Morgunblaðið - 13.12.2021, Side 16

Morgunblaðið - 13.12.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. DESEMBER 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Hinn 8. desember sl. stóðu íbúasamtök Bú- staða- og Fossvogs- hverfis fyrir fundi vegna nýkynntra hug- mynda um skipulags- breytingu á Bústaða- vegi. Raunar tóku tillögurnar til allra hverfanna í póstnúm- erum 108 og 103, en skipting hverfisins í smærri einingar gerir það að verk- um að einungis Bústaðavegurinn kemur til beinna áhrifa á Bústaða- og Fossvogshverfi. Skorað var á borgarstjórann, Dag B. Eggertsson, og Eyþór Laxdal Arnalds, leiðtoga sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem oddvita tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna í Reykjavík, að mæta og gera grein fyrir afstöðu sinni. Fundurinn var málefnalegur í heild sinni, og hafði borgarstjóri orð á því að hann væri með þeim málefnalegri af þessu tagi sem hann hefði setið. Skipulagsmál eru í brennidepli þessi misserin, bæði hjá þeim sem eru fylgjandi núverandi meirihluta borgarstjórnar og þeim sem eru andvígir honum. Án þess að pólitísk afstaða sé aðalefni þessarar greinar, þá er það oftast skylt skeggið hök- unni og erfitt að ræða annað án þess að hitt dragist inn í umræðuna. Skipulagsmál eru nefnilega há- pólitísk, ekki síst út frá því sjón- armiði að kjörnir fulltrúar stýra þeim. Stundum vill það misfarast að sú stýring er í umboði kjósenda, sem eru jú skatt- og út- svarsgreiðendur, og vilji einstaka stjórn- málamanna og emb- ættismanna sjáist í ex- celskjölum og tölvu- forritum, þvert á vilja íbúanna. Það er auðvelt að láta allt líta vel út í excelskjölum eða tölvu- forritum. Því kynnt- umst við í hruninu. Það er hins vegar erfiðara að láta það falla að vilja íbúanna út frá reynslu þeirra sjálfra, þótt erfiðleikarnir séu illskiljanlegir. Í því ljósi er skorað sérstaklega á stjórnmálamennina og embættismennina í borginni til að leggja sig fram um að hlusta á radd- ir íbúa Bústaða- og Fossvogshverfis. Það hefur ekki verið gert; fyrr en á fundinum og þá af herramönnunum báðum, frummælendur fundarins. Málflutningur frummælendanna beggja var einlægur, djúpur og skýrandi, á hvora hliðina sem er. Þeir komu sínum sjónarmiðum vel á framfæri, með góðum skýringum og ekki fékkst annað séð en að á þá báða væri hlustað. Á fundinum, sem rúmlega 90 manns sóttu og tæplega 400 fylgdust með á vefstreymi, tóku 15 manns til máls eftir að frummæl- endur höfðu lokið máli sínu, en sam- kvæmt fundargerð var málflutn- ingur þeirra allra á svipaðan veg. Hann einkenndist af andstöðu í garð þessara fyrirliggjandi tillagna. Reynslumiklar raddir frumbyggja í hverfinu, fólks sem hafði alist upp og búið í hverfinu frá fæðingu og því sem næst tjáð frummælendum áhyggjur sínar af þrengingum Bú- staðavegar, aukinnar umferðar í gegnum barnmargar hliðargötur hverfisins, gjarnan í námunda við skóla, leikskóla og leiksvæði barnanna. Augljóst er að það viljum við hverfisbúar ekki sjá. Þó skal tek- ið fram að fundurinn var lagðist ekki gegn breytingum heldur þessum umræddu tillögum. Hluti hins fyrirhugaða bygging- arsvæðis sem meirihlutinn vill byggja á núna, er umferðareyja sem skilur að akveg Bústaðvegar og bíla- stæðin við fjórbýlishús sem standa norðan við Bústaðaveg, á milli Grensásvegar og Réttarholtsvegar. Samkvæmt yfirlitsmyndum (gróf- unnum) teygja hin nýju fjölbýlishús, níu talsins á þessum hluta (umferð- areyjunni), sig út á götuna og þrengja þannig töluvert að götunni í núverandi mynd. Ljóst er því að töluvert þarf að eiga við veginn sjálf- an, svo hann geti áfram annað um- ferð í gegnum hverfið. Meðal þess sem fundurinn kallaði eftir var aukið öryggi við Bústaðaveg, en ekki fæst séð hvernig því verður fylgt eftir. Eftir að Miklabrautin og Sæ- brautin hættu að anna umferð borg- arbúa hefur umferðin færst í tölu- verðu og alltof miklu magni yfir á Bústaðaveg og inn í aðrar götur hverfisins til að komast yfir í aðra hluta borgarinnar. Það sjáum við sem þekkjum hverfið. Við búum þarna, og tökum eftir því, áþreif- anlega, að umferðin um Hæðargarð og Sogaveg, sem dæmi, hefur stór- aukist á síðustu 4-5 