Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.12.2021, Blaðsíða 43
Heimildarmynd Peters Jacksons um Bítlana, Get Back, skiptist í þrjá ægilanga þætti en það stoppar ekki aðdá- endur um allan heim í áhorfinu. Hér verður rýnt í þessa merkilegu kvikmyndagerð. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þættir Peters Jacksons byggj- ast á efni sem var tekið upp árið 1969 undir leikstjórn Michaels Lindsay-Hogg. Það var svo sett í 80 mínútna kvikmynd sem kom út árið 1970 undir heitinu Let it Be, líkt og platan. Fylgst var með Bítlunum þar sem þeir tóku upp efni í kvikmyndaverinu Twickenham og í eigin hljóðveri í höfuðstöðvum Apple í Savile Row. Yfir 60 tímar af efni rötuðu inn á spólur enda lagt upp með „fluga á vegg“-nálgun og fullt af upptökuvélum rúllandi. Þættir Jack- sons, tæplega átta tímar að lengd, voru svo frumsýndir um síðustu helgi og umræða um þessa dáðustu rokksveit allra tíma búin að vera mikil síðan. Og ekki að undra. Ég er mikill aðdáandi sveitarinnar (segi stundum í kerskni að öll önnur tónlist sé neðanmálsgrein samanborið við afrek hennar) og þættirnir því mikil veisla fyrir mann sem hefur eytt endalausum tíma í að hlusta á, spá og spekúlera í þessu fyrirbæri. Myndin er frábærlega römmuð inn, með viðeigandi skýringartextum eftir því sem fléttunni vindur fram. Já, ég segi flétta því að fyrsti þátt- urinn er jafn spennandi og kalda- stríðsnjósnahasar! En það er lengdin sem gerir myndina, það er lausnin, það er snilldin. Á köflum finnst Úr innsta hring Höfuðpaurar „Römm er sú taug“. John Lennon og Paul McCartney í heimildarmynd Peters Jacksons. manni eins og Bítlarnir séu hreinlega að hanga með manni í stofunni, fitl- andi við gítara, spjallandi um ómerkilega hluti og hellandi upp á te. Þessi nálgun Jacksons gerir það að verkum að rörsýnin dettur út, þú færð ekki ákveðið sjónarhorn vegna knapprar tímalengdar heldur færð þú að horfa yfir allt sviðið, sjá allt, og marinera þig í stemningu og sam- skiptum manna á milli. Þetta er eins og myndir Tarkovsky eða Béla Tarr, þar sem hlutir fá að tikka áfram í rauntíma lengi lengi, margar mín- útur þar sem fólk fylgist með beljum á vappi t.d. Það sem ég sá í mynd Jacksons er búið að storka ýmsu sem ég hélt um samband fjórmenning- anna, einfaldlega af því að ég gat fylgst með þeim „á vappi“. McCartney er svo gott sem stjórnlaus í upphafi í stjórnsemi sinni. Hann er að reyna að keyra mál áfram, fá félaga sína með og sýnir öll þessi sígildu einkenni skelkaðs með- virkils. Hann er blíður, hann sleikir upp, hann skammar og er stífur – allt til að koma sínu í gegn. Ringo er hinn rólegasti, hér og alla myndina, og mér er nú orðið það ljóst að hann var mikilvægasti meðlimurinn. Sá eini sem öllum lynti við þar sem hann sit- ur þarna við trommusettið eins og zen-bangsi. Lennon er bæði afskipta- laus og værukær, nánast eins og honum sé sama (og jafnvel eins og hann viti að þetta sé hvort sem er bú- ið). Harrison verður harkalega fyrir barðinu á „stóra bróður“ sínum McCartney sem endar með því að hann rýkur á dyr (eins vel og hinn stóíski Harrison getur rokið á dyr). Harrison fellst síðan á að ganga aftur í sveitina nokkrum dögum síðar eftir tvo sáttafundi og við taka merkileg myndskeið. McCartney er passasamur, Ringo eins, Harrison