Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 45

Morgunblaðið - 04.12.2021, Side 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 2021 Umfangsmiklar sýningar Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns, bæði með hans eigin verkum og sem hann hefur valið verkin á, verða opn- unarsýningar nýrrar og stórrar myndlistarmiðstöðvar í Moskvu í dag. Stofnunin nefnist V-A-C Foundation og er í GES-2 menning- arhúsinu, fyrrverandi orkuveri nærri Kreml, sem stofa stjörnuarki- tektsins Renzo Piano hefur hannað breytingarnar á. V-A-C Foundation var stofnuð árið 2009 af rússneska milljarðamæringnum Leonid Mikhelson og Teresu Iarocci Ma- vica. Ragnar er höfundur tveggja stórra innsetninga í stofnuninni. Önnur þeirra, Santa Barbara, er kynnt sem lykilsýning fyrsta starfs- ársins í byggingunni. Verkið er inn- blásið af bandarísku sápuóperunni Santa Barbara, og unnið í samstarfi við upprunalega höfunda hennar. Ásamt leikstjóranum og hópi rúss- neskra leikara og tæknimanna stýrir Ragnar endurgerð 98 þátta úr serí- unni, og verður einn tekinn upp dag- lega fyrir framan sýningargesti. Santa Barbara var fyrsta banda- ríska sápuóperan sem sýnd var í Rússlandi eftir að Sovétríkin lið- uðust sundur og voru þættirnir sýndir á árunum 1992 til 2002. Ragn- ar segir þættina hafa skipt miklu máli fyrir menningarsögu Rússa í dag og hafa boðað nýjan anda í fyrr- verandi Sovétríkjum, áhrif innflutts „melódrama“. Samhliða framleiðslu og sýningu sjónvarpsþáttanna Santa Barbara hafa Ragnar og Ingibjörg Sigurjóns- dóttir sett saman sýninguna Til Moskvu! Til Moskvu! Til Moskvu! Heitið vísar til frægrar línu í leikriti Antons Tsjekhovs, Þrjár systur, þar sem þessi endurtekna ósk um að fara til Moskvu verður táknmynd löngunar eftir breytingum og þess að lífið öðlist merkingu. Á þeirri sýn- ingu er úrval verka eftir Ragnar, auk verka eftir fjölbreytilegan hóp samtímalistamanna sem hann hefur hrifist af, unnið með eða sem hafa haft áhrif á hans eigin sköpun. Verk- in eru eftir Ragnar, Ingibjörgu, Hildigunni Birgisdóttur, Pál Hauk Björnsson, Theaster Gates, Unu Björgu Magnúsdóttur, Jason Mor- an, Ragnar Helga Ólafsson, Dick Page, Elizabeth Peyton, Magnús Sigurðarson, Curver Thoroddsen, Guðmund Thorsteinsson – Mugg, Emily Wardill, Roni Horn, Olgu Chernyshyova, Carolee Schnee- mann og Unnar Örn. AFP Heimsókn Vladimir Pútín, forseti Rússlands, heimsótti GES-2-miðstöðina og skoðaði meðal annars sýningar Ragnars Kjartanssonar sem þar hafa verið settar upp. Hér eru Pútín, Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu, og Leonid Mikhelson, eigandi miðstöðvarinnar, fyrir framan verkin sem Ragnar málaði á Feneyjatvíæringnum 2009. Ragnar sýnir í Moskvu - Stórar sýningar Ragnars Kjartanssonar opnaðar í nýrri myndlistarmiðstöð - Endurgerir 98 þætti Santa Barbara Ljósmynd/i8 gallerí Melódrama Úr gjörningi Ragnars og samstarfsmanna hans þar sem 98 þættir Santa Barbara verða endurgerðir á næstu þremur mánuðum. Jólasýningin árlega, „Svona eru jólin“, verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu í dag, laugardag, kl. 12. Um er að ræða sölusýningu verka hátt í 200 listamanna og að sögn eins aðstandenda sýningarinnar má kalla framkvæmdina einskonar „myndlistarannál“ því lang- flest verkin eru frá síðasta ári en listamennirnir sem boðin var þátttaka voru beðnir um að sýna ný verk. „Svona eru jólin“ verður opin alla daga til 17. desem- ber. Í Gryfjunni verður eins og áður sett upp grafík- verkstæði þar sem listamenn vinna alla daga að nýjum grafíkverkum í upplagi. Meðal þeirra sem þar starfa má nefna Önnu Rún Tryggvadóttur, Margréti H. Blön- dal, Jón B.K. Ransu, Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur, Kristin Má Pálmason og Melanie Ubaldo. Morgunblaðið/Einar Falur Salon-upphenging Hér er lokahönd lögð á upphengingu verkanna í Ásmundarsal en þau eru afar fjölbreytileg. Hátt í 200 listamenn með verk á sýningu Óperukórinn í Reykjavík flytur Re- quiem eftir Mozart með einsöngv- urum og hljómsveit á árlegum tón- leikum kórsins undir stjórn Garðars Cortes, í Langholtskirkju í kvöld, laugardag, og fram yfir miðnætti. Yfirskrift tónleikanna er „Mozart á miðnætti“ og verður verkið flutt á dánarstund tónskáldsins. Húsið er opnað klukkan 23.30 í kvöld en tón- leikarnir hefjast klukkutíma síðar. Óperukórinn í Reykjavík hefur árlega frá 2004 flutt sálumessu Moz- arts á dánarstund hans. Tónleikarn- ir eru helgaðir minningu meistarans og þeirra íslensku tónlistarmanna sem látist hafa frá síðasta flutningi verksins. „Þessir tónleikar eru okkur mjög þýðingarmiklir, en í hljómsveitinni og kórnum er fólk sem kemur ár eft- ir ár til að búa þessa músík til og skapa þessa stund,“ segir í tilkynn- ingu. Kórinn skipa yfir 60 manns, hljóðfæraleikarar eru 25 talsins en einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Bene- dikt Kristjánsson og Kristinn Sig- mundsson. Minnast Mozarts á miðnæturtónleikum Tónskáldið Á tónleikunum logar á kerti fyrir Mozart þar til átta taktar hafa ver- ið sungnir af Lacrimosa-kaflanum. Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, sunnudag, og hefjast þeir klukkan 14. Tónleikarnir eru ætlaðir börnum og foreldrum þeirra á öllum aldri. Í tilkynningu segir að hljóma muni fullt af skemmtilegum jólalögum sem allir þekkja og verða þau að þessu sinni í nýjum og spriklandi hressum útsetn- ingum Eiríks Rafns Stefánssonar sem einnig stjórnar stórsveitinni að þessu sinni. Jólaballalögin verða því færð í nýja búninga og allir mega taka undir. Góðir gestir stíga á svið. Söng- og leikkonan Salka Sól tekur lagið rétt eins og stúlknakórinn Graduale Futuri sem er undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Miðar á tónleikana fást í miðasölu Hörpu og á vefnum harpa.is Salka Sól Jólatónleikar Stórsveitar Reykjavíkur Norræni leikhópurinn Spindrift Theatre verður með tvær sýningar á leikverkinu THEM annað kvöld, sunnudag. Sýnt er á Dansverkstæð- inu kl. 18 og 21 en sýningin, sem er verk í vinnslu, er um 70 mínútur. Um er að ræða sviðsverk sem fjallar um karlmennsku. Eingöngu koma konur að verkinu en þær máta sig í hlutverk karlmanna út frá við- tölum sem þær hafa tekið við karl- menn á Íslandi og hinum norrænu löndunum. Verkið er sagt vera í senn alvarlegt, sorglegt og spreng- hlægilegt. Unnur Elísabet Gunnarsdóttir leikstýrir sýningunni og í tilkynn- ingu er haft eftir henni að það sé „ofsalega gaman að fá að leikstýra þessum flotta hópi af leikkonum og kljást við þetta eldheita viðfangsefni sem karlmennskan er“. Sýningin sé „falleg, einlæg og átakanleg“. Spindrift Theatre er norrænn leiklistarhópur kvenna frá Íslandi og Finnlandi, og fara Anna Koro- lainen Crevier, Marjo Lahti, Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þor- valds Önnudóttur með hlutverkin. 12 ára aldurstakmark er og varað við ofbeldi og ljótu orðbragði. Miða- sala er á tix.is. Verk Spindrift Theatre um karlmennsku Ljósmynd/Anna Maggý Leikhópurinn Konur máta sig við hlut- verk karla út frá viðtölum sem þær tóku. Félagið Arfur Þorsteins frá Hamri og Svikaskáld bjóða upp á sameiginlega ljóðaveislu með upplestri á ljóðum Þorsteins frá Hamri á efri hæð Iðnó í dag, laugardag, klukkan 15.30. Dagskráin hefst með ávarpi Guðrúnar Nordal en skáldin sem síðan lesa eru Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sunna Dís Másdóttir. Aðgangur er ókeypis og veitingasala er á kaffihúsinu á neðri hæð. Gestir eru beðnir að huga að sóttvörnum. Félagið Arfur Þorsteins frá Hamri var stofnað í þeim tilgangi að halda á lofti minningu skáldsins og vera um leið hvatning til annarra á sviði bókmennta og fræða á íslenskri tungu. Svikakvöld eru hugsuð sem vettvangur fyrir bæði ný og reyndari skáld, með fjölbreytileika að leiðarljósi, og halda þau mánaðarleg ljóðakvöld sem alla jafna fara fram í Gröndalshúsi. Þorsteinn frá Hamri Svikaskáld og ljóð Þorsteins frá Hamri Jólamarkaður gallerísins Þulu á Hjartatorginu við Laugaveg verður með óvenjulegu sniði ár. Á mark- aðinum, sem verður opnaður um helgina og stendur fram á Þorláks- messu, eru sýnd myndverk á pappír frá litlum listaskóla í Kína og er markaðurinn haldinn til þess að styðja skólann og kynna vinnu nem- endanna. Árið 2017 ferðaðist Ásdís Þula, eigandi gallerísins Þulu, þvert yfir Kína. Á ferð sinni heimsótti hún lít- ið fjallaþorp sem hefur byggst upp í kringum stórt klaustur að nafni La- brang og kallast bærinn því sama nafni. Þar hitti hún fyrir Kristel Ouwehand (Tenzin Dolma) sem rekur heimavistarskóla þar sem hún kennir listir, bæði málverk og teikningu. Til þess að styðja við rekstur skólans og kynna Íslend- ingum þetta góða starf ákvað Ásdís Þula að halda sýningu á verkum frá Kristel og nemendunum. Verk gerð í kínverskum listaskóla í Þulu Vetrarríki Eitt verkið á sýningu kínversku nemendanna í Labrang.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.