundur Kjartansson, f. 27.9. 1929, d. 21.9. 2014, læknir frá Vest- mannaeyjum og Málfríður Anna Guðmundsdóttir, f. 30.11. 1929, d. 1.4. 2015, kennari frá Raufarhöfn. Dætur Eiríks og Guðrúnar eru 1), Málfríður Anna Eiríksdóttir, f. 27.9. 1997,verkfræðingur og knattspyrnu- kona í Val; 2) Hlín Eiríksdóttir, f. 12.6. 2000, háskólanemi og knatt- spyrnukona í Pitea í Svíþjóð; 3) Arna Eiríksdóttir, f. 14.9. 2002, háskóla- nemi og knattspyrnukona í Val; 4) Bryndís Eiríksdóttir, f. 7.10. 2005, nemi í Verslunarskólanum og knatt- spyrnukona í Val. Systkini Eiríks eru Arnar Sig- urðsson, f. 2.8. 1963, búsettur á Húsavík; Hafdís Sigurðardóttir f. 6.10. 1968, búsett í Reykjavík; Anna Íris Sigurðardóttir, f. 29.9. 1972, búsett í Reykjavík. Foreldrar Eiríks: Hjónin Sigurður Sigurðsson, f. 20.12 1928, d. 8.2. 2016, og Hlín Einarsdóttir, f. 26.3. 1935, húsmóðir. Þau bjuggu á Húsavík og þar býr móðir Eiríks enn þá. Eiríkur Sigurðsson Guðrún Jónatansdóttir húsfreyja á Kvíslarhóli og Húsavík, f. á Laugarhóli í Reykjadal Þorkell Frímann Þórðarson bóndi á Kvíslarhóli á Tjörnesi og verkamaður á Húsavík, f. í Sýrnesi í Reykjadal Anna Kristbjörg Frímannsdóttir verkakona og húsfreyja á Húsavík Einar Sören Jónsson frystihússtjóri á Húsavík Hlín Einarsdóttir húsmóðir á Húsavík Sigurhanna Sörensdóttir húsfreyja á Húsavík, f. á Hóli í Köldukinn Jón Bergmann Gunnarsson sjómaður og frystihússtjóri á Húsavík, f. í Meðalheimi á Svalbarðsströnd Guðbjörg Friðriksdóttir húsfreyja í Kumblavík á Langanesi, f. í Grímsey Jóhann Jónsson vélstjóri í Hafnarfirði, frá Steinum undir Eyjafjöllum Svava Jóhannsdóttir verkakona og húsfreyja á Þórshöfn, Húsavík og í Reykjavík Sigurður Hallsson verkamaður á Þórshöfn og í Keflavík Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Hóli og í Heiðarhöfn, f. á Ási á Fjöllum Hallur Guðmundsson bóndi á Hóli og í Heiðarhöfn á Langanesi, frá Fagranesi Ætt Eiríks Sigurðssonar Sigurður Sigurðsson skipstjóri á Húsavík Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Í boð hann veislubúinn fer, band á snældu flækt er hér. Köttur spáir komu hans. Kvæði orti sá með glans. „Enn er það lausn,“ segir Harpa á Hjarðarfelli: Boðsgestur á þorrablótið. Bandflækja á gesti veit. Köttur gerir gestaspjótið. Gestur orti ljóðin heit. Eysteinn Pétursson svarar: Gestur í veislu velbúinn fer. Víst oft gestur á bandi er. Komu gesta köttur spáði. Kvæði Gests ég lesa náði. Svar Bergs Torfasonar frá Felli við gátunni: Í veislu hver gestur gullbúinn fer, gestur er flækja á snældu hjá mér. Kattarlöpp spáir oft komu gests, kvæðin hans Gests hef eg lesið flest. Guðrún B svarar: Gestur er í góðum kjól og gestur flækjuband á snældu. Gestaspjót lóru leit um jól. Lómur hét Gestur, veðrin tældu. Helgi R. Einarsson svarar: Ég viskubrunnur enginn er og ýmis hjá mér brestur, en lausnarorðið held ég hér hljóti að vera gestur. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Gestur veislubúning ber. Band í flækju gestur er. Gestakomu kettir spá. Kvæði orti Gestur sá. Þá er limra: Það stendur hér einn fyrir utan óvæntur gestur með kutann, kallar á mig og kallar á þig: „Nú sígur á seinni hlutann.“ Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Í morgun seint á fætur fór, fráleitt dugir svoddan slór, er hér gáta enn á ferð í afar miklum flýti gerð: Tengja karl og konu má, kannski líka fiska tvo. Tónar streyma tíðum frá. Á töðuvelli eru svo. Ólafur Davíðsson orti: Finnst mér lífið fúlt og kalt, fullt er það af lygi og róg, en brennivínið bætir allt bara ef það er drukkið nóg. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mikið er um gesti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.