Morgunblaðið - 13.12.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.12.2021, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Núverandi borgar- yfirvöld ætla sér að þrengja mjög verulega að íbúum Bústaða- og Foss- vogshverfis. Kynnt hafa verið áform um þetta sem eru svo fjarstæðukennd og hefur verið það illa tekið að meirihlutinn sjálfur lýsir þeim nú þannig að þetta séu tillögur „á algjöru grunnhugmyndastigi“. Á íbúafundi í liðinni viku sagði borgarstjóri að þetta væru vinnutillögur og und- anfari formlegrar tillögu að hverfaskipulagi. Næst yrði unnin formleg tillaga og farið í annað kynningarferli og sagði borgarstjóri að oft væri fallið frá tillögum eftir samráð. Hvers vegna skyldi meiri- hlutinn setja alla þessa fyrir- vara við eigin tillögur nú? Ætli það geti tengst því að fram undan eru borgarstjórn- arkosningar og að þess vegna sé klókt að láta íbúana halda að niðurstaðan verði ef til vill ekki sú hörmung sem nú hefur verið kynnt? Það skyldi þó ekki vera. En klækjabrögð borgar- stjóra og félaga í meirihlut- anum breyta því ekki að við borgarbúum blasir hvert meirihlutinn stefn- ir. Hann segist hafa „grænt plan“ um uppbyggingu en staðreyndin er sú að hann má hvergi sjá grænan blett í borginni án þess að vilja reisa þar nokkurra hæða hús. Meirihlutinn segist ekki vera á móti einkabílnum, en hann þrengir allar götur sem hann kemst yfir og fjarlægir bílastæði af miklu kappi. Og þegar hann skipuleggur nýja byggð á grænu blettunum þá gætir hann þess að hafa vel innan við eitt stæði á íbúð, þ.a. flestir íbúarnir, bæði þeir nýju og hinir sem fyrir voru í hverf- inu, lenda í vandræðum. Auk þessa vill meirihlutinn leggja borgarlínu sem á víða að taka burtu akreinar með þeim augljósu afleiðingum að umferðin verður enn hægari og teppurnar verri. En það er eins með borgarlínuna og Bú- staða- og Fossvogshverfið, hún er ekki endanlega útfærð þannig að hægt er að halda því fram að niðurstaðan verði ekk- ert endilega jafn slæm og við blasir. Þetta verður seint tal- inn heiðarlegur málflutningur í aðdraganda kosninga, en það er ekki hægt að útiloka að hann verði árangursríkur. Meirihlutinn í borginni ætlar með klækjum í gegnum komandi kosningar} Blekkingar í borginni Í Bandaríkj- unum er fjallað mjög opinskátt um þann veikleika sem er að finna í æðstu stjórn landsins, forset- anum, og svo þann vanda sem felst í því að varaforsetinn hafi ekki sýnt að hann geti tekið við hinu þýðingarmikla starfi. Peggy Noonan hefur mikla og langa reynslu af bandarísk- um stjórnmálum og opinberri umræðu þar í landi. Hún var sérstakur aðstoðarmaður og ræðuskrifari þess forseta sem allir vilja nú bera sig saman við en fáir geta, Ronald Reag- an, og hefur starfað í sjón- varpi, kennt sögu og fjöl- miðlun í háskólum, ritað bækur og er nú meðal annars pistlahöfundur The Wall Street Journal. Í nýjasta pistli hennar fjallar hún um varaforsetann, Kamölu Harris, og bendir á að jafn slæmar og tölur Bidens forseta séu í könnunum þá séu tölur varaforsetans enn verri. Látlausar neikvæðar fréttir um hana lýsi flótta starfs- manna og upplausnarástandi á skrifstofu hennar. Hún sé iðu- lega illa undir- búin, setji sig ekki inn í mál og hafi meiri áhuga á póli- tískri hlið mála en innihaldi þeirra. Ekki batnar það þegar því er haldið fram að þegar hún var dómsmálaráð- herra í Kaliforníu hafi ástand- ið þar verið svipað. Yfirleitt þykir slík umræða um varaforsetann óþörf þó að sumir forveranna hafi fengið gusur og þótt óframbærilegir. En nú, eins og Noonan segir, er „forsetinn gamall og dóm- greind hans umdeilanleg“. Þess vegna skipti miklu að varaforsetinn virðist ekki