Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.2021, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 ✝ Björn Steindór Haraldsson fæddist á Húsavík 27. september 1950. Hann lést á líknardeild LSH 27. nóvember 2021. Foreldrar Björns voru Haraldur Björnsson málari, f. 22. ágúst 1910, d. 2. mars 1996, og María Aðalbjörns- dóttir, f. 22. desember 1919, d. 7. mars 2005. Bræður Björns eru Birkir Fanndal, f. 9. nóvember 1940, Aðalbjörn, f. 26. janúar 1947, d. 6. október 1952, og Haraldur Aðalbjörn, f. 16. júlí 1953. Björn kvæntist hinn 27. jan- úar 1984 Margréti Auði Páls- dóttur, f. 27. janúar 1957. For- eldrar hennar eru Páll Viggó Jónsson, f. 8. desember 1932, og Sigurrós Helga Jónsdóttir, f. 30. október 1937. Börn þeirra eru: 1) Haraldur Orri, f. 26. júlí 1984, eiginkona Sigríður Ósk Benediktsdóttir. frá árinu 1975 til 2015 og var forstöðumaður útibús félagsins á Húsavík frá 1. desember 1979. Björn var mikill skíðamaður, var afreksmaður í þeirri íþrótt á yngri árum og liðsmaður í skíða- landsliðinu. Hann tók einnig þátt í félagsmálum tengdum íþróttinni, bæði í héraði og á landsvísu, sat meðal annars um tíma í stjórn Skíðasambands Ís- lands. Hann var jafnframt einn af frumkvöðlum í uppbyggingu skíðastarfs á Húsavík. Björn var einnig gönguskíðamaður, lét drauma sína rætast og kláraði skíðagöngu kennda við Vasa í Svíþjóð og Marcialonga á Ítalíu. Auk skíðaíþróttarinnar átti hann mörg áhugamál og hugð- arefni. Hann var mikill útivist- armaður, spilaði golf á sínum yngri árum og aflaði sér dóm- araréttinda í þeirri íþróttagrein. Síðar var það laxveiði. Björn var félagi í Rótarýklúbbi Húsavíkur um árabil. Útför Björns fer fram frá Lindakirkju í dag, 7. desember 2021, klukkan 13. Vegna fjölda- takmarkana verða einungis nán- ustu ástvinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á https://www.lindakirkja.is/utfarir/ Einnig er tengill á: https://www.mbl.is/andlat Synir þeirra eru Björn Steindór og Benedikt Arnar. Fyrir á Sigríður soninn Steinþór Örn. 2) Helga Bryn- dís, f. 6. maí 1986, hennar maður er Henrý Örn Magn- ússon. Börn þeirra eru María Birta og óskírður Henrýs- son. Fyrir á Henrý dótturina Sylvíu Lind. Björn ólst upp á Húsavík. Eft- ir gagnfræðapróf starfaði hann við Landsbankann á Húsavík um tíma. Hann fór suður til náms og lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands vorið 1975 og cand.oecon.-gráðu í viðskipta- fræði frá Háskóla Íslands árið 1979. Hann hlaut löggildingu sem endurskoðandi árið 1981. Samhliða háskólanámi var Björn í starfsnámi hjá endur- skoðunarskrifstofu N. Manscher & Co sem nú ber nafnið PwC og varð hann síðar meðeigandi í því félagi. Björn starfaði hjá PwC Elsku besti pabbi minn hefur kvatt okkur og þennan heim á þeim árstíma sem er svo fallegur með hvítum snjó og litirnir á himninum svo mildir og fallegir. Pabbi var skíðamaður inn að beini og að því leyti var veturinn hans tími. Pabbi var ein mikilvægasta manneskjan mín í þessari veröld. Hann var ekki bara pabbi minn, mín helsta fyrirmynd, sem kenndi mér svo ótal margt og ól mig upp, heldur ríkti einnig mikil vinátta á milli okkar. Hann var alltaf til staðar. Við töluðumst við á hverj- um degi, jafnvel oft á dag. Það var gaman að vera í kringum hann, hann var umhyggjusamur, já- kvæður og hvetjandi en umfram allt var hann traustur, mildur og hlýr. Í hans nærveru varð allt gott og lítið mál. Pabbi hafði alla tíð ríkan metn- að fyrir okkar hönd og studdi okk- ur í því sem við vorum að fást við hverju sinni. Hann notaði lítið boð og bönn heldur hvatti okkur frem- ur til þess að nýta tímann vel í núinu og leggja okkur fram í því sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Gera það sem okkur langaði til en samhliða því leggja inn fyrir framtíðina, stórt og smátt. Setn- ingar eins og „ef það er það sem þig