Morgunblaðið - 07.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
Páll Vilhjálmsson, öflugur blogg-
ari, hefur fjallað ítarlega um
að „lögreglurannsókn standi yfir á
starfsháttum RÚV og aðkomu
stofnunarinnar að eitrun og stuldi“.
- - -
Hann hefur bent
á að stofnunin
auglýsi ekki stöðu
fréttastjóra þótt sá
sem gegnir því fari
fljótlega burt. Páll
telur að ástæða þess
sé sú að lög-
reglurannsóknin
standi yfir og örð-
ugt um mannabreyt-
ingar í þeirri stöðu.
Það er líkleg ágisk-
un.
- - -
Páll skrifar: „Blaða- og frétta-
menn stunda ekki upplýsinga-
miðlun til almennings þegar starfs-
bræður og -systur eiga í hlut. Í
Norður-Kóreu standa fjölmiðlar
vörð um leiðtoga landsins. Á Íslandi
eru fjölmiðlar samtaka um að fjalla
ekki um glæpi og spillingu í eigin
ranni. Líkt og í Norður-Kóreu eru
fjölmiðlar á Íslandi á framfæri rík-
isins.“ Páll fer þar fram úr sér.
- - -
RÚV“ fær á sjötta milljarð í
styrk frá ríkinu. Morgun-
blaðið fær styrk sem nemur 2% af
heildartekjum fyrirtækisins sem
gefur það út. Áður hafði ríkið
hækkað skatt sem leggst á blaðið
en ekki keppinauta þess. Morgun-
blaðið krafði útvarpsstjóra svara
varðandi upplýsingar Páls, og fékk
útúrsnúninga og þunnildi. Fyrir-
tækin í landinu ættu að eiga þá úr-
klippu til að nota síðar spyrji
„RÚV“ þau út úr.
- - -
Morgunblaðið hefur ekki getað
fengið staðfestingu á sumum
fullyrðingum Páls í umræddu máli
og gætir því sjálfsagðrar varúðar á
meðan það hefur ekki breyst.
Páll Vilhjálmsson
Þöggun „RÚV“
hefnir sín
STAKSTEINAR
Stefán Eiríksson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
„Á lista yfir meðalhita síðustu 73
árin er hiti í Reykjavík í 15. hlýjasta
sæti, í því fimmta hlýjasta á Akur-
eyri og áttunda hlýjasta austur á
Dalatanga. Við getum því gengið út
frá því að árið 2021 verður í hópi
hlýju áranna eins og öll ár þessarar
aldar.“ Þetta segir Trausti Jónsson
veðurfræðingur á bloggi sínu.
Tíð var nokkuð hagstæð í nóv-
ember, segir í tíðarfarsyfirliti
Veðurstofunnar. Mánuðurinn var
kaldari en meðalnóvembermánuður
undanfarinn áratug um allt land.
Úrkomusamt var á sunnan- og vest-
anverðu landinu. Ekki hefur mælst
meiri úrkoma í nóvember í Reykja-
vík síðan árið 1993.
Í nóvember var meðalhitinn í
Reykjavík 2,1 stig. Það er 0,1 stigi
undir meðallagi áranna 1991 til
2020 og 0,6 stigum undir meðallagi
undanfarinna tíu ára. Meðalhitinn
var 0,3 stig á Akureyri sem er 0,3
stigum undir meðallagi síðustu
þriggja áratuga og 0,7 stigum undir
meðallagi síðastliðins áratugar. Í
Stykkishólmi var meðalhitinn 1,7
stig og á Höfn í Hornafirði var hann
2,1 stig.
Nóvember var úrkomusamur í
Reykjavík. Þar var heildarúrkoma
mánaðarins 139,6 millimetrar, sem
er 61% yfir meðalúrkomu nóvem-
bermánaðar á tímabilinu 1991 til
2020. Á Akureyri mældust 59,9 mm
sem er 88% af meðalúrkomu mán-
aðarins undanfarna þrjá áratugi.
sisi@mbl.is
Árið 2021 í hópi hlýju áranna
Morgunblaðið/Eggert
Úrkoma Ekki hefur rignt jafn mikið
í höfuðborginni síðan árið 1993.
Góð hol fengust á loðnumiðunum
norður af Melrakkasléttu á sunnu-
dag. Þannig fékk Víkingur AK yfir
800 tonn í tæplega fimm tíma holi yf-
ir hádaginn og landaði í gær yfir tvö
þúsund tonnum á Vopnafirði. Bjarni
Ólafsson AK var á sama tíma að
landa um 1.600 tonnum í Neskaup-
stað. Þessir farmar eru í raun þeir
fyrstu sem landað er á vertíðinni.
Loðna virðist vera á allstóru svæði.
Á loðnumiðunum voru fimmtán
skip í gær, en misjafnt hefur verið á
miðunum síðustu daga. Aflinn verð-
ur bræddur í mjöl og lýsi. Talsverður
afli var kominn í flest þeirra, en
fyrstu skipin köstuðu síðdegis á mið-
vikudag eftir að breytt reglugerð
sem heimilaði veiðar með flotvörpu
tók gildi.
Fullir bjartsýni
Í samtali við heimasíðu Síldar-
vinnslunnar segir Þorkell Pétursson,
skipstjóri á Bjarna Ólafssyni, að
fyrsti túr á loðnuvertíð feli ávallt í
sér tímamót auk þess sem þetta hafi
verið hans fyrsta veiðiferð í skip-
stjórastóli á loðnuveiðum.
Þorkell segir þar að nánast öll
veiðin eigi sér stað yfir daginn og
stærsta holið þeirra hafi verið rúm-
lega 400 tonn. Stærð loðnunnar er
misjöfn eftir holum, frá 36 og upp í
48 stykki í kílóinu. „Menn eru fullir
bjartsýni hvað varðar vertíðina og
vonandi fer loðnan brátt í hefðbund-
ið göngumynstur,“ sagði Þorkell.
Tvö uppsjávarskipanna voru í gær
á síld vestur af Reykjanesi og tvö
þeirra voru á kolmunna austur af
Færeyjum. aij@mbl.is
Fyrstu farmarnir
á loðnuvertíðinni
- Fimmtán skip
að veiðum norður
af Melrakkasléttu
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Víkingur AK Á loðnuveiðum með
nót undan Suðurlandi síðasta vetur.