ráða við verkefnið og sé ekki fær um að taka við hinu verkefn- inu, sem meiri líkur standa þó til en oftast áður að verði hlut- skipti hans. Þessi staða er mikið áhyggjuefni eins og sjá má í þeirri opinskáu umræðu sem á sér stað um heilsufar forset- ans og getu varaforsetans. Ef um smáríki væri að ræða væri þetta óþægilegt fyrir íbúana en fáa aðra. Þegar Bandaríkin eru annars vegar, forysturíki hins frjálsa heims, þá snertir þetta alla. Staðan verður varla verri en svo að bæði forseti og varafor- seti séu óhæfir} Veikleikinn í Washington G rundvallarhlutverk fisk- veiðistjórnunarkerfisins okkar er að koma í veg fyrir ofveiði og tryggja þannig að nýting auð- lindarinnar sé sjálfbær. Við höf- um fulla ástæðu til að vera stolt af því hvernig þar hefur tekist til. Nú þegar fréttir berast sem gefa innsýn í óviðunandi stöðu mála varð- andi brottkast á fiski fellur hins vegar skuggi á ímyndina af hinni ábyrgu fiskveiðiþjóð. Þetta þarf að laga. Í upphafi þessa árs hófu veiðieftirlitsmenn hjá Fiskistofu að beita drónum við eftirlit með veiðum. Fram að því höfðu brottkastsmál ver- ið að jafnaði um 10 á ári, en það sem af er þessu ári hefur Fiskistofa tekið til meðferðar að minnsta kosti 120 mál sem varða ætlað brottkast afla frá fiskiskipum, stórum og smáum. Það er mikil einföldun að halda að hér sé um skyndi- lega, jafnvel mögulega tilfallandi, aukningu að ræða. Líklegra er að hér sé einfaldlega verið að standa menn að verki með brot sem hafa tíðkast lengi. Í því sambandi má rifja hér upp að í upphafi árs 2019 skilaði Ríkisend- urskoðun stjórnsýsluúttekt um eftirlitshlutverk Fiski- stofu. Þar fékk stofnunin töluvert bága umsögn fyrir framkvæmd þess eftirlits sem henni er ætlað að hafa með höndum. Eftirlit með brottkasti var sagt takmarkað, veikburða og ómarkvisst. Sterkara eftirlit Nú hefur Fiskistofa hins vegar með breytt- um vinnubrögðum fært okkur aðra sýn á um- gengni okkar við sjávarauðlindina. Enn sem komið er er eftirlitið að mestu frá landi en þó eru í tölum Fiskistofu líka togarar að veiða með botnvörpu. Upplýsingar sýna þannig svart á hvítu að það er full þörf á því að auka eftirlitið þannig að það nái yfir stóru skipin líka. Í nýjum stjórnarsáttmála VG, Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar er mikið talað um að efla eftirlit af ýmsu tagi. Minna fer fyrir vís- bendingu um slíkt í fjárlagafrumvarpinu en Alþingi ræðir nú fjárlög næsta árs í mikilli tímapressu. Það er mikilvægt að sú pressa komi ekki í veg fyrir að farið verði vel yfir þörf Fiskistofu fyrir aukn- ar fjárlagaheimildir strax á næsta ári. Ég hygg að fáir vilji standa í vegi fyrir því opinberlega að stofnunin fái eftirlitsbúnað sem hægt er að nýta lengra úti í landhelg- inni. Skugga brottkasts þarf að afmá sem fyrst. hannakatrin@althingi.is Hanna Katrín Friðriksson Pistill Í skugga brottkasts Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is B oris Johnson, hinn litríki forsætisráðherra Bret- lands, er í meiri vanda nú en nokkru sinni. Hann hefur ekki skort erfið viðfangsefni, en Boris tók við embætti sumarið 2019 eftir að Theresa May hafði hrökklast frá völdum, gagngert til þess að koma Brexit, úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu, í gegn. Það hefur raunar tekist stóráfallalaust, en hins vegar varð heimsfaraldurinn meginverkefnið, líkt og í flestum öðrum löndum. Þar hefur hins vegar gengið mjög upp og ofan. Lykillinn að pólitískri velgengni Boris Johnsons hefur ævinlega verið persónuleiki hans, sem kjósendum hefur fallið vel í geð þrátt fyrir að flestir hafi vitað að hann væri ekki gallalaus maður. Hann er glaðsinna, óhræddur við að