Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.12.2021, Qupperneq 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Leiksýningin um Emil í Kattholti verður frumsýnd í dag, 4. desember, í Borgarleikhúsinu en það verk hef- ur ekki verið sett upp í stóru leik- húsunum hér á landi síðan árið 1992 og má því með sanni segja að tími sé til kominn. Þórunn Arna Kristjánsdóttir, sem leikstýrir verkinu, segir að það allra fyrsta sem hafi þurft að gera þegar ákveðið var að setja upp Emil í Katt- holti hafi að sjálfsögðu verið að finna aðalleikarana í sýninguna, börnin sem leika Emil og Ídu. Haldnar voru áheyrnarprufur og um 1.200 börn sóttu um. „Guð minn góður hvað það voru margir hæfileikaríkir sem komu í prufurnar en af því að við vönduðum okkur þá fundum við líka akkúrat réttu krakkana fyrir þessi hlutverk og ég held ég gæti bara ekki verið ánægðari með þetta val,“ segir Þórunn. Gunnar Erik Snorrason og Hlyn- ur Atli Harðarson skiptast á að leika Emil en Sóley Rún Arnarsdóttir og Þórunn Obba Gunnarsdóttir fara með hlutverk Ídu. „Þessir krakkar eru algjörlega stórkostlegir. Að fylgjast með þeim vaxa og dafna síðan í sumar er búið að vera dásamlegt. Þetta er heil- mikið að taka að sér aðalhlutverk í svona stórri sýningu, hvað þá þegar maður er 8, 9 eða 10 ára. Við erum með einn reynslubolta í hópnum en þrjú eru að stíga sín fyrstu skref á svona stóru sviði. Þau eru öll rosa- lega ólík og hafa mismunandi styrk- leika.“ Nýir textar fyrir nýja kynslóð Þegar búið var að finna Emil og Ídu þurfti að velja leikgerð og það tók að sögn Þórunnar svolítinn tíma. „Við erum nokkur hér innan húss sem erum miklir aðdáendur Emils og hver og einn á sínar uppáhalds- sögur. Svo það tók tíma að finna réttu leikgerðina sem innihélt flest- ar sögurnar sem okkur langaði til að segja. Það tókst en endaði þannig að við fengum góðfúslegt leyfi til þess að skrifa inn eina litla, söguna af var- úlfunum og því þegar Emil hélt jóla- veislu í Kattholti fyrir fátæka fólkið í sveitinni.“ Þórarinn Eldjárn þýddi leikgerð- ina og hefur þýtt alla söngtextana upp á nýtt. „Það er sumt sem við er- um vön og er tengt nostalgíunni sem við myndum kannski ekki vilja breyta en almennt myndi ég segja að nýju þýðingarnar hans Þórarins séu algjörlega frábærar. Þær tala miklu betur inn í hjörtun okkar og tungumálið okkar í dag. Það var kominn tími á nýja söngtexta fyrir nýja kynslóð,“ segir leikstjórinn. „Þessar sögur sem við segjum eru allt frá dásamlega barnalegum prakkarastrikum yfir í hetjudáðir af hálfu Emils. Hvert á sinn hátt er svo fallegt og skemmtilegt. Megin- áherslan sem hefur verið hjá okkur, þegar við erum að vinna senurnar og búa til heiminn, er að leika okkur. Við leikum okkur og leikum okkur.“ Lee Proud er danshöfundur verksins. „Það er búið að vera stór- kostlegt að vinna þetta með honum. Hann þekkti ekki Emil sem barn og kemur nýr að þessu en hann þekkir auðvitað að vera lítill strákur.