Morgunblaðið - 07.12.2021, Side 21

Morgunblaðið - 07.12.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 ✝ Jón Hilmar Björnsson fæddist 13. apríl 1939. Hann and- aðist á Landspít- alanum við Hring- braut 23. nóvember 2021. Jón Hilmar ólst upp á Breiðabliki á Seltjarnarnesi og voru foreldrar hans hjónin Björn Jóns- son yfirvélstjóri, f. 1904, d. 1975, og Ingibjörg Stephensen, f. 1906, d. 1998. Bræður hans eru Ólafur S., kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur, og Björn Ingi, sem var kvæntur Öldu Bragadóttur, f. 1944, d. 2018. Jón Hilmar kvæntist fyrri konu sinni Hjörnýju Friðriks- dóttur árið 1961 og settust þau að á Barðaströnd 33 á Seltjarn- arnesi. Hjörný lést árið 1989. Jón Hilmar lauk iðnnámi á vélaverkstæði Björns og Hall- Jónssyni. Börn þeirra eru eru Kristín Alma, Vilborg Unnur, Sigríður Soffía, Ingibjörg Elín, Eyjólfur og Tristan Þór. 2) Ósk- ar Ásgeir Óskarsson, kvæntur Lilju Sigurgeirsdóttur. Börn þeirra eru Hilmar Björn, Óskar Már, Arnór Alex og Alexander Aron. 3) Guðmundur Óskarsson, kvæntur Kristínu Þorleifs- dóttur. Börn þeirra eru Auður og Björg. Langafabörnin eru þrjú. Jón Hilmar gekk í Kiwanis- klúbbinn Nes 2. febrúar 1972, sem sameinaðist Kiwanis- klúbbnum Heklu haustið 2006. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir klúbbana. Hann var einnig í Oddfellow- stúkunni Þórsteini nr. 5 frá 1977 til 1992 þar sem hann gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörfum. Jón Hilmar var svo félagi í Orkusenatinu, félagi orku- manna af eldri kynslóðinni, frá 2009 og til dánardags. Útför Jóns Hilmars verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag, 7. desember 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Þeir sem ætla sér að vera við útförina eru beðnir að fara í hraðpróf fyrir komu. dórs hf. í Reykjavík 1960, vélstjóranámi í Vélskólanum árið 1962 og rafmagns- deild 1963. Hann starfaði hjá véla- verkstæði Björns og Halldórs hf. frá árinu 1963 til 1965 og síðan sem vél- stjóri hjá Haf- skipum hf. til ársins 1971. Jón Hilmar hóf störf sem hitaveitustjóri á Seltjarnarnesi árið 1971 sem var formlega tekin í notkun í desember 1972. Var hann í því starfi til starfsloka 2009, starfi sem hann hafði mikla ánægju af. Jón Hilmar kvæntist Kristínu Unni Ásgeirsdóttur árið 1991 og bjuggu þau á Sævargörðum 1 á Seltjarnarnesi og síðar Kirkju- braut 12. Kristín Unnur á þrjú börn sem Jón Hilmar tók sem sínum eigin. 1) Soffía Ásgeirs Óskarsdóttir, gift Sigurjóni Þá er komið að kveðjustund hjá okkur. Sorgin er þung en það er vegna þess að þú varst dásamleg- ur pabbi og hafðir svo mikil og góð áhrif á líf mitt og fjölskyldunnar. Ég lærði svo mikið af þér. Það stóð aldrei á leiðsögn þegar ég kom til þín eða þurfti á þér að halda, en mest lærði ég af þér sem fyrirmynd. Fyrirmynd með góð og skýr gildi. Þú kenndir mér heiðarleika, að vera maður orða minna, standa við gefin loforð og hjálpsemi. Ef einhver þurfti aðstoð þá varstu til staðar. Mér fannst alltaf aðdáun- arvert hvernig þú öðlaðist virð- ingu fólks gegnum yfirvegun og hjálpsemi. Ég fann það svo sterkt strax sem ungur drengur og þú hjálpaðir mér að fá sumarvinnu hjá bænum. Þá upplifði ég hlut- verk þitt sem hitaveitustjóri og hvernig þú notaðir þessa kosti til að vinna