gera gys að sjálfum sér, virkar oft óskipulagður og al- vörulaus, sérvitur og með yfirstétt- arhreim, en samt við alþýðuskap. Það hefur hins vegar ekki átt vel við á dögum heimsfaraldursins, sem Bretar fóru í upphafi mjög illa út úr, þótt stjórnvöldum hafi síðar tekist afar vel upp við þróun bólu- efnis og bólusetningu í landinu. Eftir að forsætisráðherrann var sjálfur við dauðans dyr nálgaðist hann far- aldurinn af tilhlýðilegri alvöru, jafn- vel svo hann hlaut gagnrýni fyrir að vera of varkár. Jón og séra Jón Við ríkisstjórnina og starfslið hennar hafa þó nánast frá upphafi loðað ásakanir um að þar á bænum þyki mönnum sem strangar sótt- varnareglur eigi fyrst og fremst við almenning en síður í Whitehall, stjórnarráðshverfinu í Lundúnum. Sem rímar einkar illa við slagorð stjórnvalda að allir séu á sama báti í baráttu við kórónuveiruna. Síðasta hneykslið hverfist ein- mitt um það, að starfsnenn forsætis- ráðherra hafi farið ógætilega í þeim efnum og efnt til samkvæma, jafnvel gantast með það, meðan aðrir lands- menn þurftu að fórna hefðbundnu jólahaldi árið 2020 fyrir sóttvarnir. Það sem gerir málið erfiðara fyrir forsætisráðherrann er að það vekur spurningar um persónuleika hans og stjórnarhætti. Annaðhvort var honum ókunnugt um veisluhöld í Downingstræti 10 eða nærliggjandi húsakynnum forsætisráðuneytisins, nú eða þá að hann vissi um þau en aðhafðist ekkert og er nú reikull í svörum um þau. Þar stendur valið um að játa á sig vanhæfni eða óheil- indi. Slíkt val reynist jafnan hverjum stjórnmálamanni banvænt, þótt rétt sé að hafa í huga að Boris hefur haft einstakt lag á að lifa af alls kyns vandræði, sem myndu gera út af við hvaða stjórnmálaferil sem er annan. Hitnar undir Boris Nú þegar er orðið vart við meiri óróleika á bekkjum stjórnarliðsins í þinginu, jafnvel þannig að hugsan- lega verður gerð tilraun til þess að velta Boris Johnson úr sessi (flestir gera ráð fyrir að Rishi Sunak, fjár- málaráðherrann vinsæli, yrði þá út- nefndur arftaki). Sumpart snýr það að vaxandi óþolinmæði gagnvart Boris og stjórnunarstíl hans, en kannski þó ekki síður hinu, að menn óttast að stjórn hans sé rúin öllum trúverðugleika. Jólahaldið í Bretlandi kann að vera í uppnámi enn einu sinni, en spyrja má ef stjórnvöld herða að- gerðir vegna smitaukningar, nú eða aflétta þeim þar sem Ómíkron sé ekki sá vágestur sem óttast var, hvort almenningur liti á það sem yfirvegaða ákvörðun eða pólitíska leikfléttu. Traust almennings á stjórnfestu og heilindum rík- isstjórnarinnar er mikil- vægt þegar best lætur, en lífsnauðsynlegt á óvissu- tímum. Gleðskapur kemur glaðsinna Boris í koll Að sögn talsmanna skrifstofu forsætisráðherra í Downing- stræti 10 var ekkert samkvæmi haldið þar hinn 18. desember í fyrra, en á hinn bóginn var þar hugsanlega einhvers konar „samkoma“ þar sem glösum var lyft, en þá algerlega innan ramma laga og reglna. Hins veg- ar lak út myndræma, sem sýndi Allegru Stratton upplýsingafull- trúa hlæja að spurningu um samkvæmið sem ekki var. Af þeim völdum ákvað hún að segja af sér og kvaðst myndu sjá eftir athugasemdum sínum og hlátri það sem eftir væri. Um lítilfjörlegt skrifstofupartí, sem gerðist víst ekki. Í flestra huga gengur þessi frásögn ekki upp og þó að fæst- um detti í hug að Boris Johnson hafi átt aðkomu að þessu ekki-samkvæmi þykja viðbrögðin einstaklega ótrúverðug. Partíið sem ekki var haldið DJAMM Í DOWNINGSTRÆTI Allegra Stratton AFP Downingstræti 10 Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er orðlagður fyrir gott skap, en þessa dagana fer lítið fyrir gleði eða gamansemi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.