langar skaltu endilega gera það, bara drífa í því“; „þú ferð létt með það“ og „þú ættir að gera meira af þessu“ voru yfirleitt svör- in. Þegar maður er ungur finnst manni oft að tíminn sé nægur til að gera allskonar seinna, en lífið er stutt og engin ástæða til að bíða. Þessi orð hans og svo mörg önnur munu fylgja mér út lífið. Pabbi var íþróttamaður og gerði það sem hann ætlaði sér og það með glæsibrag. Hann var af- reksmaður á skíðum og bjó yfir miklu keppnisskapi, en um leið var hann mjög hógvær. Hann var metnaðargjarn og vann alla tíð mikið. Engu að síður átti hann alltaf tíma fyrir okkur og í frítíma var hann duglegur að stunda með okkur hvers kyns útivist. Pabbi var mikill afi og barna- börnin hans löðuðust að honum, meðal annars vegna þess hve hann sýndi þeim mikla hlýju, ein- læga athygli og áhuga á því sem þau voru að gera. Ég á engin orð til þess að lýsa því hvað tómleikinn og söknuður- inn er mikill og hvað mér finnst óbærilega erfitt að líf mitt sé nú án pabba. Ég vildi svo innilega óska þess að hann hefði fengið lengri tíma með okkur og við með hon- um. En ég reyni að einblína á að þakka fyrir allan þann tíma sem við fengum saman, allt það sem hann gaf okkur og börnunum mín- um. Allt sem hann kenndi mér. Þakka fyrir hvað ég var heppin að eiga svona dásamlegan pabba sem reyndist mér svo vel, hvað við gerðum ótal margt saman fram til síðasta dags, skíði, göngur, hjól- reiðar, tónleikar, bíltúrar og spjall. Reyni að temja mér það sem ég elskaði í fari hans. Kenna börnunum mínum það sem hann kenndi mér. Ég hugsa mér að hann sé kominn á skíði á fallegan stað, í brekkur sem eru fullar af púðursnjó og sólin skín allan dag- inn, eða norður upp á heiði á hjólið fallegan sumardag, rennandi eftir mjúkum moldargötum. Hann sagði svo oft við mig; „Þetta verð- ur allt í góðu lagi“. Helga Bryndís Björnsdóttir. Fallinn er frá kær frændi minn Björn Steindór Haraldsson eftir áralanga baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Við höfum þekkst frá því ég fyrst man eftir mér og sam- gangur var mikill milli fjölskyldna okkar. Á árum bernskunnar leit ég ávallt upp til frænda míns, á ég dýrmætar minningar frá þeim tíma. Á námsárum hans í Reykja- vík áttum við einnig margar ánægjulegar samverustundir. Björn iðkaði skíði frá bernsku og komst í fremstu röð íslenskra skíðamanna. Varð hann Íslands- meistari í svigi unglinga árið 1966. Lífsförunaut sínum Margréti Auði Pálsdóttur kynntist Björn á endurskoðunarskrifstofu N. Manscher í Reykjavík. Fluttu þau til Húsavíkur þar sem Björn vann alla sína starfsævi. Hann var vin- sæll og vel metinn og vann hann iðulega fram á kvöld jafnt virka daga sem um helgar enda við- skiptamannahópurinn stór. Þegar börnin uxu úr grasi gat Magga komið bónda sínum meira til að- stoðar og síðustu starfsárin unnu þau hlið við hlið enda leitun að samrýndari hjónum. Björn ann- aðist framtal fyrir tannlækna- stofu undirritaðs í 35 ár. Ég varð þess oft áskynja hversu vandaður og heiðarlegur hann var í starfi sínu. Þar var allt unnið sam- kvæmt ýtrustu reglum. Verst þótti mér að ekki kom til mála að taka við greiðslu fyrir þessa vinnu og þegar hann með semingi sein- ustu árin féllst á að gera mér reikning var hann langt undir taxta. Bókhaldið fór norður í gam- alli blárri ferðatösku og varð það að hefð að ég laumaði koníaks- flösku innan um möppurnar – það var öll greiðslan. Þegar tími gafst til frá vinnu sinnti Björn áhugamálum sínum. Á veturna skíði og til rjúpna gekk hann hvern vetur og hafði yfirferð meiri en flestir aðrir. Björn var slyngur laxveiðimaður og bauð hann frænda sínum oft með sér í veiði. Eitt atvik er mér sérstak- lega minnisstætt. Við vorum að veiða Kistukvísl að austan. Björn setur í lax á Flösinni sem tekur fast í og strikar niður eftir, Björn hleypur á eftir staðráðinn í