“ Börn eru bara börn Þórunn er sannfærð um að Emil í Kattholti eigi erindi við börn sam- tímans og samfélagið í heild. „Þetta er drengur sem er ótrúlega uppá- tækjasamur. Allt samfélagið í kring- um Emil er alltaf að tala um hvað hann sé óþekkur. Hann passar ekki inn í fullorðinsheiminn af því að hann er svo mikið fyrir fullorðna fólkinu, það er svo mikil fyrirferð í honum. Það sem mér finnst Emil kenna okkur er að við eigum að horfa meira á börnin okkar út frá því sem þau eru en ekki því sem við full- orðna fólkið viljum að þau séu. Börn eru bara börn, börn eru með læti, börn eru forvitin, börn eiga það til að brjóta fína hluti á heimilinu sem kosta mörg þúsund krónur. Ef við leyfum börnum að vera börn á þeirra forsendum þá held ég að samfélagið okkar geti orðið svo miklu betra. Þá sendum við líka heil- steyptari manneskjur inn í full- orðinsárin. Þannig að mér finnst er- indi þessa verks vera að fagna því að börn fái að vera börn og að sýna að allt sem Emil gerir gerir hann af góðum hug. Hann ætlar aldrei að gera neitt af sér, það er bara full- orðið fólk sem segir að hann sé óal- andi og óferjandi. Hann er með risa- stórt hjarta, sér óréttlætið í heiminum og setur vini sína, fjöl- skyldu og þá sem minna mega sín í forgang. Saga Emils er líka svolítil þroskasaga samfélagsins. Emil er enn uppátækjasamt barn undir lok sýningarinnar en við sjáum það hvernig samfélagið hefur breytt við- horfi sínu gagnvart þessu barni,“ segir Þórunn. Fegurð og kærleikur „Ég ákvað að það sem mig langaði mest af öllu að gera væri að vera trú henni Astrid Lindgren og segja þessa sögu í þeim heimi sem hún býr til, Smálöndunum í Svíþjóð um 1900. Eva Signý Berger leikmyndahönn- uður, María Th. Ólafsdóttir bún- ingahönnuður og við öll hin reynum að lyfta þeim heimi. Mig langaði að upphefja fegurðina og kærleikann í þessum heimi.“ Þetta er fyrsta stóra leikstjórnar- verkefni Þórunnar, en hún setti upp sýningu fyrir leikskólabörn á Stóra sviði leikhússins í fyrra. „Hjarta mitt slær mikið með barnamenningu og ég hef mikið unn- ið með börnum í gegnum tíðina. Þar kem ég með mikla reynslu inn í þetta en ég er að læra heilmikið í leikstjórastarfinu. Þetta hefur verið ótrúlega gaman og mjög gefandi. Það er svo gaman að taka þátt í svona áskorun þar sem maður kem- ur sjálfum sér á óvart á hverjum degi. Svo er ég auðvitað líka með frábært fólk á öllum sviðum, alls staðar í kringum mig. Þannig að saman erum við að búa til eitthvað stórkostlegt,“ segir hún. „Við erum með boðskapinn henn- ar Astrid með okkur og þetta að upphefja það barnslega, svo það er búið að vera rosalega gaman hjá okkur á æfingum. Mér finnst það hafa gengið ótrúlega vel að setja þetta saman. Ég er rosalega spennt og tilfinningin er góð. Ég held að við séum með fallega sýningu í hönd- unum sem á eftir að hreyfa við hjört- um allra í salnum.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Fjör Hlynur Atli í hlutverki Emils, Sóley Rún sem Ída ásamt Ásthildi Úu Sigurðardóttur og Sigurði Þór Óskarssyni. Upphefja hið barnslega - Leiksýningin Emil í Kattholti frumsýnd í Borgarleikhúsinu - Leikstjórinn Þórunn Arna segir verkið minna á að börn eigi að fá að vera börn - Eru trú þeim heimi sem Astrid Lindgren skapaði Árlegir jólatónleikar Kammer- sveitar Reykjavíkur verða í Norð- urljósasal Hörpu á morgun, sunnu- dag, kl. 16 og að venju verður boðið upp á hátíðlega efnisskrá. Flutt verða þekkt eftirlætisverk meðlima kammersveitarinnar eftir Johann Sebastian Bach, Branden- borgarkonsert nr. 4 í G-dúr, Fiðlu- konsert í E-dúr og Branden- borgarkonsert nr. 1 í F-dúr