með fólki. Þú hafðir alltaf svo jákvæð áhrif á fólkið í kring- um þig. Hjá þér lærði ég líka samvisku- semi og stundvísi. Stundvísi þegar kemur að því að láta ekki bíða eftir sér, en líka annars konar stundvísi eins og að greiða skuldir sínar, vinna verkefni sem maður lofar og ganga í verkin. Þú varst yndislegur afi og stelpurnar sakna þín mikið. Þær eru sorgmæddar að þú sért farinn en við minnumst þín saman og allra góðu stundanna. Þær upplifa núna þessi sterku og góðu gildi gegnum mig og ég vona að ég geti verið eins góð fyrirmynd fyrir þær eins og þú varst fyrir mig. Mér þótti alltaf vænt um það hvað þú og Kristín náðuð vel sam- an. Þú varst góður tengdapabbi og hún hefur oft sagt mér frá sam- ræðunum ykkar. Mér fannst líka gaman hvernig þið hjálpuðust að þegar þú vildir koma mömmu á óvart með því að kaupa blóm handa henni, skrifa henni kort eða finna handa henni réttu gjafirnar. Þú varst alltaf svo góður við mömmu og henni leið svo vel með þér. Það er líklega mikilvægasti lærdómurinn sem þú veittir mér; hvað þú hugsaðir vel um eigin- konu þína, varst besti vinur henn- ar, gafst henni reglulega blóm og sýndir henni ást þína og um- hyggju í orði og verki. Takk fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem þú veittir mér, ég er þér þakklátur fyrir allt sem þú hefur veitt okkur. Takk fyrir að vera traustur og góður pabbi. Hvíl í friði. Ég elska þig. Guðmundur (Gummi). Að missa sinn besta vin og ein- stakalega ljúfan föður í einni svip- an er hörð og sár tilfinning. Það voru afskaplega stuttar en erfiðar stundir þegar við sátum hjá hon- um Minna okkar á hjartadeildinni, en hann var hresslegur í síma tveimur dögum áður og gaf það okkur von um hann héldi sínum takti og kæmi aftur heim á Kirkjubraut eftir stutta heimsókn á spítalann. Elsku Minni kvaddi okkur svo snögglega en á rólegan og friðsæl- an hátt, fyrir mér var það falleg stund sem í sömu andrá var skelfi- lega sár og erfið. Ég hef engin orð yfir þakklætinu að fá að kveðja hann þetta kvöld með nokkrum orðum í samveru og hlýhug, það er mér ómetanlegt. Þegar ég færi hugann aftur og rifja upp glaðlegar og innilegar stundir sem bæði ég í einrúmi og með fjölskyldunni allri höfum átt með Minna, þá færist ósjálfrátt bros og góðar tilfinningar hlýja hjarta mitt. Hann hefur verið ná- lægur og upplifað með mér flestar mínar bestu stundir eins og komu og uppvöxt allra strákanna minna, hann leiddi mig og stóð við hlið mér í brúðkaupi okkar Lilju, ásamt óteljandi góðum gleði- stundum sem við höfum átt sam- an. Við fjölskyldan höfum alltaf átt miklar og góðar samverustundir með mömmu og Minna, mikið og oft borðað saman, setið í spjalli, ferðast og fagnað ánægjulegum stundum. Samgangurinn hefur verið mikill og strákarnir elska að fara á Kirkjubrautina til ömmu og afa. Hjá þeim hefur alltaf verið tekið á móti okkur með auðsýndri gleði og væntumþykju, alltaf verið opið hús fyrir alla hrúguna og gistingar eins sjálfsagðar og hvert annað. Við finnum öll fyrir missi af afa Minna og þegar erfiðar stundir sækja á eitthvert okkar þá ræðum við góðar stundir með afa og hvað hann var góður og traustur fyrir okkur öll, þannig færast erfiðar stundir yfir í að vera góðar og innilegar minningar. Án þín verður skarð í lífi okkar allra