Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 12
Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugumferð Farþegafjöldi á vettvangi Icelandair hefur aukist um 50% milli ára. um ríflega 8%. Á síðustu 3 mánuðum nemur hækkunin hins vegar 20,83%. Bréf Play hækkuðu um tæp 2,2% í viðskiptum gærdagsins og eru þau að rétta nokkuð úr kútnum eftir slakt gengi síðustu vikur. Nemur lækkunin síðastliðna viku 2% og standa bréfin nú í 23,5 og er markaðsvirði félagsins 16,5 milljarðar. Í nýjum farþegatölum Icelandair kemur fram að 1,3 milljónir viðskipta- vina hafi tekið sér far með félaginu það sem af er ári og hefur þeim fjölg- að um 50% milli ára. Í nóvembermán- uði voru þeir 151 þúsund í millilanda- flugi en voru í nóvembermánuði tæplega 7 þúsund. Þá er nýtingarhlut- fall í vélum félagsins mun skaplegra en í fyrra eða 71% samanborið við 33,9% í nóvember í fyrra. Innanlands- flugið hefur einnig tekið vel við sér hjá Icelandair og voru farþegarnir 19 þúsund í nóvember samanborið við tæplega 6 þúsund í sama mánuði fyrra árs. « Flugfélögin tvö, Icelandair Group og Play, hlutu nokkurn meðbyr í upp- hafi vikunnar og hækkuðu bréf fyrr- nefnda félagsins á aðallista Kauphall- arinnar um 3,9% í viðskiptum gærdagsins. Stendur gengi bréfa þess nú í 1,74 og er markaðsvirði þess nú tæpir 62,7 milljarðar króna. Síðast- liðna viku hafa bréf félagsins hækkað Flugfélögin fá nokkurn meðbyr í Kauphöllinni 12 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 Höfðabakka 9, 110 Rvk | run.is • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar – Laugavegi 34 og Ármúli 11 • Hagkaup – Reykjavík, Garðabær og Akureyri • Fjarðarkaup – Hafnarfirði • Herrahúsið – Ármúli 27 • Karlmenn – Laugavegi 87 • Vinnufatabúðin – Laugavegi 76 • JMJ – Akureyri • Bjarg – Akranesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstangi • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands – Selfossi • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Haraldar Júlíussonar – Sauðárkróki • Efnalaug Vopnafjarðar • Sigló Sport – Siglufirði • Blossi – Grundarfirði • Verslun Bjarna Eiríkssonar – Bolungarvík • Verslun Grétars Þórarinssonar – Vestmannaeyjum • Sentrum – Egilsstöðum • Kram – Stykkishólmi • Fok – Borgarnesi • Versl. Kristall – Neskaupsstað • Verzl. Axel Ó. Vestmanneyjum Útsölustaðir: Tilvalin jólagjöf BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Pítsukeðjan Pizzan, næststærsta flatbökukeðja á landinu, hefur lok- að veitingastað sínum á Reykjavík- urvegi í Hafnarfirði. Ólafur Friðrik Ólafsson, eigandi Pizzunnar, segir í samtali við Morgunblaðið að lengi hafi staðið til að loka staðnum. Hann hafi ver- ið orðinn gamall og lúinn, auk þess sem búðin hafi verið lítil og óhent- ug. „Eftir að við opnuðum nýjan veitingastað Pizzunnar við Litlatún í Garðabæ í fyrra var engin skyn- semi í að vera með stað jafn stutt í burtu og Pizzan á Reykjavíkurvegi var,“ segir Ólafur og bætir við að það hafi alltaf verið stefnan að komast aftur í Garðabæinn. Létu Covid ekki stoppa sig Fyrsti veitingastaður Pizzunnar var einmitt opnaður í Smiðsbúð í Garðabænum árið 1998, en honum var síðar lokað. „Nýi staðurinn í Garðabænum hefur gengið vel,“ segir Ólafur Hann segir að salan hafi almennt gengið vel hjá Pizzunni í ár. „Fólk hefur ekki látið Covid stoppa sig í að fá sér pítsu.“ Eftir lokunina á Reykjavíkurvegi rekur Pizzan átta veitingastaði. Þeir eru auk staðarins í Garðabæ við Strandgötu í Hafnarfirði, í Nú- palind í Kópavogi, í Hverafold, við Hringbraut, í Fellsmúla og í Lóu- hólum í Reykjavík, ásamt Pizzunni á Glerártorgi á Akureyri. Vegan-nýjungar á leiðinni Spurður um hvort von sé á ein- hverjum nýjungum hjá Pizzunni segir Ólafur að fyrirtækið hafi lagt mikla áherslu á vegan-vöruþróun upp á síðkastið. „Við erum komin með nýjan veganost sem er ótrú- lega líkur venjulegum osti á bragð- ið. Einnig notum við vegan-peppe- róní frá Happyroni. Við erum að vinna með þeim í að setja nýja veg- an-vörulínu af stað í veganúar í jan- úar nk. Við tökum veganúar af krafti og höfum þróað mjög góðar vegan-pítsusamsetningar.