því að missa ekki feng sinn. Fer það svo að Björn er kominn út í og laxinn síður en svo að gefa sig, kallar hann þá á mig að koma út í til sín. Ég bregst við hart og gríp í hann þar sem botninn þarna er grýttur og straumur þungur og hraður. Laxinn var ekki á því að gefa sig og teymdi okkur sífellt lengra út í. Björn var enn þrárri og fór það svo að við óðum yfir alla kvíslina og náðum að lokum að landa lax- inum. Á bakkanum vestan megin var Þórarinn Sigþórsson og fylgd- ist grannt með. Það er lýsandi fyr- ir Björn að í veiðibækur skráði hann ævinlega aflann á Björn og Jóhann þótt ég ætti þar stundum enga hlutdeild. Þannig var Björn, honum var þvert um geð að stæra sig af eigin afrekum, kvartaði aldrei, lét engan eiga inni hjá sér. Hann var fastur á sínum skoðun- um og gat á stundum verið þver. Hann hélt vel utan um fjölskyldu sína sem kveður nú góðan dreng. Við Linda sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég lýk þessu með orðum Þor- steins Erlingssonar sem voru Birni hugleikin: Sá sem hræðist fjallið og einatt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu hvað hinum megin býr. Jóhann Gíslason. Það er sárt að kveðja góðan vin. Andlátsfregnin kom ekki alveg á óvart, en þó fyrr en ég átti von á. Við Björn kynntumst lítillega á meðan við vorum við nám í Verzló, en betur þegar hann kom til starfa hjá N. Manscher & Co. (PwC ehf.) haustið 1975, ári á eftir mér. Hann hafði tekið ársfrí frá skóla, farið til Ameríku og stundað æfingar og skíðakennslu með fremsta skíða- manni landsins á þeim tíma. Björn var töluglöggur og með reynslu eftir vinnu í Landsbank- anum, þekkti atvinnulífið og var fljótur að tileinka sér hugsun end- urskoðandans. Hugur hans stefndi alltaf til þess að búa á Húsavík og skrifstofa var opnuð þar árið 1980. Björn flutti norður og veitti henni forstöðu frá upphafi og var þar við störf er hann fékk réttindi löggilts endurskoðanda 1982. Hann varð skömmu síðar einn eigenda félags- ins þegar við nokkrir endurskoð- endur bættumst í hóp stofnenda N. Manscher & Co. Á námsárunum kynntist Björn konu sinni Margréti Auði og það var mikið gæfuspor. Hún fluttist með honum til Húsavíkur og var stoð hans og stytta á skrifstofunni. Þau áttu fallegt og traust heimili sem stóð okkur ætíð opið. Hann var fljótur að láta verkin tala og á örfáum árum hafði Björn tekið að sér endurskoðun og reikn- ingslega aðstoð fyrir fjölda fyrir- tækja, stofnana og einstaklinga á norðausturhorni Íslands. Hann naut virðingar og trausts og rekstraraðilar kunnu vel að meta kunnáttu hans, vinnubrögð og þjónustu. Björn var mjög góður sam- starfsmaður og bar hag félagsins fyrir brjósti alla tíð. Í starfi gerði hann miklar kröfur, mestar til sín, en líka til annarra. Hann sinnti rekstrinum vel, fyrstur að skrifa út reikninga og skila gögnum um mánaðamót og ýtti stundum ákveðið við okkur meðeigendum sínum. Björn og Margrét Auður tóku líka virkan þátt í samskiptum eigenda utan vinnutíma. Verkefnin voru mörg og til að mæta mestu álagstoppunum á Húsavík fórum við starfsmenn frá Reykjavík norður og unnum með Birni. Þá var oft gaman og vinnu- dagar langir. Björn var búinn að skipuleggja og undirbúa verkefnin vel og fyrir unga nema var lær- dómsríkt að vinna undir hans stjórn. Þegar þeir komu til baka úr törn fékk ég oft stutt skilaboð í tölvupósti; „þennan máttu senda mér fljótt aftur“ eða „þessi þarf ekki að koma á Húsavík oftar“ ef einhver stóð ekki undir kröfum hans. Þegar Björn lét af störfum hjá PwC höfðum við unnið náið saman í fjörutíu ár. Björn var útivistarmaður og dró fram skíðin þegar færi gafst. Fór í skíðagöngu til að hreinsa hugann og tók á síðari árum þátt í frægum skíðagöngum erlendis. Hann var líka flinkur veiðimaður, átti fasta daga í Laxá í Aðaldal og það var gaman að veiða með hon- um. Á síðustu árum hittumst