Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 8

Morgunblaðið - 13.12.2021, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 VISSIR ÞÚ... ...að ljósaseríur flokkast sem raftæki? Hugsum áður en við hendum! Íslenska ríkið hyggst verja tugum milljarða króna í aðgerðir í lofts- lagsmálum á næstu árum og hefur þegar varið allmörgum milljörðum í þetta verkefni. Sigríður Andersen, fyrrverandi alþingismaður, fjallar um nýlegt svar fjár- málaráðherra við fyrirspurn hennar og að þar komi fram að stjórnvöld viti ekki hverju aðgerð- irnar skila eða hvort þær eru hag- kvæmar, að því gefnu að slíkar að- gerðir séu yfirleitt hagkvæmar. - - - Þar sem ríkið leggur ekki mat á þetta gerir Sigríður það sjálf og finnur út að kostnaður við skattaí- vilnanir rafbíla nemi um 48 þúsund krónum fyrir jöfnun á hverju CO2- tonni sem bensínbíll hefði gefið frá sér. (Í þessum útreikningum er ekki einu sinni reiknað með því að fram- leiðsla á rafbílum krefst mun meira kolefnis en framleiðsla bensínbíla, 70% í tilviki Volvo, að sögn fyrir- tækisins.) Notkun lífeldsneytis, sem er af öðrum ástæðum mjög vafasöm, kost- ar 40.000 krónur á hvert jafnað kol- efnistonn. Til samanburðar kostar hvert jafnað kolefnistonn aðeins um eða yfir 2.000 krónur með skógrækt eða endurheimt votlendis. - - - Sigríður bendir á að af „þessum einföldu útreikningum verður ekki annað séð en að stjórnvöld hafi valið mjög dýrar leiðir til fást við loftslagsmálin“. Og hún bætir við að ríkið gæti „náð sama árangri fyrir 5% af núverandi kostnaði. Í stað þess að eyða 7,4 milljörðum á ári í nið- urgreiðslur á innfluttum rafbílum og lífeldsneyti gæti ríkið náð sama árangri með 370 milljónum króna í skógrækt og endurheimt votlendis hér á landi. Hvers vegna eru skattgreiðendur látnir greiða tvítugfalt meira fyrir loftslagsaðgerðir en þörf krefur?“ Sigríður Andersen Dýrasta leiðin? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Iðkendur í 13-15 ára hópi ÍR í frjálsum íþróttum urðu fyrir því á miðvikudag að tólf farsímum var stolið úr búningsklefa þeirra á meðan hópurinn var á æfingu í Laugardalshöll. Þjálfari hópsins segist aldrei hafa lent í þessu á sex ára þjálfaraferli sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér tilkynningu á föstudag þess efnis að símaþjófnaður í búningsklefum íþróttahúsa færðist í vöxt. Kom tilkynningin því tveimur dögum eftir að ungling- arnir í ÍR lentu í þjófnaðinum. Júlía Mekkín Guð- jónsdóttir æfir í hópnum og ræddi við mbl.is um at- vikið. „Ég kem út af æfingunni og þá segir ein stelpan að hún finni ekki símann sinn og spyr hvort við getum hringt í hann. Svo finnst hann ekki og þá taka fleiri eftir því að síminn þeirra er horfinn líka.“ Nær að læðast meðfram veggjum Júlía segir að hópurinn hafi látið þjálfarann sinn vita af þessu. Hann ræddi þá við húsvörð og lét hann vita að nærri allir símarnir væru horfnir. Hún segist ekki vera vongóð um að endurheimta símann sinn og það séu æfingafélagar hennar ekki heldur. Óðinn Björn Þorsteinsson, þjálfari hópsins, seg- ir í samtali við mbl.is að hann hafi ekki lent í sam- bærilegu atviki áður. Vöktun í Laugardalshöll sé með sama hætti og víðast, húsvörður sjái um það. „Svo er bara einn sem nær að læðast með veggj- um og smygla sér fram hjá öllum.“ Hann segir eðlilegt að krakkarnir hafi verið mið- ur sín og málið sé nú á borði lögreglunnar til rann- sóknar þar. Fór ránshendi um búningsklefa - Símaþjófnaður í búningsklefum að færast í vöxt að sögn lögreglunnar Listamaðurinn Fjölnir Geir Bragason, af mörg- um þekktur sem Fjölnir tattú, er látinn, 56 ára að aldri. Fjölnir fæddist í Reykjavík 5. febrúar 1965, sonur Braga Ás- geirssonar, myndlist- armanns og myndlist- arrýnis Morgunblaðs- ins, og Kolbrúnar Benediktsdóttur leik- skólakennara. Hann lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð 1990 og lagði stund á nám við höggmyndalist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, ásamt því að mála, yrkja og sinna fleiri list- greinum, en sneri svo við blaðinu og fór að fást við húðflúr. Hann útskrif- aðist svo úr skólanum árið 2000, þar sem lokaritgerðin fjallaði um húðflúr. Fjölnir hafði fengist við að húðflúra allt frá árinu 1995, lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húð- flúrstofunni, og gat sér gott orð sem hugmyndaríkur og vandvirkur flúr- ari, sem átti verulegan þátt í að ryðja þeirri listgrein braut hér á landi og afla húðflúri mun almennari vinsælda en þar til hafði tíðkast. Fjölnir var glæsi- legur maður á velli, sem vakti athygli hvar sem hann fór; um margt óvenjulegur í fasi og útliti, áberandi í samkvæmislífi borg- arinnar á yngri árum, vinsæll og vinmargur. Hann var fjölfróður og skemmtilegur viðræðu um nánast hvað sem var, íhugull en skjótur til svars og átti auðvelt með að tvinna saman gaman og alvöru. Fjölnir tók þátt í stofnun FO Tatt Fest-hátíðarinnar í Færeyjum árið 2012 ásamt Páli Sch. Thorsteinssyni, en í sumar hélt hann tattú-blót á Langaholti á Snæfellsnesi og fyrsta IS Tatt Fest-hátíðin var haldin í Iðnó nú í október. Nýlega lét hann til sín taka ásamt fleirum með áskorun til borgar- yfirvalda um rannsókn á starfsemi vöggustofa í Reykjavík á árum áður, en hann hafði í æsku verið vistaður á einni slíkri um hríð. Fjölnir lætur eftir sig þrjá syni: Atla Frey, f. 1989, Fáfni, f. 1995, og Fenri Flóka, f. 2013, og þrjú barna- börn: Fjölni Myrkva, Ísabellu Dimmu og Indíönu Nótt Atlabörn. Andlát Fjölnir Bragason listamaður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.