en í Kammersveitinni er margreynt listafólk í hverju rúmi. Í tilkynningu segir að einleikari í hinum fræga E-dúr-fiðlukonsert sé Una Sveinbjarnardóttir, konsert- meistari Kammersveitarinnar, en verkið er í sérstöku uppáhaldi hjá Unu. Brandenborgarkonsertar Bachs hafa ekki heyrst oft í Hörpu en þeir eru meðal allra vinsælustu verka frá barokktímanum og hljóma oft á aðventunni. Árið 1721 tók Bach saman þessa sex konserta og tileinkaði þá furstanum Christi- an Ludwig von Brandenburg. Kammersveitin Fluttir verða þrír dáðir konsertar meistara Bachs. Jólatónleikar Kamm- ersveitarinnar í Hörpu - Flytja rómuð verk eftir J.S. Bach „Ég held að ég sé haldinn heimþrá, samt ekki“ er heiti sýningar sem myndlistarmaðurinn Jakob Veigar opnar í Gallerí Fold við Rauðarár- stíg í dag, laugardag, kl. 14. „Þetta eru landslagsportrett, hlaðin íslenskri náttúru. Náttúr- unni sem þolir ekki að við slökum á vegna þess að það er aldrei logn en við elskum hana samt,“ er haft eftir Jakobi í tilkynningu. Hann bætir við: „Verkin eru sagan mín, piss- andi upp í vindinn sem ég elska – og elska að hata. Sagan af okkur sem lifum í allt of miklu myrkri eða í allt of mikilli birtu – sem gerir okkur geðveik.“ Jakob Veigar útskrifaðist úr LHÍ árið 2016 og úr Listaháskóla í Vín- arborg með MA-gráðu 2019. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og sett upp einkasýningar víða um lönd. Landslagsportrett Hluti eins verka Jakobs Vals á sýningunni í Gallerí Fold. Jakob Veigar sýnir í Gallerí Fold Bandaríski myndlistarmaðurinn Lawrence Weiner er látinn, 79 ára að aldri. Weiner var í hópi kunnustu og áhrifamestu konseptlistamannanna, þekktastur fyrir textaverk sem víða hefur mátt sjá í og á söfnum, í gall- eríum og stofnunum víða um heim. Undanfarinn aldarfjórðung hafa verk Weiners verið áberandi í ís- lensku myndlistarsamhengi en hann kom oft til Íslands, setti hér upp sýn- ingar og starfaði með i8 galleríinu og íslenskum listamönnum. Sýningar á verkum Weiners voru til að mynda settar upp á Annarri hæð og í Safni við Laugaveg, nokkrar sýningar á verkum hans voru settar upp í i8 og einnig á Listahátíð í Reykjavík. Verk eftir Weiner er til að mynda í Háskólanum á Akureyri og í tengslum við sýningu hér á landi útbjó hann eitt sinn fimm „öndvegissúlur“, viðarverk með texta, sem hann setti á flot við Vestmannaeyjar, og fyrir sýningu í i8 gerði hann upplagsverk úr fiskikörum. Listamaðurinn Lawrence Weiner látinn Textaverk Lawrence Weiner við eitt verkið á sýningu sinni í i8 galleríi 2010. Morgunblaðið/Ernir Myndlistarkonurnar Álfheiður og Árný Björk opna í dag, laugardag, klukkan 14 sýninguna „Í krafti kvenna“ í Grósku- salnum við Garðatorg í Garðabæ. Í tilkynningu segir að „frjálst flæði og næmi í blöndun lita skapi heillandi blæ í vatnslitaverkum Árnýjar Bjarkar. Hún málaði fyrir sýninguna undir áhrifum frá skrifum Látra-Bjargar og þeim nátt- úrumyndum sem dregnar eru upp í ljóð- um hennar.“ Álfheiður vinnur í sínum verkum með tengsl kvenna við marga þætti og tengir konuna við náttúr- una og orkuna. Þær eru báðar félagar í Grósku og í hópi listamanna sem reka Gallerí Grástein við Skólavörðustíg. Álfheiður og Árný Björk í Gróskusalnum Í lífsins dansi Verk á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.