við gamlir samstarfsmenn reglulega í spjalli yfir kaffibolla. Auðheyrt var á Birni að tími hans með fjölskyld- unni var honum afar dýrmætur. Því miður varð hann of stuttur eft- ir að veikindi sóttu á Björn og skertu lífsgæðin. Við Sjöfn sendum Margréti Auði, Haraldi Orra, Helgu Bryn- dísi og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Björns St. Haraldssonar. Reynir Vignir. Aftur hefur fækkað í hópnum okkar gamla. Í fimm manna hópi æskuvina á Húsavík erum við nú þrír eftir – tveir hafa fallið frá allt of snemma: Héddi, Héðinn Stef- ánsson, 2017 og nú hefur Bjössi, Björn Steindór Haraldsson, kvatt. Hinn náni vinskapur okkar fimmmenninga hófst um ferming- araldur. Við vorum ólíkir um margt en það sem sameinaði okk- ur var hið alltumlykjandi áhuga- mál okkar: Skíðin. Og markmiðið var aðeins eitt: Að komast í fremstu röð. Allt skyldi gert svo það takmark næðist. Ekkert var okkur ofvaxið. Togbrautarleysi í Húsavíkurfjalli var okkar stærsti fjötur um fót og í skammdeginu skorti lýsingu í Melinn. Okkur var ljóst að að þessu óbreyttu myndu markmið okkar aldrei nást. Úr þessari þörf yrði að bæta og eng- inn myndi gera það fyrir okkur. Að koma upp fullkominni skíða- aðstöðu að kröfum þess tíma, alls- lausir, varð fimmtán ára ungling- um hollt manndómspróf. Sú framkvæmd og hópeflið sem fylgdi daglegri samveru í skólan- um, þar sem fátt annað komst að í frímínútum en skíðin, og skíða svo saman í Skálamelnum fram á kvöld, enn stífari æfingar í Stöll- unum um helgar og allar keppn- isferðirnar þess á milli mótaði okkur og þjappaði þétt saman. Steindórinn, eins og við kölluð- um hann, varð fremstur meðal jafningja á skíðunum. Gneistandi keppnisskapið, hnífskörp einbeit- ing, járnvilji og sjálfsagi sem litla miskunn sýndi reið baggamuninn og kom honum í fremstu röð skíðamanna þjóðarinnar. Þegar hann var bestur átti hann aðeins jafnoka. Björn var einnig skemmtilegur félagi, vandaður, varfærinn, ná- kvæmur, traustur, glaðvær og til í öll uppátækin og galsann sem ungdómsárunum fylgir. Vetrarsvaðilfarirnar á mótin, sem við sóttum í öllum veðrum inn á Akureyri, suður, á Ísafjörð eða Siglufjörð og að hitta jafnaldra alls staðar að af landinu í slagnum um sekúndubrotin í svigbrautun- um eru ómetanlegir fjársjóðir minninga sem við sækjum æ síðan í er við hittumst. En Björn hafði metnað til menntunar og þá urðu skíðin að víkja. Sama átti við um okkur hina og þegar ævintýrum æskunnar lauk og alvara fullorðinsára tók við tvístraðist hópurinn. En taug sú er mynduð var í fjallinu forðum hefur haldið vel þótt samskiptin yrðu stopulli og samverustundir færri. Björn lauk viðskiptafræðiprófi af endurskoðunarsviði HÍ. Að því loknu settust hann og eiginkona hans, Margrét Auður Pálsdóttir, vönduð heiðurskona, að á Húsa- vík. Margréti kynntist Björn á námsárunum í Reykjavík. Björn stofnaði endurskoðunar- skrifstofu á Húsavík og rak með Margréti sér við hlið til starfsloka – síðustu árin undir hatti Price- waterhouseCoopers. Börnin urðu tvö, Haraldur Orri verkfræðingur og Helga Bryndís lögfræðingur, og barnabörnin eru fjögur. Langri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Sterkur vilji til lífsins varð loks að lúta fyrir hinu óumflýjanlega. Við kveðjum félaga okkar með djúpum söknuði og þökk og vott- um Margréti, Haraldi Orra, Helgu Bryndísi og barnabörnum innilega samúð okkar. Sigurjón Pálsson, Þórhallur S. Bjarnason, Bjarni Sveinsson. Kær félagi okkar, Björn St. Haraldsson, er fallinn frá. Við samstarfsmenn hans og félagar hjá PwC minnumst hans með mik- illi hlýju. Björn starfaði á skrif- stofu PwC á Húsavík í mörg ár og sinnti þar verkefnum fyrir fjöl- marga viðskiptavini félagsins. Það var alltaf spennandi fyrir ungt starfsfólk félagsins að fara í vinnu- ferðir norður til Björns. Slíkar vinnuferðir voru mjög lærdóms- ríkar