glaðari og Lennon kominn í fítons- stuð. Og maður sér að það eru tvö en ansi ólík sjarmatröll í sveitinni. Hinn vinnusami McCartney á auðvelt með að draga fólk inn í sporbauginn sinn og tónlistin bókstaflega flæðir úr honum. Lennon er mislyndari, með hættulegri sjarma, og virðist geta fyllt upp í herbergið ef honum sýnist svo. En nú sjáum við dálítið sem er ekki í neinni sögubók. Bítlarnir eru í stuði, þeim líður vel og lögin eru að koma. Lennon er hjálpsamur, skiln- ingsríkur og leggur sig fram. Allir leggja sig fram; hlusta, pæla og spjalla. Peter Jackson sagði að þessa hlið á Lennon hefði hann aldrei séð og vissi ekki yfirhöfuð að hann hefði átt þetta í sér á þessum tíma. Allt í einu er það ljóst að sagan gefur okkur aldrei nema sjónarhorn, vinkla á það sem raunverulega á sér stað. Með þessari lengdarbrellu sinni er Jackson búinn að kollvarpa viss- um hluta Bítlabókmenntanna og ekki amalegur árangur það. Ég gæti skrifað endalaust um þessar væringar þarna; gleðina, ást- ina og samheldnina og líka pirring- inn og brestina. En nú er plássið búið (fýlukall). Gárungar eru farnir að tala um að mögulega komi út aukaefni þar sem myndirnar verða enn lengri. Já takk, segir þessi pistilhöfundur! Eða enn betra, gefið okkur bara alla þessa 60 tíma sem til eru. Ég fæ aldrei nóg af þessum meisturum og er síst einn um það. » Ringo er hinn ró- legasti, hér og alla myndina, og mér er nú orðið það ljóst að hann var mikilvægasti með- limurinn. Sá eini sem öllum lynti við þar sem hann situr þarna við trommusettið eins og zen-bangsi. MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ CHAN MADDEN NANJIANI McHUGH HENRY RIDLOFF BARRY KEOGHAN DON LEE WITH KIT HARINGTON WITH SALMA HAYEK AND ANGELINA JOLIE O B S E R V E R E N T E R TA I N M E N T 94% Frábær ný Fjölskyldumynd frá Disney sýnd með Íslensku og Ensku tali Fylgjur er heiti samsýningar þriggja íslenskra listamana, sem allir búa erlendis, sem verður opn- uð í Kling & Bang í Marshall-húsinu kl. 14 í dag, laugardag. Halla Einarsdóttir (f. 1991) býr og starfar í Rotterdam, Hanna Kristín Birgisdóttir (f. 1989) í Berg- en og Smári Rúnar Róbertsson (f. 1992) í Amsterdam. Öll hafa þau lagt stund á nám í þeim borgum sem þau eru búsett í og hafa tekið þátt í fjölbreytilegum myndlistar- uppákomum. Kl. 18 í dag mun einn sýnendanna, Halla Einarsdóttir, flytja gjörning. Morgunblaðið/Einar Falur Marshall-húsið Halla Einarsdóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir og Smári Rúnar Ró- bertsson sýna verk sín í Kling & Bang. Fylgjur á sýningu í Kling & Bang Örn Bárður Jóns- son, fyrrverandi sóknarprestur, hefur opnað sína fyrstu málverka- sýningu á Ís- landi, í Galleríi 16 á Vitastíg 16. Formleg opnun er í dag, laugar- dag, kl. 14. Stendur sýningin til 8. desember og er opið alla daga kl. 13 til 17, nema sunnudag. Örn hefur fengist við að mála frá unglingsaldri en þó með áralöngum hléum vegna anna í starfi. Hann hefur áður málað með olíu og akríl en á seinni árum einkum glímt við vatnsliti. Fyrsta opinbera sýning hans var sett upp í Noregi árið 2019. Örn hefur tekið þátt í nokkr- um myndlistarnámskeiðum, hér á landi og erlendis. Örn Bárður sýnir myndlistarverk Hluti eins verka Arnar Bárðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.