Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021
110 Ve
Pútín forseti Rússlands hélt til Ind-
lands í gær til viðræðna við Modi,
forsætisráðherra landsins, og aðra
ráðamenn. Með í förinni er Igor
Sechin, forstjóri olíurisans Rosneft,
en til stendur að ræða hernaðarmál-
efni og orkumál. Pútín hefur aðeins
farið í eina aðra utanlandsferð síðan
kórónuveirufaraldurinn hófst og
m.a. sleppt því að mæta á fund leið-
toga iðnríkjanna. Ákvörðun hans um
að halda til Indlands þykir sýna að
hann telur mikilvægt að samskipti
og viðskipti ríkjanna séu traust.
Indverjar hafa lengi átt samstarf
við Rússa og voru taldir í hópi
bandamanna þeirra á árum kalda
stríðsins. Stutt er síðan Indverjar
hófu viðræður um öryggismála-
samstarf við Bandaríkin, Japan og
Ástralíu (QUAD) til að stemma stigu
við vaxandi áhrifum og hernaðar-
uppbyggingu Kínverja í Suðaustur-
Asíu. Kínverjar og Indverjar eru
svarnir fjandmenn en Rússar hafa
jafnan verið samstarfsmenn Kín-
verja.
Lengst af hafa Rússar útvegað
Indverjum hergögn í vopnabúr sitt.
Indverjar eru nú að endurnýja loft-
varnakerfi sitt og gerðu árið 2018
viðamikinn samning, sem metinn er
á um fimm milljarða dollara, um þau
mál við Rússa. Bandaríkjamenn eru
mjög ósáttir við samninginn og hef-
ur það skapað togstreitu á milli land-
anna. Kaupin brjóta í bága við refsi-
aðgerðir Bandaríkjanna gegn
Rússlandi vegna innrásarinnar í
Krím. Hafa ýmsir stjórnmálaskýr-
endur lýst undrun á því að Indverjar
skuli halda þessum viðskiptum til
streitu.
AFP
Viðræður Pútín, leiðtogi Rússa,
hittir indverska ráðamenn.
Rússar treysta
bönd við Indverja
- Pútín hittir Modi í Nýju-Delí
Aung San Suu
Kyi, fyrrverandi
leiðtogi Búrma,
hefur verið
dæmd í fjögurra
ára fangelsi fyrir
að hvetja til upp-
reisnar gegn
stjórnvöldum og
fyrir brot gegn
neyðarlögum um
kórónuveirufaraldurinn. Suu Kyi,
sem er 75 ára gömul og friðar-
verðlaunahafi Nóbels, var ákaflega
umdeild síðustu stjórnarár sín og
steyptu herforingjar henni af stóli í
febrúar á þessu ári. Síðan hefur
hún verið í stofufangelsi. Fyrrver-
andi forseti landsins, Win Myint,
hlaut einnig fjögurra ára dóm fyrir
sömu brot og henni voru gefin að
sök. Samtökin Amnesty Inter-
national hafa harðlega mótmælt
dómunum og segja ákærurnar upp-
spuna. Herinn sé með þessu að upp-
ræta alla andstöðu í landinu og
kæfa frelsi almennings.
BÚRMA
Aung San Suu Kyi
í 4 ára fangelsi
Aung San Suu Kyi
Í gær gengu í
gildi á Ítalíu
reglur sem
banna fólki sem
ekki hefur verið
bólusett gegn
kórónuveirunni
að koma í leik-
hús, kvikmynda-
hús, á tónlistar-
viðburði og
sækja íþróttaleiki. Aðeins þeir sem
hafa nýlega náð heilsu eftir að hafa
sýkst af veirunni eru undanþegnir
banninu. Þá verða allir sem nota al-
menningssamgöngur, lestir og
strætisvagna, að sýna skilríki um
að þeir séu ekki með veiruna. Hart
er eftir þessu gengið og farþegar
sem staðnir eru að því að fara um
borð án vottorða eru sektaðir. Nýju
reglurnar kveða einnig á um að
fólk verði að ganga með andlits-
grímur í stórverslunum og á götum.
Um 135 þúsund Ítalir hafa látist af
völdum veirunnar.
