Morgunblaðið - 13.12.2021, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021
Höfum opnað á Selfossi
komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar
GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ
www.tengi.is
Kópavogur – Smiðjuvegur 76
Akureyri – Baldursnes 6a
Selfoss – Austurvegur 69
414 1000
414 1050
414 1040
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Stærsta og öflugasta geimsjónauka,
sem smíðaður hefur verið, verður
skotið á loft skömmu fyrir jól en
honum er ætlað að afla upplýsinga
um hvernig alheimurinn varð til og
um fjarlægar reikistjörnur, líkar
jörðinni, í öðrum sólkerfum.
Sjónaukinn er nefndur eftir
James Webb, fyrrverandi forstjóra
bandarísku geimferðastofnunar-
innar, NASA, og tekur við af
Hubble-geimsjónaukanum, sem hef-
ur verið á sporbraut um jörðu síð-
ustu þrjá áratugi. Standa vonir til að
Webb-sjónaukinn auki skilning
manna á því hvernig alheimurinn
myndaðist fyrir nærri 14 milljörðum
ára.
Stjarnfræðingurinn John Mather,
einn af forvígismönnum Webb-
verkefnisins, lýsti því nýlega í tísti á
Twitter hvað nýi sjónaukinn væri
næmur.
„#JWST getur mælt varmann frá
býflugu á tunglinu,“ tísti hann, að
því er kemur fram í frétt fréttaveit-
unnar AFP.
Stærstu spurningarnar
Webb-sjónaukinn á að geta greint
dauft ljós sem fyrstu sólkerfi al-
heimsins sendu frá sér þegar fyrstu
stjörnurnar mynduðust. Hubble-
sjónaukinn getur greint atburði sem
urðu í geimnum um 500 milljónum
ára eftir Miklahvell en Webb getur
greint atburði sem urðu um 300
milljónum ára fyrr.
„Þessi sjónauki er hannaður til að
svara stærstu spurningunum, sem
nú er fengist við í stjörnufræði, sagði
Amber Straughn, stjarneðlisfræð-
ingur hjá NASA, í fyrirlestri árið
2017.
„Við vonumst til að geta séð þessi
fyrstu sólkerfi og hvernig þau þró-
uðust,“ bætti hún við.
Einnig er sjónaukanum ætlað að
afla upplýsinga um nærri fimm þús-
und reikistjörnur utan okkar sól-
kerfis, sem eru í réttri fjarlægð frá
stjörnum til að þar gæti þrifist líf.
Vísindamenn vilja einnig vita hvern-
ig lofthjúpur þeirra er og hvort þar
kunni að finnast vatn. Þá er Áformað
að rannsaka okkar sólkerfi nánar,
þar á meðal Mars og Evrópu, ísilagt
tungl Júpíters.
Mikil spenna
„Spennan er mikil, við höfum beð-
ið þessarar stundar lengi,“ sagði
Pierre Ferruit, verkefnastjóri hjá
Evrópsku geimferðastofnuninni,
ESA, við AFP. ESA og Kanadíska
geimferðastofnunin hafa tekið þátt í
þróun Webb-sjónaukans og Ferruit,
líkt og þúsundir samstarfsmanna
hans, hefur unnið að verkefninu
mestan sinn starfsferil.
Hann segir að fjölmargar vísinda-
stofnanir keppist nú um að fá að-
gang að upplýsingum frá sjónauk-
anum. „Þótt liðin séu 20 ár eru
spurningarnar sem Webb á að svara
enn jafn knýjandi,“ sagði Ferruit.
Sjónaukinn er risavaxinn og flók-
inn. Spegillinn, sem notaður er til að
safna upplýsingum, er 6,5 metrar í
þvermál, þrisvar sinnum stærri en á
Hubble-sjónaukanum. Er hann bú-
inn til úr 18 sexhyrndum minni
speglum úr gullhúðuðu berylíni sem
getur endurvarpað innrauðu ljósi frá
ystu mörkum alheimsins. Brjóta
þarf spegilinn saman svo hann kom-
ist fyrir í Ariane-5-eldflauginni, sem
á að flytja hann á sporbraut sína.
Þegar sjónaukinn verður kominn
á sinn stað þarf að breiða úr spegl-
inum á ný og koma fyrir sólarskildi,
sem er á stærð við tennisvöll. Það
mun taka hálfan mánuð. Sjónaukinn
verður á braut um sólina í um 1,5
milljón kílómetra fjarlægð frá jörð-
inni, mun lengra í burtu en Hubble,
sem hefur verið á braut um jörðu í
600 kílómetra fjarlægð síðan 1990.