og það á eftir að taka tíma að venjast því að geta ekki tekið utan um þig og faðmað, átt vinalegar stundir eða leitað til þín með ráð og spjall. Elsku Minni, þú hefur gefið mér svo óskaplega mikið, ástin og væntumþykjan sem þú hefur veitt mér í gengum lífið er svo góð í minningunni, þú hefur alltaf síðan þið mamma rugluðuð saman reyt- um verið mér sem faðir og komið fram við mig sem þinn eigin son. Þú kenndir mér mikið á lífið, studdir mig og leiddir gegnum ruglingslega tíma, ekki síst mína erfiðustu kafla. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og komst ævin- lega fram við mig sem jafningja og af virðingu. Þú ert í hjarta mínu besti vinur og sársaukinn sem fylgir ferðalagi þínu er mér svo sár. Það er erfitt að sakna svona mikið, en það gefur mér ró að hugsa um þig á góðum stað. Við pössum upp á mömmu fyrir þig, við vitum hvað það er þér mikil- vægt. Farðu vel með þig og hvíldu í friði elsku Minni. Óskar Ásgeir Óskarsson. Elsku hjartans Minni. Það sem að við söknum þess að hafa þig hjá okkur. Minningarnar eru margar og allskonar eins og gengur enda hef ég þekkt Minna frá því að ég var lítil stelpa. Fjölskyldur okkar tengdust vinaböndum þegar Minni og mamma voru lítil og bjuggu í hús- unum Fögrubrekku og Breiða- bliki sem standa skáhallt hvort á móti öðru á Seltjarnarnesinu. Samgangur var mikill og vinskap- urinn meiri. Mæðurnar Soffa og Bíbí voru heima með börnin og urðu góðar vinkonur og eins eru bræður mömmu góðir vinir Minna frá því að þeir voru litlir guttar og til dagsins í dag. Fólkið á Breiða- bliki er og hefur því alltaf verið frændfólk í hugum okkar. Ég kallaði Ingibjörgu, móður Minna, alltaf ömmu Bíbí, hann sjálfan frænda og Hjörnýju, fyrr- verandi konu hans, frænku. Það gerði ég einfaldlega af því að til- finningin var góð. M&M, eins og við köllum mömmu og Minna gjarnan, urðu par þegar ég var orðin 19 ára og þau bæði orðin ein. Hann var ekk- ill og mamma fráskilin. Þau höfðu þá í gegnum sorgir sínar tengst og orðið eitthvað annað og meira en vinir. Þegar mamma sagði mér þau Minni væru orðin par varð ég nú pínu undrandi en aðallega þurfti ég að koma þessum nýju upplýs- ingum öðruvísi fyrir í höfðinu á mér. En svo fann ég létti. Létti yf- ir því að mamma væri komin í öruggt skjól og ætti núna allan möguleika á því að verða ham- ingjusöm. Eins var léttir yfir því það að þetta væri hann Minni okk- ar, sem við þekktum vel og vissum hvaða mann hefði að geyma. Nú varð amma Bíbí ennþá meiri amma okkar og Steina frænka orðin ennþá meiri frænka. Þetta gat ekki verið betra og báðar fjöl- skyldur afar lukkulegar með þennan ráðahag. Ekki er nú hægt að segja annað en að hann Minni hafi tekið við stórum pakka þegar að hann tók okkur að sér. Konu, krakka, ung- lingum, barnabarni og öllu öðru sem okkur fylgdi. Það má segja að við hefðum komið inn í líf hans með látum en hann inn í okkar á sinn hátt, hæglátur, yfirvegaður, ljúfur og traustur. Ég hef oft hugsað: þvílíkar og aðrar eins breytingar á lífi eins manns. Þetta var oft flókið, ég veit það. Tilhugalífið og allir alltaf með. Brúðkaupsferð og við öll með. Það hlýtur að vera svolítið sérstakt. En þannig var það og M&M gerðu þetta vel. Að lokum set ég hérna smá kveðju sem ég sendi Minna fyrir stuttu. „Mig langar að segja þér hvað ég er þakklát fyrir þig elsku Minni. Takk fyrir að vera alltaf svona traustur, ljúfur og góður við okkur öll. Það þarf ekki að búa til börn til þess að vera góður faðir. Þín Soffa.