ÍTALÍA
Óbólusettum bann-
aður aðgangur
Grímur hvarvetna
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Vestanhafs er þess nú minnst að í
dag eru 80 ár liðin frá leifturárás
Japana á flotastöð bandaríska hers-
ins, Pearl Harbor á Hawaii, 7. des-
ember 1941, atburðinum, sem dró
Bandaríkin fram á vígvöll síðari
heimsstyrjaldarinnar og kostaði hátt
í 3.000 mannslíf þótt árásin hefði að-
eins staðið í um 90 mínútur.
Dagskráin er margbrotin og hófst
raunar 29. nóvember, en svo stiklað
sé á mjög stóru má nefna að hópur 60
hermanna úr síðari heimsstyrjöld-
inni, þar af 12 eldri en 100 ára, flaug
á föstudag frá Fort Worth í Dallas til
Hawaii þar sem kempurnar öldnu
munu leyfa minningunum að
streyma fram auk þess að votta
löngu föllnum félögum virðingu sína.
Þá býður ferðaskrifstofa Smithsoni-
an-safnsins, Smithsonian Journeys,
upp á sex daga ferð til söguslóðanna
með stífri dagskrá fyrir tæpar
750.000 krónur á mann.
Í kjölfar innrásar Japana í Kína
árið 1937 og Franska-Indókína 1941
stöðvuðu Bandaríkjamenn alla olíu-
sölu til Japana með það fyrir augum
að spilla stórveldisdraumum þeirra á
Kyrrahafi. Lögðu Japanar þá á ráð-
in, undir stjórn Isoroku Yamamoto
aðmíráls, um að gera herstyrk vest-
urveldisins á Kyrrahafi að engu með
vel útfærðri árás.
Klífið Niitaka-fjall
Varð sunnudagsmorgunninn 7.
desember fyrir valinu, tími þegar
fjöldi hermanna var í helgarleyfi og
fæstir áttu sér ills von. Höfðu Jap-
anar laumað flota sínum, rúmum 30
skipum með 432 flugvélar, nær vett-
vangi frá miðjum nóvember, einu
skipi í einu, og 2. desember bárust
Chuichi Nagumo varaaðmírál dul-
málsboðin Niitakayama nobore, klíf-
ið Niitaka-fjall, fyrirskipun Japans-
stjórnar um árás.
Fengu ekki rönd við reist
Atlaga japanska flotans, laust fyr-
ir klukkan átta að morgni, kom
Bandaríkjamönnum algjörlega í
opna skjöldu og fengu þeir varla
rönd við reist, enda mannfall Jap-
ansmegin ekki nema 64 til móts við
um 2.400 Bandaríkjamenn, en nærri
lætur að helmingur þess fjölda hafi
farist þegar orrustuskipið USS Ari-
zona varð fyrir 410 millimetra skeyti
japanskrar sprengjuflugvélar.
Franklin D. Roosevelt Bandaríkja-
forseti mælti í frægri ræðu á þinginu
í Washington daginn eftir, að 7. des-
ember 1941 kæmi til með að lifa með
þjóðinni sem dagur vansæmdarinn-
ar, „a date which will live in infamy“.
„Dagur vansæmdarinnar“
- Árás Japana á Pearl Harbor 7. desember 1941 kostaði hátt í 3.000 mannslíf
- Nagumo varaaðmíráll mundaði atgeir sinn eldsnemma sunnudagsmorguns
Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna
Eldhaf USS Arizona í ljósum logum
eftir 410 mm sprengikúlu Japana.
Þýskir jafnaðarmenn (SPD) kynntu
í gær í höfuðstöðvum sínum í Berlín
ráðherra nýju ríkisstjórnarinnar
sem þeir eru í forystu fyrir.
Fremstur á myndinni er nýi kansl-
arinn, Olaf Scholz, en aðrir ráð-
herrar eru vinnumálaráðherrann
Hubertus Heil, heilbrigðisráðherr-
ann Karl Lauterbach, innanríkis-
ráðherrann Nancy Faeser, varnar-
málaráðherrann Christine Lamb-
recht, mannvirkjaráðherrann
Klara Geywitz og loks ráðherra
þróunar og efnahagssamvinnu,
Svenja Schulze. Með þeim á sviðinu
eru nokkrir forystumenn flokksins.
Samstarfsflokkar SPD í ríkisstjórn-
inni eru Græningjar og Frjálsir
demókratar (FDP) og fá þeir einnig
lykilembætti í ríkisstjórninni, m.a.
fjármál og utanríkismál.
Ný ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna tekur við í Þýskalandi
Kynntu
ráðherra
stjórnarinnar
AFP