Fyllt á tankana
Vinna við Webb-verkefnið hófst
hjá NASA árið 1989 og smíði sjón-
aukans hófst árið 2004. Upphaflega
var áformað að senda sjónaukann út
í geim árið 2007 en ýmis vandamál
komu upp sem hafa tafið starfið. Þá
hefur kostnaðurinn margfaldast frá
fyrstu áætlunum og er nú metinn á
10 milljarða dala, jafnvirði um 1.300
milljarða króna. Yfir 10 þúsund
manns hafa unnið að verkefninu.
Miðað er við að sjónaukinn geti safn-
að upplýsingum í að minnsta kosti
fimm ár en vonast er til að hann end-
ist í áratug hið minnsta.
Webb-sjónaukinn var byggður í
Bandaríkjunum og fluttur til
Kourou í Frönsku Gíneu á þessu ári
en þaðan verður honum skotið á loft
væntanlega 22. desember. Áætlað er
að ferðalagið á áfangastað taki um
mánuð.
„Nú er bara eftir að fylla á elds-
neytistankana,“ sagði Ferruit.
Leita að fyrstu sólkerfunum semmynduðust
Nýr geimsjónauki* sem á að taka við af Hubble-sjónaukanummun einkum greina innrautt ljós til að
rannsaka hulin svæði í geimnum þegar hann verður kominn á sinn stað 1,5 milljón kílómetra frá jörðu
SÓLARSKJÖLDUR
JamesWebb-sjónaukinn
Heimild: NASA *Sameiginlegt verkefni NASA, ESA og Kanadísku geimferðamiðstöðvarinnar
Kemst á braut 1,5 milljón kílómetra
frá jörðu mánuði eftir geimskot
GEIMSKOTMARKMIÐ (10 ÁR)
Mæla stjörnukerfi og leita að hugsanlegu lífi
Fylgjast með myndun stjarna og þróun sólkerfa
SPORBAUGUR
Innra lag
hiti -235 °C
Ytra lag
125 °CSólarljós
5 lög:
0,05-0,025 mm þykk
21 x 14 m
Fluttur með Ariane-5 eldflaug
22. desember frá skotsvæði í
Kourou í Gíneu
Sólin
Jörðin
Tunglið
Braut
Webb
vegur
6,2 tonn
Aðalspegill
þvermál: 6,5 m
18 svæði
Aukaspegill:
0,74 m
Mælitæki:
myndavélar
og ljósgreinar
þurfa að vera í miklum
kulda til að greina veik
hitamerki í geimnum
Ekki rétt hlutföll
Stjarnfræðingar
leita að upphafi
alheimsins
- Nýr geimsjónauki leggur af stað í
1,5 milljón km ferðalag innan skamms
AFP
Leitar svara Webb-sjónaukinn sem
leggur bráðlega af stað út í geim.
Að minnsta kosti 94 týndu lífi í hvirf-
ilbyljum sem geisuðu í Bandaríkjun-
um aðfaranótt laugardags.
Kentucky-ríki hefur komið hvað
verst út úr hamförunum en tala lát-
inna þar er komin upp í 70 hið
minnsta. Björgunarsveitir leita nú
að fólki í rústum bæja en vonin er lít-
il. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur
lýst yfir neyðarástandi í ríkinu, sem
heimilar aukna fjárveitingu til björg-
unaraðgerða.
Fjörutíu manns var bjargað úr
kertaverksmiðju í bænum Mayfield í
ríkinu. Sextíu hafa fundist látnir og
sagði ríkisstjórinn Andy Beshear að
það væri kraftaverki líkast ef fleiri
fyndust á lífi í verksmiðjunni.
Miðbærinn horfinn
Ástandið er hvað verst í bænum
Mayfield og lýsti bæjarstjórinn
Kathy O’Nan honum sem eldspýtna-
hrúgu.
„Þegar ég gekk út úr ráðhúsinu í
morgun þetta leit út eins og eldspýt-
ur,“ sagði O’Nan. „Kirkjurnar í mið-
bænum eru eyðilagðar, dómshúsið
okkar, sem er auðvitað í miðju bæj-
arins, er rústir einar, vatnslagnirnar
virka ekki og það er ekkert raf-
magn.“
Starfsmenn festust inni í vöruhúsi
Amazon í Edwardsville í Illinois á
föstudag og létust sex hið minnsta.
Að minnsta kosti 45 starfsmenn
komust út úr rústum vöruhússins.
Dauðsföll hafa einnig verið til-
kynnt í Arkansas, Tennessee og
Missouri.
Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar
á laugardag sagði Biden að óveðrið
væri eitt það versta í sögu Banda-
ríkjanna. Hann hét því að stjórnvöld
myndu gera allt sem í þeirra valdi
stæði til þess að hjálpa þeim ríkjum
sem verst hafa orðið úti í hvirfilbylj-
unum.
Hátt í hundrað
manns látist
- Fjölda fólks enn saknað eftir óveður
AFP
Eyðilegging Bærinn Mayfield hefur
orðið hvað verst úti í Kentucky.