“ Takk fyrir þig og lífið elsku Minni. Takk fyrir augnablikin þín. Við pössum mömmu vel fyrir þig. Soffía Ásgeirs. Að taka þá ákvörðun, sem full- orðinn og skyni borinn maður, að bera víurnar í einstaka móður með nánast uppkomin og mótuð börn, er ákvörðun sem hefur fjöl- þættar afleiðingar sem greindar eru af næmni, eigi ákvörðunin að standa. Eitt er að nálgast konu sem jafningja og samræma lífsstefnu í kyrrlátri stofu með góðum sófa við ljósskímu kertaljóss. Annað að nálgast börn hennar og unglinga, sem telja sig hafa, og að mörgu leyti hafa líf sitt nokkuð mótað og ákveðið. Svo tengdabörn. Þá gildir að temja sér aðlögun. Vera tilbú- inn til að aðstoða og leiðbeina við smíð á nýrri og stærri heimsmynd sálna í mótun. Unnið traust af þeirri gerð er smíði sem er byggð á virðingu, góðsemi, taktvísi og endurtekningu. Að kynnast börnum og full- orðnum við mótun nýrrar fjöl- skyldueiningar er langhlaup, þar sem uppskera getur verið sjáan- leg að árum og áratugum liðnum, sjaldnast í núinu, því í sálum barna þeirrar einstöku konu sem valin var gætir ávallt nokkurs konar fyrirvara um það sem eitt sinn og áður var. Fyrirvara sem settur er í velgengni, en leystur er upp í mótlæti þegar aðstoðar er þörf. Þá koma einnig til skjalanna verkfæri nærgætni fyrir blæ- brigðum skapeinkenna sem á stundum er erfitt að glöggva sig á, enda ekki blóðtengd og sameigin- lega uppalin viðbrögð. Áhrifin verða meiri á þau sem yngri eru, en þau sem eldri eru langar meira í áhrifin. Eftir samveru og sambýli lær- ast og jafnast væntingar og siðir. Því góða úr eldri aðstæðum er leyft að halda sér og er styrkt. Því sem örðugra reyndist er leyft að víkja og hverfa. Með tímanum raungerist svo alvissa og traust afabarna sem með sínum léttu en einlægu faðm- lögum, styrkja og staðfesta ómeð- vitað að fjölskyldutengsl og sam- vera eru hin raunverulegu blóðtengsl. Þau, með sínum tæru hjörtum, búa til safn minninga sem á ævikvöldi er eina auðsafnið sem telur til tekna. Í þessu hefur þú, Jón Hilmar Björnsson, Minni, tengdafaðir minn frá því 2010, verið heillarík fyrirmynd. Nú í dag, 7. desember 2021, fylgi ég efninu síðasta spöl- inn með fjölskyldu okkar. Andi þinn hélt í átt til morgunsólar þann 23. nóvember 2021. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma sem náðum saman og hvern- ig þú tókst mér opnum örmum þegar ég að þinni fyrirmynd hóf samband við Soffíu mína og stjúp- dóttur þína og við tengdumst fjöl- skylduböndum. Ég er þakklátur fyrir samtöl okkar, þar sem við á stundum náð- um tveggja manna tali. Þá rædd- um við önnur málefni en í stærri hóp. Um ferðalög annarra tíma. Síðasta samtal okkar af þeim toga var þann 7. nóvember síðastliðinn. Yfir beinaberum lambahrygg, kólnandi sósu, með koníak og kaffi við hönd, rifjaðir þú upp ferðalag til Havaí á annarri öld í framhaldi af ferðasögum sem röktu götur aftur til leiðangurs með móður yf- ir brúarlausa Ölfusá. Þú þá fimm ára gamall, meðan faðir sigldi heimshöfin í stríði. Ferðasögur úr auðsafni fyrir ævikvöld sem kom áður en þú varðst tilbúinn í and- anum. Við