árum. Meðal íbú- anna eru gróskumiklar hugmyndir sem hægt er að vinna út frá, t.d. í umferðaröryggismálum, en jafn- framt með ásýnd og fegurðarskyn í huga. Til þess að þær tillögur geti legið fyrir, ásamt athugasemdum íbúa nærliggjandi fjölbýlishúsa við Bústaðaveg, þurfa borgaryfirvöld að hlusta á þá sem reynsluna hafa. Í því skyni vil ég benda á vísdómsorð eins íbúa hverfisins til áratuga: Greindur nærri getur, reyndur veit þó betur. Reynslan sem ég vísa til er áratuga löng reynsla íbúa hverfisins og þær raddir sem heyrðust á fundinum. Frestur til athugasemda rennur út 15. desember næstkomandi. Ljóst er að það er of stuttur tími til athuga- semda nærliggjandi lóðahafa. Á fundinum var samþykkt nær einróma tillaga um að þessi frestur verði framlengdur til 1. apríl 2022. Með vísan til þess sem hér hefur verið fjallað um er áfram skorað á Dag B. Eggertsson að beita sér fyrir því að lengja frestinn í samræmi við lýðræðislegan vilja fundarins. Eftir Gísla Kr. Björnsson »Reynslan sem ég vísa til er áratuga löng reynsla íbúa hverf- isins og þær raddir sem heyrðust á fundinum. Gísli Kr. Björnsson Höfundur er lögmaður í Reykjavík og formaður íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis. Breytingar á Bústaðavegi – greindur nærri getur, reyndur veit þó betur Um sl. áramót fór fram á RÚV það sem áður var nefnt val á manni ársins. Nú brá svo við að í stað þess var sagt í RÚV að fram hefði farið val á manneskju ársins. Mér er sagt að ástæðan hafi verið sú að þú – málfarsráðunautur ríkisútvarpsins – hafir ekki viljað viðurkenna í orði að karlmenn og kvenmenn gætu hvor tveggja verið menn. Værir sem sé ekki sammála Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, þegar hún tjáði sig með þessum hætti í kosningabaráttu sinni: „Fólk á ekki að velja mig vegna þess að ég er kona, heldur vegna þess að ég er maður.“ Þitt álit væri að með engu móti mætti rugla kynjunum saman með því að kalla bæði konur og karla menn. Tæknimaður Ef svo er, hvernig stendur þá á því að þú heimilar ríkisútvarpinu að greina frá því að eftir sérhvern þátt sem fluttur er í RÚV og eftir sér- hvern fréttatíma sé sagt að tækni- maður þáttarins hafi heitið þetta og hitt – karlmanns- eða kvenmannsnafni? Ef þú telur brýna nauðsyn bera til að kyngreint sé í starfsheiti og í teg- undarheiti ellegar afstöðunafngift ber þá að sundurgreina t.d. mannúð og kvenúð – eftir því hvort kynið kemur við sögu – ell- egar menningu og kvenningu, mann- gæsku og kvengæsku, manngreinarálit og kvengreinarálit o.s.frv. Eða ef þú vilt ekki kyngreina eftir því sem þú segir kyngreiningar- heitið vera, hvernig viltu þá orða þetta undir samheitinu manneskja? Að tæknimanneskja þáttarins hafi verið …? Málvitund Við Íslendingar þurfum að gera okkur grein fyrir því – og gerum það flestöll – að við erfðum mál- skilning og málvitund sem okkur ber að varðveita. Engu máli skiptir í því sambandi hvort kynin eru tvö eða sautján. Öll erum við menn. Málfarsráðunautur RÚV skiptir þar máli. Fráleitt er að hún beiti valdi sínu til þess að rugla málskiln- ing landsmanna og taka upp kyn- greiningu þar sem kyngreining er ekki viðhöfð og hennar er engin þörf. Karlmaður og kvenmaður eru bæði menn. Menning á við bæði kynin, mannúð líka, manngæska einnig. Sömuleiðis manngöfgi sem og allar þær nafngiftir sem tákn- aðar eru með heitinu maður. Karl- maður og kvenmaður eru bæði mað- ur. Sá sem kjörinn er maður ársins getur verið hvort heldur sem er karl eða kona – eða aðhyllst hvert það kyn sem sagt er vera eiginlegt mannkyninu. Hví segi ég það? Ég segi það vegna þess að orðið „mann- kyn“ merkir ekki bara kyn karla heldur kyngreind alls þess mann- fólks sem jörð okkar byggir. Þarf virkilega að segja málfarsráðunaut RÚV það? Eða er menntun hennar ofar skynsemi? Eftir Sighvat Björgvinsson » Orðið „mannkyn“ merkir ekki bara kyn karla heldur kyn- greind alls þess mann- fólks sem jörð okkar byggir. Þarf virkilega að segja málfars- ráðunaut RÚV það? Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. heilbrigðisráðherra. Er kona ekki maður? – Opið bréf til málfarsráðunautar RÚV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.