Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 60 ÁRA Gunnar er Reykvíkingur, ólst upp í Sæviðar- sundi, bjó lengi í Vesturbænum og er stuðningsmaður KR, en býr nú á Arnarnesinu í Garðabæ. Hann er við- skiptafræðingur frá HÍ og MBA frá Háskólanum í Minnesota. Gunnar er eigandi Atlantik ferðaskrifstofu. „Við erum fyrst og fremst að skipuleggja ferðir fyrir erlenda ferða- menn af skemmtiferðaskipum hér á landi. Erum einnig í skipulagningu hvataferða og ráðstefna.“ Gunnar hefur setið í stjórn Cruise Iceland frá upphafi. Áhugamál Gunnars eru útivist og ferðalög. „Ég er líka í hrossarækt, höfum verið að fá nokkra fyrstuverðlaunahesta, en þetta er frekar smátt í sniðum hjá okkur. Fáum tvo til þrjá hesta á ári.“ FJÖLSKYLDA Gunnar er í sambúð með Hildi Jóhannsdóttur, f. 1969, deildarstjóra í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Synir Gunnars eru Hjalti Rafn, f. 1986, Gunnar Steinn, f. 1996, og Birgir Rafn, f. 2000. Barnabarn Gunn- ars er Eydís Arna, f. 2019, dóttir Hjalta og Helgu Heiðdísar Sölvadóttur. For- eldrar Gunnars eru Birgir Rafn Gunnarsson, f. 1937, fv. byggingameistari, og Auður Hanna Finnbogadóttir, f. 1937, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Gunnar Rafn Birgisson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Rannsóknir þínar leiða margt ánægjulegt í ljós. Haltu þig við það sem þú gerir best, það hefur meiri áhrif en að láta truflast af einhverju sem þú gerir jafn vel og aðrir. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að hafa það á hreinu að eng- inn misskilji skilaboð þín því þá gætu afleið- ingarnar orðið skelfilegar. Langt hádegishlé er einmitt það sem þig vantar. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Vikan fram undan verður litrík í lífi þínu. Ekki telja sjálfri/sjálfum þér trú um að hlutirnir séu of góðir til að vera sannir. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú tekur eftir að einhver reynir mikið að vera eins og þú. Lífið skánar til muna þegar þú þekkir og virðir eigin tak- mörk. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þótt skemmtileg tilbreyting geti falist í nýjum kynnum skaltu ekki gleyma þeim sem hafa staðið með þér í gegnum þykkt og þunnt í áraraðir. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Vanalega ertu á undan áætlun, en nokkrar óvæntar uppákomur geta breytt því. Byrjaðu hvern dag á því að telja upp fimm hluti sem þú getur verið þakklát/ur fyrir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það getur reynst nauðsynlegt þótt erf- itt sé að aðskilja hug og hjarta í vissum málum. Mundu að það skiptir meira máli hvað þú hugsar en hverju þú klæðist. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Óvæntir atburðir eru eins og köld vatnsgusa framan í þig. Talaðu við vini og vandamenn, þú gætir notið góðs af ráð- leggingum þeirra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Hættu að tala stöðugt um hlut- ina, gerðu eitthvað og byrjaðu á fram- kvæmdum. Losaðu þig við skuldbindingar sem þjóna þínum markmiðum ekki lengur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hlustaðu á eðlisávísun þína í máli sem snertir þig og þína nánustu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Snúðu ekki upp á þig þótt aðrir nenni ekki að uppfylla óskir þínar. Haltu þig við gömlu góðu gildin sem þú trúir á. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú skalt stefna að því að eiga nota- lega stund með fjölskyldunni í kvöld. Reyndu að gera sem mest úr þeim meðbyr sem þú nýtur. „Við konan mín eignuðumst þrjú börn á stuttum tíma skömmu eftir efnahagshrunið 2008. Það hefur því farið mikill tími í barnauppeldi síð- ustu árin en þau eru farin að vera Á yngri árum var Snorri í félags- störfum og sat meðal annars í stjórn Orators og Heimdallar ásamt því sem hann ritstýrði Stefni og heima- síðu Heimdallar um skeið. S norri fæddist 7. desember 1981 í Reykjavík og hefur búið alla sína ævi í Vest- urbæ Reykjavíkur. „Börnin mín eru fjórðu kynslóðar Vesturbæingar. Amma mín flutti ung í Vesturbæinn, pabbi hefur alltaf búið í Vesturbænum og það er eins með konuna mína. Frá því að hófum búskap höfum við skoðað eina íbúð í Hlíðunum, en það kom varla til álita að gera tilboð í hana.“ Snorri hóf skólagöngu sína í Grandaskóla. „Ég var í einum af fyrstu árgöngum Grandaskóla og bjó fyrstu árin í næsta húsi við skól- ann. Það heyrðist meira að segja í skólabjöllunni í eldhúsinu heima.“ Þaðan fór Snorri í Tjarnarskóla og lauk svo stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík. Hann lagði stund á lögfræði í Háskóla Íslands en tók einnig BA-próf í hagfræði samhliða því. Hann útskrifaðist úr báðum greinunum árið 2006. „Það vildi svo skemmtilega til við útskrift- ina að þessar deildir voru hvor á eft- ir annarri, þannig að ég fór beint af sviðinu og aftur í röðina til þess að ná í annað prófskírteini.“ Fyrst eftir útskrift starfaði Snorri hjá Samkeppniseftirlitinu. „Þar naut ég þess að hafa tvær ólíkar gráður en eftir nokkur ár þar hellti ég mér í lögmennskuna.“ Hann hóf fyrst störf hjá Logos árið 2012 en síðar hjá Advel lögmönnum. Núna er hann einn af eigendum hjá Arta lög- mönnum sem hófu starfsemi fyrr á þessu ári. Samkeppnisréttur er helsta starfssvið Snorra. „Samkeppnismál hafa auðvitað fylgt mér frá því að ég var hjá Sam- keppniseftirlitinu. Ég hef ekki losn- að við þau mál en ég hef heldur ekki hug á því, ég hef mjög gaman af samkeppnisrétti. Ég hef aðeins dundað mér við fræðistörf samhliða lögmannsstörfunum og hafa komið út eftir mig tvær greinar í ritrýnd- um tímaritum og bókum, en þær greinar voru einmitt um samkeppn- ismál, nánar tiltekið um samruna.“ Önnur greinin birtist í Tímariti lög- fræðinga en hin í afmælisriti til heið- urs Jóni Steinari Gunnlaugssyni.“ nokkuð stálpuð. Við fjölskyldan höf- um verið nokkuð dugleg að ferðast með þau innanlands og utan. Eftir því sem börnin hafa orðið eldri og tími hefur gefist fyrir eitt- Snorri Stefánsson lögmaður – 40 ára Fjölskyldan Líf, Snorri, Hólmfríður Helga, Styrkár Flóki og Bríet Magnea í Hellulaug við Flókalund í júlí 2020. Alla tíð búið í Vesturbænum Systkinin og foreldrar Snorri, Ottó, Helga, Stefán, Guðrún og Gyða. Afmælisbarnið Snorri að ganga Síldarmannagötur. Til hamingju með daginn Akranes Eins árs afmæli á í dag Guð- mundur Atlas Andrason, sem fæddist á Sjúkrahúsinu á Akranesi 7. desem- ber 2020 kl. 17.43. Hann vó 3.362 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Guðbjörg Rós Guðnadóttir og Andri Guðmundsson. Nýr borgari NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heilsa &útivist –– Meira fyrir lesendur Nú er tíminn til að huga að betri heilsu og bættum lífstíl. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir fimmtudaginn 23. desember. fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. janúar SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.