og gefandi. Á meðal undirrit- aðra var farið í nokkur ár, jafnvel nokkrar langar ferðir í hvert sinn. Maður var sóttur hvort sem það var á flugvellinum á Akureyri eða Húsavík og keyrt á fullri ferð á skrifstofuna á Húsavík. Ekki voru nein grið gefin og vinna hafin strax við mætingu. Það var mjög ánægjulegt að vinna með Birni og Margréti í hinum ýmsu verkefn- um og lærdómsríkt. Lærdómur- inn var ekki síst að bera virðingu fyrir viðfangsefnunum og hags- munum viðskiptavina. Stundum var brugðið út af vananum og farið á fundi með Oddfellow eða á harmónikutónleika á kvöldin. Það var alveg sérstaklega ánægjulegt að eiga í þessu góða samstarfi og vinskap með þeim heiðurshjónum Birni og Margréti. En ekki einungis stýrði Björn starfsemi okkar á Húsavík. Fram- lag hans til fyrirtækisins í heild var mikið og mikils metið. Þegar Björn talaði lögðu allir við hlustir enda var hann heilsteyptur og heiðarlegur í öllum sínum störf- um. Við samstarfsmenn Björns þökkum honum kærlega fyrir samstarfið í öll þessi ár og vottum Margréti og fjölskyldu okkar inni- legustu samúð. Samstarfsfélagar hjá PwC, Sighvatur Halldórsson, Friðgeir Sigurðsson, Vignir Rafn Gíslason. Kynni okkar Björns hófust fyr- ir hartnær 40 árum þegar við Helga fluttumst til Húsavíkur. Björn var þá störfum hlaðinn end- urskoðandi en tók samt að sér endurskoðun okkar fyrirtækis. Gott var að koma á skrifstofuna til þeirra hjóna en Magga vann með honum alla tíð. Þau gáfu sér oft tíma til að spjalla þótt mikið væri að gera. Þá kom í ljós að við áttum sameiginleg áhugamál, skíðin á veturna og veiði á sumrin. Björn var frábær skíðamaður og var í fremstu röð á sínum yngri árum. Hann hafði einnig veitt í Laxá í Aðaldal frá unga aldri. Fljótlega fórum við að veiða saman og síð- ustu áratugina vorum við veiði- félagar og veiddum saman á stöng. Björn þekkti Laxá mjög vel og ég lærði smám saman á leyndardóma þessarar miklu elfu. Ekki er hægt að hugsa sér betri veiðifélaga, skemmtilegur og til- litssamur en hörkuduglegur eins og við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Við áttum frábærar stundir saman við Laxá, hvort sem veiddist vel eða minna, en þá var oft hugað að fuglum og blóm- um. Við fórum einnig saman í aðr- ar ár á svæðinu eins og Selá og Hafralónsá, en Björn hafði Hafra- lónsá á leigu í nokkur ár. Eftir að ég fluttist suður héld- um við áfram að veiða saman og vorum alltaf jafnspenntir þegar líða tók að sumri. Björn og Magga fluttu síðan suður fyrir nokkrum árum. Við fórum fyrsta veturinn nokkrum sinnum saman á skíði og þá heyrði ég hann í fyrsta skipti kvarta, var slæmur í baki. Næsta sumar treysti hann sér ekki til að koma í Laxá. Það var ólíkt honum því viljasterkari og harðgerðari manni hef ég ekki kynnst, enda kom fljótt í ljós að hér var ekki við neina venjulega bakveiki að eiga. Ég fór samt einn norður og veiddi í Laxá. Áhuginn var þó enn ódrep- andi og ræddum við saman reglu- lega um gang veiðinnar. Samverustundirnar með Birni voru mér mikils virði og mun ég ætíð minnast hans meðan ég get rennt fyrir fisk. Við Helga höfðum hugsað okkur gott til glóðarinnar að njóta samveru með þeim hjón- um eftir að þau fluttu suður, en samverustundirnar urðu of fáar vegna veikinda Björns og covid 19. Það var sárt að sjá hve fljótt heilsu þessa góða og hrausta manns hrakaði einmitt þegar þau Magga ætluðu að fara að minnka vinnu og njóta lífsins meira, en vinnutíminn var oft mjög langur og fríin stutt og fá þegar þau bjuggu á Húsavík. Við Helga vottum Möggu og fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð. Vigfús og Helga. Björn Steindór Haraldsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Óheimilt er að taka efni úr minningargreinum til birt- ingar í öðrum miðlum nema að fengnu samþykki. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.