Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.12.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2021 Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu leikur lokaleiki sína í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar í þessum mánuði. Liðið hefur ekki riðið feitum hesti í keppninni til þessa en Blikar eru með 1 stig eftir fjóra leiki og eiga ennþá eftir að skora mark. Blikar fóru heldur betur vel af stað í keppninni og gáfu stór- liði París SG hörkuleik á Kópa- vogsvelli hinn 6. október þar sem liðið var í raun óheppið að skora ekki. Þrátt fyrir hörkuleik Blika lauk leiknum með 2:0-sigri Frakklandsmeistaranna. Eftir fyrsta leikinn hefur frammistaða liðsins farið niður á við, svo við segjum það bara eins og það er. Tímabilinu á Íslandi lauk hinn 1. október þegar Breiðablik lagði Þrótt úr Reykjavík að velli í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvelli. Síðan þá hafa Blikar spilað tvo keppnisleiki í mánuði í Meistaradeildinni, gegn liðum sem eru ennþá á miðju tímabili að undanskildu Kharkiv frá Úkraínu en leiktíð- inni í Úkraínu lauk um miðjan nóvember. Á dögunum skilaði starfs- hópur á vegum KSÍ frá sér til- lögu þess efnis að lengja tíma- bilið í úrvalsdeild kvenna frá og með keppnistímabilinu 2023. Það er mikilvægt að þessi til- laga gangi í gegn á ársþingi KSÍ í febrúar enda munu íslensk kvennalið eiga tvo fulltrúa í Evr- ópukeppnum næstu árin. Það sjá það allir sem hafa horft á leiki Blika í Meistara- deildinni í ár að takturinn í lið- inu er lítill sem enginn, sam- anborið við fyrsta leik gegn París SG, og því lífsnauðynlegt fyrir kvennaboltann að lengja tímabilið eins langt og kostur er inn í haustið fyrir liðin sem munu leika í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar í framtíðinni. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Gísli Þorgeir Kristjánsson hef- ur framlengt samning sinn við þýska hand- knattleiksfélagið Magdeburg til ársins 2025. Þetta tilkynnti félagið á sam- félagsmiðlum sínum í gær. Gísli, sem er 22 ára gamall, gekk til liðs við Magdeburg frá Kiel í jan- úar 2020 en hann missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla á öxl. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gísli verið afar óheppinn með meiðsli á sínum ferli en hann hefur komið við sögu í tólf leikjum með Magdeburg á tímabilinu og skorað í þeim 24 mörk. Magdeburg hefur farið á kostum á tímabilinu til þessa en liðið er með fullt hús stiga eða 26 stig á toppi þýsku 1. deildarinnar eftir fyrstu þrettán umferðirnar. Gísli Þorgeir hefur verið fasta- maður í íslenska landsliðshópnum undanfarin ár, þegar hann hefur verið heill heilsu, en hann er í 35 manna æfingahóp liðsins fyrir loka- keppni EM 2022 sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar. Gísli Þorgeir framlengdi í Magdeburg Gísli Þorgeir Kristjánsson Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari knattspyrnuliðanna Víkings úr Reykjavík og Breiðabliks, er á ný sterklega orðaður við starf þjálfara norska félagsins Rosenborg. Í nóv- ember bárust fyrst fréttir af því að forráðamenn norska félagsins hefðu áhuga á því að ráða Milos til starfa. Nettavisen í Noregi greinir frá því að Milos, sem er 39 ára, sé tilbúinn til að taka við Rosenborg en norska félagið eigi ennþá eftir að ná samkomulagi við hans núver- andi félag, Hammarby í Svíþjóð, um vistaskiptin. Frá Hammarby til Rosenborgar? Morgunblaðið/Eggert Svíþjóð Milos Milojevic hefur stýrt Hammarby frá því í júní 2021. Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni, er sagður vilja losna við landsliðs- manninn fyrrverandi Grétar Rafn Steinsson úr starfi yfirmanns leik- mannakaupa hjá félaginu. Football Insider greinir frá þessu. Grétar hefur starfað hjá Everton frá árinu 2018 sem yfirnjósnari félagsins í Evrópu og síðar sem yfirmaður leikmannakaupa. Marcel Brands var rekinn sem yfirmaður knatt- spyrnumála hjá félaginu í gær en Benítez er sagður vilja stýra öllum leikmannakaupum Everton. Sagður vilja losna við Grétar Morgunblaðið/Eggert Everton Grétar Rafn hefur gegnt starfinu frá því í október 2019. KÖRFUBOLTI Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hef- ur samið við hollenska félagið Land- stede Hammers frá Zwolle og mun leika með félaginu í sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu út yf- irstandandi tímabil. Þórir, sem er 23 ára gamall, hefur leikið afar vel með uppeldisfélagi sínu KR á tímabilinu en mun nú reyna fyrir sér í atvinnu- mennsku í fyrsta skipti á ferlinum. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Þetta er eitthvað sem maður hefur alltaf stefnt á að gera. Það kom upp þetta spennandi tækifæri og ég taldi að þetta væri eitthvað sem ég þyrfti að gera,“ sagði Þórir í samtali við Morgunblaðið. Hann hélt utan í gærkvöldi og gæti leikið sinn fyrsta leik strax ann- að kvöld þegar Landstede mætir Ar- is Leeuwarden í deildinni, að því gefnu að hann standist læknis- skoðun í dag og ekkert komi upp á á fyrstu æfingunni. Ef fólk er full- bólusett fyrir kórónuveirunni, líkt og Þórir er, er ekki þörf á að fara í sóttkví eða einangrun við komuna til Hollands en mælst er til þess að fólk taki sjálfspróf. Þórir er þrátt fyrir ungan aldur afar leikreyndur þar sem hann varð til að mynda Íslandsmeistari með KR árin 2015, 2016 og 2017 er hann var enn táningur. Haustið 2017 fór hann í háskóla í Bandaríkjunum og lék þar með Nebraska Cornhuskers um fjögurra ára skeið áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn síðastliðið vor. Þórir sagði dvölina í Bandaríkj- unum hafa gert sér gott. „Ég myndi segja að ég hafi bætt mig töluvert þar. Svo er líka þessi klisja um að maður þroskist sem manneskja. Ég fór ungur út og ég held að það að klára háskólann á fjórum árum í Bandaríkjunum hafi búið mig sérstaklega undir það sem ég er að fara í núna, að fara utan einn.“ Sameiningin spennandi Hollenska úrvalsdeildin tók þeim breytingum fyrir yfirstandandi tímabil að hún sameinaðist belgísku úrvalsdeildinni. Sameiginlega deild- in er þekkt sem BNXT-deildin. Fyr- ir áramót spila liðin eftir gamla fyr- irkomulaginu, þ.e. aðeins við lið frá sömu löndum innbyrðis, en eftir ára- mót fara í hönd gull- og silfurdeildir þar sem lið beggja landa blandast. „Þetta er fyrsta árið þar sem þeir spila sameiginlega deild á milli Hol- lands og Belgíu. Ég held að mark- mið allra þessara liða í báðum þess- um deildum sé að enda í efri hluta þeirra til þess að fá inn í sameigin- legri sterkri gulldeild eftir áramót. Ég veit að það er klárlega mark- miðið hjá Landstede. Ég mun gera allt sem ég get gert til þess að hjálpa liðinu að komast þangað. Það er mjög spennandi að það sé búið að sameina þessar deildir, að það sé verið að efla körfuboltann á milli þessara landa.“ Það er ekki heiglum hent að út- skýra hvernig fyrirkomulagið á gull- og silfurdeildunum verður eftir ára- móti en Þórir var þó með það allt á hreinu. „Öll liðin enda á að fara í ein- hvers konar blöndu af löndunum tveimur og það verða þá gulldeild og silfurdeild. Svo er spiluð úrslita- keppni út frá þeim. Þetta er svolítið flókið en tvö efstu gull-liðin frá hvoru landinu fara beint í undan- úrslit, svo fara þrjú önnur lið úr gull- deildinni í átta liða úrslitin og besta liðið úr silfurdeildinni kemur síðan líka inn í þau,“ útskýrði Þórir. Fullt af leikjum „Þetta er alla vega fullt af leikjum sýnist mér og það er náttúrulega það sem maður vill gera, það er að spila leikina. Þannig að það er mjög spennandi,“ bætti hann við. Spurður nánar út í markmiðin á tímabilinu sagði Þórir: „Ég held að það sé bara að enda sem efst í deildinni og kom- ast í þessa millilandagulldeild og gera sitt besta í henni. Einhvers konar Evrópukeppni út frá því er svo alltaf markmiðið hjá liðinu tel ég. Persónulega snúa markmið mín að því að fá að fara út, spreyta mig og sanna og byrja að spila.“ Einnig vonast hann til þess að skiptin til Hollands komi til með að hjálpa honum að fá enn stærra hlut- verk með íslenska landsliðinu. „Já auðvitað, ég vil spila sem mest þar líka. Þetta er vonandi gott skref í átt að því,“ sagði Þórir að lokum í sam- tali við Morgunblaðið. Spennandi tækifæri sem ég taldi þörf á að grípa - Þórir samdi við hollenskt lið - Reynir fyrir sér í atvinnumennsku í fyrsta sinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Holland Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hefur leikið frábærlega með KR á tímabilinu en er nú búinn að semja við hollenska liðið Landstede. lenskt lið í haust. Hann gekk þá til liðs við Hague Royals, nýja félagið sem var stofnað árið 2020 og leikur sitt annað tímabil í deildinni og nú í fyrsta sinn í BNXT-deildinni, sam- eiginlegri deild Hollands og Belgíu. Þórir Guðmundur er því sjötti Ís- lendingurinn sem spilar sem at- vinnumaður með hollensku félagi. Lið hans er sem stendur í sjötta sæti Hollandsmegin en í góðri stöðu til að ná fimmta sætinu sem þarf til að komast í sameiginlegu deildina eftir áramótin. liðsmaður frá Grindavík fór líka til Groningen um þetta leyti en var þó ekki samherji Herberts þar. Hann lék með liðinu tímabilið 1998-1999. Hlynur Bæringsson, landsliðsfyr- irliði um árabil og leikmaður Stjörnunnar frá 2016, og Sigurður Ágúst Þorvaldsson fóru saman til Hollands og léku þar tímabilið 2005-2006 með Aris Leeuwarden. Snorri Vignisson, fyrrverandi leikmaður Breiðabliks, varð síðan fimmti leikmaðurinn og sá fyrsti í fimmtán ár til að semja við hol- Fimm Íslendingar hafa leikið með hollenskum körfuknattleiksliðum á undan Þóri Guðmundi Þorbjörns- syni sem nú er genginn til liðs við Landstede Hammers frá borginni Zwolle. Herbert Arnarson landsliðs- maður sem lengst af lék með ÍR, spilaði þrjú tímabil sem atvinnu- maður í lok tuttugustu aldarinnar. Tvö þeirra lék hann með Donar Groningen í Hollandi, 1996-97 og aftur 1999-2000. Helgi Jónas Guðfinnsson lands- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Groningen Herbert Arnarson lék tvö tímabil í Hollandi. Herbert sá fyrsti sem lék í Hollandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.