“ Ketópítsa Pizzunnar hefur einnig notið vinsælda. „Við höfum lagt okkur fram um að vera með fjöl- breytilegt vöruúrval fyrir við- skiptavini, til að mæta ólíkum þörf- um og vera í takti við tímann.“ Tekjurnar nærri tvöfölduðust Í ársreikningi Pizzunnar fyrir síðasta ár segir að áhrif af völdum Covid hafi verið óveruleg. Þar kem- ur einnig fram að fjörutíu og átta hafi starfað að meðaltali hjá félag- inu á árinu 2020. Tekjurnar nærri tvöfölduðust milli ára og voru rúm- ur milljarður króna samanborið við tæplega sex hundruð milljónir árið á undan. Tap félagsins á síðasta ári nam 84 milljónum króna og jókst um 22 milljónir milli ára, en tapið var 62 milljónir árið á undan. Eignir Pizzunnar námu 196 milljónum króna í lok síðasta árs og jukust um 51% á milli ára en þær voru 130 milljónir króna árið á und- an. Eigið fé Pizzunnar var neikvætt um 261 milljón króna í lok síðasta árs en árið á undan var eigið féð neikvætt um 174 milljónir. Lætur Covid ekki stoppa sig Morgunblaðið/Eggert Matur Búið er að loka Pizzunni á Reykjavíkurvegi og hylja alla glugga. - Pizzunni lokað á Reykjavíkurvegi - Mikil tekjuaukning Pítsumarkaður » Eldsmiðjunni lokað. » Domino’s stærsta keðjan með 23 staði. » Pizzan næststærst með 8. » Næst koma Flatey, Sbarro, Blackbox, Spaðinn, Castello og Pizza Hut og Flatbakan. » 5 milljónir pítsa seljast á ári. Laugaveg 114-116 við Hlemmtorg en eins og rakið hefur verið í Morg- unblaðinu gæti þar rúmast fjöldi íbúða. Tryggingastofnun var lengi með aðsetur á Laugavegi 114. Í fjórða lagi að selja lögreglu- stöðina á Hverfisgötu 113-115 en þar er m.a. mikið rými á baklóð. Í fimmta lagi hús félagsmálaráðu- neytisins í Skógarhlíð 6 en þar er líka mikið rými til að þétta byggð. Í sjötta lagi að selja hús Ríkis- skattstjóra á Laugavegi 162-166 en embættið mun flytja á Höfðatorg. Í sjöunda lagi að selja Tollhúsið við Tryggvagötu 19 í Reykjavík en hugmyndir eru um að flytja Lista- háskóla Íslands í bygginguna. Skólahúsið selt Í áttunda lagi að selja fasteignir í eigu ríkisins við Stakkahlíð í Reykja- vík en hugmyndir eru um að flytja Kennaraháskóla Íslands. Á þeirri lóð er svigrúm til að þétta byggð. Einnig má nefna heimild til að selja Austurstræti 19 í Reykjavík og Vesturvör 2 í Kópavogi og finna annað húsnæði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og Landsrétt. Má í þessu efni rifja upp að ríkið áformar mikla uppbyggingu á svo- nefndum stjórnarráðsreit. Af öðrum heimildum til eignasölu má nefna Ármúla 1 en endurnýja á Múlana á næstu árum. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi verður fjármála- og efnahags- ráðherra heimilt að selja margar áberandi fasteignir í Reykjavík sem gæti í senn skilað ríkissjóði millj- örðum og leitt til þess að atvinnu- húsnæði víki fyrir hundruðum íbúða. Í fyrsta lagi er veitt heimild til að selja húseignir við Guðrúnartún 6 og Borgartún 5 og 7 í Reykjavík en Vegagerðin var þar með aðsetur. Reiturinn, Guðrúnartún, er norður af Höfðatorgi og þar hefur borgin boðað uppbyggingu 200 íbúða. Reitur við Ánanaust Í öðru lagi fyrrverandi fasteign Landhelgisgæslunnar við Seljaveg 32 í Reykjavík, og lóð, en þar ráðger- ir borgin 75 íbúðir við Ánanaust. Í þriðja lagi Rauðarárstíg 10 og Áforma sölu áberandi eigna í miðborginni - Heimildir til mikillar eignasölu í fjárlagafrumvarpinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tollhúsið Selja á bygginguna. 7. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.84 Sterlingspund 172.37 Kanadadalur 101.31 Dönsk króna 19.714 Norsk króna 14.25 Sænsk króna 14.207 Svissn. franki 141.14 Japanskt jen 1.1456 SDR 181.51 Evra 146.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.7837 STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.