kvöddumst á þeim for- sendum að næst skyldi drukkið úr þínum skáp. Síðar. Ferðasögur þínar verða ekki fleiri. Mínar eru í mótun. Sigurjón Jónsson. Mjög góður vinur okkar til ára- tuga hefur nú kvatt þessa jarðvist eftir langa og harða baráttu við sykursýki. Fyrstu kynni okkar af Minna, eins og hann var gjarnan kallaður af vinum og samferðar- mönnum, hófst þegar hann og Guðmundur gengu í Gagnfræða- skólann við Hringbraut. Vináttan var svo innsigluð þegar við fjöl- skyldan fluttum í Fögrubrekku á Seltjarnarnesi í desember 1954. Fagrabrekka er staðsett gegnt Breiðabliki við Lambastaðabraut sem var uppeldisheimili Minna. Upp frá þessu var samgangur mikill og vinátta milli okkar, mæðra okkar og fjölskyldna órjúf- anleg alla tíð. Eftir nám við Gagnfræðaskól- ann lá leið Minna í Járnsmíða- og véladeild í Verknámsskólanum við Brautarholt þar sem hann útskrif- aðist vorið 1955. Þá hóf hann störf hjá Vélaverkstæði Björns og Hall- dórs til að afla sér verkþekkingar fyrir vélstjóranámið sem hann stefndi að. Hann fór síðan til náms í Vélskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með full réttindi sem vél- stjóri 1962 og frá Rafmagnsdeild í sama skóla árið 1963. Samhliða náminu starfaði hann hjá Véla- verkstæðinu í fullu starfi til ársins 1965. Það ár hóf hann störf hjá Hafskip sem vélstjóri á skipum fé- lagsins og starfaði þar til ársins 1971. Á þessum tíma var í gangi lokaundirbúningur að stofnun Hitaveitu Seltjarnarness og var hann ráðinn hitaveitustjóri þar. Hann tók starf sitt alvarlega og sinnti því af miklum heilindum og má segja að hann hafi ætíð verið á vaktinni alla daga ársins, allt til starfsloka árið 2009. Hann var alla tíð vel liðinn, bæði hjá bæjaryfir- völdum og íbúum Seltjarnarness, enda ávallt tilbúinn að bregðast jákvætt við öllum beiðnum og fyr- irspurnum frá íbúunum. Jón Hilmar var tvíkvæntur, Jón Hilmar Björnsson SJÁ SÍÐU 22 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug og samúð vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, EINARS PÁLMARS ELÍASSONAR, húsasmíðameistara og iðnrekanda. Fjölskyldan vill þakka öllum þeim sem komið hafa að umönnun hans síðustu ár. Bergsteinn Einarsson Hafdís Jóna Kristjánsdóttir Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSA HJÁLMARSDÓTTIR sjúkraliði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 9. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir ástúðlega umönnun síðasta hálfa árið. Sonja Garðarsdóttir Lúðvík S. Georgsson Aðalbjörg Ragnarsdóttir Konráð Ragnarsson Ragnar C. Ragnarsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Alúðarþakkir færum við öllum er sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför móður okkar, BERGÞÓRU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar. Sigurður Jón Björnsson Kristinn Björnsson og fjölskyldur Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR AÐALSTEINSSON, Baugakór 12, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnudaginn 5. desember. Útför auglýst síðar. Soffía Jóhanna Gestsdóttir Emilía Maí Gunnarsdóttir Hrafnhildur Skúladóttir Valgerður Dís Gunnarsdóttir Halldór Margeir Hönnuson Sólrún Aspar Baldur Blær Sara Jóhanna Gunnar Skúli Sædís Hera Anton Emil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.