Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við gerðum þetta mjög svipað í
Breiðholtinu í fyrra, kynntum vinnu-
hugmyndir og fengum að heyra álit
hjá íbúum. Við höfum góða reynslu
af þessari aðferð,“ segir Ævar Harð-
arson, deildarstjóri Hverfis-
skipulags Reykjavíkur.
Nú er opið fyrir netsamráð á vef
Reykjavíkurborgar þar sem áhuga-
sömum gefst tækifæri til að segja
skoðun sína á vinnutillögum fyrir
hverfisskipulag Háaleitis-Bústaða.
Opið er fyrir netsamráðið til og með
15. desember. Einnig er hægt að
senda inn athugasemdir á netfangið
skipulag@reykjavik.is.
Eins og kom fram í Morgun-
blaðinu í gær eru skiptar skoðanir
um áform um þéttingu byggðar við
Bústaðaveg. Íbúasamtök Bústaða-
og Fossvogshverfis hafa boðað til
íbúafundar á miðvikudagskvöld í
Réttarholtsskóla og boðið þangað
Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
og Eyþóri Arnalds, oddvita sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn.
Áformin fela í sér að 17 nýjar
byggingar verði byggðar beggja
vegna Bústaðavegar í námunda við
verslunarmiðstöðina Grímsbæ. Um
130-150 íbúðir geti verið í þessum
byggingum á efri hæð og atvinnu-
starfsemi og þjónusta á götuhæð.
Sökum landhalla sé unnt að hafa
bílakjallara undir byggingunum.
Bílastæðum á svæðinu geti því fjölg-
að úr 400 í að minnsta kosti 500,
samkvæmt kynningu á áformunum.
Haft er eftir Gísla Kr. Björnssyni,
formanni íbúasamtakanna, í Morg-
unblaðinu í gær að íbúar skiptist í
tvennt í afstöðu sinni. Sumir hafi
lýst ánægju með áformin en aðrir
leggist gegn því að Bústaðavegur
verði þrengdur enda muni umferð
aukast með fleiri íbúum á svæðinu.
Að því er fram kemur í hverf-
isskipulagi á Bústaðavegur áfram að
vera ein akrein í hvora átt. Áður
hafa verið kynnt áform um að lækka
hámarkshraða við götuna í 40 kíló-
metra á klukkustund.
Samhliða tillögunum um Bústaða-
veg eru kynntar tillögur um stór-
tæka uppbyggingu við Miklubraut,
sitt hvorum megin við gatnamótin
við Háaleitisbraut.
Ævar segir í samtali við Morgun-
blaðið að opnað hafi verið fyrir net-
samráð fyrir bæði Bústaðaveg og
Miklubraut á miðvikudaginn í síð-
ustu viku og þegar hafi nokkur
hundruð manns tekið þátt. „Við
fögnum því að fólk taki þátt og von-
um að fleiri geri það á næstu dögum.
Við munum væntanlega byrja á því
að gera grein fyrir þátttökunni í
samráðinu og förum svo að vinna úr
athugasemdunum á nýju ári,“ segir
hann en samráðsferlið er með þeim
hætti að hægt er að lýsa annaðhvort
ánægju eða óánægju með áformin og
gera athugasemdir við einstaka
byggingar eða svæði.
Af umræðum í íbúahópi hverfisins
á Facebook má ráða að tölvumyndir
úr kynningu hafa stuðað marga. Þar
sést fyrirhugað byggingarmagn vel.
„Þetta kemur auðvitað ekki til með
að líta svona út, þetta eru skannaðar
drónamyndir sem kassalíkön voru
sett inn á. Það var ekki verið að
fegra þetta neitt, bara að sýna
hvernig þetta gæti legið og hvort
pláss sé fyrir þessi hús,“ segir Ævar.
Áform um allt að 150 nýjar íbúðir
- Skiptar skoðanir um þéttingu byggðar við Bústaðaveg - Hundruð umsagna í samráði - Íbúa-
fundur á miðvikudagskvöld - Umferð áfram um eina akrein í hvora átt en hámarkshraði lækkaður
Vesturátt Tölvugerð mynd sýnir byggingarmagn. Grímsbær vinstra megin. Austurátt Þarna sést glitta í Grímsbæ hægra megin á milli nýju húsanna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bústaðavegur Horft í vesturátt og Grímsbær sést til vinstri. Fjórar byggingar eiga að rísa á þessum reit og aðrar fjórar hinum megin við götuna. Níu til viðbótar rísa svo handan Grímsbæjar.